Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 45 FRETTIR Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur ákveður enn meiri sparnað Sparnaðaraðgerðir skili alls um 150 milljónum STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um 41 millj- ón króna sparnað á sjúkrahúsinu á árinu til viðbótar við áður ákveð- inn 110 milljóna króna sparnað á sama tímabili. Mestur sparnaður, um 20 milljónir, felst í því að sameina tvær deildir í eina deild á Landakoti. Með sameiningu deildanna fækkar stöðugildum um 15. Alls er gert ráð fyrir að stöðugildum fækki um 26 við síð- ari sparnaðaráformin. Jóhannes Pálmason forstjóri segist vona að ekki þurfi að segja upp starfs- fólki. Fyrri sparnaðaraðgerðirnar voru ákveðnar á stjórnarfundi 30. janúar sl. Sparnaðaraðgerðirnar eru í átta liðum og er gert ráð fyrir að mestum sparnaði, 70 millj- ónum á ári, verði náð með því taka ekki í notkun lyfjadeildarrúm frá Landakoti í Fossvogi. Af öðr- um sparnaðaraðgerðum má nefna breytingar á innheimtu vegna gæsludeildarsjúklinga, sértekjur vegna afgreiðsluapóteks á slysa- deild og hagræðingu vegna sam- einingar ýmissa rekstrardeilda. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að sparnaðaráformin skili um 110 milljónum á árinu 1996. Ár- legur sparnaður verði hins vegar 150 milljónir. Dagdeildarrúmum er fjölgað um 20, legurúmum fækkað um 33 og stöðugildum um 13. "• Annar áfangi Annar áfangi sparnaðaraðgerð- anna var ákveðinn í lok febrúar. Hann er í 11 liðum og er gert ráð fyrir að mestur spamaður, um 20 milljónir, verði við sameiningu deilda 2B og 1B í eina 7 daga deild á deild 2B á Landakoti í apríl nk. Af öðrum aðgerðum má nefna að augndeild verður flutt frá Landakoti í Fossvog og dagdeild- arstarfsemi augndeildarinnar verður aukin. Með flutningi speglunardeildar í Fossvogi og á Landakoti á A4 á Landakoti er gert ráð fyrir að spara 2 milljónir á árinu og gert er ráð fyrir að ákveðið hagræði fylgi því að flytja gæsludeild slysa- og sjúkravaktar nær gjörgæslu í Fossvogi. Dagdeild lokað í Hafnarbúðum Sparnaðaráformin gera ráð fyrir að dagdeild í Hafnarbúðum verði lokað í núverandi mynd. Starfsemin haldi hins vegar áfram í formi sjúkratengdrar heimaaðhlynningar, ef rekstrarfé fæst, í október. Stefnt er að því að starfsemin í Amarholti flytjist í Hafnarbúðir og á Hvítabandið um næstu áramót. Dagdeild í Templarahöll verði til bráða- birgða flutt á 2. hæð í Hafnarbúð- um og síðar á 1. hæð. Með flutn- ingnum í Hafnarbúðir er gert ráð fyrir 2 milljón króna sparnaði á árinu en 39 milljón króna árlegum sparnaði. Hins vegar er gert ráð fyrir 20 milljón króna stofnkostnaði vegna flutnings öldrunardeildar Hvíta- bandsins í Landakot í upphafi næsta árs. Leikskólar og meðferðarheimili Stjórnin telur að rekstur með- ferðarheimilis fyrir börn á Kleifar- vegi heyri fremur undir félags- málayfirvöld og er gert ráð fyrir að 10 milljóna króna sparnaður náist með því að hætta rekstrinum. í yfirliti yfir sparnaðaraðgerðirnar er lagt til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið og félagsmálaráðuneytið um hvemig þau hyggist leysa vanda þeirra barna sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Þegar hefur verið óskað eftir þeim við- ræðum. Fulltrúum stjórnar er gert að skila tillögum um breytingar á rekstri leikskóla sjúkrahússins fyr- ir 20. mars. Viðræður fara fram við starfsfólk og foreldra og kann- að verður hvort foreldrar hafi áhuga á að sinna rekstrinum. Að lokum er gert ráð fyrir að með sameiningu bakvakta náist 6 milljóna króna spamaður á árinu og 12 milljóna króna árlegur sparnaður. Arlegur spamaður á að vera 86 milljónir, spamaður í ár 41 milljón og stofnkostnaður 70 milljónir, t.d. vegna flutnings augndeildar. Beðið um sinn Jóhannes sagði að sparnaðar- áformin gerðu ráð fyrir að stöðu- gildum yrði fækkað um 26. Hins vegar sagðist hann vona að ekki þyrfti að koma til uppsagna. Hann sagði í því sambandi að af hátt í 2.000 starfsmönnum á launaskrá væri alltaf eitthvað um að fólk hætti og ekki væri ráðið í þær stöður sem losnuðu. Ef starfsemi væri lögð niður væri reynt að bjóða starfsmönnum starf annars staðar á sjúkrahúsinu. Jóhannes sagði að gert væri ráð fyrir að spamaðaráform skiluðu um 150 milljónum upp í 380 millj- óna króna niðurskurð. Ekki væri því ólíklegt að enn þyrfti að grípa til spamaðaraðgerða. Enn yrði hins vegar beðið um sinni uns til- lögur bæmst frá ráðuneytinu og ljóst væri hvaða viðbótarfjár- magns væri að vænta þaðan. Ráðstefna um útvarp og sjónvarp ALÞÝÐUBANDALAGIÐ efnir laugardaginn 9. mars til ráðstefnu undir yfirskriftinni Útvarp og sjón- varp á samkeppnismarkaði - Hlut- verk, skyldur og framtíðarhorfur á tímum niðurskurðar og aukins fjölmiðlaframboðs. Ráðstefnan verður í Átthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 10. Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: KI. 10 setur Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, ráðstefn- una, Njörður P. Njarðvík, prófess- or, flytur erindið: Þáttur útvarps og sjónvarps í menningu þjóðar, Stefán Jón Hafstein, dagskrárgerð- armaður Stöð 2: Eiga stjórnvöld að hafa stefnu varðandi rekstur út- varps og sjónvarps? Ævar Kjartans- son, ritstjóri menningarmála RÚV: Hver á að stjórna RÚV? Páll Magn- ússon, sjónvarpsstjóri Sýnar: Einkarekstur - ríkisrekstur: Er op- inbert eftirlit nauðsynlegt? Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður Sjónvarps: Hlutverk og ábyrgð fréttamanna, Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RÚV: Fjármál RÚV, og að lokum flytur Markús Öm Antonsson, framkvæmdastjóri RÚV erindið Framtíð RÚV. Kl. 13 hefjast almennar umræður og gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki kl. 16. Ráðstefnan er öllum opin og ekkert þátttökugjald. ----------? ? ? ¦ FORELDRAFÉLÖG leik- skólabarna í Grafarvogi hafa sent íslenska sjónvarpsfélaginu, ís- lenska útvarpsfélaginu, Ríkisút- varpinu og Umboðsmanni barna bréf þar sem beint er eindregnum tilmælum til sjónvarpsstöðvanna að draga úr ofbeldisfullum auglýsing- um á þeim tíma sem gera má ráð fyrir að ung börn gætu verið áhorf- endur. Samskipti íslands og Flórída Vaxandi viðskipti með fisk og ferðafólk Flórída. Morgunblaðið. SENDIHERRA íslands í Banda- ríkjunum Einar Benediktsson átti viðræður við ráðamenn Flórída fyrir skömmu og í spjalli við frétta- ritara Morgunblaðsins sagði hann, að rauður þráður í þessum viðræð- um verið tengsl íslands og Flórída, en viðskiptin fara vaxandi. Sendiherrann sagði tengslin mest áberandi í fluginu og flutning Flugleiða á ferðamönnum þangað í tugþúsundatali frá V-Evrópu og íslandi. Fjöldi íslenskra námsmanna hefur einnig stundað nám í ýmsum háskólum Flórída og nokkrir lokið þar doktorsnámi og öðrum æðstu stigum menntunar. Borgaryfirvöld í Tallahassee eru mjög ánægð með góð samskipti lögreglumanna í Tallahassee og Reykjavík, en komið heur verið á skiptiheimsóknum þeirra þar sem lögð er áhersla á meðferð og af- greiðslu fíkniefnamála. Flórída er fjórða fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og Einar kvað það orðið mikilvægan þátt í ís- lenzkum efnahagsmálum hvernig fiskmarkaðir þar hefðu þróast. Þau viðskipti kvað sendiherrann gott dæmi um hvernig opin við- skipti geta þróast milli landa þó stærðarmunur þeirra sé mikill, ef stöðugleiki ríkir í efnahagsmálum. Einar kvað ráðamenn Flórída hafa spurt um ýmsa þætti mála á Islandi og svör hans hefðu verið að þar ríki stöðugleiki í efnahags- málum og þar séu góðir möguleik- ar fyrir fjárfesta. Morgunblaðið/Atli Sleinarsson EINAR Benediktsson sendiherra með gullsleginn lykil Tallahassee, höfuðborgar Flórída, sem þýðir að hann er nú heiðurssborgari hennar. Til vinstri á myndinni er Seott Maddox borgarstjóri og til hægri Hilmar Skagfield, aðalræðismaður íslands á Flórída. Vaxandi viðskipti ríkjanna Tilefnið ferðar sendiherrans til Flórída var beiðni samtakanna World Trade Center Orlando um að hann héldi fyrirlestur um við- skiptamál á hádegisverðarfundi þeirra í Orlando daginn sem Sin- fóníuhljómsveit íslands lék þar. í fyrirlestri sínum ræddi Einar Benediktsson nokkuð almennt um möguleika á íslandi og þá þróun sem þar hefur orðið í virkjun ódýrr- ar orku og á ýmsum öðmm sviðum, ekki hvað síst varðandi tölvutækni. Hann vék einnig að viðskiptum landanna og lagði þar meginá- herslu á ferðamálin og sagði að þar væm möguleikar til aukningar. Viðskipti íslands og Flórída hafa vaxið hratt á síðustu árum ekki síst hvað fiskinn varðar. Hóp- ur forráðamanna smærri fyrir- tækja hefur líka farið til íslands og ótal viðskiptasambönd hafa verið stofnuð milli landanna. Atkvöld Taflfélags- ins Hellis TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir atkvöldi sunnudaginn 11. mars. Teflt verður í Menning- armiðstóðinni í Gerðubergi kl.20:00 og er mótið öllum opið. Þáttökugjald er 200 kr. fyrir félagsmenn, en 300 kr. fyrir aðra þáttakendur. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir og síð- an þrjár atskákir en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með hinum nýju Fischér/FIDE klukkum, en Hellir er eina skákfélag landsins sem notar slíkar klukkur. Ritum markmið og leiðiríjafn- réttismálum ÚT ER komið á vegum fjár- málaráðuneytisins ritið Jafn- réttismál - Ábendingar um leiðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. I ritinu eru upplýsingar um þau lög og reglur sem gilda um jafnréttismál á vinnustöð- umog stöðu kvenna á vinnu- markaði. Þá er nokkrum al- gengum fullyrðingum um ástæður launamisréttis svar- að. Loks eru ábendingar um þau atriði sem vinnuveitendur hjá ríkinu eiga að hafa í huga til að gæta jafns réttar karla og kvenna. I framhaldi af út- gáfunni verður efnt til funda með forstöðumönnum ríkis- stofnana þar sem janfréttismál verða sérstaklega rædd. Fjármálaráðherra ákvað í upphafi kjörtímabilsins að vinna að nokkrum verkefnum sem snerta jafnréttismál hjá ríkinu. Arshátíð Heimdallar ÁRSHÁTÍÐ Heimdallar er í Leikhúskjallaranum í kvöld, laugardagskvöldið 9. mars. Heiðursgestir eru frú Rut Ing- ólfsdóttir og Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Veislustjóri er Viktor B. Kjartansson, varaþingmaður. Einar Örn Einarsson syngur einsöng og Árni Johnsen stýr- ir fjöldasöng við undirleik Carls Möllers. Árshátíðin hefst með móttöku og fordrykk kl. 19. Hátíðarkvöldverður hefst kl. 19.30. Miðar eru afgreiddir við inhganginn. Kaffisala í Óháða söfnuðinum KAFFISALA kvenfélags Óháða safnaðarins verður að lokinni fjölskyldumessu sunnudaginn 10. mars kl. 14. Kaffisalan er til styrktar Bjargarsjóði, sem er líknar- og mannúðarsjóður innan safnaðarins. Í fjólskyldumessunni leika fermingarbörnin Guðspjallið og sunnudagaskólabörnin frá fræðslu jafnhliða í messunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.