Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 41 MINNINGAR Kalli gjarnan frá heimahögum sín- um vestur á Gjögri. Þrátt fyrir að Karl Thorarensen byggi í áratugi utan Vestfjarða þá var hann hvergi heima nema vestur á Gjögri. Þar dvaldi hugurinn alla tíð. Nú þegar Karl Thorarensen er kvaddur vil ég færa honum þakkir fyrir kynnin og alla þá velvild sem hann og kona hans, Regína Thorar- ensen, sýndu okkur Sigríði. Ég votta Regínu og börnum hennar og öðrum aðstandendum samúð mína. Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði. „Jæja svona fór það." Þetta sagði minn frændi og vinur, Karl F. Thorarensen járnsmíðameistari, oft. Er hann sagði þessa setningu hafði eitthvað mikið komið fyrir, svo sem að missa eða skemma eitt stykki bát eða því um líkt. Öðru máli gegndi, og þá gat hann orðið ansi hvass ef um vísvitandi óná- kvæmni var að ræða, svo sem að setja hamarinn ekki alveg rétt á steðja eða eitthvað því um líkt. Snyrtimennska og nákvæmni til orðs og handa voru hans aðals- merki. Frá þeim var ekki hvikað í orðsins fyllstu merkingu. Karl vildi smíða. Hann lærði fyrst húsasmíði í þrjú og hálft ár og ketil- og plötu- smíði að fullnustu og varð meistari í þeirri iðngrein. Hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík vann hann að námi loknu til 1941. _ Árið 1942 flytur fjölskyldan í Árneshrepp á Ströndum sem var fæðingarsveit Karls. Hann var þá giftur sinni yndislegu konu, Regínu Emilsdóttur Thorarensen sem er kunnur fréttaritari. Árið 1942 ræður hann sig til síldarverksmiðjunnar á Djúpuvík hf. i Árneshreppi og verður þar verkstjóri sem var fólgið í því að þjónusta flotann og smíða fyrir síldarverksmiðjuna ásamt viðhaldi. Á þeim árum var ekki tæknin kom- in langt. Einnig var efnisskortur því heimsstyröldin setti sinn svip á efniskaup og aðdrætti. Eldurinn var því mikið notaður og tignarlegt að sjá oft átta menn með stór járn- stykki í höndunum við réttingar og áð forma glóandi hluti. En Karl og hans menn fóru létt með það. Fljótlega eftir að þau hjón fluttu í Árneshrepp reisa þau sér hús á Gjögri, -en sú jörð var föðurleifð Karls. Árið 1944 voru þau alkomin á Gjögur og eiga þar heima í 20 ár. Þar stundaði hann sjóróðra, smábúskap og smíðar, og nú voru smíðarnar bæði í tré og járn jöfnum höndum. Síldin var horfin og fiskurinn gaf sig lítið á þessum árum fyrir 1960. Dvölin var því styttri í sveitinni hans en upphaf- lega var ákveðið ef svo mætti segja. Ýmsir frammámenn vildu nýta sér þá þekkingu sem hann hafði á stórsmíði. Honum buðust því ýmis störf. Þau hjón völdu Eskifjörð árið 1962 til búsetu. Fljótlega veitti Aðalsteinn Jónsson honum athygli og réð hann sem verkstjóra yfir öllum járnsmíðaframkvæmdum og það átti mjög vel við Karl. Þar var hann aftur kominn að sínu ævi- starfi, fullur af eldmóði og út- sjónarsemi við að leysa hin flókn- ustu verkefni fyrir stórútgerðar- manninn og aðra vini sína á þeim stað sem hann kunni svo vel að meta, bæði fólkið og allar aðstæð- ur. Síðustu árin áttu sæmdarhjónin Karl og Regína heima á Selfossi. Að fara smíðandi kringum landið fyrir stríð og leggja sig allan fram og gefa þjóðinni alla sína krafta við oft mjög erfiðar aðstæður, kvarta ekki þótt kalt væri og gef- ast ekki upp. Það er að vera maður. Þú settir svip á þitt umhverfi. Þú stóðst við steðjann þinn þegar ég var fjórtán ára, síðan eru liðin fimmtíu og tvö ár og ég gleymi ekki handtökum þínum. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Kærar kveðjur til allra aðstandenda. Kristmundur Sörlason frá Gjögri. TEITUR EGGERTSSON + Teitur Eggerts- son, bóndi í Víði- dalstungu II, fædd- ist í Stórhól í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 20. júlí 1923. Hann lést í Sjúkrahúsi Reyhjavíkur 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eggert Þórarinn Teitsson, f. 10. mai 1899 í Haga í Þingi, en flutti frá Ægiss- íðu að Víðidalst- ungu með foreldr- um sínum 1904 og ólst þar upp, d. 6. nóvember 1991, og Dýrunn Her- dís Jóhannesdóttir, f. .6. nóv. 1897 á Auðunarstöðum, d. 7. janúar 1981. Systkini Teits eru þrjú: 1) Ingibjörg, f. 8. feb. 1928, gift Jóhanni H. Jónssyni, búsett í Reykjavík. Þau eiga fimm börn: Björgvin Jóhann, Eggert Þór, Hörð, Herdísi og Ingvar Jón. 2) Jóhannes, f. 21. sept. 1933, kvæntur Sigríði Sigurvaldadótt- ur, búa á Þorkelshóli. Börn þeirra eru Sigríður Valdís og Eggert. 3) Jóhanna Ragna, f. 7. janúar 1939, gift Antoni Júlí- ussyni, búa einnig á Þorkelshóli. Þau eiga þrjá syni, Eggert Aðal- stein, Júlíus Guðna og Teit Jó- hann. Hinn 18. nóvem- ber 1950 kvæntist Teitur Maríu Pét- ursdóttur, f. 23. mars 1932. Foreldr- ar hennar voru hjónin Pétur Gunn- arsson, sjómaður á Hvammstanga, og Auðbjörg Gunn- laugsdóttir frá Geitafelli á Vatns- nesi. Teitur og Mar- ía eiga einn kjörson, Eggert Þórarin, f. 19. apríl 1970, við- skiptafræðingur. Sambýliskona hans er Ásta Malmquist, f. 30. ágúst 1967, viðskiptafræðingur. Egg- ert og Ásta hófu búskap í Víði- dalstungu II sl. vor. Þá ólst upp hjá þeim hjónum, frá fjögurra ára aldri, systursonur Maríu, Guðmundur St. Sigurðsson, f. 26. des. 1953, organisti og söng- stjóri við Víðidalstungukirkju. Sambýliskona hans er J. Val- gerður Valgeirsdóttir, f. 20. ágúst 1959. Þau eru búsett á Hvammstanga og eiga tvö börn, Fanneyju Dögg og Andra Pál. Dætur Guðmundar frá fyrri sambúð eru Anna Láraog Mar- ía Ögn, sem nú búa á ísafirði. Útför Teits fer fram frá Víði- dalstungukirlgu í dag. Góður bóndi er fallinn frá. Hann ætlaði ásamt konu sinni að hægja á ferðinni við bústörfin, þar sem einka- sonurinn og tengdadóttirin voru að taka við jörð og búi. Þau hjónin voru búin að skila miklu og góðu dagsverki og nú síðast að koma sér upp fallegu og þægilegu húsi við túngarðinn í Víðidalstungu II, þar sem þau ætluðu að búa við hlið ungu hjónanna og veita þeim aðstoð eftir getu. Teitur varð fyrir áfalli fyrir nokkrum árum, en náði sér furðu vel og vann við bú sitt meira og minna, en með mikið skert vinnu- þrek. Snemma í október sl. veiktist hann skyndilega og lá mjög erfiða legu fram undir hátíðir. Þá hresst- ist hann það vel að um nýár kom hann heim og var heima í nokkrar vikur, fór í fjárhús og greip þar í ýmis verk sér til skemmtunar, en vinnusemi var honum í blóð borin. Naut hann þess ríkulega að vera heima þessar vikur. En seint í febrú- ar veiktist hann snögglega og lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. sama mánaðar. Foreldrar Teits bjuggu í Stórhól í 11 ár og vegnaði ótrúlega vel, þar sem jörðin var talin fremur rýr áður en stórvirkar vélar komu og breyttu móum og melum í töðuvelli. Þorkels- hóll var laus til kaups og ábúðar 1934. Þá keyptu þau Stórhólshjón, Eggert og Herdís, jörðina og fluttu þangað með fjölskyldu sína. Það voru mikil viðbrigði að koma á jafn mikla kostajörð sem Þorkelshóll er. Þar er Teitur sín uppvaxtarár, vinn- ur við bú foreldra sinna og kemur sér upp bústofni, þó erfitt væri að fjölga sauðfé á þeim árum, þar sem mögnuð sauðfjárpest var að breiðast út og þrengdi mjög að sauðfjárbúum. Það kom snemma í ljós að Teitur hneigðist að búskap í sveit. Hann var glöggur fjármaður, hafði yndi af hestum og fékkst nokkuð við tamningar á sínum yngri árum. Hann vann töluvert utan heimilis á tímabili, bæði hjá bændum við hefð- bundin sveitastörf og hjá Ræktun- arsambandinu með jarðýtu. Þá vann hann mörg haust í sláturhúsi KVH við skráningu þess fjár, sem kom í húsið. Teitur var ágætur skrifari, sem nauðsynlegt er við þetta starf. Þegar Teitur komst á skólaaldur var farskólinn allsráðandi í sveitum, tveir mánuðir á vetri í fjóra vetur. Þetta var sú kennsla sem Teitur og börn á líkum aldri nutu, en nýttist mörgum furðu vel. Auk þessarar skólagöngu var Teitur einn vetur á Hvanneyri. Þó Teitur væri ekki hneigður fyrir ferðalög varð þó ein ferð honum til mikillar gleði. Sl. sumar áttu Teitur og skólabræður hans 50 ára útskriftarafmæli. Komu þeir saman á sinum gamla og góða skóla Hvanneyri og rifjuðu upp minningar frá veru sinni þar. Hitti Teitur þar skólabræður sem hann hafði ekki séð í 50 ár. Naut henn þessarar ferðar í ríkum mæli. Árið 1950 verða þáttaskil í lífi Teits. Þá kvænist hann mikilli mynd- ar- og dugnaðarkonu, Maríu Péturs- dóttur, sem átti eftir að verða honum ómetanlegur lífsförunautur. Má þar nefna, að hún vék varla frá sjúkra- beði hans svo vikum skipti þegar hann lá fársjúkur á spítala í vetur. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau hjón á Þorkelshóli. En 1953 kaupir Teitur hálfa jörðina Víðidalstungu. Með þeim kaupum er framtíð þeirra ráðin. Hér voru næg verkefni fram- undan, ekkert íbúðarhús var á þeim hluta jarðarinnar sem Teitur keypti. Fyrsta verkefnið var því að koma upp skýli fyrir fólkið. Það var gert á ódýran hátt en þjónaði sínu hlut- verki, þar til tóm gafst til að byggja varanlegra húsnæði. Innan fárra ára var í Víðidalstungu II, en svo skírðu þau jörðina, risið vandað steinhús. En hér var ekki látið staðar numið. Á fáum árum voru öll hús byggð upp, bæði fyrir búfénað og vélar. Samhliða byggingunum voru ræktuð stór tún til viðbótar þeim sem fyrir voru, enda vissi Teitur að undirstaða góðrar afkomu var að eiga mikið af góðum heyjum. Teitur byggði sinn búskap á mjög traustum grunni. Lagði mikla áherslu á öflun góðra og mikilla heyja, fóðraði búfénaðinn vel og hafði þannig góðar afurðir af búinu, tók lán í hófi og var sérstakur skila- maður. Hann var fyrstu árin með blandað bú, en hin síðari eingöngu með sauðfé og hross. Teitur varð fyrir því eins og fleiri í sveitinni, að þurfa að farga öllu sínu fé vegna riðuveiki. Voru það honum þung spor að eyðileggja fjárstofn sinni. En þegar hann kynntist nýja fénu sætti hannsig furðu vel við það og fékk góðar afurðir af því. Teitur var hlédrægur maður og hafði sig ekki mikið í frammi opin- berlega. Hann var orðvar og hafði mjög þægilegt viðmót. Þá ber þess vissulega að geta, að Teitur var ekki einn við búskapinn. Við hlið hans stóð kona sem studdi hann af miklum dugnaði, gekk í hvaða verk sem var, ef með þurfti. Gott var að koma á heimili þeirra, gestrisni var alkunn og oft gestkvæmt. Þar var fólki tekið fagnandi og ekki þurfti að spyrja að veitingunum hjá hús- móðurinni. Hér á bæ stóð allur rekst- ur traustum fótum. Við sem byggjum þessa sveit, Víðidalinn, óskum þess sannarlega að ungu hjónunum farnist vel hér á þessum fagra stað. Við hjónin vottum Maríu og fjöl- skyldu hennar innilega samúð og biðjum aðstandendum öllum Guðs blessunar. Jóhannes Guðmundsson, Auðunarstöðum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Mig langar til að minnast tengda- föður míns, Teits Eggertssonar, með fáeinum orðum. Kynni okkar hófust vorið 1994 þegar ég, borgarbarnið, fór að heimsækja unnusta minn i fyrsta sinn í Víðidalstungu II. Á þessum tíma var sauðburður í fullum gangi og húsin vöktuð hverja stund. Eg veit ekki hvernig Teiti mínum leist á þetta fyrst, þ.e. borgarbarnið, en hann svaraði öllum mínum spurn- ingum um „rollubúskapinn" með sinni eðlislægu ró og þolinmæði. Fyrir mig var þetta ævintýri út af fyrir sig, að koma pg skoða sveitina. Sem barn hafði ég farið í sveit, eins og svo margur, en heimþráin varð yfirsterkari og staldraði ég stutt við í sveitasælunni. Það var notalegt að fara í húsin með Teiti því með sinni natni og alúð hlúði hann að skepnunum og talaði við þær eins og hvert annað fólk. Ég hef það fyrir satt að ókunn- ugur maður sem kom þar í húsin hafði sagt eftir veru sína þar að „hér væri gott að vera skepna" og tek ég undir það. Það sem mér þyk- ir einna verst við sauðburðinn er að sjá þegar verið er að marka lömbin, en þetta gerði Teitur svo vandlega og á nærgætinn hátt að varla sást að átt hefði verið við þau. Ári síðar, er við Eggert fórum að búa, eftirlét Teitur mér sitt spari- mark, eins og hann kallaði það, hálft af aftan hægra og biti framan vinstra. Teitur var ekki mikið fyrir að fara á mannamót eða af bæ, en oft sá ég til þeirra hjóna, hans og Maju, þar sem þau keyrðu um, stoppuðu á mörgum stöðum til að skoða jörð- ina sína og dýrin betur með kíki og fá sér reyk. Þannig voru þau sam- heldin og máttu ekki af hvort öðru líta. Eins var það á dánarbeði Teits, þrátt fyrir miklar kvalir og þjáning- ar reis hann upp af og til, eingöngu til að finna Maju sína, sem sinnti honum af mikilli alúð og gekk í gegnum þessa þungu þraut með honum allt frá upphafi til enda. Teitur minn. Mig langar til að þakka þér fyrir allt of stutta en góða samfylgd og megi Guð gefa að þú fáir að vinna áfram störf þín, þó á öðrum stað sé, því betri fjár- hirði er ekki hægt að hugsa sér. Að lokum vil ég votta tengdamóð- ur minni dýpstu samúð, missir henn- ar er mikill. Ásta Malmquist. Teitur Eggertsson er látinn, móð- urbróðir okkar sem var í hugum okkar frændi með stórum staf enda vissum við frameftir öllum aldri varla nafn hans, fyrir okkur var hann bara Frændi. Við áttum því láni að fagna að fá í bernsku að dvelja á heimili þeirra Maju og Frænda í Tungu, tíma og tíma, einnig voru heimsóknir til þeirra eða heimsóknir þeirra til okk- ar stóru stundirnar á ári hverju um jól, páska, á afmælum eða á hverjum öðrum tíma sem þær bar upp á. Alla ti'ð hefur heimili þeirra staðið okkur opið og við okkur tekið með einstakri gestrisni og hjálpsemi. Teitur var natinn í störfum, gerði hlutina vel og hafði yndi af skepnum sínum, bæði hrossum og fé. Það lýs- ir Teiti vel hve mikill heyskaparmað- ur hann var, hann vissi að búskapur er heyskapur, sinnti sínum verkum, en barst ekki mikið á. Teitur var afar barngóður og einstaklega lag- inn við að fá þau með sér í leik og starf. Þau eru ófá börnin sem áttu í honum sinn besta félaga eða afa. Maju og öllum ykkur hinum sem nú syrgið Teit viljum við votta okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Eggert, Guðni og Teitur á Þorkelshóli. 10. júní 1957 lagði tíu ára strákur frá Akranesi af stað til sumardvalar í sveit. Ferðalagið var langt fyrir þann, sem var að fara í fyrsta sinn að heiman. Víðidalur var í huganum í órafjarlægð frá Akranesi og auk þess var ferðinni heitið til fólks, sem var mér og mínum bláókunnugt. Líklega hef ég aldrei farið í „lengra" ferðalag á lifsleiðinni. Ekki voru símar á hverju heimili og eitthvað hafði skolast til, hvenær von væri á kaupamanninum. Oft hafa þessi fyrstu kynni mín og heim- ilisfólksins í Víðidalstungu II verið rifjuð upp og hent gaman að mis- skilningi og orðaskiptum húsbónd- ans og kaupamannsins þegar þeir heilsuðust. Og nú nær 40 árum frá fyrstu kynnum er komið að kveðjustund- inni. Það er erfitt að kveðja, sérstak- Iega þá sem eru svo samofnir upp- vaxtarárunum, að manni finnst mað- ur vera að kveðja hluta af sínum þroskaárum. Hluta af þeim tengslum við bernskuna, sem maður vill halda í sem lengst. Teitur Eggertsson var svo sannarlega hluti af mínum upp- vexti og þroska. Ég fæ aldrei full- þakkað það veganesti, sem ég fékk hjá Teiti og Maju þau sumur, sem ég dvaldi þar. Hjá mér var vakinn áhugi á landinu og kennt að virða það og líf þess. Mér var kennt til verka. Og ekkert skólakerfi hefði getað komið í stað þeirrar kennslu, sem ég fékk í íslensku máli. Ég lærði tungumál sveitarinnar. Þá var umhverfið ekki síður til að vekja áhuga á menningu og sögu. Að vera í sveit á bænum, þar sem Flateyjar- bók hafði verið skrifuð á kálfsskinn fyrir hundruðum árum og í landar- eigninni voru hinir sögufrægu Svölu- staðir. Öll sumur í Tungu eru sólbjört sumur í minningunni; Teitur að slá með Rauð og Bleik fyrir sláttuvél- inni og Maja á fullu í heyskapnum eða að baka lummur. Aldrei skipti húsbóndinn skapi, en samt var öllum ljóst, ef eitthvað mátti betur fara. Þegar ég nú rýni í gegnum illa skrifaðar dagbækur frá þessum sumrum rifjast hvert atvikið upp af öðru og mér verður enn frekar ljóst hve mikil áhrif Teitur hafði á að móta viðhorf mitt til lífsins. Hann hafði sérlega góða nálægð og öllum leið vel í návist hans. Hafði einstakt lag á börnum, sem hændust mjög að honum. Og mörg hafa börnin komið í Tungu til skemmri eða lengri dvalar. Fyrir nokkrum dögum hringdi Maja í mig og sagði mér að hún ætlaði að biðja „strákana sína" um ákveðið verk. „Strákarnir þeirra" eru orðnir margir í 45 ára búskap og það sýnir best það atlæti sem við nutum að ég held að nær allir hafi haldið sambandi við þau fram á full- orðinsár. Það var gott að finna að fylgst var með manni áfram á lífs- leiðinni og kort og bréf að norðan yljuðu oft. Það voru ekki bara strákar sem nutu þess að sækja sér þroska og gæsku í Tungu. Tvær systur mínar hafa dvalið þar í sveit og einnig systrabörn. Þannig að það „gekk í gættir" að fara norður í Tungu. Og Magnús Ingi var byrjaður að sækja norður. Við Inga og Magnús Ingi kveðjum Teit með sárum söknuði um leið og við felum hann þeim Guði, sem við þökkum fyrir þau forréttindi að fá að kynnast Teiti og þiggja af honum veganesti til lífsins. Elsku Maja, Eggert, Guðmundur og aðrir ástvinir, megi Guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stund og minningin, sem engan skugga bar á, veri ykkur ljós til framtíðar. Guð blessi minningu um góðan dreng. Magnús Oddsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.