Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 47 FRÉTTIR Talar um uppeldi til árangurs Yfirlýs- ing frá Samsölu- bakaríinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Erlendi Magnússyni, framkvæmdastjóra Samsölubakarís. „Salmonellusýking í ijómabollum hefur verið rakin til Samsölubakarís hf. en ekki liggur fyrir hvernig mengunin hefur borist í fyrirtækið. Þau alvarlegu veikindi sem hópur fólks hefur nú orðið fyrir vegna þessa máls eru stjórnendum og starfsfólki bakarísins mikið áfall. Enda þótt ijómabollugerð sé mjög afmarkaður þáttur starfseminnar, sem kallar á sérstakar aðstæður við framleiðsluna og er algjörlega að- skilin framleiðslu á brauðum, mun Samsölubakarí í kjölfar þessa máls herða daglegar vinnureglur sínar varðandi eftirlit með aðföngum, meðhöndlun hráefnis og vinnsluferli við allan bakstur. Ströngustu kröfum heilbrigðisyf- irvalda um aðgerðir og úrbætur hef- ur verið fylgt, m.a. förgun hráefna og sótthreinsun húsnæðis, véla og áhalda. Framleiðsla fyrirtækisins er komin í eðlilegt horf og engin ástæða til að óttast frekari áföll vegna þessa óhapps. Samsölubakarí hf. hefur þjónað íbúum á höfuðborgarsvæðinu og víða um land farsællega í 50 ár. Fyrirtækið hefur á þeim tíma rutt MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Neyt- endasamtökunum, undirrituð af Jó- hannesi Gunnarssyni formanni: Formaður Augnlæknafélags ís- lands, Eiríkur Þorgeirsson, fer mik- inn á blaðsíðum Morgunblaðsins þessa dagana. Á miðvikudag var fiallað í frétt í blaðinu um þá kröfu sem Neytendasamtökin hafa sett fram um að fleiri en augnlæknar fái að mæla sjón hjá neytendum, þ.e. að komið verði á sama fyrirkomulagi og tíðkast hjá öllum nágrannaþjóðum okkar. í fréttinni _ komu sjónarmið Augnlæknafélags íslands fram ekki síður en annarra aðila. Þetta dugði þó greinilega ekki Augnlæknafélag- inu og í gær, fimmtudag, birtist í Morgunblaðinu athugasemd frá for- manni félagsins um sama mál og í raun að mestu leyti endurtekning frá því deginum áður. Þetta er að því leyti skiljanlegt að hér eru augnlækn- ar að veija atvinnuhagsmuni sína. Vegna þessarar athugasemdar vilja Neytendasamtökin minna á eftirfar- andi: 1. Eins og komið hefur fram í þessu máli hafa sjónmælingamenn leyfi til að skoða og mæla sjón í öllum löndum á evrópska efnahags- svæðinu nema á Islandi og Grikk- landi. Á Norðurlöndum fer sjón- mæling í allt að 85% tilvika fram hjá sjónmælingamönnum. Miðað við rök augnlækna hér á landi, ÁRNI Sigfússon, borgarfull- trúi, verður gestur á fundi hjónaklúbbs Neskirkju sunnu- dagskvöldið 10. mars og ræðir um efnið uppeldi til árangurs. Hann skrifaði bók um þetta efni fyrir nokkrum árum og ætlar að reifa hugmyndir sem þar komu fram, ennfremur hvernig það er að samræma fjölmörgum nýjungum braut bæði í vörutegundum og framleiðsluaðferð- um og sinnt óskum neytenda um ijölbreytni og gæði af kostgæfni. Um leið og Samsölubakarí biður alla viðskiptavini sína afsökunar vegna þessa máls vonast fyrirtækið til þess að neytendur sýni því áframhaldandi traust og framleiðslan verði hið fyrsta á nýjan leik annáluð fyrir gæði.“ Ferðir Orlofs- nefndar hús- mæðra kynntar KYNNIN G ARFUNDUR verður á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík á Hótel Loftleiðum, Vík- ingasal, þriðjudaginn 12. mars nk. og hefst hann kl. 20. Kynntar verða ferðir á vegum Orlofsnefndar í sum- ar. í sumar verða farnar eftirtaldar ferðir: Tvær viku ferðir í júní á hlýtur sjónin hjá nágrannaþjóðum okkar að hafa daprast herfilega. Þrátt fyrir það virðast allir sáttir með fyrirkomulagið þar og engin umræða verið um málið, enda það talið í eðlilegum farvegi. 2. Neytendasamtökin hafa í allri umræðu lagt áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt í þessu máli og að sjónmælingarmenn mæli fyrst og fremst vegna fjar- eða nær- sýni, en þess vegna þarf einmitt að gera meirihluta sjónmælinga. Þeim beri hins vegar skilyrðis- laust að vísa til augnlæknis ef minnsti grunur er á öðrum augn- sjúkdómum. 3. Neytendasamtökin hafa aldrei haldið því fram að verð á gleraug- um myndi lækka við slíka aðgerð eins og formaður Augnlæknafé- lagsins hefur haidið fram. Við höfum hins vegar bent á að þetta gæti leitt til iægra verðs á sjón- fjölskyldulíf og erilsöm störf. Þá mun hann ræða þá spurn- ingu hvort málefni fjölskyld- unnar höfði til stjórnmála- manna eða mæti afgangi í hinni pólitísku umræðu. Á eftir verða fyrirspurnir og umræður. Þessi fundur er öllum opinn og hann hefst kl. 20.30 í safnað- arheimili kirkjunnar. Hvanneyri, tvær flögurra daga ferð- ir í maí á Hótel Örk í Hveragerði, tvær ferðir á Vatnajökul í júní, ein íjögurra daga ferð í maí til Akur- eyrar og nærsveita. Auk þessara ferða verða farnar tvær tveggja vikna ferðir til Portúgal í september og ein vikuferð til Skotlands í júní. Reykvískar húsmæður, sem hafa áhuga fyrir ferðum Orlofsnefndar- innar, eru velkomnar á kynningar- fundinn. Skrifstofa Orlofsnefndarinnar er opin frá 13. mars kl. 17-19 og er hún á Hverfisgötu 69. Brúðubíllinn í Mosfellsbæ BRÚÐUBÍLLINN sýnir í Bæjarleik- húsinu við Þverholt í Mosfellsbæ sunnudaginn 10. mars kl. 15. Sýnd verða tvö leikrit. Hið fyrra heitir Af hverju og er um dýrin í Afríku. Þar koma fram apar og mælingum og minnum á að nú er starfandi einn sjónmælinga- maður og tekur hann að eigin sögn 1.000 kr. fyrir sjónmælingu, á meðan greiða þarf rúmlega helmingi hærra gjald hjá augn- læknum. Neytendasamtökin minna jafnframt á að fieiri ísiend- ingar eru við nám í sjónmæling- um, sérstaklega í Danmörku, og því má búast við enn frekari sam- keppni verði reglum breytt. 4. Um verð á gleraugum mætti eyða mörgum orðum en Neytendasam- tökin hafa áður bent á að það sé óheyrilega hátt hér á landi og lýsa sig reiðubúin til samstarfs við þá aðila sem vilja knýja verð niður á þessari nauðsynlegu vöru fyrir marga. 5. Það er hárrétt hjá augnlæknum að neytendur greiða þann til- kostnað sem er því samfara að selja vöru eða þjónustu. Þau rök strútar, Flóðhesturinn og Kóló-kóló- fuglinn, Gíraffinn og Fíllinn að ógleymdum Krókódílnum. Lilli er auðvitað er iíka með í ferðinni. Seinna leikritið er Trúðar og Töfra- menn. Sýningarnar eru fyrir alla aldurs- hópa, ekki síst börnin en þau taka virkan þátt í sýningunni. Brúðurnar eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum hanskabrúðum upp í stórar brúður sem leikarinn klæðist. Leikstjóri er Edda Heiðrún Back- man og tónlistarstjóri er Magnús Kjartansson. Handrit er eftir Helgu Steffensen og hún hefur búið til brúðurnar og stjórnar þeim ásamt Sigrúnu Erlu Sigurðardóttur og Frí- manni Sigurðssyni. Tréskurðar- menn heim- sækja Þjóð- minjasafnið NÝSTOFNAÐ félag áhugafólks um tréskurð stendur fyrir heimsókn á Þjóðminjasafnið laugardaginn 9. mars kl. 13. Þar mun þjóðminjavörður, Þór Magnússon, ræða um tréskurð og sýna sérstaklega skorna muni í eigu safnsins. Stofnfundur félags áhugafólks um tréskurð var haldinn 2. mars sl. Yfir 90 manns mættu á stofnundinn og stofnfélagar geta allir þeir orðið sem skrá sig í félagið fyrir fyrsta aðalfund þess í september hjá Evert Kr. Evertssyni, Álfholtssvegi 27, 200 Kópavogi, en hann var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Sérstakur gestur á stofnfundinum var Hannes Flosason, myndskerameistari. sem formaður Augnlæknafélags- ins kemur með í yfirlýsingu sinni í Morgunblaðinu að stofnkostnað- ur sjónmælingamanna muni að lokum leiða til hækkaðs verðs á sjónmælingum eru svipuð og Bón- uss hefði verið bannað að opna verslanir þar sem stofnkostnaður Bónus væri greiddur af viðskipta- vinum. Allir vita þó að með auk- inni samkeppni með tiikomu Bón- uss hefur verð á nauðsynjavörum hér á landi lækkað. 6. Um fullyrðingar Augnlæknafé- lagsins að sjóntækja- og sjón- fræðingar muni mismuna fólki eftir því hvar sjónmæling hefur verið gerð og að slíkt stangist á við eðlilega viðskiptahætti og samkeppnislög, vilja Neytenda- samtökin minna á að við höfum lög hér á landi um þetta efni og opinbera stofnun sem á að sjá til þess að eftir þeim lögum sé farið. Áð lokum minna Neytendasam- tökin á að það er heilbrigðisráðherra og/eða Alþingis að ákveða hvort augnlæknar hafi áfram einokun á því að mæla sjón hjá landsmönnum. Neytendasamtökin minna á að al- þingismenn eru kjörnir til að gæta hagsmuna alls almennings í landinu, en ekki að vera gæslumenn sér- stakra hagsmunahópa. Neytenda- samtökin treysta þess vegna á að reglum verði breytt, þó þannig að fyllsta öryggis almennings sé gætt. Kjörgang- an kynnt UNDANFARIÐ hefur þróast ' hjá Hafnargönguhópnum nýtt fyrirkomulag í gönguferðum, kjörgangan. Með kjörgöngu- fyrirkomulaginu býr fólk til sína eigin gönguferð í hópi með öðrum. Það velur sér vegalengd og gönguhraða. Þetta verður kynnt nánar í gönguferðum í vikunni 11.-15. mars. Alltaf verður farið kl. 20 frá eftitöldum brottfarastöðum: Frá Skeljanesi við Skeljung hf. mánudaginn 11. mars og gengið inn með Fossvogi og út með Kópavogsmegin. Frá Bakkavör á Seltjarnar- nesi þriðjudaginn 12. mars. Gengið verður út á Suðurnes og út í Gróttu ef aðstæður leyfa. I ferðunum frá Hafnarhús- inu miðvikudaginn 13. mars og Sundakaffi í Sundahöfn fimmtudaginn 14. mars og Ártúnshöfða, húsi Ingvars Helgasonar hf., föstudaginn 15. mars verður minnt á ýmis- legt í samskiptum manns og sjávar á árum áður. Við upphaf gönguferðanna verður stutt kynning á þeirri leið sem gengin er hveiju sinni. Þátttakendur fá sérstakt kort sem stimplað verður í hverri göngu. Mál og menning gefur bókina Ströndin í náttúru ís- lands í verðlaun þeim sem fer í flestar ferðirnar. Allir vel- komnir. Brúður og tónlist í Ævintýra- Kringlunni ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik kemur í Æv- intýrakringluna í dag kl. 14.30 og sýnir brúður, tónlist og hið óvænta. Bemd Ogrodnik starfar í New York og hefur vakið mikla athygli fyrir brúðuleikhús sitt. í brúðuleikhúsinu tvinnar hann saman tónlist, myndlist og handverk og skapar þannig heillandi heim með leikbrúðum og tónlist, segir í kynningu. Sýningar Bemd höfða mjög til ímyndunarafls áhorfenda svo börnin ættu að eiga góða stund í Ævintýra-Kringlunni í dag. Miðaverð er 500 kr. og er þá barnagæsla innifalin. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin frá kl. 14-18.30 virka daga og á laugardögum er opið frá kl. 10-16. J Athugasemd frá Neytenda- samtökunum Námskeið um meginatriði verkefnafjármögnunar endurmenntunarstofnun Háskólans mun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið standa fyrir námskeiði um megin- atriði verkefnafjármögnunar (Principles of Project Finance) miðvikudaginn 13. mars kl. 13-17. Námskeiðið er ætlað stjórnend- um í bankakerfi, fjármálastjórnun, lögfræðingum, endurskoðendum og öðrum er vinna að samninga- gerð og fjármögnun fjárfestinga. A námskeiðinu verður farið yfir meginatriði í verkefnafjármögnun þ.e. fjármögnun einstakra verk- efna þar sem stofnendur takmarka ábyrgð við framlagt hlutafé. Fjall- að verður um arðsemismat, hlut- fall hlutafjár og lána, ákvörðun um vaxtakjör og heildarsamninga um slíka fjármögnun. Einnig um nauðsynlega stoðsamninga svo sem verklokasamninga, tækni- samninga, sölusamninga og aðrar ráðstafanir til að tryggja það greiðsluflæði sem arðsemismat byggir á. Fyrirlesarar verða þau Marion Price, forstöðumaður og Steven Mills, bæði á verkefnafjármögnun- arsviði Sumitomo Bank í London, Halldór J. Kristjánsson, skrifstofu- stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti og Páll Jensson, prófessor. Skráning og upplýsingar fást hjá Endurmenntunarstofnun Há- skólans. yi n Q Almenna /40fö skipaþjónustan ehf Yfirverkstjóm á einni hendi. — þjónustustjóri Freygarður E. Jóhannsson. Kt. 520296-2399- VSK no. 49524. Sigurður Jóhann Freygarðsson og Bergvin Friðberg Freygarðsson. Sími 426 7386 og 894 0386. Fax 426 7386. Netfang intemet, as@pomet.is atli. heimasíða. Sparið flutningskostnað! Aðgerðarþjónusta á fiski í tírindavík á vertíðinni. Kom vel út á síðustu vertíð þrátt fyrir langan flutning. Höftim skip til að fiska afla fyrir fiskvinnslur. Gemm að afla, ísum í kör og sendum hvert á land sem er. Alhliða þjónusfci við skip og áhafrnr, semþurfa að leita hafiiar Suðvestanlands Skipamálun og skipaviðgerðir Fru með og útvegum alliliða skipamálun, sandbListur, botnlireiRsun, allar nánagns-, ttekja-, jám-, tré- og vðaviðgerðir. Gerum verðtilboð samkvæmt beiðni og nánari athugun í samráði við útgerð og vöndum valið á undiiverktökum. Hafið sambatui og verið velkomnir í viðskipti. Aukning við ofangreind símanúmer sést í útgáfú símaskrár 19%. (Sjá Reykjavíkur og- Grindavíkurskrá eftir jiað).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.