Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 39 MINNINGAR I fl I Q I I 4 I i 4 4 4 4 JOHANNA GUÐBJÖRG ALBERTSDÓTTIR + Jóhanna Guð- björg Alberts- dóttir fæddist á Vindheimum í Skagafirði 11. mars 1897. Hún andaðist á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 3. mars síðastliðinn. For- eldrar hennai' voru hjónin Hólmfríður Margrét Guðjóns- dóttir og Gottskálk Albert Björnsson, bæði ættuð úr Skagafirði. Systk- ini Jóhönnu voru: Sveinbjörn, d. 1924, Guðrún Margrét, d. 1970, Indiana, býr í Kópavogi, Auðbjörg, d. 1994.. Hinn 12. júní 1917 giftist Jóhanna Magnúsi Björnssyni, bónda og fræðimanni, á Syðra- HóU í Vindhælishreppi, f. 30.7. 1889, d. 20. júlí 1963. Magnús var sonur hjónanna á Syðra- Hóli, Björns Magnússonar og Maríu Ögmundsdóttur. Jó- hanna og Magnús bjuggu allan sinn búskap á Syðra Hóli eða í 46 ár. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Hólmfríður, f. 1. apríl 1918. Býr á Akur- eyri. Hún giftist Rósberg G. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (H.T.) Nú hefur hún Jóhanna móður- systir mín lagt upp í þá ferð er okkar allra bíður. Lífið var ekki orðið henni til neinnar gleði og lausunin því langþráð. Eitt sinn sagði hún við mig að hún óskaði sér ekki að lifa langa ellidaga. Þ6 varð það hennar hlutskipti því hún hefði orðið 99 ára eftir fáa daga. Jóhanna var fædd á Vindheimum í Skagafirði, elsta barn foreldra sinna en þau eignuðust 8 börn og komust 5 þeirra til fullorðinsára, einn sonur og fjórar dætur. Er nú aðeins ein systirin eftir á lífi, Indí- ana, sem býr í Kópavogi. Er Jóhann var fjögurra ára fluttu foreldrar hennar að Neðstabæ í Norðurárdal og þar ólst hún upp. Heimilið á Neðstabæ var annálað fyrir myndarskap. Hólmfríður móðir Jóhönnu var mikil hannyrðakona og um margt á undan sinni samtíð, t.d. með ræktun grænmetis. Hún var fróð kona og hagmælt vel. Albert faðir Jóhönnu vár vel látinn dugnaðar- maður, sem aldrei féll verk úr hendi. Þeim hjónum búnaðist vel, stækkuðu túnin og höfðu byggt sér fallegt steinhús um 1920. Ung að árum kynntist Jóhanna myndarlegum gáfumanni, Magn- úsi Björnssyni frá Syðra Hóli. Hann var um skeið barnakennari í sveitinni og meðal annarra kenndi hann systkinunum á Neðstabæ. Mun þá hafa kviknað sá neisti er leiddi til þess að þau giftu sig vor- ið 1917 og hófu þá búskap á hálfri jörðinni á Syðra Hóli. Magnús Björnsson var mikill fræðimaður. Hann skrifaði bækur og fjölda greina í blöð og tímarit. Hann var stálminnugur á allt er Snædal. Þau áttu sex börn. 2) Maria, f. 1. maí 1919, býr á Skagaströnd. Hennar maður var Jón Jónsson. Þeirra börn eru fjögur. 3) Björn, f. 26.júníl921,bóndi á Syðra-Hóli. Hans kons er Ingveldur Hjaltadóttir. Þau eiga þrjú börn. 4) Sveinbjörn Albert, f. 1. október 1923, bjó á Blönduósi. Kona hans var Ás- - gerður Gísladóttir. Þau eru bæði látin. 5) Guðrún Ragn- heiður, f. 17. maí 1925, d. 2. júiií 1938. 6) Guðlaug Ásdís, f. 7.8. 1931, býr á Akranesi. Hennar maður er Gunnlaugur Bragason. Þau eiga fjögur börn. Er Magnús andaðist tók Björn sonur þeirra við búi á Syðra-Hóii. Nokkrum árum síðar flutti Jóhanna til Skaga- strandar. Er kraftar þrutu fór hún á Héraðshælið á Blönduósi þar sem hún naut góðrar að- hlynningar þar til yfir lauk. Útför Jóhönnu fer fram frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hann sá og heyrði og skrifaði af miklu innsæi meitlað og fagurt mál sem fáir hafa gert betur. Auk ritstarfanna starfaði Magnús mikið að opinberum málum, þeim störf- um fylgja oft ýmis ferðalög og fjar- vera frá bústörfum og mikill gesta- gangur. En Jóhanna studdi mann sinn og gerði sem hún gat til að hann hefði meira tíma til að sinna sínum áhugamálum. Þau hjón voru mjög samhuga og mátu hvort ann- að mikils. Fjölskyldan stækkaði fljótt, börnin urðu sex, tveir drengir og fjórar stúlkur. Næstyngstu dóttur sína, Guðrúnu Ragnheiði, misstu þau aðeins 13 ára gamla, var hún sárt treguð af foreldrum og systk- inum. Ótrúlegt var hve miklu Jóhanna kom í verk með sitt stóra heimili, áhugamálin voru mörg. Meðal ann- ars hafi hún mikið yndi af garð- rækt og kom up'p fallegum skrúð- garði sunnan við bæinn. Vakti sá garður athygli allra er um veginn fóru, enda einhver sá fegursti í allri sýslunni. Einnig ræktaði hún stóran trjálund í hlíðinni fyrir ofan. Oft sendi frænka mér fræ og einu sinni fullan skókassa af fjö- lærum blómum úr garðinum sín- um. Mikið gladdist ég yfir þessum sendingum og með hjálp mömmu varð líka til lítil garður hjá okkur þar sem blóminn hennar Jóhönnu döfnuðu vel. Þær systur, mamma og J6- hanna, skrifuðust mikið á og hlökkuðum við krakkarnir alltaf til þess að bréf kæmi að norðan. Jóhanna var vel fróð og hagmælt, þó hún flíkaði því ekki, og bréfin frá henni löng og skemmtileg. Oft komu einnig bréf til okkar krakk- anna og er ég var átta eða níu ára ákvað ég að gera hana að penna- vinkonu minni. Var hún ólöt að svara bréfum mínum og gaf mér mörg góð heilræði. Vinátta hennar var mér mikils virði. Við hittumst fyrst er ég var 23 ára. Það var ógleymanleg stund. Magnús var þá heima og miðlaði okkur af fróð- íeik sínum og Jóhanna sýndi mér handavinnuna sína, bæði útsaum og prjón. Allt slíkt lék í höndum hennar svo listræn sem hún var. Frænka mín hefur nú lagt í sína hinstu ferð. Henni verður vel fagn- að og bið ég henni guðs blessunar. Börnum hennar og öðrum ást- vinum færi ég samúðarkveðjur. Laufey S. Valdimarsdóttir. Elsku amma. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar þú ert ekki lengur á meðal okkar. Ég man þegar þú dvaldir hjá okkur á Akranesi til að hjálpa fóreldrum mínum þegar tvíburarnir, bræður mínir, voru nýfæddir. Ég held að mér sjö ára guttanum hafi þótt það ansi gott að hafa þig til að hugsa um okkur eldri systkinin og veita okkur at- hygli þegar móðir mín hafði nóg að gera. Þegar ég var sendur í sveit á Syðra-Hóli til Ingu og Bjössa frænda varst það þú sem hugsaðir mest um mig fyrsta sumarið enda fékk ég að sofa inni í þínu her- bergi. Eg var ófá sumur á Hóli og það var alltaf jafn gott að koma norður. Var mjög gaman að fá að vera með þér úti í garði eða úti í trjálundunum sem þú ræktaðir og lagðir mikla alúð við. Eftir að heilsu þinni fór að hraka og þú varst komin á Heilsuhælið á Blönduósi var samt alltaf jafn- notalegt að sitja hjá þér, halda í höndina á þér og segja þér fréttir. Reyndar man ég að þú varst ekkert ýkja hrifin af því þegar ég ákvað að flytja til útlanda um tíma þótt þú segðir kannski ekki mikið. Maja frænka sagði mér að þú hefð- ir verið mjög ánægð þegar þú frétt- ir að ég væri að koma heim aftur. Þá vissi ég auðvitað að þú, amma, gleymdir engum jafnveí þótt þeir væru viðsfjarri. Magnús Bragi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett cr æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word"í>g Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SIGURÐUR ÁSGEIRSSON + Sigurður Ás- geirsson fædd- ist á Eiði í Hestfirði 28. október 1915. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á tsafirði 17. febrúar síðastliðinn. Móðir hans var Sigríður Kristín, f. 1. ág. 1875, d. 4. apríl 1932, Jónsdóttir á Sandeyri, f. 13. maí 1852, Guðmunds- sonar. Móðir Sigríð- ar Kristínar var Guðrún, f. 27. júní 1856, Guðmundsdóttir, bónda á Eyrí í Seyðisfirði, f. 30. júlí 1821, Bárðarsonar. Faðir Sig- urðar var Asgeir, bóndi og sjó- maður á Eiði, f. 28. sept. 1866, d. 30. nóv. 1939, Jónsson, f. 27. febr. 1832, Jóhannessonar, b. á Fæti, Jónssonar á Þórustöðum í Önundarfirði, Jónssonar, en móðir Ásgeirs var Gróa, f. 10. júní 1828, Benediktsdóttir skutlara í Vatnsflrði, Björns- sonar. Systkini Sigurðar voru 13. Hálfbrððir hans var Finnur Veturliði, f. 15. febr. 1887, son- ur Ásgeirs og Þóru Rósinkr- ansdóttur. Hann drukknaði í sjó- róðri frá níu börn- um 1923. Alsystk- ini Sigurðar voru Rannveig, f. 4. júlí 1893, látin; Guðrún Jóua, f. 31. okt. 1896, dáin sama ár; Ingibjörg Bárðlina, f. 24. apr. 1898, lát- in; Guðmunda, f. 6. maí 1900, látin; Magnús, f. 9. apr. 1902, látinn; Valdi- mar, f. 27. maí 1903, drukknaði 1926; Jóna, f. 19. apr. 1905, látin; Karitas, f. 19. sept. 1906, látin; Guðmundur, f. 2. nóv. 1908, látinn; Jón, f. 2. nóv. 1910, látinn; Guðrún, f. 4. nóv. 1912; og Agnes, f. 14. sept. 1914, dó 1915. Ungur fór Sigurður sem vinnumaður að Holtí í Önund- arfirði tíl séra Stefáns. Eftir eitt ár þar veiktist hann og fór þá til Sveinbjarnar á Uppsölum og dvaldist þar í tvö ár, að hann fór á stofnun sökum veikinda. Útför Sigurðar fór fram frá ísafjarðarkirkju 24. febrúar sl. Mig langar í nokkrum orðum að minnast ömmubróður míns Sigurðar Ásgeirssonar eða Sigga eins og hann var alltaf kallaður. Siggi var mjög söngelskur eins og öll systkin- in frá Eiði. Sem ungur maður var hann mikið fyrir að setja saman vísur og einnig las hann mikið þó að skólaganga hans væri ekki löng. Við frændfólkið, sem kynntumst þér, minnumst þín þegar við heyrum sungið. Eg veit að Siggi vildi þakka föður mínum Högna Sturlusyni og Jó- hönnu konu hans alla þá umhyggju sem þau sýndu honum í gegnum árin. Einnig vil ég þakka starfsfólki Sjúkrahúss Akureyrar og Fjórðungs- sjúkrahúss ísafjarðar adla þá um- hyggju sem honum var sýnd þar. Elsku Siggi minn, ég veit að nú líður þér vel. Þakka þér samveruna og allan sönginn. Ég veit að vel verður tekið á móti þér. Guð geymi þig. Þín frænka, Lóa Högnadóttir. GUÐJON SIGURJÓNSSON + Guðj6n Sigur- jónsson fæddist 25. september 1915 í Reykjavik. Hann lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 4. febrúar siðastlið- inn.. Guðjón var sonur Sigurjóns Jónssonar skip- stjóra, Jónssonar hafnsögumanns á Eyrarbakka, Sig- urðssonar, og konu hans Ingibjargar Magnúsdóttur frá Kolholtshelli í Flóa, Þorsteinssonar. Guðjón var elstur sex barna þeirra hjóna. Látnir eru Eiríkur og Ingi- mundur en eftir lifa Svanhild- ur, Haraldur og Sigurður. Guðjón kvæntist 16. mai 1942 Steinunni I. Jónsdóttur, f. 24.9. 1916, Gests Vigfússonar og konu hans Sesselju Magnús- dóttur í Hafnárfirði. Sonur þeirra er Sverrir Berg, f. 20.4. 1945, en auk hans eignuðust þau dóttur 9.12. 1946, en hún lést fárra daga gðmul. Sverrir er kvæntur Guðríði Valtýsdótt- ur úr Reykjavík, þeirra börn eru: Guðjón Steinar og Ágústa Valdis. Guðjón Steinar er kvæntur Sigríði Jennýju Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn, Halldór og Stein- unni. Guðjón stundaði nám í Kenna- raskóla íslands og lauk þaðan kenn- araprófi 1943, var við nám í Tónlistar- skólanum árín 1938-41 og útskrif- aðist sem tónlistar- kennari. l'á stund- aði hann einnig nám í Iþrótta- kennaraskólanum á Laugar- vatni og útskrifaðist sem íþrót- takennari árið 1944. Árin 1959-61 stundaði Guð- jón nám í sjúkraþjálfun við Oslo Ortopedisk Institut. Að námi loknu starfaði hann við sjúkraþjálfun um tima hjá styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra, síðan í Keflavík en opnaði nuddstofu í Hafnarfirði og vann jafnframt á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði og síðast á Sólyangi. Útför Guðjóns fór fram 9. febrúar sl. í kyrrþey. Góður vinur er öllum mikils virði. Vinur sem glaðst er með á góðri stund og styður í erfíðleikum, hann er gott að heimsækja. Þannig vinur var Guðjón mágur og svili okkar. Lengst af var vík á milli vina, hann og Steinunn bjuggu á Suðurlandi en við fyrir vestan. Margar voru ferðirnar suður og alltaf vorum við boðin til þeirra. Góðar veitingar voru jafnan í boði og að þeim lokn- um settist Guðjón gjarnan við píanó- ið og var sungið og spjallað fram eftir kvöldi. Nokkrum sinnum vorum við þar allar systurnar og makar okkar, þær stundir eru okkur sem eftir lifum dýrmætar minningar. Guðjón var mikill gæfumaður. Hann var heilsuhraustur fram á síðustu ár, hafði ánægju af starfi sínu, fyrst sem barna- og íþrótta- kennari, eftir það starfandi sjúkra- þjálfari í mörg ár. Hann var íþrótta- maður góður, spilaði í handbolta með FH, var einn af stofnendum félagsins, keppti í frjálsum íþrótt- um, starfaði með skátum og var fyrsti formaður Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði. Áhugamál hans voru fjölmörg og ekki má gleyma tónlistinni en hann var lærður tónlistarkennari, æfði kóra og var meðal annars organisti Fríkirkju Hafnarfjarðar og Kálfa- tjarnarkirkju. Hann annaðist einnig undirleik hjá félögum sínum í KFUBr*" sem hann starfaði með um árabil. Mörg sumur hafði Guðjón umsjón með barnaheimilum í sveit, á vegum Rauða krossins og Hafnarfjarðar- bæjar. Guðjón og Steinunn kynntust ung, bæði Hafnfirðingar. Þau bjuggu öll sín hjúskaparár í Hafnar- firði, lengst af á Þúfubarði 4. Heim- III þeirra er fallegt og hlýtt, garður- inn öllum augnayndi enda marg- verðlaunaður. Þannig verður enginn garður nema honum sé sinnt af natni og væntumþykju. Garðinn tengdu þau við húsið með garðskála og margar stundirnar höfum við átt í hlýjunni innan um blómin, komið langt fram á haust en útigarðurirífP"' í vetrardvala. Samstarf þeirra hjóna var mikið og gott. Hún vann með honum við þjálfunina, saman voru þau í garðin- um og í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Steinunn annaðist mann sinn í veikindunum af undraverðu þreki, sem sýnir að þar sem kærleik- urinn er með í för sigrast mMr erfiðleikar. Sverrir einkasonur þeirra og fiöl- skylda hans hafa reynst þeim stoð og styrkur og miklir gleðigjafar. Kom það best í ljós á undanförnuert.. árum en þau voru Guðjóni erfið vegna heilsubrests. Hann andaðist aðfaranótt 4. febrúar síðastliðins. Dauðinn var honum líkn. Við kveðj- um vin okkar með virðingu og þökk- um samfylgdina. Steinunni og fjöl- skyldunni allri biðjum við Guðs blessunar. Sigrún og Yngvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.