Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 42

Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 42
42 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR SIG URÐSSON + Guðrún Jóns- dóttir fæddist í Sandvík á Eyrar- bakka 8. október 1913 og bjó þar alla sína tíð. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 26. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Guð- mundsdóttir (f. 24. september 1880, d. 15. júní 1961) og Jón Guðbrandsson (f. 21.júlí 1866, d. 25. maí 1928), en þau áttu sjö börn og var Guðrún næst- yngst. Hin eru: Guðmunda Júl- ía, f. 4. júlí 1902, d. 21. febr- úar 1972, Ingimar, f. 8.febrúar 1904, d. 5. apríl 1927, Sighvat- ur, f. 29. september 1905, d. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja Gunnu frænku er lést eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Suð- urlands á Selfossi. Gunna hafði síðustu árin átt við veikindi að stríða en alltaf tekið veikindum sínum með mikilli ró, sem var ein- kennandi fyrir hana. í þessum veikindum naut hún einstakrar umhyggju Óla, sem alitaf var sem klettur við hlið hennar. Einhvern veginn reiknaði ég með að Gunna myndi komast yfír veikindin að þessu sinni og við myndum hittast fljótlega aftur í Sandvík. En ein- hvem tíma verða allir að yfírgefa þessa jarðvist og nú var Gunnu tími kominn og ljóst að við hitt- umst ekki aftur héma megin. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. Þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. (Vald. Briem.) Margar hafa heimsóknimar ver- ið í Sandvík í gegnum árin og þar var mér alltaf tekið opnum örmum. Á meðan ég átti heima nánast í næsta húsi var stöðugur samgang- ur og hin seinni ár eftir að ég flutti til Reykjavíkur og eignaðist sjálf fjölskyldu, höfum við farið oft í heimsókn og mætt þar sömu gest: risni og hlýju og ávallt forðum. í Sandvík höfum við oft slegið á létta strengi, en Gunna var mjög létt í lund. Það er skrýtið til þess að hugsa að Gunna sé ekki lengur á meðal okkar. Ég hafði einhvem veginn alltaf reiknað með að Gunna yrði til staðar sem einn hlekkur í keðju eldri kynslóðarinnar sem er okkur sem yngri eram svo mikils virði. Ég minnist frænku minnar með þakklæti og hlýhug. Ég, Amar og Karen kveðjum Gunnu með sökn- uði og biðjum góðan Guð að geyma hana og veita Óla, Síu og öðram ástvinum styrk í sorginni. Eyrún og fjölskylda. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér (Ingibj. Sig.) Það er svo erfitt að kveðja þig, elsku Gunna mín. Ég sakna þín meira en nokkur orð fá lýst. Þó -þú hafír oft verið veik, fórst þú Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 8. október 1936, Sigrún, f. 5. apríl 1908, d. 22. febrúar 1993, Þórunn Ólöf, f. 4. júlí 1911, og Jónatan, f. 3. des- ember 1921. Guðrún giftist 16. júlí 1960 eftir- lifandi eiginmanni sínum, Ólafi Gísla- syni, f. 4. septem- ber 1919. Foreldr- ar hans voru hjónin Ragnhildur Ólafs- dóttir (f. 27.8.1893, 30.7. 1984) og Gísli Pálsson (f. 9.3. 1894, d. 4.2. 1922. Guðrún eignaðist eina dóttur, Sigrún Guðmundsdótt- ur, f. 18. mars 1938. Útför Guðrúnar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. nokkuð snögglega frá okkur. Kvaddir svo fallega á þinn hljóðl- áta hátt. Þú varst mjög heimakær og það er gott til þess að hugsa að þú gast alltaf verið heima, þrátt fyrir oft og tíðum erfíð veikindi. Óli hugsaði líka svo sérstaklega vel um þig og þið vorað alltaf svo samhent og ánægð saman. Svo var Sía alltaf hjá þér þegar hún var ekki í vinnu. Já, margar góðar minningar koma upp í hugann frá barnæsku þegar ég dvaldi langtímum saman hjá þér. Ég var ekki há í loftinu þegar þú kenndir mér að lesa og margar fallegar bænir lærði ég af þér. Alltaf hafðir þú tíma og enda- lausa þolinmæði. Ég er þér þakklát fyrir að þú tókst Dúllu mína að þér, þegar ég komst í þá aðstöðu að geta ekki hugsað um hana. Og ég er svo glöð yfír því hvað hún veitti þér mikla ánægju. Núna er skrýtið að koma inn í Sandvík og þú ert ekki til staðar með útbreiddan faðminn. Þú tókst svo vel á móti öllum sem komu í heimsókn og varst með eindæmum gestrisin. Svo jákvæð og hlý, og hafðir svo mikið að gefa. Takk fyrir allt. Kæra Óla frænka, Torfí, pabbi, mamma, þið kveðjið nú kæra syst- ur og mágkonu. Þið bjugguð svo lengi hlið við hlið og var alltaf mikill samgangur á milli heimil- anna. Söknuður ykkar er mikill. Elsku Óli og Sía mín. Guð gefí ykkur styrk í sorginni og blessi minninguna um ástkæra eiginkonu og móður. Ég kveð þig, elsku frænka mín, sem varst mér svo kær. Guð geymi Þig- Kirkjuklukka er þú síðast ómar, yfir mér sem þá er kaldur nár. Láttu flytja huggun þína hljóma hveijum þeim sem fellir sorgartár. (Freyst. Gunn.) Gíslína Sólrún Jónatansdóttir. Nú er elsku Gunna frænka horf- in okkur sjónum að eilífu. Við sáum hana síðast í október, þegar við komum í stutta heimsókn til ís- lands. Ekki datt okkur í hug þá að við fengjum ekki að sjá hana aftur. Við væntum skemmtilegra endurfunda næsta sumar. Af því verður ekki. Við munum alltaf minnast hennar sem sérlega góðr- ar konu, sem hafði áhuga á því fólki sem hún umgekkst og sýndi vinum og skyldmennum hlýju og kærleika. Það var aldrei neinn asi á Gunnu og það var alltaf gott að leita til hennar, t.d. þegar tekist var á við lesturinn á sínum tíma, eða þegar hún sat við rúmstokkinn hjá mér á kvöldin og las með mér bænimar. Það var alltaf gott að koma í Sandvík sem bam, og ekki varð nein breyting þar á eftir að ég stofnaði fjölskyldu og þó að lengra liði milli þess að við hittumst. Gunna frænka átti auðvelt með að ná góðum tengslum við börn og sýna þeim virðingu. Bömin mín munu því alltaf eiga afar góðar minningar um hana. Við sendum Óla og Síu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi góður guð styrkja þau í sorg sinni. Mig langar að lokum að minn- ast Gunnu með bæn sem hún las oft með mér. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi, bæn frá mínu bijósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Ólöf Jónatansdóttir. Að lifa er að skynja nýjan tíma. Tíðin liðna er jörðin. Að deyja er að lifa nýjum tíma. Tíðin framundan er himinninn opinn nýrri stund. (Þorgeir Sveinbjamarson) Látin er á 83. aldursári föður- systir mín Guðrún Jónsdóttir frá Sandvík á Eyrarbakka. Mér er ljúft að minnast hennar örfáum orðum. í ágætum hópi frændfólks míns hafa systumar Guðrún og Ólöf ásamt fjölskyldum þeirra á Bakkanum ávallt skipað sérstakan sess í mínum huga, því hjá þeim var ég heimagangur á uppvaxtar- áranum á Eyrarbakka. Þótt heim- sóknum hafí fækkað nokkuð eftir því sem árin liðu breyttust móttök- ur a þessum bæjum aldrei. Alltaf jafn hlýjar. Fyrir þessi kynni er ég ávallt þakklátur. Ef ég ætti að nefna hvaða eigin- leikar hafí verið mest áberandi í fari frænku minnar kæmi hjarta- gæska, jafnlyndi og hjálpfysi fyrst upp í hugann. Flestir gætu verið ánægðir með það. Ólafi eftirlifandi eiginmanni, Sigrúnu dóttur hennar og öðram nánum skyldmennum og vinum senda ég og fjölskylda mín innileg- ustu samúðarkveðjur. Bjarni Þór Jónatansson. Við kveðjum þig, Guðrún mín, í dag með kæra þakklæti fyrir þá miklu ástúð sem þú gafst og sýnd- ir okkur nágrönnum þínum á Bergi frá fyrstu stundu. Þinn hlýi faðmur var ætíð opinn, kossar þínir inni- legir, móttökur og kveðjur svo fagrar í endurminningunni. Já- kvæð og fróm kona var Guðrún og mátti mikið af henni læra. Hún bætti allt og alla, lyfti dægurþrasi ofar og gerði stundina mikilvæga. Börn min nutu góðs af kærleika þeirra Óla og Gunnu sem vora ávallt boðin og búin að leiðbeina og hlúa að, og fyrir það viljum við nú þakka. Sem dæmi um hvemig Guðrún var verður lítið atvik svo sterkt í minningunni. Eitt sinn er Guðrún kom yfír til okkar, að Bergi, í molasopa, lá sonur minn á gólfínu og las í bók. Ég fann að því við drenginn að hann lægi svona á gólfínu í sparibuxunum. Þá sagði Guðrún með sinni stóísku ró þar sem hún sat og horfði á drenginn: „Æ, hann liggur nú bara á öðru hnénu." Svona getur blíð athuga- semd grafið sig djúpt í vitundina og orðið að stórri lexíu. Þannig var Guðrún, hún sáði og ræktaði garð- inn sinn af alúð. Fyrir gott nábýli við þau hjón, Guðrúnu og Ólaf Gíslason í Sandvík, viljum við þakka og vottum honum og Sigr- únu samúð okkar. Hvíl í friði. Jónína H. Jónsdóttir, Jón Atli, Jónas Oddur, Pétur Jök- ull og Herborg Drífa. + Guðmundur Sigurðsson fæddist á Geirseyri við Pat- reksfjörð 29. janúar 1926. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnar- firði 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digra- neskirkju 8. mars. Kveðjustundin er runnin upp og einn helsti forsvarsmaður bormanna íslands hefur stigið um borð í knörr feijumannsins mikla og tekið sér far heim, yfír móðuna miklu. Hans er nú sárt saknað meðal starfsfélaga, en minningin um góðan dreng lifír. Það er ekki á neinn hallað þótt Guðmundur Sigurðsson sé talinn forvígismaður meðal brautiyðjenda í jarðborunum á íslandi. Hann hóf þessi störf fyrir liðlega 50 árum, þá tæplega tvítugur að aldri. í þá tíð höfðu ekki verið boraðir margir metrar í íslenska jörð, þó heildar- lengdin sé orðin vel hálflengd hring- vegarins nú er Guðmundur skilur við. Hann hefur átt hlut í bróður- parti borana á landinu allan þennan tíma og í hálfan fjórða áratug hefur hann starfað sem yfírverkstjóri Jarð- borana hf. og forvera þess fyrirtæk- is. Hann annaðist meginhluta þeirra rannsóknarborana sem framkvæmd- ar hafa verið á landinu svo og stór- an hluta af hitaveituborunum fyrir landsbyggðina, jafnt fyrir sveitarfé- lög sem einkaaðila. Einnig hefur stór hluti neysluvatnsborana lands- ins_ hvílt á hans herðum. í starfi sínu öðlaðist Guðmundur fádæma þekkingu á landinu öllu, ekki síður iðrum þess en yfirborði. Hann ferðaðist mikið um landið allt og hafði á því mikið dálæti. Á upp- hafstímum rannsóknarborana fyrir vatnsaflsvirkjanir á hálendinu ferð- uðust bormenn vítt um miklar veg- leysur og urðu starfsins vegna braut- ryðjendur í hálendisferðum. Guðmundur var jafnan mjög gagnrýninn á störf jarðfræðinga og hafði sínar eigin skoðanir á nánast öllum hlutum og leiddist honum aldr- ei að koma þeim á framfæri. Það er oft gantast með það í hópi okkar bormanna að það sé ekki mjög gefandi starf að vinna alla ævina við kalda og oft ómanneskjulega hluti eins og bortæki. Þó hafa bor- arnir oft verið persónugerðir og hafa + Ágúst H. Pétursson, fyrrv. sveitarstjóri á Patreksfirði, fæddist í Bolungarvík 14. sept- ember 1916. Hann andaðist í Reykjavík 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 8. mars. Látinn er Ágúst H. Pétursson, fyrrum oddviti á Patreksfírði. Á kveðjustund kemur margt í huga, þegar kvaddur er einn af fremstu félagsmálaleiðtogum Alþýðuflokks- ins fyrr og síðar. Hygg ég sem þessar línur rita að leitun sé að manni, sem var jafnfórn- fús til að leggja hinum óskyldustu félögum og málefnum lið til eflingar byggðarlagsins, öllum til gleði og hagsbóta. En fyrst og síðast var hann leið- togi Alþýðuflokksins, en á hans veg- um starfaði hann sem hreppsnefnd- armaður á Patreksfirði í 28 ár, þar af oddviti í átta ár og sveitarstjóri í fjögur ár. Eins og að líkum lætur sjást víða handverk hans hér á Pat- reksfirði og í vestfísrkum byggðum. Eftir að hann lét opinberlega af störfum í sveitarstjóm var hann sá viskubrunnur, sem við hin yngri leit- uðum gjarnan í, er leysa þurfti vand- meðfarin mál og jafnan var það svo að ég fór úr hans smiðju betur undir- búinn en áður. Og er það þakkað nú, Margar voru gleðistundir, er við flokksfélag- ar áttum á heimili þeirra hjóna, sem ávallt var sem félagsmiðstöð og þá hver sitt nafn. Oft var sem Guð- mundur liti á suma þeirra sem af- kvæmi sín, sem hann hafði fóstrað árum og jafnvel áratugum saman. Þrátt fyrir kaldari hliðar starfsins er það oftast mjög svo gefandi starf að útvega meðbræðrum sínum hita í húsin sín og neysluvatn í kranana. Ekki er síður gefandi að stuðla að rannsóknum og vinnsluborunum fyr- ir birtugjafana okkar, raforkuverin. Guðmundur Sigurðsson sá hið já- kvæða í starfínu og lagði sig alltaf allan fram. Hann var alla tíð hollur starfmu og viðfangsefnunum og undravert var hve ötull hann var alveg fram í það síðasta. Það var sem hann gæti ekki slitið sig frá ævistarfínu. Um tíma hvarf Guðmundur frá borstörfum og vann í glerverk- smiðju. Hann varð því í raun einn af glergerðarmeisturum landsins. En landið kallaði og fljótlega var Guðmundur aftur farinn að starfa við boranir. Sú árátta hans að eiga við iður landsins færðist síðar út í mikinn áhuga á yfirborði þess; gróðri og ræktun hvers konar. Trúlega fékk hvert tré sem á vegi hans varð at- hygli og hlýjar hugsanir. Hann staldr- aði gjaman við og strauk laufum tijánna og talaði til þeirra. Fyrir fáum árum gat hann látið ræktunardraum- inn rætast er þau hjón keyptu land ásamt bömum sínum og komu sér upp sumarbústað. Þar undi hann löngum, í því sem nú er orðið sælu- reitur með ótölulegum fjölda tijáa sem undravert hafa dafnað þrátt fyr- ir skamman ræktunartíma. Því er fyrir að þakka handbragði, vinnu og alúð Guðmundar. Við starfsfélagar Guðmundar minnumst góðs vinar sem alla daga var hress og glaðvær, en þó mjög ákveðinn. Til hinstu stundar gerði hann að gamni sínu við okkur og var jafnléttur í okkar hópi sem fyrr. Breytti þar engu um vissan um hvert stefndi undir það síðasta. Guðmundi þökkum við skemmti- legt, líflegt og gefandi samstarf og vinfengi í áratugi og óskum honum góðrar heimkomu. Við biðjum góðan Guð að styrkja ástvini hans alla í þeirra miklu sorg. Starfsfélagar. ekki aðeins fyrir pólitíska samheija, heldur allan kunningja- og vinahóp- inn sem var stór og þar þegnar veit- ingar og var þar ekki við nögl skorið. Ekki voru allar umræður, sem þar fóru fram, í neinu hljóðskrafsformi. Þar var töluð kjarnyrt íslenska og skipst á skoðunum umbúðalaust, enda stefnan klár og því skoðanir ekki settar fram í neinum felulitum. Átti þetta ekki síst við, er líða fór að kosningum, hvort sem var til þings eða sveitarstjórnar, svo að ekki sé talað um prófkjör Alþýðu- flokksins hér á Vestfjörðum sem oft gustaði um á meðan yfír stóð. Þá var sem Ágúst yngdist um mörg ár, því verk var að vinna fyrir málstað- inn eða þann, sem hann vildi styðja í ákveðin sæti. En að kosningum lokunm, var hann fyrstur til að slíðra sverð og koma þeirri skikkan á að menn færu að vinna saman. Já, þar fór fyrir leiðtoginn, sem kunni verki að stýra. Margt kemur í hugann, sem vert væri að minnast á, þegar kvaðst er síðasta sinni, en verkin tala og Ág- úst þurfti engrar kynningar við, svo vel var hann þekktur af störfum sín- um. Við félagar Alþýðuflokksins á sunnanverðum Vestfjörðum, send- um félaga okkar, Ágústi H. Péturs- syni, hinstu kveðju og vottum þér, Ingveldur, og fjölskyidu dýpstu sam- úð með þökk fyrir allt, sem þið haf- ið gert okkur til heilla. Hjörleifur Guðmundsson. GUÐRUN JÓNSDÓTTIR AGUSTH. PÉTURSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.