Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 35 AÐSEIMDAR GREINAR Flugskóli íslands gerður að hlutafélagi ÞAÐ er fagnaðarefni að vita til þess að nú skuli gera Flugskóla Islands að hlutafélagi og aðskilja hann frá Flugmálastjórn. Skólinn hefur verið hálfgert utanlegsfóstur samgönguráðuneytisins og rekstur hahs Flugmálastjórn íslands til skammar. Vonandi er þetta bara fyrstjt af mörgum liðum sem sam- gönguráðherra hefur í huga varð- andi einkavæðingu á rekstri Flug- málastjórnar því eins og mörgum er kunnugt þá rekur stofnunin eig- in flugdeild og eigið flugvélaverk- stæði svo eitthvað sé nefnt. Morsaðískýin Á síðastliðnu ári var margt ritað um málefni Flugmálastjórnar og þær villigötur sem stofnunin er á. Þar voru verðandi skólafélagar mín- ir á ferðinni og sögðu farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við stofnunina. Það átti eftir að henda mig líka og kosta okkur alla gríðarleg fjárútlát og margra mán- aða vinnutap. Ég er að tala um viðurkenningu á bandarískum flug- skírteinum okkar og það flughá- skólanám sem við höfðum að baki. Við þurftum hver og einn að eyða um 25.000 krónum í bókleg stöðu- próf, um 10.000 í kennslu fyrir morspróf, um 30.000 fyrir leigu á flugvél og flughermi fyrir flugpróf, um ÍÓ.OOO fyrir flugpróf og PFT, um 5.000 fyrir útgáfu á flugskír- teini (B-III), og að lokum 75.000 fyrir bóklegt ATP námskeið. Sam- tals um 155.000 krónur fyrir viður- kenningu á fjögurra ára flugháskólanámi sem þegar hafði kostað hvern okkar um 4.000.000. Lesendur með að- gang að Internetinu geta kynnt sér vinnu- brögð stofnunarinnar þegar ég óskaði eftir að fá íslenskt atvinnu- flugmannsskírteini út- gefið. Það var niður- lægjandi reynsla. Þessa reynslusögu er að finna á eftirfarandi slóð: http://rvik.ismennt.is/ aviation Arnar Hákonarson Flughæfur skóli? Flugskóli íslands er rekinn af ríkissjóði (les: mér og þér) og er til húsa í húsnæði Flugmálastjórnar. Skólinn er samkvæmt lögum láns- hæfur hjá LÍN og þar af leiðandi á framhaldsskólastigi. Það þýðir m.ö.o. að stúdentspróf er inntöku- skilyrði. Hitt er svo annað mál hvort kennarar eða skólastjóri uppfylla þessi skilyrði. Ekki veit ég um það, en gaman væri að vita hvort svo er. Hvaða kröfur þurfa starfsmenn lánshæfra framhaldsskóla að upp- fylla? Er skólinn flughæfur? Hérlendis er fjölmargt flugháskólamenntað fólk sem tilbúið er til starfa. Þetta er fólk í öllum sérgreinum flugsins, þ.e.a.s. flugmenn, flugvélaverk- fræðingar, flugvirkjar, flugrekstr- arfræðingar og flug- tækjafræðingar. Hing- að til hefur þessu fólki ekki verið boðið að starfa við þennan skóla og er það miður. Kannski tekst sam- gönguráðherra og n ýjum eigendum að g era skólann flughæf- an og hefja hann til f lugs og virðingar. ATP námskeið Hinn 1. september 1990 var gefin út reglugerð um skírteini þar sem m.a. er getið um kröfur til útgáfu flokks- og teg- undaráritunar. I grein 2.1.5.2.C er kveðið á um að flugmaður sem ósk- ar eftir tegundaráritun á vél þar sem krafist er tveggja flugmanna skuli hafa lokið bóklegu ATP námi. Það kom sér ansi illa fyrir flugrek- endur að það tók Flugmálastjórn um fimm ár að uppgötva þetta reglugerðarákvæði því nú voru allt í einu starfandi fjöldi ólöglegra flug- manna! Þessu brást Flugmálastjórn við á síðasta ári með því að gefa út undanþágur fyrir þessa flug- menn og setja saman ATP nám- skeið fyrir þá. Samgönguráðuneytið gerði þá kröfu að námskeiðið stæði undir sér sjálft. Upphafleg kostnað- aráætlun hljóðaði upp á 1.500.000 fyrir 350 kennslustundir eða um 4.285 kr./klst. Það voru tíu manns sem ætluðu að sitja námskeiðið.og Sól. hf. og mjólkur- iðnaðurinn I VIÐSKIPTA- BLAÐI Morgunblaðs- ins fimmtudaginn 22. febrúar fjallar Þor- steinn Víglundsson blaðamaður um úreld- ingu mjólkursamlags- ins í Borgarnesi undir fyrirsögninni: Hart deilt á mjólkuriðnað- inn. Áfram er fjallað um málið á fréttasíðum föstudagsblaðsins. Til vitnis eru þar leiddir ýmsir menn, sem að málinu- hafa komið eða um það fjall- að, eins og landbún- aðarráðherra, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs og for- stjóri Sólar hf., Páll Kr. Pálsson. Eins og vænta mátti kemur þarna margt fróðlegt fram, en einn- ig margt, sem ástæða virðist til að gera athugasemdir við. Flestu af því stendur öðrum mönnum en mér nær að svara, en þó er eitt atriði, sem ég vil gera að umtalsefni. í undirfyrirsögn fyrri greinar- innar stendur orðrétt: „Sól hf. hef- ur staðið í mikilli baráttu við mjólkuriðnaðinn að undanförnu, m.a. í tengslum við tilraunir fyrir- tækisins til að hefja framleiðslu á mjólkurafurðum. Þekktust er til- raun fyrirtækisins til kaupa á Mjólkursamlagi Borgfirðinga fyrir um ári, en ágreiningsefnin eru þó fleiri." Og Jitlu síðar: „Sól hf. gerði á sínum tíma tilraun til þess að stofna nýtt fyrirtæki um rekstur á afurða- stöð Mjólkursamlags Borgfirðinga í samvinnu við bændur og Kaupfé- lag Borgfirðinga síðastliðið vor eft- ir að umræða um úreldingu búsins fór af stað. Tilgangur Sólar hf. með þessum þreifmgum var að fá að- gang að hráefni til framleiðslu á Guðmundur Þorsteinsson vorum unnum ur mjólkurafurðum, en fyrirtækið hafði um nokkurt skeið lýst áhuga á að hefja slíka framleiðslu." Þarna kemur aftur fram það sem Páll Kr. hélt mjög á lofti vorið 1993, þegar hann deildi hvað fastast á landbúnaðarráðherra fyrir að staðfesta úr- eldingarsamninginn, þ.e. að hann hafí þá þegar unnið að því misserum saman að koma á fót í samlaginu mjólkurvinnslu í tengslum við drykkjarvöru- og við- bitsiðnað Sólar hf. og hafi í því sambandi verið úviðræðum við for- ráðamenn KB. Kaupfélagsstjóri kannaðist reyndar ekki við það. Tilgangur Páls var aldrei annar, segir Guðmundur Þor- steinsson, en að vekja á sér athygli. Af þessu endurtekna tilefni vil ég upplýsa það að Páll Kr. Pálsson hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, haft nokkurt samband við samtök mjólkurframleiðenda á svæðinu um þetta mál. Um það hef ég fulla vitn- eskju. Fyrirætlanir af þessu tagi hlutu þó að grundvallast á því að framleiðendur mjókurinnar fengj- ust til að leggja hana inn til nýs aðila. Ég skal engar getur leiða að því hér hvort sú hefði orðið niður- staðan, en það er í meira lagi ótrú- varð því hver og einn að punga út 150.000 krónum. Síðan bættust 10 við hópinn og var þá kostnaðinum deilt niður á 20 sem gerði þá 75.000 krónur á mann. Þegar ég skráði mig á námskeiðið sl. haust var verð- ið enn það sama, 75.000 krónur á mann en nú vorum við orðnir 28 í hópnum. Það voru því 2.100.000 sem við greiddum fyrir námið eða 6.000 kr./klst. (2.100.000/350). Það hefur hinsvegar komið í ljós að kennslustundir voru aðeins 240 á síðustu önn og greiddum við því 8.750 kr./klst. ((28*75.000)/240). Ekki veit ég hvernig Flugmála- Hérlendis er tj'ölmargt flugháskólamenntað fólk, segir Arnar Hákonarson, sem tilbúið er til starfa. stjórn ætlar að réttlæta þennan kostnað. Ef námskeiðið átti að standa undir sér og húsnæðið frítt þar sem ríkissjóður var þegar búinn að greiða fyrir það, þá er Flugskóli íslands annaðhvort dýrasta ljósrit-. unarstofa sem um getur eða kenn- ararnir þeir hæst launuðu. Möpp- urnar okkar og öll ljósritin kosta lauslega reiknað um 350.000 kr. Varla trúi ég því að nokkur höfund- arlaun hafi verið greidd vegna námsefnis því allt voru það ljósrit úr ýmsum flugfræðabókum og er því ekki annar kostnaður eftir en laun kennara. Dæmið lítur þá orðið svona út: 2.100.000 - 350.000 = 1.750.000 nettó hagnaður. Þetta er nokkuð gott tímakaup fínnst mér (1.750.000/240 = 7.272 kr./klst.) eða um 1.166.667 á mánuði miðað við venjulegan 160 stunda vinnu- tíma. Það er alveg öruggt að ég sæki um stöðu sem kennari næst þegar verður auglýst. FlugmálaÓstjórn Að lokum langar mig að nefna nokkur dæmi um það ósamræmi sem er í svo mörgu sem kemur frá þessari stofnun. Flugmálastjóri sagði að ein aðalástæðan fyrir kröf- unni um morskunnáttu flugmanna væri vegna flugöryggis og því hversu háðir við værum radíóvitum til flugleiðsögu og yrðum enn um ókomin ár (Mbl. 17.5. 1995). Þetta yrði því ófrávíkjanleg krafa og skyldi jafnt um alla gilda. Nú vill svo til að ég varð vitni að því að nokkrum af bekkjarfélögum mínum' á ATP námskeiðinu var veitt undan- þága frá þessari ófrávíkjanlegu reglu og dæmi eru um fleiri! Annað dæmi um tvískinnungshátt og vinnureglur þessarar stofnunar (Flugskóla íslands) er að nemendur hafa útskrifast án þess að hafa lok- ið stúdentsprófi! Eitt í dag - annað á morgun. Þetta er Flugmálastjórn í hnotskurn. Höfundw er atvinnuflugmaður að mennt. • aSCOm Hasler • Frímerkjavél framtíðarinnar • Stílhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni <$á J. RSTVRIDSSON HF. Skipholh" 33,105 Reykjavik, sími 552 3580. legt að svo reyndur og athugull maður sem Páll skuli ekki hafa þreifað fyrir sér um þetta atriði ef honum var þetta slíkt áhugamál sem hann lætur og búinn að vinna eins mikið í því og látið er í veðri vaka. Staðreyndin er sú að Páll gerði aldrei neitt marktækt í málinu fyrr en það komst á lokastig og þá fjaðrafok eitt. Ég verð því að draga þá ályktun að hann hafi í raun og veru aldrei ætlað sér að hrinda þess- um hugmyndum í framkvæmd. Til- gangurinn hafi aldrei verið annar en að vekja á sér athygli og skapa ímynd hins djarfa og stórhuga frumkvöðuls í iðnarekstri og at- vinnumálum og baráttumanns gegn hinu, að hans dómi, illa kerfi ríkisaf- skipta af verðlagningu og skipulagi mjólkurvinnslunnar. Það kerfi er reyndar grundvöllur að afkomu okkar mjólkurframleiðenda og við munum verja það í lengstu lög, en það er nú trúlega efni í aðra grein. Af ýmsum ummælum Páls má ráða að hann beri kvíðboga fyrir vaxandi samkeppni á safamarkaðn- um og e.t.v. ekki að ástæðulausu. Sú ímynd, sem hann sækist eftir, er væntanlega til þess ætluð að styrkja stöðu Sólar hf. í þeirri bar- áttu. Kannski er ekkert við það að athuga að menn setji sér slík mark- mið, en það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hvers konar að- ferðum menn geta leyft sér að beita í þessu skyni. Að minni hyggju sýndi Páll Kr. Pálsson bæði djörfung og dug þeg- ar hann endurreisti starfsemi Sólar hf. á sínum tíma. Ekki á ég betri ósk honum til handa, en að hann láti sér það verðskuldaða orðspor nægja, en spilli því ekki frekar með vinnubrögðum af þessu tagi. Höfundur er kúabóndi. 5 vikur á Benidorm 14. apríl frá kr. tO«5»5,Z Tryggðu þér ótrúlegt tilboð Heimsferða til Benidorm í vor. 5 vikur á þessum yndislega stað á hreint ótrúlegum kjörum. Brottför þann 14. apríl með beinu flugi Heimsferða til Benidorm og komið heim þann 21. maí. Hér bjóðum við glæsileg (búðarhótel með öllum aðbúnaði sem tryggir þér góða þjónustu á meðan á dvöl þinni stendur og örugga leiðsögn íslenskra fararstjóra Heimsferða. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. 45.532 2börn.2-llára, I4.aprfl. r innifaldir. 59.960 Verð kr. M.v, hjón með 2 börn. 2-11 ára. 14. apríl. 37 ntclur. Skartar innifaldir. Verð kr. M.v. 2 í íbúÖ. El Faro, 14. apríl. Skaitar innifaldir. HEIMSFERÐIP Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.