Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fjármagn vantar í framhaldi af opinberri umræðu um stöðu RUY og ekki síst stöðu innlendrar dagskrár- gerðar hjá Sjónvarpinu á tímum síaukins framboðs erlends sjónvarpsefnis, ákvað Félag kvikmyndagerðarmanna að efna til almenns félagsfundar í Rúgbrauðsgerðinni fyrir skemmstu. HÁKON Már Oddsson í ræðustól. Á FUNDINUM fóru fram líflegar umræður meðal annars um fjár- mál, skipulag og húsnæðismál RÚV. Gestur fundarins var Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður út- varpsráðs, en ásamt honum tóku þátt í umræðunum, Sveinbjöm I. Baldvinsson, sem sagt hefur starfi sínu lausu sem dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu vegna óánægju með fjárveitingu til innlendrar dagsrkár- gerðar, Böðvar Bjarki Pétursson, formaður F.K., kvikmyndagerðar- mennimir Ásthildur Kjartansdóttir og Hákon Már Oddsson. í upphafi fundarins var rætt um hvemig dagskrárstefnu ætti að reka til að uppfylla menningarlegt hlutverk Sjónvarpsins. Gunnlaugur Sævar kvað eina réttlætingu með ríkissjónvarpi vera þá að það sinnti vel íslenskri dag- skrárgerð. Sveinbjöm sagði þessar skyldur Sjónvarpsins ljósar en menn greindi á um hvemig ætti að uppfylla þær. Ætti fyrst og fremst að sýna svo- kallað hámenningarefni? Taldi hann slíkt ekki í almannaþágu. Það væri skylda Sjónvarpsins að sinna sem flestum hliðum íslenskrar menning- ar. Fyrsta skrefíð í þá átt væri stig- ið með þætti eins og Dagsljósi ann- að skrefíð væri framleiðsla á leikn- um kvikmyndum og vönduðum heimildarmyndum en til þess þyrfti viðbótarfjármagn. Hákon gagn- rýndi óljósa stefnu Sjónvarpsins í dagskrárgerð, kvað erfítt að vinna við slíkar aðstæður. „Það þarf að gera fimm ára áætlanir um hvað við viljum sjá og heyra," sagði Ásthildur Kjartans- dóttir, „svo sjálfstæðir framleiðend- ur viti hver stefnan er og geti þann- ig betur skipulagt framleiðslu sína og umsókntr til kvikmynda- og menningarsjóðs." Vilja opna Sjónvarpið fyrir markaðnum Spurt var: Hvað á Sjónvarpið að framleiða sjálft og hvað utan þess? „Versti óvinur innlendrar dagskrár- gerðar er bókhaldslykill þess sjón- varpsefnis því þegar ég horfí á mánaðarlegt uppgjör sé ég ekki hvað hlutimir eiga að kosta,“ sagði Gunnlaugur Sævar. „Raunin hefur því orðið sú að menn hafa í lang- flestum tilfellum valið að framleiða dagskrárefni innandyra." Gunn- laugur kvað samkeppni á þessu sviði nauðsynlega því aðeins með því móti væri hægt að ákvarða hvemig hægt væri að gera hlutina betri og ódýrari. „Menn í þessum rekstri eiga að velta fyrir sér hverri krónu," sagði hann. Sveinbjöm sagði að það væri fyrst núna sem væru komnar tölur yfír það hver væri raunvemlegur kostnaður á dagskrárgerð innan- húss. Væri upphæðin sú sama hvort sem um innan- eða utanhúss dag- skrárgerð væri að ræða. Hákon kvað nauðsynlegt að opna Sjónvarpið fyrir markaðnum. Hann tók BBC sem dæmi og sagði að ákveðið hlutfall af fjármunum færi í dagskrárgerð utanhúss. Komu fram þau sjónarmið á fundinum að innlenda dagskrár- gerðin gæti starfað sem ritstjóm og útdeilt verkefnum. Þýska sjón- varpið var tekið sem dæmi um þetta. Lýstu menn yfír ótta að minni fyrirtæki hefðu ekki bolmagn til að kaupa dýr tæki. Aðrir vildu heldur opna Sjónvarpið þannig að hægt væri að kaupa þjónustu af því. Gunnlaugur sagði að Verkfræði- stofa Stefáns Ólafssonar hefði verið ráðin til að fara í saumana á rekstri Ríkissjónvarpsins. Væri markmiðið að auka hagræðingu í rekstri þann- ig að meira fé yrði til innlendrar dagskrárgerðar. Búast mætti við að endurskoðunin tæki eitt og hálft ár. Skipulagið virkar neikvætt á starfsemina Hvernig er tekjum skipt milli deilda og hver er staða innlendrar dagskrárgerðar innan RÚV, var spurt. Ríkisútvarpið fær 2,2 milljarða á fjárlögum, þar af renna 1,4 milljarð- ar til Sjónvarpsins og 800 milljónir til útvarpsins. Innlend dagskrárgerð fær af þessum íjármunum 197 millj- ónir meðan fréttastofan hefur 164 milljónir. Sagði Sveinbjöm þetta hlutfall ijárúthlutunar milli frétta og innlendrar dagskrárgerðar í Sjón- varpi hvergi þekkjast og sýndi í hvaða fjötrum innlend dagskrárgerð væri. Skipulag RÚV bar á góma og spurt var meðal annars hvort það sé hugsanlegt að það standi í vegi fyrir eflingu dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu. Gunnlaugur kvað skipulagið virka neikvætt á alla starfsemina og þyrfti að einfalda það og um leið draga úr kostnaði. Sveinbjöm tók undir þetta. Rætt var um húsnæðismálin. Gunnlaugur sagði að nefnd fjallaði um hvort flytja ætti starfsemina upp í Efstaleiti eða hafa hana áfram á Laugaveginum. Spunnust af þessu nokkrar umræður. Kvað Sveinbjöm óráðlegt að flytja starfsemina af Laugaveginum, vildi frekar byggja við hana þar. En reka starfsemi tengda kvikmyndagerð í Efstaleiti. Ýmsir á fundinum sáu tækifæri til að stokka upp starfsemi Sjónvarps- ins ef hún yrði flutt. Menningarsjóður útvarpsstöðva er umdeildur sjóður sem er að sögn Sveinbjöms að stómm hluta haldið uppi af RÚV en þaðan rynnu 35 milljónir meðan Sjónvarpið hefði á síðastliðnu ári fengið úr honum fjór- ar milljónir. Sagði hann sjóðinn hreinan ófögnuð. Jafnframt var gagnrýnt að rekstrarfé Sinfóníunnar kæmi úr sjóðnum. Gunnlaugur sagð- ist sjá fyrir sér dagskrársjóð sem úthlutað væri úr til dagskrárgerðar en það væri spuming hversu stór hann ætti að vera eða með hvaða skipulagi. Það kæmi í ljós þegar menntamálaráðherra hefði haft út- varpslagafrumvarpið til skoðunar, eða á haustmánuðum. TONLIST Sígildir diskar SPOHR Louis Spohn Nonetta í F-dúr Op. 31; Oktett í E-dúr Op. 32. The Gaudier Ensemble. Hy- perion CDA66699. Upptaka; DDD, 15-17.11. 1993. Lengd: 61:09. Verð: 1.499 kr. TÍMINN á til að leika sköpun manna grátt - og oft er það verðskuldað. En ann- að eins hrap úr efsta sæti virðingar og vin- sælda í nær algera gleymsku á við það sem tónlist Louis Spohrs (1784-1859) hefur orðið að þola, er líklega einstætt í tónsög- unni. Ekki einu sinni Telemann, sem á annars mörg metin, hefur komizt jafn langt niður úr fyrri hæðum. Hvflíkt fall! Sinfóníur Spohrs, tíu að tölu, þóttu eitt sinn standa öllum öðmm framar að frátöldum hljómkviðum Beethovens, og óþerumar hans ellefu vom fluttar um allan tónmenntaðan hluta Norðurálfu. Sama gilti um fíðlukonsertana fímmtán, strengja- kvartettana 36 og ógrynni þau sem Spohr samdi fyrir ýmsustu kammersamsetningar aðrar, upphaflega að ósk Vínarathafna- mannsins von Tost, sem keypti að hinum unga snillingi að etja saman strengjum og blásumm á áður óþekkta vegu, að virðist einungis til að geta verið nærstaddur sköp- unar- og fmmflutningsferlinu. Þannig urðu til þekktustu verk Spohrs af því tagi, Nonettan fyrir tréblásarakvint- ett (flautu, óbó, klarinett, horn og fagott) + fíðlu, víólu, selló & kontrabassa, og síðar Oktettinn fyrir klarinett, 2 hom, fiðlu, 2 víólur, selló & bassa, hvort tveggja hljóðfærasamstæður sem þóttu þá jafnfá- heyrðar og þær virtust miður árennilegar til tónsmíða. í ofanálag var það skilyrði „kostunaraðiljans“, eins og herra von Tost hefði sennilega verið kallaður í dag, að skrifað yrði fyrir hvert einstakt hljóðfæri í Vítttil fullu samræmi við einkenni þess og tján- ingarmöguleka. En Spohr reyndist vandanum vaxinn, og mætti raunar dubba hann föður kammersin- fóníuhljómsveitarinnar eða sinfóníettunnar, sem ekki sízt á 20. öld hefur gegnt mikil- vægu hlutverki í nýrri tónsköpun. Að vísu er að því leyti vandasamara að skrifa fyrir áhöfn eins og Nonettunnar en fyrir sinfóní- ettu, að síðartalin kammersveit hefur að jafnaði a.m.k. þrefalt fleiri strengi, og er þannig í betra styrkjafnvægi við blásarana. Miðað við hversu vel Spohr leysti vand- ann, er hálfóskiljanlegt hvað Nonettan og Oktettinn era sjaldheyrð nú á dögum, því gegnheil fagmennnska og óþijótandi hug- myndaflæði einkenna bæði verk í bak og fyrir. Hvað veldur? Ýtti síðrómantíska risasin- fóníuhljómsveitin hinum lágróma keppinaut sínum um hylli almennings út úr sviðsljós- inu? Átti hið afþreyjandi „salon“-yfirborð á kammerverkum Spohrs, sem eiga margt sammerkt með Haydn og Mozart þrátt fyr- ir rómantískt tóntak, ekki samleið með hetjudýrkun og jörmunhyggju síðrómatis- mans? Um það er ekki gott að segja. En ef Septett Beethovens (Op. 20) er vísbending um hið sama - að mörgu leyti lakara tón- verk (eitt fárra dæma um Beethovenska „dinnermúsík") - þá hefur seinni tíma mönnum kannski þótt skorta hinn mikla „gestus" - bæði þar og hjá Spohr. Og þó að Beethoven mæti Spohr mikils framan af, þá leiddist honum snemma ótrúlegar vinsældir Septetts síns á kostnað annarra verka, auk þess sem honum þótti æ minna til Spohrs koma á efri ámm, enda þá horf- inn á vit fjarlægrar framtíðar í tónhugsun. veg-gja En Nonetta og Oktett Spohrs standa samt enn þann dag í dag fyllilega fyrir sínu, sérstaklega þegar spilamennskan nær hæð- um sem þessum. Gaudier hópurinn leikur eins og draumur og fer með kröfuharða hljóðfærapartana eins og að drekka vatn. Finaleþáttur Nonettunnar flögrar hjá sem fis á örskotsstundu, og tilbrigðin við „Hljómhreifa jámsmið" Hándels í 3. þætti Oktettsins rísa langleiðina upp á Ólymps- fjall af einskærri fegurð og andagift í upp- töku, sem skilar hinu vandnáanlegu jafti- vægi milli hljóðfæra, svo varla verður betur gert. NIELSEN Carl Nielsen: Music for Wind Instru- ments. Athena Ensemble. Chandos CHAN 8680. Upptaka: ADD, 1979/1988[?J Lengd: 43:31 . Verð: 1.499 kr. VEIÐIMENN, smalar, náttúra og útivera eru illijúfanlega hugtengd seimi blásturs- hljóðfæra. Skógarhomið, skálmeiar hirð- ingjans (klarinett og óbó), töfrablístra Pans (flautan) ásamt fagottinu, bangsanum og búálfsafanum á meðal þeirra jafningja, laða fram ferskan hugblæ guðsgrænnar náttúru með þeim hætti sem er innivemhljóðfærum fiðlufjölskyldunnar ofviða. Að sönnu óhefl- aður söfnuður, blásararnir, a.m.k. hjá fáguðum strokgígjum höfðingja, en, á móti - ímynd hispursleysis og heiðarleika. Kannski var það líka þetta sem gerði að verkum, að strengjakvartettar sveitapiitsins Carls Nielsens (1865-1931) risu ekki yfír meðallag, andstætt við kammerverkin fyrir blásara - og þá sérstaklega Tréblásara- kvintettinn Op. 43 frá 1922, sem brezkur stafnbúi tónskáldsins, Robert Simpson, hik- ar ekki við að telja fremsta verkið sem tóngreinin hefur upp á að bjóða fram á þennan dag. Kvintettinn er saminn rétt eftir hina mögnuðu 5. sinfóníu, enda minnir þrástefja- notkun Nielsens í 1. þætti nokkuð á byijun- arþátt hljómkviðunnar. Það var markmið tónskáldsins ekki einasta að draga fram eðli hljóðfæranna, heldur einnig hin ein- stöku skapgerðareinkenni framflytjenda í Blásarakvintett Kaupmannahafnar, hveij- um verkið var „góðfúslega tileinkað." Niels- en ætlaði síðan að skrifa hveijum fímm- menninganna einleikskonsert, en náði að- eins að klára flautukonsertinn og klarinett- konsertinn fyrir andlátið. Það er vítt til veggja í þessari fallegu, stórbrotnu en um leið kyrrlátu tónsmíð, sem á sér óvart sálufélaga í Spohr-oktettnum með því að 3. þáttur hvors verks er til- brigðaröð við sálm eða sálmkennt lag. Kvintettinn ber óhjákvæmilega höfuð og herðar yfir smáverkin fjögur sem á eftir koma, Serenata in vano (1914) fyrir klari- nett, horn, fagott, selló & bassa, To fantasi- stykker (1889) f. óbó & píanó, Canto Serí- oso (1913) f. hom & píanó og leikhústón- list úr Moderen (1912) f. flautu, en allt er þetta heillandi og vel samin músík, og þeg- ar í húmoreskuþætti óbóverksins frá 1889 má greina ávæning af því sem átti eftir að einkenna tónlist Nielsens umfram flest annað: ferskleiki og frumleiki. Aþenuhópurinn brezki mætir miklum væntingum hlustandans til ensks tréblást- urs með bravúr, og bregður hvergi skugga á. Engin furða að þessar 8-17 gömlu hljóð- ritanir skulu enn hafðar á boðstólum. Upp- tökurnar em eftir því góðar, og hefði disk- urinn orðið enn eigulegri, ef hann hefði verið betur útilátinn; 43 mínútur er í sínk- ara lagi. Klaufalegt er að geta ekki víólu- leikarans í „Trú og von“ úr Moderen, en hin ljómandi litla bæklingsgrein Roberts Simpsons bætir það upp. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.