Morgunblaðið - 09.03.1996, Side 51

Morgunblaðið - 09.03.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 51 ÍDAG i, i i i i i i I l I l l I i : I l I í I BRIDS (Jmsjón Uuðmundur Páll Arnarson ALSLEMMA í hjarta er ekki slæmur kostur, en suð- ur er í hálfslemmu og ætti að einbeita sér að tólf slög- um, en ekki þrettán. Norður gefur; allir á hættu. Sveitakeppni. Norður ♦ K6 ¥ K4 ♦ Á86542 + 763 Suður ♦ Á85 ¥ ÁDG109 ♦ K3 ♦ ÁD2 Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Hjartaátta. Hvernig á suður að spila? Spilamennskan í al- slemmu er einföld: Sagn- hafi tekur trompin og spilar svo tígli þrisvar og tromp- ar. Þá fást þrettán slagir ef hjartað liggur ekki verr en 4-2 og tígullinn 3-2. í sex hjörtum þolir sagn- hafi 5-1-legu í hjarta með jafnri tígullegu. Hann tekur þá einfaidlega tromp fimm sinnum og spilar svo tígli þrisvar og hendir laufi. En líkur á 5-1-skiptingu eru aðeins 14,5%, og því er skynsamlegra að einbeita sér að slæmri tígullegu, en litur brotnar 4-1 í 28% til- vika. Norður + K6 ¥ K4 ♦ Á86542 * 763 Vestur Austur ♦ 1)1043 ♦ G10972 ¥ 8762 llllll * ^3 ♦ D1097 111111 ♦ G ♦ K9 ♦ G10854 Suður ♦ Á85 ¥ ÁDG109 ♦ K3 ♦ ÁD2 Suður tekur fyrsta slag- inn heima og spilar tígul- kóngi og síðan smáum tígli frá báðum höndum! Vestur fær slaginn og spilar til dæmis spaða. Suður drepur heima, fer inn í borð á hjar- takóng og trompar tígul. Tekur svo trompin og á enn innkomu á spaðakóng til að taka fríspilin í tígli. Þessi spilamennska skil- ar einnig tólf slögum ef trompið liggur í hel, en tíg- ullinn 3-2, nema í því eina tilfelli að austur eigi þrjá tígla og spili þeim þriðja strax. Þá verður suður að trompa. LEIÐRÉTT Rangt höfundarnafn MORGUNBLAÐIÐ birti miðvikudaginn 6. marz si. grein eftir Hjálmar Jónsson, þingmann Sjálfstæðisflokks ' Norðurlandskjördæmi vestra, „Heildarsýn í heil- brigðisþjónustu." Þau mis- tök urðu við birtingu grein- arinnar að höfundur var sagður Hjálmar Árnason, alþingismaður. Um leið og þetta er leiðrétt biður Morg- unblaðið þá nafna og les- endur sína afsökunar á þessum mistökum. Pennavinir ÞRJÁTÍU og eins árs ind- versk kona, búsett í Dan- mörku, vill skrifast á við karlmenn: Helene Christensen, Hefrcskovalle 2C, lth, 3050 Humlebæk, Denmark. ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudag- inn 10. mars, verður sjötug Lilja Guðmundsdóttir, Garðabraut 24, Akranesi. Hún tekur ásamt börnum sínum á móti gestum í Mið- garði, Innri-Akranes- hrepp, frá kl. 16 á afmælis- daginn. ÁRA afmæli. Mánu- daginn 11. mars nk. verður fimmtugur Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingarfulltrúi í Reykjavík. Hann ásamt eiginkonu sinni tekur á móti gestum í Odd- fellowhúsinu í Reykjavík, á morgun, sunnudaginn 10. mars kl. 16-18. F7 pTÁRA afmæli og gullbrúðkaup. Fimmtudaginn 7. • tf mars varð sjötíu og fimm ára Tómas Grétar Sig- fússon, Kelduhvammi 1, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Sigríður Gunnarsdóttir. Þau hjónin eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli í dag, en þau voru gefin saman í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 9. mars 1946. Þau eiga 5 börn og 12 barnabörn. Sigríður og Tómas Grétar eru nú stödd erlendis. Með morgunkaffinu 0 Ast er ... einhversem iljarþér. TM Reg. U.S P«t. OH. — all righta ressrved (c) 1996 Loa Angelea Tlmes Syndicate COSPER HVERJA ætlarðu núna að heilla fyrst þú ert búinn að lita hárið á þér svart? STJÖRNUSPÁ cttir Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur lag á að miðla málum ogsjá báðarhliðar þegar tveir deila. Hrútur (21. mars - 19. aprfl) ** Þú vinnur að máli, sem erf- itt er að leysa, en ættir ekki að einangra þig, því þú þarft bæði á stuðningi og skilningi að halda. Naut (20. april - 20. mai) (ffö Þú gerir engum greiða með því að hylma yfir með með starfsfélaga, sem er alls ekki fær um að gegna starfi sínu sem skyldi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) lck Einbeitingin er ekki sem skyldi hjá þér, og þú gætir átt erfitt með að finna hlut, sem þú manst ekki hvar þú lagðir frá þér. Krabbi (21. júnf — 22.JÚ1Í) HS6 Þér verða falin ný verkefni í vinnunni, sem valda því að þú hefur minni tíma til að sinna fjölskyldunni. Bættu það upp síðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert með hugann við eigin málefni í dag, og móttekur ekki fyllilega það sem ein- hver er að segja þér. Reyndu að hlusta. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Láttu ekki peningaáhyggjur spilla annars góðum degi. Málið leysist fljótlega, og er alls ekki jafn slæmt og þú ímyndar þér. Vog (23. sept. - 22. október) Óvænt vandamál kemur upp heima, sem þú leysir fljót- lega. Eitthvað, sem þú ert að íhuga várðandi vinnuns, þarfnast endurskoðunar. Sþorddreki (23.okt.-21.nóvember) Cjjg Þú átt erfitt með að tjá þig í dag, og getur það valdið óþarfa misskilningi milli ást- vina, sem þér tekst þó að leiðrétta. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) $6 í stað þess að fara út á vina- fund í dag, ættir þú að sinna einkamálunum, sem þú hef- ur vanrækt. Barn leitar ráða hjá þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) TpS Eitthvað hefur farið úrskeið- is í samskiptum við ættingja í öðru bæjarfélagi. Þú ættir að skreppa í heimsókn og leysa málið. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vinur kemur þér á óvart með tillitsleysi sínu í þinn garð. En vinurinn á við vanda að striða og vill þer ekkert illt. Fiskar (19.febrúar-20.mars) Verkefni, sem þú tekur að þér, er ekki jafn auðleyst og þú heldur. En þú hefur til- hneigingu til að ofmeta eigin getu. Stjörnuspána á ad lesa sem dægradvöl. SpAr af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Matur og matgerð Pastaréttur og naglasúpa Hvað er líkt með pastarétti og naglasúpu? spyr Kristín Gestsdóttir. ER pastað bara naglinn í súp- unni? Það er ekki svo fjarri lagi. Pasta er búið til úr hveiti og vatni, og er því engin hollustu- fæða svona eitt og sér. Ég hefi lengi reynt að segja nemeridum mínum það með litlum árangri. Þau horfa á mig stórum augum og hugsa með sér: „Sú er vit- laus, íþróttamenn borða pasta til að fá orku fyrir keppni.“ Fyrir rúmum úórum árum greip ég með mér seðil í stór- markaði með samkeppni um pastarétti. Fyrsti vinningur var Amsterdamferð fyrir tvo en ann- ar vinningur Glasgowferð fyrir tvo. Ég bjó til lasagnarétt með ýsu og skellti síðan inn á tölvuna og sendi daginn eftir. Hugsaði síðan ekki meira um það, enda vinn ég aldrei í happdrætti eða öðru slíku. Nokkrum dögum síð- ar hringdi systir mín til mín, hún hafði lesið í blaði að ég hefði unnið. Ég kom af fjöllum, hafði enga tilkynningu fengið um það, en mikið rétt, þarna stóð nafn mítt meðal vinningshafa. Ég hljóp í símann og var næstum flogin á pastanu yfir hafið. Ég mátti sækja verðlaunin. Þegar þangað kom var mér hvorki rétt- ur farseðill til Amsterdam né Glasgow, heldur stærðar kassi fullur af alls konar pasta og pakkasúpum. Ég hafði bara fengið þriðju verðlaun. Ég rog- aðist með kassann heim og held að ég hafi aldrei séð svona mik- ið pasta saman komið á einu heimili. Mér hafði alltaf þótt pasta gott og næstu vikur og mánuði borðuðum við hjónin mikið af pasta og vinir og ættingjar sem í heimsókn komu voru leystir út með pastapakka, en allt í einu gat ég ekki borðað meira pasta - kvótinn var búinn. Enn er til pasta í búrinu og verður vænt- anlega um ókomin ár. Hin forna menningarþjóð, Etrúar, gerði lasagna á 4. öld fyrir Krist áður en veldi Róm- verja jókst. Þeir biönduðu saman vatni og semiljumjöli og flöttu deigið þunnt út - í lasagnaplöt- ur. I þessum þætti birti ég verð- launauppskriftina - lasagnaýsa - en uppskriftina að naglasúp- unni birti ég ekki - hana kunna flestir. Lasagnaýsa 350-400 g ýsuflök 1 msk. sítrónusafi 1 'Atsk. salt nýmalaður pipar 1 hálfdós niðursoðnirsveppir 50 g smjör 1 dl hveiti 1 dl mjólk 1 dl rjómi '/< tsk. múskat ____________2 egg 10O g rjómaostur án bragðefna 12-15 lasagnablöð 4 meðalstórir tómatar (nota má niðursoðna) 200 g mjólkurostur, sú tegund sem ykkur hentar 1 tsk. oregano 100 g rækjur 1 meðalstór paprika 1. Hitið bökunarofn í 210° C, blástursofn í 190° C. 2. Roðdragið ýsuflakið og fjar- lægið bein, skerið í þunnar flög- ur, hellið yfir það sítrónusafa og stráið yfir salti og pipar. 3. Síið sveppina, notið soðið í jafninginn. Bræðið smjörið í potti, setjið hveiti út í og þynnið með 1 72 dl af sveppasoði, mjólk og ijóma. Takið af hellunni og kælið örlítið, hrærið síðan egg, múskat og ijómaost út í. 4. Rífið ostinn. Látið tómatana liggja í sjóðandi vatni í 'U mín- útu, fjarlægið þá hýðið, stappið síðan með gaffli. 5. Smyijið eldfast kantað fat, u.þ.b. 15-20 sm á kant. 6. Setjið Va af jafningnum jafnt á fatið. Raðið lasagnaplöt- um þétt yfir, setjið ýsusneiðarnar jafnt ofan á, þá stappaða tómata, síðan 7a af ostinum, þá aftur lag af lasagnaplötum, síðan aftur 7s af jafningnum og 'U af osti, þá sveppi, síðan aftur lasagnaplötur, þá það sem eftir er af jafningnum og það sem eftir er af ostinum. 7. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 25 mínútur. 8. Takið stilk og steina úr papriku, skerið smátt, takið fatið úr ofninum, stráið papriku og rækjum yfir og berið á borð. Með þessu má borða hrásalat og brauð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.