Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens FÓTBOL T/ FfZ [//NS/BLASTA ) Íþeórr/N í rte/A'i/NUAi ídag*) :>r Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Svona, þið þarna ... Komið út, þið vitið að þið eigið ekki að vera þarna... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Eiga ekki þing- menn að standa við gefin loforð? Frá Lárusi Hermannssyni: ÉG HEF árum saman fylgst með pólitísku flokkunum hér á landi og oft framanaf kosið Framsóknar- flokkinn, vegna stefnu hans í lands- málunum. Og get ég fullyrt það að oftast völdust til forystu í flokknum menn, sem vissu hvað þeir vildu og unnu samkvæmt samvisku sinni og gefnum fyrirheitum. En tímarnir breytast og mennirnir með. Ég man nú ekki betur en framsóknarmenn hefðu stefnu hér áður fyrr. Og þá kváðu við raddir, eins og þær: Allt er betra en íhaldið! En núna virðist helsta stefnan vera sú, að telja sig einhvern miðjuflokk, sem geti rokk- að til vinstri og hægri eftir vild, eða eftir duttlungum forystu flokksins hverju sinni. En einmitt orðaði nú- verandi formaður það þannig, fyrir síðustu kosningar til þings. Og fleira hafði formaður Framsóknarflokks- ins að segja fyrir kosningarnar. Þar sem hann lofaði fjálglega, að það skyldi svo sannarlega verða tekið á ýmsum málum, öðruvísi en síðasta ríkistjórn gerði. Og hvað skyldi það nú svo sem hafa verið? Jú, það átti ef þeir kæmust til valda. Hækka skattleysismörkin, afnema tvískött- un lífeyrisins. Auka atvinnu og fleira og fleira, sem sagt loforð um að gæta hagsmuna lítilmagnans í land- inu. En hvað er nú að koma í ljós, í þessu samstarfí með íhaldinu? Nefnilega virðast þessi loforð hafa öll verið öfugmæli, frá upphafí til enda. Því ekkert af þeim hefur geng- ið eftir, nema síður sé. Nú vitum við flest, að það er ýmsum brögðum beitt til að laða að sér kjósendur fyrir hveijar kosningar og ná í sem flest atkvæði. En hér á landi hefur það löngum verið aðalsmerki íslendinga, að beij- ast af drengskap og heiðarleik til sigurs í hveijum þeim málum sem til umfjöllunar eru. Og man ég þá tíð, þar sem menn töldu orð og munnnleg loforð jafngild og undirrit- uð skjöl, minnist á þetta, vegna þess að mér finnst nú svo komið að einsk- is sé svifíst í kosningabaráttum nú- tímans. Svo virðist sem of sterk löngun pólitíkusanna í stólana ráði ríkjum. Og vissulega leitt til þess að vita að öll loforð í kosningabarátt- unni skuli algjörlega vera einskis virði og frambjóðendur skuli komast á þing á fölskum forsendum. Og alltaf er að endurtaka sig sama sag- an. íhaldið er á góðri leið með að éta Framsóknarflokkinn svo innan skamms verður hann ekki annar stærsti flokkurinn með sama áfram- haldi. Enda var ein yfírlýsing eins krataþingmannsins hárrétt þar sem hann lýsti því yfir á þingi að þeir kratar hefðu glatað ómældu fylgi í samstarfínu við íhaldið. Svo hefur það ætíð verið og mun verða. Því vil ég segja að lokum, það yrðu slæm endalok fyrir Framsóknarflokkinn að ánetjast íhaldsamasta íhaldinu, þar sem þeir eru greinilega farnir að gæla við fijálshyggju-framvind- una í fjölda mála hér á landi. Og stefnunni í þá átt að koma penung- unum í fárra manna hendur. Og þá. helst á kostnað þeirra, sem eru varn- arlausir eða a.m.k. varnarlitlir. LÁRUS HERMANNSSON, Hringbraut 99, Reykjavík. Listamenn Frá Boga Sigurðssyni: MIKIÐ þótti mér vænt um að sjá bréfið frá Grími Gíslasyni á síðum blaðsins í gær, ég verð að viður- kenna að mig hefur oft langað til að taka undir orð Guðmundar Guð- mundssonar þegar hann hefur tekið upp hanskann fyrir hefðbundinn kveðskap. Ég læt það eftir mér núna. Ég vil byija á því að þakka þeim báðum, Grími og Guðmundi, fyrir ómakið því vorrar þjóðararfleifð á ekki annað skilið. En það er, kæru bræður, ekki bara hefðbundin ljóðagerð, ekki bara ferskeytlan, sem á í vök að veijast, iítið á myndlist dagsins í dag, mér liggur við að biðjast afsökunar á að hafa sett orðið list þarna inn. Það vantar svo sem ekki að sjálf- skipaðir listamenn keppast um að skrifa um og lofa hver annan í helstu fjölmiðlum, mér er svo mikið niðri fyrir að ég næstum gleymi tónlist- inni, og er hún þó það sem ég síst vildi gleyma. Þvílíkar endaleysis tón- araðir sem menn setja fram, setja á blað og kalla tónlist, svo taka lista- menn við að flytja þetta hver á sínu sviði. Því skyldu margir af bestu lista- mönnum þjóðarinnar taka að sér að flytja þessa afskræmingu Ijóðs og laga? Jú, raunum þjóðarinnar af at- vinnuleysi eru engin takmörk sett. Svo er Guði og gæfunni fyrir að þakka að við íslendingar eigum marga afbragðs listamenn en við verðum alltaf að halda vöku okkar og ekki láta segja okkur að svart sé hvítt og hvítt svart ef við sjáum annað. Ég get varla lýst því hvað mér sárnar þegar heilsíða í uppáhalds blaðinu mínu er lögð undir beina ræðu og kallað ljóð og ekki bara ein heldur tvær síður, og mér finnst til skammar hvernig farið er með Les- bókina. Margur hefur reynt að skilgreina list og í því efni getur maður aðeins talað fyrir sjálfan sig en mér finnst að list þurfi fyrst og fremst að vera jákvæð, vera geðfelld og vera skilj- anleg, þá lifir listin. BOGI SIGURÐSSON, listunnandi, Þverárseli 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.