Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 49 BREF TIL BLAÐSINS Tvöfeldni séra Geirs Waage Frá Guðmundi Gunnarssyni: FYRIR Geir Waage, formanni Prestafélagsins, virðast vera til tvær tegundir af prestum. Önnur tegundin er prestar á borð við Flóka Kristinsson, sóknarprest í Lang- holtskirkju, og hin tegundin er prestar á borð við Ólaf Skúlason biskup. Fyrir Geir Waage er reginmunur á því hvaða réttindi og skyldur þess- ar tvær tegundir presta hafa. Eftir að Flóki Kristinsson er nánast búinn að leggja blómlegt safnaðarstarf Langholtskirkju í rúst og hrekja kór og organista í burtu, rúinn trausti sóknarbarna, slær formaður Presta- félagsins á brjóst sér og segir ekki koma til greina að hreyfa við þess- um manni, „enda ekkert það gert sem varðar embættismissi", eins og Geir orðaði það. En þegar áratuga gamlar sakir eru bornar á Ólaf Skúlason biskup, er viðhorf Geirs Waage annað. Þá segir hann: „Ósannur áburður um trúnaðarbrest getur ónýtt aðstöðu prests til að gegna þjónustu sinni og haldið vakandi efasemdum um heilindi hans og hæfi til að gegna embætti. Þar með er brostin for- senda þess, að prestur geti gegnt embætti." Formaður Prestafélagsins setur kíkinn fyrir blinda augað þótt starfsbróðir hans sé vanhæfur sem sóknarprestur. En ósannaðar sakir á annan prest, í þessu tilfelli bisk- up, þykja nægilegt tilefni til að sá hinn sami segi af sér embætti. Þessi tvöfeldni Geirs Waage er í meira lagi skrítin og til þess fall- in að kveikja efasemdir um heilindi hans í þessum málum. GUÐMUNDUR GUNNARSSON, Nökkvavogi 42, Reykjavík. Virkjum íslenskt hugvit Frá Gesti Gunnarssyni: NÝLEGA voru sýndar í Ríkissjón- varpinu tvær heimildarmyndir um íslenska hugvitsmenn, þá Hjört Þórðarson og Eggert Briem. Þessir ágætu menn höfðu ungir að árum flust til Ameríku, þar sem þessir íslensku sveitapiltar urðu þátttak- endur í ævintýralegum atburðum og atvinnuuppbyggingu, m.a. span- að upp milljón volta spennu, sem aldrei hafði áður verið gert. Nú kann einhver að spyrja hvað hefði orðið úr þessum mönnum, hefðu þeir ekki átt þess kost að flytjast til Ameríku. Því er fljót- svarað. Þeir hefðu bara haldið áfram að moka flórinn eins og þeir gerðu sem heima sátu, þeirra á meðal margir sem ekki voru eftir- bátar þeirra Hjartar og Eggerts. Ennþá stunda íslenskir hugvits- menn einhvers konar flórmokstur, án þess að gera sér grein fyrir þeim krafti, sem í þeim býr. Markmiðið með stofnun Landssam- bands hugvitsmanna er að vinna bug á þessari furðulegu séríslensku vanmetakennd. Það má benda á að fleira er hægt að gera hér á þessum kalda klaka en að flaka ýsu, fletja þorsk og framleiða ál. Það er lágmarks- krafa til ráðamanna að þeir vinni ekki gegn eðlilegum framförum á íslandi. GESTUR GUNNARSSON, formaður Landssambands hugvitsmanna. Ekta tungl og gervi- menning Frá Jónu Margeirsdóttur: ÞEGAR ég sá fullt tungl rísa í sinni fullkomnu dýrð yfir Esjuna fimmta febrúar síðastliðinn varð ég svo snortin að ég þakkaði örlög- unum fyrir það að ég skyldi ekki vera nógu efnuð til þess að fá mér gervitungl. Ég á ekki heldur nógan pening til þess að velja mér sjón- varpsstöð og þó svo ég vildi heldur setja myndbandsspólu með ekta tungli, eða jafnvel fiskabúri, á sjónvarpsskjáinn en sljóvgast á því að horfa á þriðja flokks efni kvöld eftir kvöld. En ég er beitt ómann- úðlegu harðræði og neydd til þess að taka á móti sjónvarpi allra landsmanna. Það vildi svo einkennilega til að umrætt kvöld, um það bil sem tungl alheimsins var komið það hátt á loft að ég var að fá hálsríg af því að horfa á það, var sýndur þáttur í sjónvarpi allra lands- manna sem var titlaður hinu skáld- lega nafni Undir gérvitungli. Þarna var saman kominn fríður hópur manna, og ein kona; öll sammála um að íslensk menning væri í talsverðri hættu vegna hins margumrædda gervitungls. Meðal viðmælenda var háttvirtur menntamálaráðherra sem spáði af sannfæringu að í framtíðinni gæt- um við raðað saman okkar eigin dagskrá að vild í gegnum tölvu. Konan varð klumsa við þessar upplýsingar og hældi ráðherranum fyrir þekkingu hans á tækninni. „Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum," sagði Páll postuli í fyrra Korintu- bréfi. Ekki meinti postulinn að þetta væri allt í molum eins og brotið leirtau sem sópað er á haug- ana, heldur að þekking og spádóm- ar eru brot og brotabrot af allri þekkingu og spádómum sem mannkynið hafði öðlast á þeim tímum er Páll iifði. Og svo er það enn í dag. íslensk menning er einnig í molum - brotum og brotabrotum af alþjóðlegri menningu. í ræðu og riti er oft vitnað í stórar ættir og mikil menningarheimili. Sóttu þessar ættir og slík menningar- heimili, oftar en ekki, uppruna sinn og fyrirmynd til Danmerkur? Er ekki oft vitnað í menningu kotbænda, íslenskra, sem mæltu á grísku eða latínu - þekktu Hómer og Dante? Er íslensk menning sú að tónlistarmenn og söngvarar leiki á erlend hljóðfæri og syngi óperur frá Evrópu, eða kannski íslenskir karlakórar sem þenja brjóst og sperra stél þegar þeir syngja hið alkunna lag Hraustir menn. Hve margir fs- lendingar vita að þetta lag er ekki íslenskt? Menntamálaráðherra, meðal annarra í þessum þætti, lagði áherslu á að dagskrárgerð sjón- varps allra landsmanna ætti að spegla íslenskan veruleika. Hvers vegna þurfa íslensk börn og ungl- ingar að horfa á útlenska æsku borða sinn morgunmat og fara í skólann? Af hverju fá þau ekki að sjá, í sjónvarpi allra landsmanna, hvernig íslensk börn borða seriós, ef þau fá sér þá ekki kók og prin- spóló í sjoppunni í frímínútunum? Ekki alls fyrir löngu voru ungl- ingar spurðir um íslenskan veru- leika í sjónvarpi allra landsmanna. Spurning: Hvað er hræringur? Ef ég man rétt var fátt um svör. Sig- inn fiskur, kæst skata, hákarl, súrsaðir hrútspúngar, sviðakj- ammar - svo ekki sé fleira nefnt - flokka unglingar undir sérvisku fremur en matvæli. Þeir vilja eina með öllu, eða pitsu, og engar refj- ar. Á íslandi hefur spegillinn sem speglar íslenskan veruleika ævin- lega verið spéspegill. Áramóta- skaupið, þeir Spaugstofubræður, Radíusbræður, Halli og Laddi, Ómar og fleiri og fleiri. Allir þess- ir ágætu skemmtikraftar spegla þjóðféíagið undir rós. Páll postuli ritaði í fyrrnefndu bréfi til Kor- intumanna: „Nú sjáum vér sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum við sjá augliti til augljtis." I þá daga var ekki til spegill sem slík- ur, en menn reyndu að spegla sig í gleri. „Now we see through a glass darkly; but then face to face: now I know in part; but then I shall know even as also I am known." Þannig er þetta útlistað í biblíu hans hátignar Jakobs Englakonungs. Okkar biblía botn- ar þar sem frá var horfið: „Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálf- ur gjörþekktur orðinn." í framhaldi af þeirri umræðu- sem fram fór í þættinum Undir gervitungli væri ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurningu hvort íslensk menning samtímans þolir að horft sé augliti til auglitis - í vel pússuðum spegli - á það sem hingað til hefur verið fjallað um undir rós, í skuggsjá, ráðgátu? Halldór Laxness lyfti vel pússuð- um spegli upp í opið geðið á ís- lenskri menningu, stundum undir sömu formerkjum og fyrrnefndir spaugarar, en oftast í blákaldri alvöru. Samtímamönnum var ekki skemmt. Þolum við að gjörþekkja og vera gjörþekktir? JÓNA MARGEIRSDÓTTIR, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi. Gamalt ævintýri og nýtt Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: VORIÐ í nánd. Páskar eftir örfáar vikur. Áin liðast um Reykjadalinn, fellur að flúðum. Eftir klukkustund- ar göngu inn Reykjadal var snúið til baka í átt að vininni, öðru nafni Hveragerði, Hamarinn kunnuglegi á hægri hönd. Gengið niður slakk- ann á vinstri hönd. Fast á fljóts- bakkanum er slotið hans Knuts Bruuns sem vann glæsilegan sigur í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hann er „coming man" í stjórn- sýslu þessa staðar með mörgu möguleikana, allra manna fljótastur að hugsa í einkaframtaki. Hefur þegar breytt Hveragerði til batnað- ar, heiður sé Bruun fyrir það. Hins vegar er hann umdeildur. Þega'r komið var niður úr slakkanum tók Ljósbráin við, en svo nefndist gamla hótelið, sem var allt í senn; bíóhús, jeikhús, danshús, fegurðarsýn- ingarhús, blómahátíðarhús og eitt allsherjar samkomuhús. Nýir siðir koma með nýjum herrum. Það má nú segja. Það er eins og þetta gamla hús hafi farið í gegnum hormóna- gjöf eins og tíðkast hjá glæsikonum á breitingaskeiði. Ekkert nema gott um það að segja. Hver hefur inn- leitt svona listrænan smekk og lífs- kraft inn í þetta 65 ára gamla hús. Það er kona! Gestgjafarinnan kemur úr einni fegurstu sveit á íslandi, Borgarfirðinum, þar sem hún var alin upp með hestum. Tóm- um gæðingum. Ekkert lyftir mannsandanum á hærra plan en hestur og snerting við hest. Það er músík lífsins. Nú heitir hótelið ekki lengur Hótel Ljósbrá, heldur Hótel Hveragerði. Því er stjórnað af konu sem hefur listrænt vald yfir hestum. Þetta andrúmsloft leikur nú um hið forvitnilega hús sem áður hét Ljósbrá en kallast nú Hótel Hveragerði. STFJNGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON. Að Hæðardragi, Reykjavík, Útsölunni lýkur 9. mars lcl. 16 i. Allir skíðasamfestingar með 50% afslætti Úlpur bar 'jj Úlpur fullorðins éður kr. 12.900 nÚ kr. 4.990 RegngalU j. Úlpur fullorðins áður kr. 4.900 nÚ kr. 1.990 Tvískiptu jjj Úlpur fullorðins áður kr. 7.990 nÚ kr. 4.990 Tvískiptu D Úlpur barna, áður kr. 5.490 nÚ kr. 2.990 Beaver m Enn meiri verðlækkun á ýmsum vörum Ulpur barna áður kr. 8.990 Regngallar f ullorðins nú kr. 4.490 frá kr. 2.990 Tvískiptur skíðagalli fullorðins, áður kr. 15.900 l"IÚ kr. 8.990 Tvískiptur skíðagalli, barna, áður kr. 10.900 Beaver nælon samfestingur barna. nú kr. 6.990 kr. 2.990 ahummél^ SPORTBÚÐIN NÓATÚNI 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.