Morgunblaðið - 09.03.1996, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.03.1996, Qupperneq 60
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Grennslast fyrir um 9 göngumenn TVEIR flokkar leitarmanna frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og Slysavarnardeildinni Dag- renningu á Hvolsvelli fóru í Þórs- mörk og Emstrur í gærkvöldi til að grennslast fyrir um 9 Belga sem ætluðu á skíðum frá Sigöldu að Skógum. Afar dauf sending á erlendu máli heyrðist á einni af rásum björgunarsveitanna á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var unnt að greina efni sendingarinnT ar vegna þess hversu dauf hún var. Við athugun kom í ljós að belg- ískur skíðagönguhópur lagði af stað úr Sigöldu 3. mars og ætlaði að ganga Laugaveginn í Þórs- mörk og enda í Skógum þann 10. mars. Hópurinn fékk lánaða tal- stöð hjá Landsbjörgu með þeim fyrirmælum að nota hana ekki nema í neyð. Mikið slagveður var á þessum slóðum og vöxtur í ám í gær. Leitarmenn komu í Húsadal í Þórsmörk um miðnætti en fundu engin ummerki um Belgana. Tveir göngumenn héldu þá inn að Þröngá. Reiknað var með að fleiri leitarmenn yrðu kallaðir út í nótt. Úthafsveiðar þýsk-íslenskra útgerðarfélaga Obreytt skipting kvótans ÞÝSK yfirvöld hafa ákveðið að út- hafsveiðikvóta þýskra útgerðarfyrir- tækja verði skipt með sama hætti og á síðasta ári. Gunter Drexelius, yfirmaður kvótamála í Þýskalandi, staðfesti í gær að þessi ákvörðun hefði verið tekin. Framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa sem á meirihluta Mecklenburger telur skiptinguna ósanngjarna og segir að framhaldið verði ákveðið þegar forsendur úthlutunarinnar hafi verið skoðaðar. Ingo Fiedler, stjórnandi fagsviðs þýsku Landbúnaðar- og matvæla- stofunarinnar um veiðikvóta og -eft- irlit, sagði í gær að niðurstaðan hefði verið sú að hafa skiptinguna með sama hætti og í fyrra utan hvað skipting grálúðukvótans hefði verið miðuð við 1994. íslenskir hagsmunir Mecklenburger er dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa og er annað tveggja þýskra fyrirtækja, sem íslendingar eiga meirihluta í og eiga hagsmuna að gæta í skiptingu kvótans. Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven er dótturfyrirtæki Sam- heija á Akureyri. Þessi tvö fyrirtæki fá bróðurhluta kvótans, en tvö þýsk fyrirtæki til viðbótar fá óverulegt aflamark. Finnbogi Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri DFFU, segir í samtali við Morgunblaðið, að hann hafi lítið um málið að segja. Skiptingin sé eins og á síðasta ári, að undanskil- inni lítilsháttar breytingu á grá- iúðukvóta við Grænland. Þeir hjá DFFU séu því sæmilega sáttir við niðurstöðuna. „Við teljum að kvótanum hafi verið skipt á mjög ósanngjarnan hátt miðað við stærð og getu þess- ara félaga og fleiri eru sama sinnis. Við erum sömu skoðunar áfram,“ segir Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa. Hann segir að stjórnendur félagsins muni nú skoða forsendur þessarar úthlutunar og síðan verði framhaldið ákveðið. Morgunblaðið/Ásdís * Björgvin Vilmundarson bankastjóri á ársfundi Landsbanka Islands Sameining ríkisbanka / / • a Viðskiptaráðherra segir sameiningu ekki á dagskrá - Viðræður um fækkun útibúa Landsbanka og Búnaðarbanka ari sparaði milljarð SAMEINING Landsbanka og Bún- “Sðarbanka gæti skilað allt að eins milljarðs króna lækkun á rekstrar- kostnaði á ári, miðað við núverandi rekstrarkostnað beggja bankanna, sagði Björgvin Vilmundarson, bankastjóri, á ársfundi Landsbanka íslands í gær. Hann taldi að með sameiningu bankanna mætti loka einum 18 útibúum og afgreiðslustöð- um án þess að þjónusta yrði skert. Einnig myndi verulegur sparnaður nást með sameiningu höfuðstöðva bankanna. Björgvin vék að umræðu um hlut- aíjárvæðingu ríkisviðskiptabank- anna og hugsanlega sölu þeirra. Hann taldi nauðsynlega hagræðingu ekki nást nema saman færi sala og/eða sameining ríkisbankanna við aðra banka eða fjármálastofnanir. Björgvin taldi það skyldu forsvars- manna bankakerfisins að sjá til þess að eftir uppstokkun yrði til banki sem hefði burði til að veita stórum við- skiptavinum eðlilega fyrirgreiðslu á samkeppnishæfu verði. Björgvin sagði unnt að ná þessum markmiðum með sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka í einn öflugan banka. Búið að marka stefnu Aðspurður sagði Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, það ekki á dagskrá að sameina Landsbanka og Búnaðar- banka. Hann sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að gera ríkisviðskiptabank- ana að hlutafélögum. Finnur taldi mikilvægt að hvor bankanna um sig verði að hlutafélagi á sama tíma. Hann taldi ekki rétt að byrja á sam- einingu. Þótt bönkunum yrði slegið saman myndi eiginfjárstaðan í heild ekki styrkjast, það þyrfti að fá nýja eignaraðila til að styrkja eiginijár- stöðuna. Finnur taldi hægt að ná fram hag- ræðingu, eftir hlutafjárvæðingu bankanna, þótt ekki komi til samein- ingar. „Aðalatriðið er að hlutafjár- væðingin skili auknum spamaði, meira öryggi í útlánum og dragi þann- ig úr rekstrarkostnaði og útlánatöp- um bankanna beggja.“ Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbanka íslands, sagði að nú stæðu yfir viðræður milli Búnaðarbanka og Landsbanka um hvort hægt sé að ná fram hagræðingu með endurskipu- lagningu á útibúaneti bankanna. Rætt er um að þar sem báðir eru nú með útibú á minni stöðum kaupi bank- amir útibú hvor af öðrum. Stefán taldi nauðsynlegt að niðurstaða feng- ist í þessu máli, áður en rætt yrði um stærri hluti. „Sameining þessara tveggja banka held ég að sé mjög flókið mál, bæði vegna viðskiptamanna bankanna og starfsfólks," sagði Stefán. „Nú á dög- um ráðstöfum við ekki viðskipta- mönnum. Það verður að vera víðtæk sátt um slíkt ef það á að takast.“ Bankastarfsmönnum fækkar Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, taldi vænlegra að sameina ríkisbank- ana en að einkavæða þá. Hann sagði að stöðugildum myndi fækka, sama hvor leiðin yrði farin. „Það hefur fækkað á fimm árum um 600 stöðu- gildi,“ sagði Friðbert. Hann taldi að yrðu ríkisbankarnir sameinaðir myndi starfsmönnum ekki fækka strax heldur á nokkrum árum. Samkvæmt heimildum blaðsins gera hugmyndir um sameiningu bankanna ráð fyrir fækkun starfs- manna sem næmi 300 stöðugildum. ■ Sameinaá/15 Tollvörugeymslan Eimskip gerir tilboð í hlutabréfin STJÓRN Tollvöi’ugeymslunnar hefur samþykkt samhljóða að leggja til við aðalfund fyrirtækisins hinn 17. apríl að Tollvörugeymslan og Skipaaf- greiðsla Jes Zimsen hf. sameinist undir nafninu Tollvörugeymslan- Zimsen hf. Stjórn Zimsen hefur einn- ig samþykkt sameininguna. Þá hefur Eimskip ákveðið að gera hluthöfum Tollvörugeymslunnar tilboð um að kaupa bréf þeirra á genginu 1,15 nái sameiningin fram að ganga. Miðast kaupverðið við að arð- greiðslur til núverandi hluthafa hafí þegar farið fram, en stjórn Tollvöru- geymslunnar mun gera það að tillögu sinni að greiddur verði 5% arður vegna ársins 1995. Þetta kauptilboð er gert í Ijósi þess að Burðarás hf./Eimskip mun stjórna meirihluta í hinu nýja félagi verði af sameiningu. Burðarás hf. á nú rúmlega 42% hlut í Tollvörugeymslunni hf. en Skipaafgreiðsla Jes Zimsen er dótt- urfyrirtæki Eimskips. -----♦ ♦ ♦---- Samið við sérfræðinga SAMNINGANEFNDIR hafa náð samkomulagi um samning sérfræð- inga og Tryggingastofnunar ríkisins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerir samningurinn ráð fyrir fjölgun eininga, eða læknisverka, í hlutfalli við mannflölgun. Ekki er gert ráð fyrir greiðslum vegna rann- sókna í segulómsjá Læknisfræðilegr- ar myndgreiningar hf. í Domus Medica. Hins vegar náðist sátt um breytt og skýrara orðalag um að- gengi nýrra sérfræðinga að samn- ingnum. Ljúfir tónar í Gerðubergi LJÚFIR tónar bárust til eyrna bókmenntaunnenda á bókasafni menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs þegar Kór aldraðra í Gerðubergi hélt þar stutta tón- leika í gær. Dagskráin var úr ýmsum áttum, m.a. þjóðlög, og leikið var undir á harmónikku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.