Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 1
 • Á þröm þrekvirkja/3 • Meistaralegur leikur ljóss og skugga/4 • Tertukon ur og ragnarök/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 BLAÐ Framtíð- arbíó á listasafni ÞEGAR kvikmyndin „Blade Runner“ eftir Ridley Scott var frumsýnd árið 1982 rökkuðu kvikmyndagagn- rýnendur hana niður hver um annan þveran. Tímaritið The New Yorker varði þremur blaðsíðum i að draga myndina í svaðið. Hún þótti illa gerð og yfir- borðskennd. Kvikmyndin „E.T.“ eftir Steve Spielberg var frumsýnd um svipað leyti og framtíðarreyfar- inn með Harrison Ford í aðalhlut- verki virtist ekki ætla að verða langlífur. En það varð öðru nær og nú er talið að fáar kvikmyndir hafi haft jafn mikil áhrif síðustu fimmtán árin. Fjöldi manns hefur reynt að apa eftir myndinni og nú gefst þeim kostur á að skyggnast bak við tjöldin. Rissmyndir af atriðum myndarinnar hafa verið sett á sýningu í Hayward-galleríinu i London og hefur aðsókn verið góð. FORD hangir á bláþræði. Hið ljósa man frum- sýnt LEIKGERÐ Bríetar Héðins- dóttur af íslandsklukku Hall- dórs Laxness, Hið ljósa man, verður frumsýnd í Borgar- leikhúsinu í kvöld. Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Snæfríðar íslands- sólar og .er á sviðinu allan leiktímann. í samtali við Morgunblaðið segir hún það forréttindi og heiður fyrir sig að takast á við þetta verk. A myndinni hér að ofan er hún á sviðinu ásamt Guðmundi Ólafssyni sem fer með hlutverk Jóns Hreggviðssonar. ■ Heldur þann versta/5 Erfiðir tónleikar Pavarottis ÁHORFENDUR gerðu stórsöngv- aranum Luciano Pavarotti lífið leitt þegar hann kom fram á tón- leikum í Montevideo í Urugvæ fyrr í vikunni og þurfti forseti landsins, Julio Sanguinetti, að skerast í leikinn til þess að söngv- arinn lyki tónleikunum. Tónleikar Pavarottis voru haldnir á íþróttaleikvangi og hann var truflaður hvað eftir annað vegna láta aðdáenda, sem höfðu miða, en komust ekki að sakir þess að íþróttaáhugamönnum með ársmiða á knattspymuleiki hafði verið hleypt inn á völlinn. Pavarotti heyrðist öskra „Úr- þvætti!“ nokkrum sinnum og hvað eftir annað reyndi hann að kveðja sér hljóðs. Að lokum var Pavarotti orðinn það styggur að Sanguinetti þurfti að beita forsetavaldi til að fá hann til að halda áfram. Uppákoma þessi hefur senni- lega fengið Pavarotti til að gleyma kvennaraunum sínum um sinn. Pavarotti hefur átt vingott við 26 ára gamlan ritara sinn og segir að þau séu mjög hamingjusöm: „Það væri glæpur að halda því leyndu. Hún er uppáhaldið í kvennabúrinu mínu.“ Kona Pavarottis, Adua, sem hef- ur verið gift honum í 36 ár, sagði að söngvarinn hafi kallað smán yfír fjölskylduna og þótt yfirlýsing hennar jafngildi ekki skilnaði er talið sennilegt að leiðir skilji þegar samið hefur verið um hennar hlut af auðæfum Pavarottis. Cold Fever um öll Bandaríkin KVIKMYND Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Cold.Fever (Á köldum klaka), hefur hlotið góða dreifingu í Banda- ríkjunum en hún verður sýnd í um 50 kvikmyndahúsum vítt og breitt um landið á næstu mánuðum. Frið- rik Þór sagði-í samtali við Morgun- blaðið að þetta væru allt saman góð hús í öllum stærstu borgum Banda- ríkjanna, svo sem Angelica, sem er eitt vinsælasta kvikmyndahús í New York-borg en þar verður myndin frumsýnd um miðjan apríl. Friðrik kvaðst mjög ánægður með þessa góðu dreifingu sem framleið- andi myndarinnar, Jim Stark, hefur annast. „Þetta þýðir hins vegar ekk- ert í peningum fyrir mig því það voru engir íslenskir peningar í fram- leiðslu þessarar myndar. Þetta hefur fyrst og fremst þýðingu fyrir mig upp á framtíðina, þetta auðveldar mér að fjármagna fleiri myndir. Ég hugsa að Flugleiðir græði meira á þessu’ en ég því það virðast allir vilja fara til Islands sem hafa séð myndina." Að sögn Friðriks hefur myndin hlotið mjög góða dóma þar sem hún hefur þegar verið sýnd. „Ég hef líka farið með Cold Fever á tvær kvik- myndahátíðir í Bandaríkjunum og þar hefur hún fengið miklu betri viðtökur en í Bretlandi þar sem þær voru þó mjög góðar; viðtökurnar hafa verið miklu betri en maður hefði nokkurn tímann þorað að vona.“ Lokaðasti markaður í heimi Aðspurður hvort Bandaríkjamenn væru að opna augun eitthvað fyrir erlendum myndum eins og til dæm- is II Postino gæti verið merki um líka. „Nei, þetta er lokaðasti mark- aður í heimi. í GATT-viðræðunum vildu Bandaríkjamenn leggja niður alla ríkisstyrki til kvikmyndafram- leiðslu. Með því hefðu þeir lagt evr- ópskan kvikmyndaiðnað í rúst því hann er allur byggður á ríkisstyrkj- um. Þeim tókst þetta ekki því að Frakkar lögðust mjög eindregið á móti þessu. II Postino er útnefnd bara vegna þess að það er hellingur af bandarísku fjármagni í henni. Ég var á ráðstefnum með leik- stjórum eins og Spielberg og Lucas í fyrra þar sem það var einmitt rætt hvers vegna Bandaríkin væru svona lokuð fyrir erlendum mynd- um. Þeir gáfu einfaldlega þá skýr- ingu að þeir vildu ekki að það færi eins fyrir bandarískum kvikmynda- iðnaði og bílaiðnaðinum. Þetta er bara iðnaður; kvikmyndir eru næst stærsta útflutningsvara Bandaríkj- anna. Og það skiptir vitanlega miklu máli að þeir hafi sinn heimamarkað í friði. Hvað varðar Cold Fever var alltaf tryggt að henni yrði dreift í Bandaríkjunum því það er mikið bandarískt fjármagn í henni en þetta hefur gengið betur en við þorðum að Stjömu- stund RÚSSNESKA ballerínan Maja Plís- etskaja dansaði í vikunni í ballettinum' „Isadora Duncan" í Kænugarði. Plí- setskaja er sjötug að aldri, en hún var helsti dansari Bolsjoi-ballettsins í Moskvu um árabil. Ballettinn er til- einkaður bandaríska ballettdansaran- um Isadoru Duncan, sem þykir hafa verið einna fyrst til að gera Ijáningar- dans að skapandi listgrein. Duncan lifði viðburðaríku lífi og dundu mikil áföll á henni. Hún beið voveiflegan dauðdaga árið 1927 er trefill, sem hún hafði um hálsin, festist í hjóli bifreið- ar, sem hún ók á fullri ferð. Slæðan, sem Plísetskaja heldur á, gæti hæg- lega verið trefill Duncan. Trio Nordica í Bústaða- kirkju KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN heldur sina fimmtu og síðustu tónleika á starfsárinu i Bústaða- kirkju á morgun sunnudag kl. 20.30. Flytjandi á tónleikunum er Trio Nordica; Mona Sand- ström píanóleikari, Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari og Bryn- dís Halla Gylfadóttir knéfiðlu- leikari. Á efnisskránni er Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu nr. 1 í d-moll, op. 49 (1839) eftir Mend- elssohn og Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í a-moll, op. 50 (1882) eftir Tchaikovsky.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.