Morgunblaðið - 09.03.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.03.1996, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KARL THORARENSEN + Karl Ferdinand Thorarensen fæddist á Gjögri í Arneshreppi hinn 8. október 1909. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands hinn 28. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jóhanna Sigrún Guðmunds- dóttir, Pálssonar frá I^ós og Jakob Jens Thorarensen, bóndi, vitavörður, hákarlaformaður, símstöðvarstjóri, bréfhirðing- armaður og úrsmiður á Gjögri. Systkini Karls eru nú öll látin en þau voru: Karl Kristján, f. 18.1. 1902, d. 16.6. 1902, Olga Soffía, f. 30.3. 1903, d. 24.5. 1940, Valdimar, f. 20.5. 1904, d. 18.06. 1990, Axel, f. 24.10. 1906, d. 14.5. 1993, Ellert, (tví- burabróðir Karls), f. 8.10.1909, d. 22.11. 1911, Svava f. 17.8. 1912, d. 3.8 1984, Esther, f. 25.4. 1916, d. 4.9. 1922, Kam- r illa, f. 5.5. 1919, d. 3.5. 1942. Systkini Karls samfeðra voru Jakob, f. 18.5. 1886, d. 29.4. 1972, Jakobína Jensína, f. 9.9. 1887, d. 28.3. 1976, Adolf, f. 8.9. 1896, d. 12.12. 1924, og Jens, f. 14.9. 1898, dó samdæg- urs og móðirin á eftir. Hinn 24. ágúst 1939 kvæntist Karl eftirlifandi konu sinni, Regínu Emilsdóttur Thorarens- en frá Stuðlum í Reyðarfirði. Foreldrar hennar voru Hildur Þuríður Bóasdóttir og Emil Tómasson búfræðingur og bóndi og síðar umsjónarmaður við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Börn Karls og Reg- ínu eru: 1) Hilmar Friðrik, f. 8.6.1940, bankamaður kvæntur Ingigerði Þorsteinsdóttur, leikskólakennara. Börn þeirra eru Sigurrós, Karl og Ingi Hilmar. 2) Guð- björg Karólína, f. 18.4. 1947, húsmóð- ir, gift Búa Þór Birgissyni, verk- stjóra. Synir þeirra eru Birgir Heiðar og Karl Heimir. Birgir er í sambúð með Ásu Karitas Arnmunds- dóttur og eiga þau tvo syni, Búa Þór og Konráð Inga. 3) Guðrún Emilía, f. 17.11. 1948, húsmóð- ir, gift Rúnari Kristinssyni, vö- rubifreiðarstjóra. Þeirra dætur eru Ragna Kristbjörg, Katrín Regína, Hildur Þuríður og Alma Rún. Ragna á soninn Bjarna Rúnar og Katrín á son- inn Andra Brynjar. 4) Emil, f. 1.1. 1954, útgerðarstjóri, kvæntur Báru Rut Sigurðar- dóttur, húsmóður. Þeirra börn eru Aron, Regína og Emil. Karl og Regína bjuggu í Reykjavík frá 1939-42, á Djúpa- vík frá 1942-46, á Gjögri frá 1946-62, á Eskifirði frá 1962-81 og á Selfossi frá 1981 og síðan. Karl tók sveinspróf I ketil- og plötusmíði í Hamri í Reykjavík árið 1936 og aflaði sér síðan meistararéttinda. Hann starf- aði sem járnsmiður í Reykjavík, á Djúpuvík, Eskifirði og víðar um land. Einnig fékkst Karl nokkuð við trésmíði. Útför Karls fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú hefur elskulegur tengdafaðir minn kvatt þetta líf. Mér verður hugsað til orða Kahlil Gibran um dauðann: „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?“ Hugur minn reikar aftur um mörg ár, þegar ég 17 ára kynntist honum fyrst á Gjögri, í húsinu, sem hann teiknaði og smíðaði sjálfur. Á æskuslóðum sínum var Kalli í ess- inu sínu. Mér fannst Gjögur sann- 'T'kallaður ævintýrastaður, svo ós- nortinn og fjarri heimsins skarkala. Frá Gjögri flutti Kalli ásamt fjöl- skyldu sinni árið 1962, til Eski- fjarðar. En á hveiju ári, er því varð við komið, var haldið til Gjög- urs í sumarfrí. Kalla féll aldrei verk úr hendi; var sívinnandi og dyttandi að öllu. Ég upplifði Kalla, sem bæði harðan, sterkan og viðkvæman. Hann mátti ekkert aumt sjá og stóð ávallt með lítilmagnanum. Mér fínnst ein saga, sem ég heyrði, lýsa Kalla svo vel. Um 17 ára gamall var hann hjá Jakobínu systur sinni á Hólmavík, og var Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAYÍK Sigtúni 38. Upplýsingar í síraum 568 9000 og 588 3550 hann þá búinn að ákveða að fara suður og læra ketil- og plötusmíði. Jakobína bað hann þá um að lofa sér að snerta aldrei vín. Kalli lof- aði þessu og stóð við það alla tíð. Kalli minn, ég á eftir að sakna þín mikið, en ég veit að þér líður vel núna. Ég kveð þig með hluta 23. Davíðssálms: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Bára Rut Sigurðardóttir. „Nú er langafi okkar orðinn eng- ill,“ sögðu Bjarni og Andri, og þannig minnumst við þín, sem bjartsýns og réttláts manns. Þú varst einstakt snyrtimenni, það báru verkstæðin þín merki um. Svo ekki sé minnst á bílinn þinn sem er orðinn antik í dag. Þegar við vorum litlar vorum við svo stoltar af þér því bíllinn þinn bilaði aldrei, þú varst alltaf eitthvað að sýsla í Sérfræðingar í blúiiiaskiæyliiigum við öll (írkilin'i Bblómaverkstæði INNAsfe Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 bílnum og sást til þess að hann væri alltaf í lagi. Þegar Hildur var átta ára í sveit á Gjögri hjá þér og ömmu fengu hún og Kalli litli að mála báta sem þau smíðuðu sjálf. Þau máluðu bátana græna og sjálf sig í leiðinni ásamt nánasta umhverfi. Urðu þau hrædd við viðbrögð þín er þau sáu að allt var orðið grænt en þú hlóst og sagðir að þau væru litlu málara- meistaranir þínir. Þeim létti mjög. Það var gaman að hlusta á þig segja sögur af þér þegar þú varst ungur, t.d. er þú varst nýkominn til Reykjavíkur og varst að hjóla í vinnuna þegar þú mættir dáta sem sagði við þig: „Good morning." Þú varst svo hissa og skildir ekki hvað þessir menn væru að gera eða hverjir þeir væru. Þú upplifir margt sem okkur fínnst sjálfsagt, svo sem að eiga rúm og sæng. Þegar við gistum hjá þér og ömmu hugsaðir þú um að við fengjum góðar dýnur með mörgum teppum ofan á og hlýjar sængur og stóra góða kodda, svo teppi þar ofan á. Svo allar Egilsstaðaferðirnar með þér og ömmu. Þær voru mikið ferðalag fyrir litlar stelpur og stundum vorum við þreyttar á að sitja svo lengi í bíl en vegurinn frá Eskifirði til Egilsstaða var bara rnalarvegur og seinfarinn. Þá var Söngbókin dregin upp, sungið og allir tóku undir. Þegar Alma Rún var í heimsókn hjá ykkur á Gjögri fann hún hreiður með þrastarung- um, hún vaktaði það eins og hún gat fyrir köttunum sem bjuggu í næsta nágrenni. En þeir voru klók- ari en hún hélt og drápu ungana. Þá ákvað hún að refsa þeim fyrir athæfið og leitaði þeirra með band í hönd. Þú sást til hennar og spurð- ir hvað hún væri að gera og gerðir henni grein fyrir að það myndi engan tilgang hafa því þeir myndu ekki skilja af hveiju hún lemdi þá, þeir myndu halda áfram að veiða, það væri þeirra eðli. Sævar að sölum sígur dagsins bjarta ljós, dimmir í dölum, döggum grætur rós. Einn ég sit og sendi söknuð burt í ljúfum blæ, - er sem blítt mér bendi bamsleg þrá að sæ. Alda, kæra aldal eyrum fróar pýrinn þinn. Alda, ljúfa alda eini vinur minn! (Guðm. Guðm.) Elsku afi, við þökkum fyrir all- ar samverustundirnar sem við áttum með þér. Við munum aldr- ei gleyma þér. Ragna, Katrín, Hildur og Alma Rún Rúnarsdætur. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt er áttu’ í vonum, og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, Hann fótstig getur fundið sem fær sé handa þér. (Þýð.B.Halld.) Nú er fallinn í valinn minn kæri móðurbróðir Karl Thorarensen. Er þá horfinn yfir móðuna miklu síð- asta greinin af stórum systkinahópi og langar mig að minnast hans með fáeinum fátæklegum línum. Hann var orðinn mikið veikur síðustu vikurnar sem hann lifði og hefur verið hvíldinni feginn. Megi drottinn Guð almáttugur og allir hans englar varðveita hann, enda veit ég að heimkoman hefur verið góð því hann lifði hér á jörðu heil- brigðu lífi. Algjör reglumaður var hann og mikill dugnaðarforkur og er þá á engan hallað að segja að hann var sá duglegasti maður sem ég hef þekkt. Honum féll nánast aldrei verk úr hendi. Enda gerir það enginn venjulegur maður fyrir utan sína föstu vinnu að byggja tvö einbýlishús, það fyrra á Gjögri og svo þegar síldin hvarf úr Húnaflóa, þá var drifið í því að flytja á Eski- §örð og byggt þar annað hús. Þrek- ið hefur verið mikið og ekki mikið sofið. Þegar litið er til baka finnst mér að hann hafi verið kraftaverkamað- ur, svo mikill var dugnaðurinn. Heima á Gjögri girti hann af Djúp- unnarhólana og ræktaði heilmikið tún. Ég þekkti þetta vel því ég hjálpaði honum að girða og flytja frá Djúpuvík allan áburð og girð- ingaefni á trillunni minni út á Gjög- ur og voru það margar ferðir. Síð- an bjó hann til vör í Broddanes- búðaklettunum og sprengdi allt gijót og gerði þarna hálfgerða líf- höfn meðan aðrir hlógu að honum og töldu að hér væri vitlaus maður á ferðinni. En það var nú öðru nær, hér var mikill maður á ferðinni. Hann var hreinskilinn maður og talaði aldrei í bakið á neinum. Ef honum ekki líkaði við menn þá sagði hann þeim til syndanna umbúðalaust. Hann smíðaði vindmyllu og framleiddi sitt eigið rafmagn sjálf- ur. Verkin sýna merkin, bónþægur var hann og vildi allt fyrir alla gera. Skapmaður var hann mikill og var þá ekki árennilegt að vera ná- lægt honum ef honum hitnaði í hamsi — sögðu mér samtímamenn hans sem unnu með honum á Djúpuvík. Þeir fóru í gegnum smiðjuna til að stytta sér leið í mat og leist ekki á blikuna eitt skiptið þegar hann var að hamra rauðgló- andi járnið, svo mikiil kraftur var í honum. Við vorum miklir vinir og höfð- um verkaskipti. Ég hjálpaði honum og hann mér ef þess þurfti með. Einu sinni var hann búinn að lofa mér að búa til gang við stýrishúsið á trillunni minni. Mig var nú farið að lengja eftir þessu og fór ég einn daginn út eftir til hans. Þá var nú mikill snúður á mínum og sagðist hann ekkert mega vera að þessu, hann hefði nóg að gera. Ég sagði að það væri allt í lagi og bætti við: „Kalli minn, þú gleymir mér ekki.“ Svo kvaddi ég og fór heim aftur, en stoppaði eitthvað á leiðinni. Þeg- ar ég var kominn inn á Víganes, segja strákarnir við mig að einhver sé í trillunni að smíða þar. Þá hef- ur Kalli fengið eftirþanka og fund- ist best að ljúka þessu af. En svona er honum rétt lýst, hann vildi hafa allt á hreinu. Kalli skilur eftir sig sterkan stofn sem eru börnin þeirra hjóna. Regína mín, ég votta þér og börnunum mína dýpstu samúð. Minningin um hann mun lengi lifa. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjömur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Þýð. M. Joch.) Auðunn Hafnfjörð Jónsson. Nú er hann Kalli okkar horfinn frá okkur, og er þar mikið skarð fyrir skildi. Það eru nokkrir áratug- ir síðan við kynntumst, og hefur okkur ætíð síðan verið vel til vina. Regínu konu Kalla þekkti ég nokkru fyrr - og sá ég brátt hvílík- an öðling hún átti fyrir eiginmann. 1 hijúfu en heillandi landslaginu á Ströndum undu þessi sómahjón sér eins og hiuti af landinu sjálfu. Þegar ég kom fyrst að Gjögri, tók hann Kalli á móti mér með sinni fágætu hlýju og öryggi í fasi. Þarna sagði hann mér margt um mannlíf- ið, sjósóknina og harðbýlið sem fólkið býr við á Ströndum. Frá þessum fyrstu dögum mínum á Gjögri, bundust vináttuböndin við Regínu og Kalla sem hafa haldið síðan. Þegar þau hjónin fluttu til Eski- fjarðar, var það ætlun þeirra að vera í notalegu húsinu sínu á Gjögri yfir sumartímann, þar sem Kalli var óþreytandi við viðhald og end- urbætur. Auk þessa stundaði hann sjóinn á trillunni sinni. Það var eins með hann Kalla og farfuglana, að þegar snjóa fór að leysa, var hugur- inn kominn á undan honum á Strandir - Volvóinn tilbúinn og var seigt í honum eins og Kalla. Ég minnist þess sérstaklega, þegar Kalli fór með mér og konu minni inn í Djúpuvík, en þar hafði hann unnið við verksmiðjuna með- an hún var og hét. Hann lýsti öllu þarna af sérstakri innlifun og að því er virtist með mikilli eftirsjá, - strauk varfærnislega um veggi og dyrakarma. „Þarna var nú þetta - og hérna var nú þetta gert,“ o.s.frv. Þannig var hann Kalli, þessi ró- lyndi dugnaðarforkur hafði góða frásagnargáfu og hjartað á réttum stað. Kalli var frábær verkmaður og þó sérstaklega á sviði véla og járnsmíða - en reyndar lék allt í höndunum á honum. Siníðaverk hans má víða sjá um langan aldur. Nú er hann farinn í ferðalagið sem bíður okkar allra og minningin um hann Kalla lifir með okkur. Að lokum vottum við hjónin, Regínu og börnum þeirra Kalla okkar dýpstu samúð. Bjarni Jónsson og Astrid Ellingsen. Sumir dagar eru öðrum dögum eftirminniiegri í lífi hvers manns. 18. júní 1974 er einn af þeim dög- um sem fastast hafa grópast í minni mitt. Þetta var fyrsti vinnu- dagur minn á Eskifirði. Ég hafði flutt á Eskiíjörð tveimur dögum fyrr með fjölskyldu og komið mér fyrir og nú var komið að því að mæta til vinnu. Aðalsteinn Jónsson hafði sagt mér að næga vinnu væri að fá í frystihúsi hraðfrysti- hússins og að ég skyldi gefa mig fram við verkstjórann. Það var þess vegna eins og heimurinn hryndi yfir mig þegar ég náði tali af þeim góða manni og hann sagði að um einhvern misskilning væri að ræða, hann hefði allt það fólk sem hann þyrfti og að ekki stæði til að ráða fleiri. Ég stóð því þarna eins og iila gerður hlutur, atvinnu- laus og ókunnugur, og búinn að bijóta að baki ýmsar brýr. Mér varð næst fyrir að leita ásjár Aðal- steins Jónssonar sem eins og ætíð síðar leysti úr málinu fljótt og vel. Komdu með mér, sagði hann, við skulum hitta hann Kalla Thor. Ertu ekki laginn við vélar, bætti AIli við, það eru allir bændur. Enn þyrmdi yfir mig, ég hef alla tíð verið í óvináttu við vélar og hinn mesti klaufi, en nú voru góð ráð dýr þannig að ég kaus að þegja og þögn er víst sama og sam- þykki. Aðalsteinn stoppaði við hús gegnt frystihúsinu og sagði mér að koma með sér og allt í einu stóð ég frammi fyrir Karli Thorarensen. Aðalsteinn gerði nú grein fyrir að- stæðum og sagði: Hefurðu ekki eitthvað fyrir Hrafnkel að gera? Kalli var meðalmaður á hæð, grannur, nokkuð stórskorinn í and- liti, augun voru snör, en í þeim var þó glettnisblik. Hann virti mig fyr- ir sér og samþykki síðan tilmæli Aðalsteins. Þar með var ég ráðinn í vinnu hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar og það sem meira var, ráð- inn í vélsmiðju. Það kom fljótlega í Ijós að Kalli hafði keypt köttinn í sekknum þegar hann réð mig, ég kunni fátt til verka í smiðju. Hann lét það ekkert á sig fá og á milli okkar tókst vinátta sem hélst alla tíð. Ég hefi rakið hér fyrstu kynni mín af Karli Thorarensen vegna þess að ég trúi því að þar með hafi verið ráðin örlög mín og minnar fjölskyldu. Upphaflega fluttum við á Eskifjörð til að dvelja þar um skamman tíma á meðan vinna væri fundin annars staðar. Kynni okkar af góðu fólki eins og Aðalsteini Jónssyni og Karli Thor- arensen urðu til að við ílengdumst á staðnum. Kalli Thor var ekki allra og það gustaði stundum hressilega af honum þegar eitthvað gekk úr- skeiðis eða að honum þóttu verkin ekki unnin eins og fyrir var lagt. Þótt skapið væri eldfimt þá var með það eins og vestfirskt veður- lag, eftir snögga sviptibylji og brim að við tók sléttalogn. Þá sagði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.