Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Gúrkuleikurinn STUNDUM segja menn sögur af ein- hveijum g’úrkuleik og hlæja mikið. Gúrku- leikur tveggja ræn- ingja í Bretlandi 21. febrúar sl. var ekki eins hlægilegur, en þeir tálguðu gúrku til líkis skammbyssu og náðu með því að ræna um 68.000 krónum úr verslun í skjóli gúr- kunnar. Hér á landi voru um síðustu mán- aðamót færðar til hundruðir milljóna frá skuldurum til fjár- magnseigenda með sérkennilegum gúrkuþjófnaði, sem er langt frá því að vera hlægilegur. Hærra verð en nokkru sinni fyrr í frétt í Morgunblaðinu um miðj- an mánuðinn var frá því greint, að grænmetisliður vísitölu neyslu- verðs hafi hækkað um 51% milli janúar og febrúar og það eitt hafi hækkað vísitölu neysluverðs um 0,12%. Frá því er greint að græn- metisliður vísitölunnar hefði ekki verið jafnhár í febrúarmánuði þótt leitað væri allt aftur til ársins 1988, en upplýsingar væru ekki um þennan lið fyrir þann tíma. Sem sagt hæsta verð á grænmeti sem vitað er um. Frá því er greint í sömu frétt, að gúrkur hafi hækkað um 76% og meðalverð þeirra væri mælt af Hagstofunni í febrúar 413 kr. kílóið. Ég hef reynt að Morgun- blaðið er áreiðanlegur fréttamiðill og taldi því eðlilegt að ganga út frá því að þessi frétt væri rétt. Jafn mikil hækkun á grænmetis- lið vísitölunnar og Morgunblaðið greindi frá hlaut að eiga sér ein- hveijar óskynsamlegar skýringar. Hvernig gat staðið á því, að verð á grænmeti til neytenda væri nú þrátt fyrir GATT og aðra fjölþjóð- lega samninga hærra en það hefði áður verið. Hér hlaut að vera maðkur í mysunni. Fyrsta hugsun mín var sú, að hér hlytu ofurtollar þeir sem stjórn- völd lögðu á meðfram GATT- samningunum, að koma með full- um þunga á neytendur. Önnur skýring var vart tæk. En við frek- ari skoðun gat það ekki verið skýr- ingin vegna þess að EES-samning- urinn tryggir fijálsan innflutning á ýmsum tegundum grænmetis þar á meðal gúrkum frá 1. nóvember til 15. mars. Ofurtollarnir gátu því ekki skipt máli. Þar sem innflutn- ingur er nánast fijáls á þessum tíma og fijáls samkeppni á að tryggja neytendum lægra verð en ella, þá var eitthvað sérkennilegt að gerast. Eitthvað annarlegt hlaut að koma til. Hver var eig- inlega að svindla á hveijum, hvernig? Hver svindlar á liverjum? Gat verið að verðið væri nú hærra en nokkru sinni fyrr vegna aukins fram- boðs á innlendri fram- leiðslu og innflytjend- ur stæðu sig ekki? Við skoðun kom í ljós, að Jón Magnússon svo var ekki. Mikill innflutningur hefur verið á gúrkum, fyrst frá Spáni og nú frá Hollandi. Um mánaða- mótin voru spænsku gúrkurnar að mestu búnar, en þær hollensku að koma í staðinn. Verð á þeim í inn- flutningi skýrði ekki þetta ofurverð á grænmeti eða þessa hækkun um 76%. Þar sem innflutningur á þess- ari og skyldum vörum er nánast fijáls, þá varð innlendum framleið- endum heldur ekki kennt um að verðið skyldi nú vera hærra en mælst hefði áður. Málið gerðist flóknara. Næst var þá fyrir að skoða hvort verklagsreglur Hagstofunnar við mælingu á verðlagi gæti gefið skýringu. Gat verið að Hagstofan tæki eitthvað meðalverð án tillits til neyslu? Við skoðun kom í ljós, að svo var ekki. Hagstofan miðar jafnan við lægsta verð sem er á boðstólum í mismunandi verslun- um þar sem úrtak er gert. Málið varð nú enn óskýranlegra. Á mark- aðnum var innflutt grænmeti ódýr- ara en venjulegast hefur verið á þessum árstíma og Hagstofan mið- aði við lægsta verð i hverri versl- un. Hvemig gat það þá gerst, að grænmetisverð var samkvæmt út- reikningi hærra en nokkru sinni áður? Fréttin er bæði rétt og röng Við enn nánari skoðun komst ég að þeirri merkilegu niðurstöðu að frétt Morgunblaðsins væri í sjálfu sér rétt, en hún væri um leið alröng. Sérkennileg niðurstaða það. Fréttin var rétt miðað við þær heimildir og útreikninga sem vísað er til í fréttinni, en það er hins vegar algjörlega rangt, að nú sé hærra verð á grænmeti en áður hefur verið. Ástæða þessa er að niðurstaða Hagstofunnar er ekki rétt. Ég vil taka það fram, að í sjálfu sér er ekki við aðferðarfræði Hag- stofunnar að sakast. Niðurstaðan er þó fengin eftir of takmarkaða skoðun sem tekur til of skamms tíma, til þess að raunsönn mynd < Afmælishátíð Félags eldri borgara í Reykja- vík o g nágreimi FÉLAG eldri borgara í Reykjavík ® og nágrenni gengst fyrir Viku eldri 4 borgara þar sem boðið er upp á | margvíslega dagskrá. Dagskráin í dag er eftirfarandi: Laugardagur 9.3. kl. 9.30. Göngu-Hrólfar hefja vikuna og leggja af stað frá Risinu, Hverfis- götu 105, og hitta Hana-Nú hóp- inn úr Kópavogi við Hlíðarfót við Öskjuhlíð. Bifhjólasamtök Lýð- veldisins, Sniglarnir koma. 4 Kl. 11.30. Komið aftur í Risið. , j Páll Gíslason, formaður FEB, set- Í ur afmælisvikuna. 12.00. Kaffi og " brauð. Harmoníkuleikur, söngur og fjöldasöngur undir stjórn Krist- Vegna vísitöluleiks, segir Jón Magnússon, er greiðsluvandi stöðugt fleiri fjöl- skyldna óleysanlegur. fáist af því sem er að gerast á markaðnum. Sama dag og Morgunblaðið upp- lýsti að meðalverð á gúrkum væri 413 kr. mátti fá gúrkur í stórversl- un á höfuðborgarsvæðinu á 165 kr. og næsta mánudag á eftir á 129 kr. Vondum kaupmönnum og hárri verslunarálagningu var því ekki um að kenna og það kom enn betur í ljós, þegar ég skoðaði verðkannanir sem Neytendasam- tökin og Framleiðsluráð landbún- aðarins hafa unnið sameiginlega á þessum vörum með vikulegu milli- bili í febrúar. Skýringin gat því ekki verið önnur en sú, að þegar Hagstofan kannaði verð á græn- meti þá hafi viljað þannig til, að einhveijir stórir smásöluaðilar hafi á þeim tímapunkti verið uppis- kroppa með innfluttar gúrkur og því hafi útreikningurinn brenglast með þeim hætti sem raun ber vitni og orðið fjarri raunveruleikanum. Verðmyndun og vísitölur Eftir að hafa kannað þetta mál þá er niðurstaða mín sú að verð á grænmeti hafi ekki hækkað heldur fremur lækkað. Því fer einnig fjarri að verðið á þessum vörum sé nú hærra en verið hefur um árabil. Það er röng niðurstaða. Neytend- um standa nú til boða ódýrari gúrkur og annað grænmeti en oft áður. Þetta leiðir hugann að því hvern- ig vísitala neysluverðs er reiknuð út. Aðferðarfræðin kann að vera rétt, en þær upplýsingar, sem lagð- ar eru til grundvallar, eru miðað við það dæmi sem ég hef hér rak- ið of takmarkaðar. Röng niður- staða eins og þessi veldur því að hundruðir milljóna skipta um eig- endur. Vísitölubundin lán skuldara í landinu hækka sem nemur þess- ari röngu niðurstöðu, líklega um hálfan milljarð eða meira. Það leið- ir aftur hugann að því hvort ein- hver glóra sé í þeirri vísitöluviðmið- un lána sem hér hefur viðgengist of lengi. Benda má á í dæma- skyni, að lánskjaravísitalan hefur hækkað meira en sterkustu gjaldmiðlar heimsins. En það er líka röng niðurstaða sem er byggð á öðrum röngum forsendum. Það var ekki flókið að sjá að hækkun vísitölunnar vegna meintrar ofurhækkunar á gúrkum var röng. En það er líklega erfið- ara að finna út úr slíku í ýmsum öðrum tilvikum. En spurningin er þá hversu oft og hve miklu skeikar og hvaða þjóðfélagslegar afleiðing- ar hefur það? Vegna þessa vísitöluleiks hafa svo miklir fjármunir skipt um eig- endur í rúman áratug, að greiðslu- vandi stöðugt fleiri fjölskyldna er óleysanlegur og ísland er ekki lengur það land tækifæranna, sem það var þegar ég var ungur og vonaðist enn frekar til að það yrði þegar bömin mín yxu úr grasi. Afleiðingin er vaxandi landflótti og þverrandi trú á möguleikum þjóðarinnar til að búa sér góð lífs- kjör í framtíðinni. Er ekki kominn tími til að stokka kerfið upp og taka upp eðlilegar viðmiðanir í lánsviðskiptum? Ut- vega það fjármagn sem þarf til að Hagstofan geti haft nauðsynlega yfirsýn yfir neysluverð í landinu og reikni út meðalverð samkvæmt því. Þarf ekki einnig að afnema vísitöluviðmiðanir í lánsviðskiptum svo að ástandið hér verði ekki að enn harmþrungnari gúrkuleik. Höfundur er formaður Neytenda- félags höfuðhorgarsvæðisins. ínar Pjetursdóttur. Kl. 14.00- 19.00. Afmælisbridskeppni. Myndarleg verðlaun veitt. Kl. 14.00-15.00. Skoðunarferðir undir leiðsögn: Listasafn Einars Jóns- sonar, Njarðargötu, Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, Alþingishús- ið, Friðrik Ólafsson tekur á móti gestum. Skoðendur mæti á við- komandi stöðum. Kl. 16.00. Leik- sýningin í Risinu. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýna tvo ein- þáttunga: Veðrið kl. átján og Háttatími. Miðar við innganginn. Kl. 20.00. Dansleikur í Risinu. Jóna Einarsdóttir og Trausti Jóns- son leika fyrir dansi. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 839. þáttur NÆR upphafi 829. þáttar stóðu þessi orð frá umsjónarmanni: „Fyrst er frá að segja, að við V.S. virðum báðir íslenskan mál- lýskumun og viljum að hver og einn varðveiti sinn framburð, að minnsta kosti að því leyti sem ætla má að geymi hluta þess sem einu sinni var almennur fram- burður á landi hér.“ V.S. er Valgeir Sigurðsson skjalavörður. Þessu sjónarmiði hef ég lýst oftar en einu sinni áður. Þessa er hér getið vegna þess að mér þykir Valgeir ekki hafa gert sig sekan um ofstæki. En gefum nú orðið Theodór Gunnarssyni í Reykjavík: „Kæri Gísli. Mig langar að leggja orð í belg, varðandi bréf sem Valgeir Sigurðsson sendi þættinum og var til umfjöllunar í 829. þætti laugardaginn 30. desember sl. Eg get ekki stært mig af því, að vera sérfræðingur um íslenska tungu á nokkurn hátt, heldur er ég einungis leikmaður eins og hver annar. Ég er Reykvíkingur að uppeldi, en tel mig hafa verið heppinn að vera alinn upp af ágætlega talandi Hornstrending- um, sem aftur ólust upp við aga og góða örvun. Ég tala sennilega dæmigerða sunnlensku, þar sem mér eru ekki tamar neinar sér- stakar vestfirskar talvenjur, enda hafa þær að mestu slípast af mínu fólki fyrir löngu síðan, hafi þær nokkurntíma verið til staðar. Ég tala semsagt sunnlensku og tel mig gera það með mestu ágætum. Ég heyri oft talaða prýðilega, vel frambærilega sunnlensku, málfræðilega agaða, skýra og fágaða. Sunnlenskan getur tekið á sig öll blæbrigði, allt frá því að vera hátíðleg og virðuleg til þess að vera flaust- urslegt unglingamál, fullt af út- lendum slettum. Það fer allt eft- ir því hver talar og við hvaða kringumstæður. Það sem kom mér til að setj- ast niður og blanda mér í umræð- una er það ofstæki sem mér finnst ég lesa á milli línanna í skrifum Valgeirs um hinn eðla norðlenska framburð. Mér finnst ég oft hafa orðið var við þetta áður á ýmsum vettvangi, þar sem Norðlendingar hafa með ein- hveijum hætti komist að þeirri niðurstöðu, að þeirra mállýska sé öðrum íslenskum mállýskum æðri. Eða eins og Valgeir segir: „Svo er það nú „röddunarleysið", sem hijáir orðið flesta íslend- inga“. M.ö.o. hrjáist ég sem sagt af þessum „kvilla“, þar sem ég beiti ekki fyrir mig þessari mar- grómuðu norðlensku röddun! Ég kannast einfaldlega ekki við það að ég hijáist af þessum kvilla, né heldur að hér sé yfírleitt um kvilla að ræða. Ég tala einfald- lega aðra mállýsku en Valgeir. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því, að nota megi þessi sömu rök fyrir því að röddunin hljóti að vera upprunaleg, þar sem hún sé reglan í nágrannamálunum, en ég ítreka, að það finnst mér ekki vera aðalatriðið hér. Ég gæti skrifað margt og mik- ið um þetta mál og mörg önnur málfarsleg atriði sem ég hef velt fyrir mér, en tel þetta nægilegt í bili. Svo vona ég að mér hafi ekki orðið alvarlegur fótaskortur í sunnlenskunni, þar sem ég er nú einu sinni að senda þessar hugleiðingar á þennan virðulega völl.“ Ég þakka T.G. kærlega þetta bréf. Áð sjálfsögðu heldur hann fram sínum framburði og sinna. Slíkt er réttmætur metnaður. Og ekki ber okkur að sneyða mál okkar með því að eyða þeim litla mállýskumun sem hér gætir eftir landshlutum, með þeim fyrirvara sem gerður er í inngangsorðum. Um sjónarmiðin tvö, réttmæti hins upprunalega annars vegar, og hins vegar hvað þorri fólks segir nú á dögum, hef ég áður ljallað í löngu máli, og þar verð- um við að gæta hófs og sann- girni. Við megum hvorki gerast steingervingar né nýjungagapar. Hafa skal fornt mál í heiðri', en sveigja tungu okkar að kröfum tímans án þess að liggja flatir fyrir hverjum vindgusti sem til okkar kann að berast. í stuttu máli sagt: vera geymnir á hið góða og gamla og tilbúnir að veita viðtöku því góða og nýja, kröfuharðir, sveigjanlegir og sanngjarnir. Og mikið var notalegt að heyra Ingimar Halldórsson á ísafirði segja kómu og kómust. Segi Vestfírðingar það sem lengst. ★ Kona, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur margt að athuga við það sem hún heyrir í útvarpi og les í blöðum. 1) Úr útvarpi: „næstu lög sem við sjáum“. Þetta er afar skýrt dæmi um vaxandi ofnotkun sagnarinnar að sjá að enskum hætti. Menn vilja nú „sjá“ hitt og þetta, svo sem „sameiningu félagshyggjuflokkanna", lægri skatta og hærri framlög til líkn- armála. Mjög margir vilja „sjá breyttar áherslur“ á hitt og ann- að. Ofnotkun sagnarinnar að sjá er enn eitt dæmi um tuggutal og málfátækt. 2) Skrifa í nýrri merkingu, fyrir ensk áhrif: Menn eru teknir að „skrifa ljóð“ í stað þess að yrkja þau (á ensku to write poetry). Út yfir þótti konunni taka þegar önnur kona, sem var að búa til leikrit, sagðist vera að „skrifa sýningu“. 3) Lyklakippa er annað en lyklahringur. Ef einn lykill er á hringnum, hvað þá enginn, er það ekki kippa. Einn silungur í spotta er ekki kippa. Seinna kemur fleira úr máli konunnar. ★ Hlymrekur handan kvað: í hálfaflöngum, of stórum hring herra Aðalbjöm dansaði sving, og aðrir af hrifningu, ja, þeim hélt við rifningu og sukku í ómegin salinn um kring. ★ Þeim lukkast sem les. Hólm- kell Hreinsson þýddi úr ensku (those who read succeed). Við höfum stuðla í heiðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.