Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 43

Morgunblaðið - 09.03.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 43 MINNINGAR ÞÓRARINN SIGMUNDSSON + Þórarinn Sigrnundsson mjólkurfræðingur fæddist í Reykjavík 27. júlí 1917. Hann lést 25. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 5. mars. Þórarni Sigmundssyni kynntist ég sumarið 1974. Hann kom á hveij- um degi í verslunina Höfn á Sel- fossi, þar sem ég starfaði. Alltaf var erindið það sama, að kaupa Morgunblaðið. Hann lét einhveija skemmtilega athugasemd fylgja þegar ég rétti honum blaðið og hálf afsakaði sig. Lét í það skína að þetta væru óþarfa kaup, en samt alveg ómissandi. Mér fannst maðurinn strax mjög sérstakur. Alltaf á hraðferð og þess vegna reyndi ég að vera tilbúin með blaðið þegar bíllinn hans brunaði í hlaðið. Einhveiju sinni barst í tal að hann væri bóndi í Glóru. Fyrst hélt ég að mér hefði misheyrst. Glóra, þvílíkt bæjarnafn. Ég hélt að hann væri að grínast eina ferðina enn. Svo var ekki og þetta bæjar- nafn fannst mér alveg kóróna þenn- an mann. Ekki datt mér í hug á þessum tíma hvað Þórarinn átti eftir að skipa stóran sess í lífi mínu, en örlögin höguðu því svo til að seinna þetta sama ár kynntist ég Þórarni betur og á annan hátt, þar sem hann var þá orðinn verðandi tengdafaðir minn. Þá fór ég að gera mér grein fyrir því hvers vegna þessi maður var alltaf á hraðferð. Hann var, auk þess að vera bóndi, í fullu starfi hjá Mjólk- urbúi Flóamanna og sat í samn- inganefnd fyrir sitt stéttarfélag. Svona maður þarf að eiga góðan lífsförunaut og það átti hann í konu sinni, Ingibjörgu Björnsdóttur, sem alltaf stóð við hlið hans og skapaði þeim afar sérstakt og fallegt heim- ili í Glóru. Það var Þórarni og börn- unum þeirra mikið áfall þegar hún lést snögglega vorið 1977. Þó svo að ég fiytti frá Glóru fyr- ir nokkrum árum hélst sambandið heilt og gott á milli okkar. Hann var fyrstur maður í heimsókn þegar eitthvað bjátaði á í lífi mínu og hélt áfram að miðla mér af visku sinni og þeim mannkærleika sem hann einn átti til. Þegar ég heimsótti hann nú í vetur sagði hann mér hvað hann hefði verið heppinn alla tíð og þá kom þessi séerstaki svipur á hann sem alltaf kom þegar hann talaði um börnin sín og aðra afkom- endur. Hann talaði um það að nú væri hann tilbúinn að kveðja þessa jarð- vist, sáttur og ánægður. Með þess- um orðum kveð ég þig, Þórarinn minn, og þakka þér allar samveru- stundirnar. Börnum Þórarins, tengdabörnum og öðrum aðstand- endum sendi ég samúðarkveðjur. Erna Margrét Laugdal. Það er mér erfitt að skrifa grein um hann afa minn án þess að hafa hana styttri en tíu blaðsíður, því ég vil bara með þessum fátæklegu orð- um þakka fyrir að hafa fengið að þekkja hann og fá að eiga minning- una um hann í hjartanu. Hann er maður sem hefur verið til staðar fyrir mig alla mína ævi og alltaf verið mér mjög mikið. í mínum aug- um var hann mikil hetja sem vor- kenndi aldrei sjálfum sér og kærði sig ekki um vorkunn annarra. Hann lét aldrei þjáningar sínar buga sig og kvartaði aldrei. Ég kveð afa minn með söknuði. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. MAGNEA HJÁLMARSDÓTTIR + Magnea Hjálmarsdóttir í allri umgengni. Hún naut virðingar kennari fæddist í Syðra-Seli nemenda og aðstandenda þeirra. í Hrunamannahreppi 29. des- Ég minnist þess að einn af nemend- ember 1908. Hún lést á Drop- um hennar viðhafði þau orð er hann laugarstöðum 25. febrúar síð- var spurður um kennarann: „Hún astliðinn og fór útför hennar er ströng en hún er góð.“ fram frá Dómkirkjunni 6. mars. Þessi lýsing hygg ég að hafi ver- ------ ið sönn. Hjá Magneu fundu börnin Magnea Hjálmarsdóttir var kenn- hvorttveggja í senn, öryggi og hlýju. ari við Skildinganesskólann í Skeija- Þegar ég tók við skólastjórn í firði þegar hann tók til starfa sem Melaskóla, ungur að árum, var gott sjálfstæð stofnun árið 1936. Hún að geta leitað til eldri og reyndari kenndi við þann skóla þar til haust- kennara í starfi. Þeirra á meðal var ið 1946 að Melaskóli tók við af Magnea. Hún var hollráð, sagði álit Skildinganesskólanum. Við Mela- sitt á málefnum vafningalaust. Fyr- skólann kenndi Magnea síðan þar ir það er ég ævinlega þakklátur. til hún lét af kennslustörfum. Með þessum fáu orðum eru Magnea bjó sig vel undir kennsl- Magneu færðar heilar þakkir fyrir una. Eftir kennarapróf stundaði hún störf sín í Skildinganesskóla og nám í uppeldisfræði við háskóla í Melaskóla. Edinborg og fór námsferðir til Eng- Ég sendi aðstandendum innilegar I lands og Norðurlandanna. samúðarkveðjur við fráfall merkrar Magnea vakti athygli fyrir tígu- konu. lega framkomu, var hrein og bein Ingi Kristinsson. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur te§a í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Guðrún Birna Olafsdóttir. SVAVA JÓNS- í DÓTTIR + Svava Jónsdóttir fæddist á Vatnshömrum í Borgarfirði 1. júlí 1908. Hún lést í Sunnu- hlíð í Kópavogi 16. febrúar síð- astliðinn ojg fór útför hennar fram frá Ospakseyrarkirkju 2. mars. Elsku amma. Okkur systkinin j langar til að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Það var alltaf svo gaman á vorin þegar þið afi komuð frá Reykjavík til að dvelja hjá okkur heima í Snartartungu yfír sumar- tímann, og biðum við oft með óþreyju eftir að rauði Willis-jeppinn rynni í hlaðið, og eins gat það verið svo tómlegt þegar þið fóruð aftur á haustin. Seinna er við fórum að fara til I Reykjavíkur til lengri eða skemmri dvalar vorum við ávallt velkomin til þín í Álftamýrina. Þú kenndir okkur svo margt, sýndir okkur myndirnar þínar og sagðir okkur sögur frá lið- inni tíð, er þú varst ung stúlka á Vatnshömrum, og eins er þið afi byijuðuð að búa í Snartartungu. Þið afi voruð okkur svo góðar fyrirmyndir, svo hlý og kærleiksrík. Elsku amma, við kveðjum þig með hlýjum minningum sem munu Ifylgja okkur um ókomin ár. Birna, Svavar, Ásmundur og Ilalldór Sigurkarlsbörn. t Ástkær vinur okkar, KARL OLAF IDLAND flugstjóri, Sagávein 34, Elverum, Noregi, varð bráðkvaddur á Filippseyjum að morgni 7. mars. Fyrir hönd fjölskyldu hins látna, Erling Jóhannesson, Alfhild Nielsen. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, ÞORSTEINN ÁGÚST BRAGASON, Vatnsleysu, Biskupstungum, lést 6. mars sl. Halla Bjarnadóttir, Bragi Þorsteinsson, Ragnheiður Bragadóttir, Eymundur Sígurðsson, Inga Birna Bragadóttir, Kristrún Bragadóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og fóstur- móður, ÞÓRHILDAR MARGRÉTAR VALTÝSDÓTTU R frá Seli, Austur-Landeyjum, til heimilis í Ljósheimum 11. Valtýr Sigurðsson, Sverrir Kristjánsson. INGUNN MAGNÚSDÓTTIR TESSNOW + Ragnheiður Ingunn Magn- úsdóttir Tessnow fæddist í Arnarfirði 26. október 1913. Hún lést á Borgarspítalanum 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópa- vogskirkju 19. febrúar. Elskuleg móðursystir mín er iát- in. Hún lést á áttræðisafmæli eigin- manns síns 7. febrúar síðastliðinn. Með fráfalli Ingu er farin einhver elskulegasta og hjartahlýjasta mann- eskja, sem ég hef fyrir hitt á lífsleið- ini nema þá væri móðir hennar, móðuramma mín, Ingibjörg Magnús- dóttir, sem bjó í Feitsdal við Arnar- fjörð. Þær voru um margt líkar. Jarðirnar okkar lágu saman, Feitsdalur þar sem amma mín bjó og Grandi þar sem foreldrar mínir bjuggu. Ég hef verið fjjög-urra til fímm ára þegar ég fór að leggja upp í ferðir yfir í Feitsdal til að heim- sækja ömmu mína, því ég vissi að þar fengi ég blíðar viðtökur. Tekinn í fangið og látið vel að manni, farið í kökukistuna og fékk góða köku í munninn. Hún vinkona mín, Píla, naut einnig góðs af. Eitt sinn sem oftar lagði ég upp í eitt slíkt ferðalag. Mér var fylgt yfir Feitsdalsána og þaðan ferðaðist ég á eigin spýtur. í eldhúsið var farið, þóttist vita að þar mundi amma vera. En þar var Inga fyrir, sem tók á móti mér með sínum elskulegheitum. Hvar er amma? spurði ég. Nú er hún amma þín úti á túni, það er brakandi þurrkur og hana langaði að fara í heyskapinn, sagði Inga, en hún var þá að taka til miðdagskaffið handa fólkinu. Stúfurin sagði: Ég er þreyttur. Elsku stubburinn minn, ég skal sinna þér, sagði Inga. Tók mig í fangið og söng eitthvað fyrir mig og ég mun hafa sofnað með það sama. Svona var hún Inga mín allt sitt líf. Hjartáhlýja, elskulegheit og mannkærleikur. Þótt mikið væri að gera utanhúss sem innan gaf hún sér tíma til að sinna litlum frænda, sem kominn var í heimsókn. Um leið og ég enda þetta, bið ég Guð að styrkja alla ættingja henn- ar, og sér í lagi eiginmann hennar, sem syrgir konu sína sárt. Inga mín, alla þá dásamlegu samveru, sem ég og mín fjölskylda hefur átt með þér, þakka ég þér. Þinn frændi, Magnús Július Jósefsson. t Ástkær dóttir mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og frænka, KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR ballettkennari, Suðurhólum 28, Reykjavík, sem lést 2. mars sl., verður jarðsungin fró Fossvogskirkju mánudaginn 11. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast Katrínar sér- staklega, er bent á Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, LAUF- samtökin, Laugavegi 26, sími 551 4570. Friðrika Guðmundsdóttir, Guðjón Erlingsson, Friðrik Erlingsson, Heimir Guðjónsson, Bertha Ragnarsdóttir, Hannes Þór, Knútur Þór og Friðrik Þór Guðjónssynir, Harpa Heimisdóttir, Brynja Scheving. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN VALDIMAR AÐALSTEINSSON, Spítalavegi 1, Akureyri, sem lést á heimili sínu föstudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 12. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu. Jónína Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Kristín Stefánsdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, Ómar Þór Stefánsson, Stefán Heimir Stefánsson, Anna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurjón Eðvarðsson, Hrefna Svanlaugsdóttir, Ingjaldur Guðmundsson, Friðrik Adólfsson, Hulda Vigfúsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARÐAR ÞÓRARINSSONAR múrarameistara, Jófrfðarstaðavegi 17, Hafnarfirði. María Helgadóttir, Ásbjörn Harðarson, Svana Björk Karlsdóttir, Kristín Harðardóttir, Tómas Tómasson, Helgi Harðarson, Kristbjörg Lilja Jónsdóttir, Jóhann Harðarson, Brynja Brynjarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.