Morgunblaðið - 09.03.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 09.03.1996, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ PRACTIC - Stálvaskar á hagstæðu verði Verð kr. 4.709 stgr. Verð kr. 5.007stgr Verð kr. Verð Verð kr. 7.062 stgr. ^ VATNSVIRKINN Ármúla 21, sími 533 2020 5848;tgr 6. I ÓOstgr. Gail flísar 53 ítiYiit ií: llí Stórhöfða 17, við Gullinbrú, síml 567 4844 Gmp Plöstunarvélar Skírteinis- og skjalaplast á hagstæðasta verði. Óbrigðul skjalavernd. Otto B.Arnarehf. ÁRMÚLA29, 108 REYKJAVÍK SÍMI: 588 4699 • FAX: 588 4696 UTSALA Húsgagnaútsala I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU fundust í Ell- iðaárdalnum 4. mars sl. Gleraugun eru frekar stór með silfraðri umgjörð, orð- in dulítið lúin. Uppl. í síma 553-5142. Taska tapaðist RAUÐMUN STRUÐ tau- taska með axlarólum tap- aðist í bílageymslunni í Borgarkringlunni sl. þriðjudag. I töskunni voru m.a. filofax og tónfræði- verkefni. Upplýsingar í síma 551-6998. Úr tapaðist STELPUÚR með mosa- grænni ól tapaðist sl. mánu- dag í Sundhöllinni við Bar- ónsstíg eða á leiðinni frá sundlauginni að strætóstöð íyrir leið 1. Eins gæti úrið hafa týnst í strætisvagnin- um, hann var tekinn að Lönguhlíð gegnt Sunnu- kjöri. Þaðan var síðan gengið í Drápuhlíð. Og á þessu ferðalagi týndist úrið. Ef einhver hefur fundið úrið einhvers staðar á þessu svæði vinsamlegast hringið í Nínu í síma 551-2296. Gleraugu í óskilum í banka GLERAUGU eru í óskilum í Búnaðarbankanum við Hótel Esju og getur eig- andi vitjað þeirra þar. Gler- augun eru trúlega fyrir konu, skreytt með gylitu á spöngum, brúnyrjótt að lit. Gleraugun eru föst á silfr- aðri snúru. Pennaveski og hringir PENNAVESKI með þremur hringum tapaðist í Reykja- vík fyrir rúmu ári. Einn hringurinn er sérsmíðaður gullhringur með alexander- steini, annar er þrílitur gull- hringur og sá þriðji er úr silfri og kopar. Hafi einhver fundið pennaveskið er hann beðinn að hringja í síma 562-4362 eða 567-2184. Lyklar fundust LYKLAR í hulstri fundust við Snorrabraut sl. mið- vikudag. Upplýsingar í síma 562-4362. Gullúr tapaðist GULLÚR tapaðist sl. þriðjudag í leið 3 eða í nánd við Bónus á Seltjarn- arnesi. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 561-2362. Fundarlaun. Poki týndist GLÆR plastpoki týndist sunnudagskvöldið 25. febr- úar. Var verið að koma úr Bláfjöllum og stoppað oft á leiðinni, t.d. á Grettisgötu og í Skeijafirði. í pokanum eru tvennir gulgrænir skíðahanskar og einir rauðir og bláir barnaskíða- hanskar, útpijónuð lamb- húshetta með dúsk, dökk- brún mokkahúfa og yijóttir ullarsokkar. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 551-2646. Gæludýr Kisu vantar heimili VEGNA ofnæmis vantar ársgamla læðu heimili. Kisa er mjög hreinleg og blíð, bröndótt að lit. Uppl. í síma 565-9017. Sókrates er týndur KOLSVARTUR fresskött- ur fór af heimili sínu sl. laugardag. Hann er merkt- ur á eyra R4H053, en ekki með ól. Hann er gæfur en er ekki vanur að vera úti. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 561-6788 eða við Kattholt. Læðu vantar gott heimili SVARTA angórulæðu, tæplega eins árs, vantar nýtt heimili vegna ofnæm- is. Læðan er blíð og góð og kassavön. Uppl. í síma 587-6427 fyrir hádegi alla daga og eftir kl. 18. SKAK llmsjón Margeir Pétursson SVARTUR á leik Staðan kom upp í fjórðu umferð Reykjavíkurskák- mótsins í viðureign stór- meistaranna Jóhanns Hjartarsonar (2.570) sem var með hvítt og Norð- mannsins Rune Djurhuus (2.505). 37. — e4! (Glæsileg drottn- ingarfórn. Ef nú 38. Bxc6? þá 38. Be5+ 39. Kxg4 — Hg2+ 40. Kh3 - Hg3+ 41. Kh2 - Hxh4 mát) 38. Bxf7? (Eini möguleikinn var 38. Kf4! og reyna að búa kóngnum ból á miðborðinu. Þá er 38. — Be5+ svarað með 39. Ke3. Svartur á þá engan rak- inn vinning, þótt kóngs- staða hvíts sé vissulega ekki traustvekjandi) 38. — Be5+ og hvítur gafst upp, því hann er óveijandi mát í þremur leikjum: 39. Kxg4 - Hg2+ 40. Kh3 - Hg3+ 41. Kh2 — Hxh4 mát Áttunda og næstsíð- asta umferð Reykjavík- urskákmótsins fer fram í dag í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12 og hefst taflið kl. 17. * b c d f g h HÖGNIHREKKVÍSI ársins Rýmum fyrir nýjum vörum Sófasett í leðri eða áklæði, hornsófar í leðri eða áklæði, hvíldarstólar o.fl* Meiri verðlækkun Gerið góð kaup Opið kl. 10-16 Víkverji skrifar... HVERNIG stendur á því að sumir fjölmiðlar tönnlast stöðugt á því þessa dagana að maður, sem telur dóm í sakamáli á hendur sér ranglátan, ætli að skjóta málinu til Evrópudómstóls- ins? Það mætti halda að þeir hinir sömu íjölmiðlar héldu að Island væri gengið í Evrópusambandið, því að Evrópudómstóllinn, sem hefur aðsetur í Lúxemborg, er dómstóll sambandsins og dæmir eftir lögum þess og reglum. Is- lenzkir ríkisborgarar geta ekki skotið málum þangað. Þeir geta hins vegar leitað til Mannréttinda- dómstóls Evrópu í Strassborg, sem starfar á vegum Evrópuráðsins og dæmir meðal annars eftir mann- réttindasáttmála Evrópu og öðrum samþykktum Evrópuráðsins. Sennilega er átt við Mannréttinda- dómstólinn í þessu tilviki, þótt bæði hinn dæmdi og fjölmiðlar, sem fjallað hafa um mál hans, tali um Evrópudómstólinn. Þessi rugl- ingur er reyndar útbreiddur og mættu að minnsta kosti fjölmiðla- menn gera sitt til að reyna að út- rýma honum. xxx KANNSKI er engin furða að fólk rugli stundum saman alþjóðastofnunum, því að þeim fjölgar stöðugt og nöfnin eru stund- um keimlík. Þannig tekur Víkveiji eftir því að algengt er að fólk rugli Evrópuráðinu og þingi þess saman við Evrópuþingið. Þetta er kannski engin furða, því að þing Evrópu- ráðsins - þar sem m.a. íslenzkir þingmenn eiga sæti - heldur fundi sína í sama fundarsalnum í Strass- borg og Evrópuþingið. Síðarnefnda samkundan er hins vegar þing Evr- ópusambandsins og auðvitað eiga engir íslendingar þar sæti. XXX EVRÓPSKI skammstafana- frumskógurinn er ekki síður flókinn. Þannig nota Eftirlitsstofn- un EFTA og Geimferðastofnun Evrópu sömu skammstöfun, ESA. Evrópska efnahagssvæðið er skammstafað eins upp á ensku og Umhverfisstofnun Evrópu í Kaup- mannahöfn, EEA. Skammstafanir ýmissa alþjóðlegra fríverzlunar- samtaka eru býsna líkar og Vík- veiji hefur stundum velt því fyrir sér hvort hagyrðingar gætu ekki gert sér mat úr skammstöfunum fýrir heiti alþjóðasamtaka, sem ríma saman, t.d. NAFTA og TAFTA og EFTA og CEFTA. XXX AÐ lokum þetta um alþjóða- stofnanir og heiti þeirra: Hvemig stendur á því að arftaki GATT, sem á ensku kallast World Trade Organization (WTO) hefur hlotið íslenzka heitið Alþjóðavið- skiptastofnunin? Þetta væri ágæt þýðing á heitinu International Trade Organization, en miðað við enska heitið liggur miklu beinna við að kalla stofnunina Heimsvið- skiptastofnunina. Það er bæði rétt- ari þýðing og þjálli að mati Vík- veija, og hann leggur hér með til að hún verði notuð framvegis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.