Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 60
ttrgpmftfðfrife EINAR SKÚLASON HF Windows MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI B69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@lCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI SS LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Grennslast fyrir um 9 göngumenn TVEIR flokkar leitarmanna frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og Slysavarnardeildinni Dag- renningu á Hvolsvelli fóru í Þórs- mörk og Emstrur í gærkvöldi til að grennslast fyrir um 9 Belga sem ætluðu á skíðum frá Sigöldu að Skógum. Afar dauf sending á erlendu máli heyrðist á einni af rásum björgunarsveitanna á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var unnt að greina efni sendingarinn- ar vegna þess hversu dauf hún var. Við athugun kom í ljós að belg- ískur skíðagönguhópur lagði af stað úr Sigöldu 3. mars og ætlaði að ganga Laugaveginn í Þórs- mörk og enda í Skógum þann 10. mars. Hópurinn fékk lánaða tal- stöð hjá Landsbjörgu með þeim fyrirmælum að nota hana ekki nema í neyð. Mikið slagveður var á þessum slóðum og vöxtur í ám í gær. Leitarmenn komu í Húsadal í Þórsmörk um miðnætti en fundu engin ummerki um Belgana. Tveir göngumenn héldu þá inn að Þröngá. Reiknað var með að fleiri leitarmenn yrðu kallaðir út í nótt. Uthafsveiðar þýsk-íslenskra útgerðarfélaga Obreytt skipting kvótans ÞÝSK yfirvöld hafa ákveðið að út- hafsveiðikvóta þýskra útgerðarfyrir- tækja verði skipt með sama hætti og á síðasta ári. Giinter Drexelius, yfirmaður kvótamála í Þýskalandi, staðfesti í gær að þessi ákvörðun hefði verið tekin. Framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa sem á meirihluta Mecklenburger telur skiptinguna ósanngjarna og segir að framhaldið verði ákveðið þegar forsendur úthlutunarinnar hafí verið skoðaðar. Ingo Fiedler, stjórnandi fagsviðs þýsku Landbúnaðar- og matvæla- stofunarinnar um veiðikvóta og -eft- irlit, sagði í gær að niðurstaðan hefði verið sú að hafa skiptinguna með sama hætti og í fyrra utan hvað skipting grálúðukvótans hefði verið miðuð við 1994. íslenskir hagsmunir Mecklenburger er dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa og er annað tveggja þýskra fyrirtækja, sem íslendingar eiga meirihluta í og eiga hagsmuna að gæta í skiptingu kvótans. Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven er dótturfyrirtæki Sam- herja á Akureyri. Þessi tvö fyrirtæki fá bróðurhluta kvótans, en tvö þýsk fyrirtæki til viðbótar fá óverulegt aflamark. Finnbogi Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri DFFU, segir í samtali við Morgunblaðið, að hann hafi lítið um málið að segja. Skiptingin sé eins og á síðasta ári, að undanskil- inni lítilsháttar breytingu á grá- lúðukvóta við Grænland. Þeir hjá DFFU séu því sæmilega sáttir við niðurstöðuna. „Við teljum að kvótanum hafi verið skipt á mjög ósanngjarnan hátt miðað við stærð og getu þess- ara félaga og fleiri eru sama sinnis. Við erum sömu skoðunar áfram," segir Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa. Hann segir að stjórnendur félagsins muni nú skoða forsendur þessarar úthlutunar og síðan verði framhaldið ákveðið. Morgunblaðið/Ásdís Björgvin Vilmundarson bankastjóri á ársfundi Landsbanka íslands Sameining ríkisbanka sparaði milljarð á ári SAMEINING Landsbanka og Bún- ~"ilðarbanka gæti skilað allt að eins milljarðs króna lækkun á rekstrar- kostnaði á ári, miðað við núverandi rekstrarkostnað beggja bankanna, sagði Björgvin Vilmundarson, bankastjóri, á ársfundi Landsbanka íslands í gær. Hann taldi að með sameiningu bankanna mætti loka einum 18 útibúum og afgreiðslustöð- um án þess að þjðnusta yrði skert. Einnig myndi verulegur sparnaður nást með sameiningu höfuðstöðva bankanna. Björgvin vék að umræðu um hlut- afjárvæðingu ríkisviðskiptabank- ' ánna og hugsanlega sölu þeirra. Hann taldi nauðsynlega hagræðingu ekki nást nema saman færi sala og/eða sameining ríkisbankanna við aðra banka eða fjármálastofnanir. Björgvin taldi það skyldu forsvars- manna bankakerfisins að sjá til þess að eftir uppstokkun yrði til banki sem hefði burði til að veita stórum við- skiptavinum eðlilega fyrirgreiðslu á Viðskiptaráðherra segir sameiningu ekki á dagskrá - Viðræður um f ækkun útibúa Landsbanka og Búnaðarbanka samkeppnishæfu verði. Björgvin sagði unnt að ná þessum markmiðum með sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka í einn öflugan banka. Búið að marka stefnu Aðspurður sagði Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, það ekki á dagskrá að sameina Landsbanka og Búnaðar- banka. Hann sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að gera ríkisviðskiptabank- ana að hlutafélögum. Finnur taldi mikilvægt að hvor bankanna um sig verði að hlutafélagi á sama tíma. Hann taldi ekki rétt að byrja á sam- einingu. Þótt bönkunum yrði slegið saman myndi eiginfjárstaðan í heild ekki styrkjast, það þyrfti að fá nýja eignaraðila til að styrkja eiginfjár- stöðuna. Finnur taldi hægt að ná fram hag- ræðingu, eftir hlutafjárvæðingu bankanna, þótt ekki komi ti! samein- ingar. „Aðalatriðið er að hlutafjár- væðingin skili auknum sparnaði, meira öryggi í útlánum og dragi þann- ig úr rekstrarkostnaði og útlánatöp- um bankanna beggja." Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbanka íslands, sagði að nú stæðu yfir viðræður milli Búnaðarbanka og Landsbanka um hvort hægt sé að ná fram hagræðingu með endurskipu- lagningu á útibúaneti bankanna. Rætt er um að þar sem báðir eru nú með útibú á minni stöðum kaupi bank- arnir útibú hvor af öðrum. Stefán taldi nauðsynlegt að niðurstaða feng- ist í þessu máli, áður en rætt yrði um stærri hluti. „Sameining þessara tveggja banka held ég að sé mjög flókið mál, bæði vegna viðskiptamanna bankanna og starfsfólks," sagði Stefán. „Nú á dög- um ráðstöfum við ekki viðskipta- mönnum. Það verður að vera víðtæk sátt um slíkt ef það á að takast." Bankastarfsmönnum fækkar Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, taldi vænlegra að sameina ríkisbank- ana en að einkavæða þá. Hann sagði að stöðugildum myndi fækka, sama hvor leiðin yrði farin. „Það hefur fækkað á fimm árum um 600 stöðu- gildi," sagði Friðbert. Hann taldi að yrðu ríkisbankarnir sameinaðir myndi starfsmönnum ekki fækka strax heldur á nokkrum árum. Samkvæmt heimildum blaðsins gera hugmyndir um sameiningu bankanna ráð fyrir fækkun starfs- manna sem næmi 300 stöðugildum. ¦ Sameinaá/15 Ljúfir tónar í Gerðubergi LJÚFIR tónar bárust til eyrna bókmenntaunnenda á bókasafni menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs þegar Kór aldraðra í Gerðubergi hélt þar stutta tón- leika í gær. Dagskráin var úr ýmsum áttum, m.a. þjóðlög, og leikið var undir á harmónikku. Tollvörugeymslan Eimskip gerir tilboð í hlutabréfin STJÓRN Tollvörugeymslunnar hefur samþykkt samhljóða að leggja til við aðalfund fyrirtækisins hinn 17. apríl að Tollvörugeymslan og Skipaaf- greiðsla Jes Zimsen hf. sameinist undir nafninu Tollvörugeymslan- Zimsen hf. Stjórn Zimsen hefur einn- ig samþykkt sameininguna. Þá hefur Eimskip ákveðið að gera hluthöfum Tollvörugeymslunnar tilboð um að kaupa bréf þeirra á genginu 1,15 nái sameiningin fram að ganga. Miðast kaupverðið við að arð- greiðslur til núverandi hluthafa hafí þegar farið fram, en stjórn Tollvöru- geymslunnar mun gera það að tillögu sinni að greiddur verði 5% arður vegna ársins 1995. Þetta kauptilboð er gert í ljósi þess að Burðarás hf./Eimskip mun stjórna meirihluta í hinu nýja félagi verði af sameiningu. Burðarás hf. á nú rúmlega 42% hlut í Tollvörugeymslunni hf. en Skipaafgreiðsla Jes Zimsen er dótt- urfyrirtæki Eimskips. ? ? ? Samið við sérfræðinga SAMNINGANEFNDIR hafa náð samkomulagi um samning sérfræð- inga og Tryggingastofnunar ríkisins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerir samningurinn ráð fyrir fjölgun eininga, eða læknisverka, í hlutfalli við mannfjölgun. Ekki er gert ráð fyrir greiðslum vegna rann- sókna í segulómsjá Læknisfræðilegr- ar myndgreiningar hf. í Domus Medica. Hins vegar náðist sátt um breytt og skýrara orðalag um að- gengi nýrra sérfræðinga að samn- ingnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.