Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 1 HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ANDREAS Trappe hefur undir höndum marga góða stóðhesta, en þeirra fremstur er án efa Týr frá Rappenhof, sem hann situr hér á heimsmeistaramótinu, sem haldið var í Svíþjóð 1991. * ÞÝSKI hestamaðurinn Andreas Trappe hefur komið allnokkuð við sögu í umræðum hesta- manna síðustu vikurnar eftir að hann sótti um inngó'ngu í hestamannafélagið Hörð í Kjós- arsýslu. Hefur hann nú fengið inngöngu og nýlega veitti hann hinum nýju félögum úr , visku- og kunnáttubrunni sínum á reiðnám- skeiði sem haldið var í Hestamiðstöðinni Hindi- svík og félagssvæði Harðar. Þótti við hæfi að taka hann tali og fræðast um skoðanir hans varðandi hrossarækt og keppnismennskuna. Andreas Trappe, sem þrisvar sinnum hefur orðið heimsmeistari, var sem kunnugt er liðs- stjóri þýsku keppnissveitarinnar sem keppti á heimsmeistaramótinu í Sviss í sumar og var hann spurður hvort hann og landar hans hefðu veríð ánægðir með hlut sinn á mótinu? „Við vorum ánægðir með hestana þótt ekki gengi allt eins og vonir stóðu til. Þetta er hörð keppni og taugarnar geta alltaf svikið menn þegar á hólminn er komið. Um útkomu þýska liðsins töldu þeir sig eiga góða mögu- leika í fimmgangi og skeiði. Þar áttum við raunhæfa sigurmöguleika, ég nefni til dæmis Lothar Schenzel og hest hans Gamm frá Krit- hóli. Þeir voru með einn besta tíma ársins fyrir mót, 21,95 sek., í skeiðinu og í mikilli uppsveiflu síðustu vikur fyrir mót en því mið- ur entist hún ekki fram yfir mótið," sagði Andreas í upphafi. Um hans skoðun á því hversvegna Karly Zingsheim á hinum þýsk- fædda Feyki tókst ekki að sigra í fimmgangi eftir góða frammistöðu sagði Andreas að lík- lega hafi það fyrst og fremst verið taugar knapans sem brugðust. „Hestur hans er mjög sérstakur, orkuviljugur og getur spennt sig auðveldlega upp. Ríða þarf honum af mikilli nákvæmni ef árangur á að nást. Þetta var mjög erfið staða fyrir Karly því þetta er í annað sinn sem hann er í þeirri stöðu að vera efstur eftir forkeppni í fimmgangi, '83 var hann á föður Feykis, Fifi frá Spenstrup. Þá var hann dæmdur úr leik og tel ég að þetta eitt hafi sett mikla pressu á hann. Útfærsla Karlys á skeiðinu í fimmgangnum vakti verðskuldaða athygli þar sem hann reið hestinum eitt til tvö stökk upp af feti og síðan á flugaskeið. Andreas var spurður hvort þarna væri komið eitthvað nýtt sem aðrir myndu reyna að leika eftir. Sagðist hann ekki viss um það, hélt að menn myndu áfram reyna að nota þá aðferð sem hentaði þeirra hesti best hverju sinni. „Karly hefur líklega talið þessa aðferð henta best sínum viljuga hesti og því notað hana. Þetta er aðeins hægt á vel og nákvæmlega tömdum hestum. Hinsvegar er rétt að það komi fram að sýningin hjá Karly og Feyki í forkeppninni er sú besta sem ég hef séð á móti." Þá var hann spurður hvort markmiðið með vali þýska liðsins væri að vinna gull í einstök- um greinum. Gullið betra en silfrið „Gullið er alltaf betra en silfrið, það liggur í augum uppi. Við val á liðinu et alltaf haft að leiðarljósi að velja sterkasta parið í hverri grein. Við veljum ekki sérstaklega til að reyna að vinna á samanlögðum stigum en að sjálf- sögðu höfum við það alltaf í huga þegar á mótin er komið en við spáum ekki í það við val á liðinu," sagði Andreas. Hann kvaðst mjög ánægður með alla framkvæmd heimsmeistara- mótsins, veðrið og öll aðstaða góð. Þjónusta við knapa eins og best varð á kosið. Það eina sem skyggði á var kostnaður við að vera á svæðinu. Keppendur þurftu að borga fyrir alla „Fullkomið frelsi í ræktun íslenskra hesta" Þýski hestamaðurínn Andreas Trappe fékk inngöngu í hestamannafélagið Hörð fyrir stuttu. Hann sagði Valdimar Kristinssyni frá hestamennsku sinni og áhuga á íslenska hestinum. mögulega hluti og var mjög dýrt að vera kepp- andi á þessu móti. Sagði Andreas þetta vera orðið eins og verstu öfugmæli, svipað og leikar- ar í leikhúsi þyrftu að borga sig inn á leiksýn- ingar, borga fyrir búningsherbergi og jafnvel búningaleigu. „Þetta er atriði sem heildarsam- tökin FEIF, alþjóðasamband eigenda íslenskra hesta, þurfa að Ieíða hugann að og því hvort eðlilegt sé að hafa þetta með þessum hætti," bætti Andreas við. Að kaupa jörð í blöðunum Hægt og bítandi hefur Andreas verið að koma sér upp hrossum hér á íslandi og sagð- ist hann nú eiga um tuttugu hross og þar af þrjá stóðhesta. Hann hló við þegar hann var spurður hvort hann hygði á jarðarkaup og sagðist hafa lesið það í einhverju blaði að hann væri búinn að kaupa jörð. En í alvöru talað sagðist hann ekki geta sagt hvað hann gerði í framtíðinni því hann vissi það hreinlega ekki sjálfur, sérstaklega eftir að flest húsin á landareign hans brunnu á síðasta ári. Ræktun íslenskra hrossa er aðal áhugamál Andreasar Trappe og berst talið fljótlega að þeim þætti hestamennskunnar og fyrst er það ræktunin á íslandi og segir hann að gæði hrossanna á Íslandi hafi ekki aukist síðustu fimmtán árin. „Það er til dæmis mun erfiðara að finna úrvals góðan keppnishest á íslandi í dag," bætir hann við og svarar spurningu um hvað sé-til ráða á þá leið að það sé ekki á hans valdi að gefa íslendingum ráð í ræktun. „Mitt sjónarmið er ekki endilega það rétta en eins oglilutirnir blasa við mér sýnist mér stað- an í ræktun íslendinga þessi." Framfarir í Þýskalandi „Varðandi ræktun íslenskra hesta í Þýska- landi hef ég á tilfinningunni að þar eigi sér stað framfarir. Órækur vitnisburður um það er meðal annars að fjölda íslenskfæddra hrossa sem keppa fyrir hönd Þýskalands fer fækk- andi en þýskfæddum fjölgar að sama skapi. Okkar vandamál er að fjöldi hrossanna og gæðin fara ekki saman. Við höfum mjög góða toppa en ekki nógu mikið af hrossum í hæsta gæðaflokki. í þýskalandi er of mikið af miðl- ungs hrossum og þaðan af lakari. Gæðí hryss- anna þyrftu að vera meiri," segir hann enn- fremur. íslendingar ættu að flytja inn sæði Andreas segir mikilVægt að uppfræða rækt- unarfólk til að árangur náist fyrr. Ræktunar- menn þurfa að kunna að setja sér raunhæf markmið og þekkja leiðir til að ná þeim á sem skemmstum tíma. Hann telur tímabært að íslendingar opni fyrir innflutning á sæði er- lendis frá og bendir á að margir íslendingar myndu hafa áhuga á að fá folöld undan Tý frá Rappenhof svo dæmi sé tekið. Ræktun íslenska hestsins eigi að . vera sameiginlegt mál allra sem við það fást og lítil áhætta sé því samfara að flytja inn sæði. Þá nefndi hann að Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur hafi komið til Þýskalands og haldið fyrirlestur þar sem hann reyndi að kenna Þjóðverjum muninn á réttu og röngu í ræktun íslenskra hesta. Vissulega hafi þá greint á um ýmislegt en taka bæri með í reikninginn að þeir hafa ólíka undirstöðumenntun, ólíkan bakgrunn og svo framvegis, þannig sé ekkert óeðlilegt þótt fram komi skoðanamunur. Sterkir fætur á íslenskum hrossum Andreas sagði Kristin hafa mikinn áhuga fyrir fótum hrossa, réttleika og fótagerð og teldi ríka ástæðu til að bæta fætur íslenskra hrossa. Hann vildi benda á að stórir hestar hefðu verið ræktaðir í meir en 300 ár þar sem lögð hefði verið sérstök áhersla á beina fætur og sterka fótagerð en ástandið væri nú þann- ig að fella þyrfti 60% þessara hrossa vegna fótavandamála. Það væri undarlegt að leggja þyrfti slíkt ofurkapp á að bæta fætur ís- lenskra hrossa sem hafa eina sterkustu fætur í samanburði við önnur hrossakyn. Nefndi hann í því sambandi að mjög algengt væri að íslensk hross entust" til tvítugs eða lengur þrátt fyrir mikla brúkun og hana ekki alltaf létta. Taldi Andreas áríðandi að gera ekki sömu mistökin og gerð hafa verið í ræktun stóru hestenna. Óhætt er að segja að skoðanir Andreasar á mati kynbótahrossa séu nokkuð á skjön við skoðanir manna hér á landi. Meðan fjöldi manna beitir sér fyrir því að dómskalar milli landa séu samræmdir er hann þeirrar skoð- unar að hinir breytilegu skalar eigi að fá að þróast hver í sína átt. „Það á að ríkja frelsi í ræktun íslenskra hrossa, þeir sem fást við ræktun eiga að fá að gera það á þann máta sem þeim finnst vænlegast til árangurs, það er ekki til neinn stóri sannleikur um það hvern- ig hrossin eiga að vera nákvæmlega," segir hann af sannfæringu. Honum finnst oft vanta rökstuðning við ýmis atriði. Að hans mati þarf að fylgja með hversvegna ákveðinn hlut- ur á að vera svona en ekki hinsegin til að kallast góður eða eftirsóknarverður. Fjölbreytni innan stofnsins af hinu góða „Ef íslendingar vilja rækta eftir þeirri stefnu sem þeir hafa gert undanfarin ár þá er það gott og blessað, við hugsum dálítið öðru vísi í Þýskalaridi og viljum gera hlutina með dálít- ið öðrum hætti. Ég tel það af hinu góða að hafa mikla fjölbreytni innan stofnsins þannig að hver og einn sem kaupir sér hest hafi fleiri en einn möguleika. Sjálfur er ég með fimm stóðhesta sem eru svipaðir að gæðum en þó mjög ólíkar hestgerðir, mér líkar vel við þá alla," segir Andreas. Misþyngingar nauðsynlegar Þessu næst barst talið að fótabúnaðarregl- um í kynbótadómum en lengi vel voru leyfðar all nokkrar þyngingar í Þýskalandi en því hefur nú verið breytt. Áður voru leyfðar 230 gramma þungar hlífar og tíu millimetra skeif- ur með leðurkrans en í dag má aðeins nota 120 gramma þungar hlífar en sömu skeifur leyfilegar. Andreas kveðst ekki ánægður með þessar breytingar. „Ég tel gömlu reglurnar betri þótt þær nýju gefi svolítið svigrúm til að hafa mismunandi þyngd að framan og aft- an. Ég held að allir hestaþjálfarar og líka hin- ir íslensku séu mér sammála að nauðsynlegt sé að nota misþungan fótabúnað eftir því hvernig hrossin eru að upptagi. Fimmgangs- hross þurfa að hafa meiri þyngd að framan en klárhrossin þurfa að fá meiri þyngd að aftan. Mér finnst það að ætlast til að öll hross mæti á jafnþungum skeifum til dóms sé álika og vitlaust og fara fram á að öll hross mæti með 300 gramma þungar hlífar á framfótum til dóms. Það. á að hafa fótabúnað sem hæfir hverju hrossi og laða með því fram það besta í hverju hrossi. I þýsku reglunum er leyfileg hámarkslengd hófa 9 sentimetrar og það tel ég mjög gott og meira áríðandi að huga að því heldur en þyngd hófhlífa. Á kynbótasýning- um á íslandi eru hross með áberandi langa hófa og meirihluti hrossanna með mjög langá hófa, of langa að mínu viti." Og með þeim orðum ljúkum við þessu fróðlega viðtali við Andreas Trappe.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.