Morgunblaðið - 09.03.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.03.1996, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 " MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvað er verkjavítahringur? María Björk Olafsdóttir og Sólveig B. Hlöðvers- dóttir sjúkraþjálfarar úr faghópi um gigt fjalla um ýmislegt sem hefur áhrif á verki. Sjúkraþjálfarinn segir ... Lærðu að lifa með gigtinni FRÆÐSLA skiptir miklu þegar um er að ræða langvinnan sjúkdóm eins og gigtina. Mikilvægt er að fræðast sem mest um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Þó að lyf séu mikilvæg- ur þáttur í meðferðinni skiptir ekki síður máli hvernig hver og einn tekst á við sjúk- dóminn. Hver þarf að læra hvað hann get- ur gert sjálfur til að hafa áhrif á líðanina í daglegu lífi. Mikilvægt er að fræðast um hvemig á að hiífa bólgnum liðum við of miklu álagi, hvaða hjálpartæki koma að gagni, læra rétta líkamsbeitingu og hvaða þjálfun er við hæfi. Nauðsynlegt er að læra að taka tillit til gigtarinnar án þess að hún stjórni lífinu og færast ekki of mikið í fang, skipu- leggja tímann vel þannig að álag verði ekki of mikið sem leiðir til verkja og þreytu. Setja sér raunhæf markmið og fara eftir þeim. Verkjavítahringur Af ýmsu er að taka varðandi fræðslu en hér verður aðallega fjallað um verkina María Björk Ólafsdóttir Sólveig B. Hlöðversdóttir og ýmsa þætti sem geta haft áhrif á þá. Verkir eru eitt stærsta vandamál gigtar- sjúklinga. Þeir geta stafað af bólgnum og/eða skemmdum liðum en ekki síður af streitu, spenntum eða kraftlitlum vöðvum og ýmsum tilfinningum. Samverkan þessara þátta myndar oft svonefndan verkjavítahring (sjá mynd). Mjög mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvort verkjavítahringur er til staðar og vinna þá markvisst að því að rjúfa hann og koma í veg fyrir að hann myndist aftur. Það er hægt með því að hafa áhrif á einn eða fleiri þætti sem mynda vítahringinn. Verður nú bent á ýmsar leiðir til þess. Vöðvaspenna Verkur sem t.d. getur stafað af bólgu í lið veldur ósjálfrátt spennu í vöðvum umhverfis hann því að við reynum að vernda verkjastaðinn. Langvarandi vöðvaspenna minnkar blóðstreymi til vöðvanna og verkir aukast. Mikilvægt er því að slaka á spennt- um vöðvum t.d. með daglegum æfíngum, stunda slökun reglulega, fara í sund eða heitt bað. Streita Eðlilegt er að sá sem er með gigt sé haldinn kvíða eða streitu, m.a. um sjúk- dómshorfur og framtíðina. Get ég stundað mína vinnu og tómstundaiðju áfram, séð fjölskyldu minni farborða o.s.frv? Streita getur aukið vöðvaspennu sem síðan veldur verkjum eða eykur þá verki sem fyrir eru. Margt má gera til að draga úr streitu, s.s. stunda slökun, gönguferðir, minnka kaffi- drykkju og ekki síst fræðast og læra að takast á við sjúkdóm sinn. Þunglyndi Flestir ef ekki aliir með gigt finna ein- hvern tímann.til þunglyndis eða depurðar. Hver kannast ekki við að langa ekki á fætur á morgnana, hafa ekki áhuga á að klæða sig eða snyrta. í þannig hugará- standi magnast öll líkamleg vanlíðan, s.s. verkir og þreyta. Miklu skiptir því að láta depurðina ekki ná tökum á sér en leita allra ráða til að vinna bug á henni. Hægt er að finna sér eitthvað smátt eða stórt til að hlakka til á hveijum degi, hafa samband við vini og ættingja, halda sér til, fara á kaffihús, í gönguferð eða sund og þannig mætti lengi telja. Þreyta Þreyta eða slen getur verið beinn fylgi- fiskur gigtarsjúkdóma en einnig stafað af lélegu líkamlegu ástandi, depurð eða lélegu næringarástandi. Því er ekki alltaf rétta leiðin að hvíla sig. Betri leið er að öðlast meira þrek, t.d. með því að stunda leikfimi við hæfi, fara reglulega í gönguferðir, sund eða gera eigin æfingar heima. Þó má ekki gleyma því að hvíld er mjög mikilvæg, sér- staklega eftir allt álag, s.s. líkamsrækt eða vinnu, hvort sem það eru heimilisstörfin eða önnur vinna. Námskeið eru haldin hjá Gigtarfélagi íslands þar sem kenndar eru ýmsar aðferð- ir til sjálfshjálpar, þ. á m. leiðir til að ijúfa verkjavítahringinn. María Björk Ólafsdóttir og Sólveig B. Hlöðversdóttir eru sjúkraþjálfarar hjá Gigtarfélagi íslands. Vímuefnavandinn - forvarnarstarf Lions MEGINKJARNINN í Liöns- Quest námskeiðinu sem á íslensku er nefnt „Að ná tökum á tilver- unrii“ er eftirfarandi: 1. Að hjálpa ungu fólki til að þroska með sér eiginleika eins og sjálfsaga, ábyrgðartilfinn- ingu, góða dómgreind og hæfni til samskipta við aðra. 2. Að hjálpa ungu fólki til að efla tengsl við fjölskyldu, skóla, jafnaldra og samfélagið og til- einka sér auk þess heilbrigðan og vímuefnalausan lífsmáta. Við lesum í blöðunum og heyrum í útvarpinu um þjófnaði, glæpi og líkamsmeiðingar. Við stynjum og segjum að við sjáum hvert stefnir. Hvað verður eiginlega um þessa nýju kynslóð? En getum við verið viss um að sökin sé aðeins þeirra? Kannski eigum við nokkra sök á þessu. Of mikið eyðslufé, of miklar tómstundir og of margar kvikmyndir um glæpi. Meira en helmingur af öllu því fólki sem býr á jörðinni er ungt fólk undir 25 ára aldri. Þetta unga fólk er Jón Bjarni Þorsteinsson framtíð okkar. Ég og margir aðrir telja að ein aðalhindrunin í vegi forvama hafi oft verið sú árátta manna að leita að blóraböggli. Margir voru að leita að ein- hveijum til að kenna um faraldur vímu- efnanotkunar, kenndu skólunum um. En skólamenn- irnir sökuðu foreldr- ana. Þeir sögðu: For- eldrunum er orðið sama. Astæða þess að ungt fólk notar vímuefni nú er sögð sú að foreldrar veija ekki leng- ur tíma með börnum sínum. Börnin era ekkert öguð og þau fá engan stuðning heima. Hver hefur ekki heyrt þetta? Síðan komum við og ásökum fjölmiðla eða stjórnvöld. í námsefni Lions-Quest er eitt aðalatriðið það að taka afstöðu sem er ábyrg, þ.e. að segja einfaldlega nei. Færni sú sem kennd er í náms- efninu „Að ná tökum á tilverunni" fjallar m.a. um eftirtalin atriði: Samskipti og samvinnu. Að byggja upp sjálfstraust, sjálfsaga og ábyrgðartilfinningu. Að skilja og hafa stjórn á tilfinningum. Að leysa vandamál og taka skynsamlegar ákvarðanir. Að vera gagnrýnin í hugsun. Að greina og standast nei- kvæð áhrif og þrýsting frá jafnöldr- um. Að setja sér markmið og ná þeim. Hjálpa og leggja öðrum lið. Þátttaka foreldra er í námskeiði Lions-Quest í tengslum við verkefni nemenda s.s. heimavinnu, með Eining er séreignarsjóður í vörslu Kaupþings hf. Sjóðurinn sýndi bestu ávöxtun séreignarsjóða á síðasta ári 8,8% nafnávöxtun eða 7,0% raunávöxtun 400 manns gengu í Einingu á síðasta ári h*. Sjóðurinn er ávaxtaðar örugglega, að mestu í ríkisverðbréfum Treystu ekki hverjum sem erfyrir þinni framtíð KAUPÞING HF -elsta o£ stærstit verðbréfqfyrirtsehi lu ndsins Hafðu samband við ráðgjafa í síma 5151500 Aðalhindrunin í vegi forvarna, segir Jón Bjarni Þorsteinsson, er sú árátta að leita að blóraböggli. lestri foreldrabóka og með því að sækja fjóra foreldrafundi sem er hluti námsefnisins. Kennari á ungl- ingastigi segir m.a. um þetta náms- efni: „Lions-Quest er frábært náms- efni þar sem farið er inn á marga mannlega þætti, leitast er við að byggja upp krakkana þannig að þeir taki ákvarðanir á sínum eigin forsendum og láti ekki aðra teyma sig í eitthvað sem þeir ekki vilja og getur jafnvel valdið þeim heilsu- tjóni. Lofsvert framtak sem mun skila okkur betra fóíki út í þjóðfé- lagið.“ Því er meginmarkmið Lions- Quest að vinna saman að því að búa börnum og unglingum betri heim. Kennum þeim að ná tökum á tilverunni með því að segja nei við vímuefnum. Slík færni eða hæfi- leiki er mikilvæg til að auka and- lega vellíðan, styrkja góð samskipti við aðra, auk þess sem hún auðveld- ar okkur að kljást við vandamál, álag og streitu daglegs lífs. Með þessu verkefni Lions-Quest nær unga fólkið einnig færni eða hæfi- leika til að tileinka sér að beita stað- reyndum í verki, segja nei við vímu- efnum. Höfundur er heilsugæslulæknir og fræðslusljóri Lions. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.