Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 C 7 MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYIMDLIST Kjarvalsstaðir Kjartan Ólason, Philippe Richard og Guðrún Hrönn Ragnarsd. - Kjarv- alssýning fram á vor. Listasafn íslands Norræn framtíðarsýn til 17. mars. Safn Ásgríms Jónssonar Sýn. á vatnslitam. Ásgríms út mars. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Portrettsýning til 19. maí. Norræna húsið Sams. myndlistarm. frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi til 10. mars. Gerðarsafn Thomas Huber, Steinunn Þórarinsd. og Ólöf Erla sýna til 10. mars. Við Hamarinn Helgi Hjaltaiín Eyjólfss. sýnir til 17. mars. Gallerí Sævars Karls Kristján Guðmundss. sýnir til 13. mars. Nýlistasafnið Alda Sigurðard., Hlynur Hallsson, Steinunn Helga Sigurðard., og Örn Karlsson sýna til 10. mars. Hafnarborg Guðrún H. Jónsd. og Guðrún Ragn- hildur Eiríksd. sýna til 11. mars. Listhús 39 Ásrún Tryggvadóttir sýnir til 10. mars. Gallerí Greip Jón B. Kjartanss. sýnir til 10. mars. Gallerí Fold Sigutjón Jóhannsson sýnir til 10. mars og Sveinbjörg Hallgrímsd. sýn- ir í kynnmgarhorni. Listhús Ófeigs Erna G. Sigurðard., og Eva G. Sig- urðard. sýna til_ 16. mars. Gallerí Sólon íslandus Anna María Sigutjónsd. sýnir ljós- myndir til 17. mars. Mokka Hlynur Hallsson sýnir til 9. mars. Gallerí Stöðlakot Einar Marinó Magnússon sýnir til 24. mars; Gallerí Úmbra 14 Langbrækur sýna til 13. mars. Myndás Einar Óli sýnir ljósm. til 22. mars. Listasafn Akureyrar Guðmundur P. Ólafsson sýnir ljósm. og sýn. á verki Komar og Melamid. Gallerí Plús - Akureyri Hlynur Hallsson sýnir til 10. mars. TONLIST Laugardagur 9. mars Tónleikar Skólahljómsveitar Mos- fellsbæjar í íþróttahúsinu á Kjalar- nesi kl. 16. Söngtónleikar í Njarðvík- urkirkju; Kór Kvennaskólans í Reykjavík og nemendur úr söngd. Tónlistarsk. á Akranesi og Tónlist- arsk. í Keflavík kl. 15. Guðrún Birg- isd. og Steinunn Birna Ragnarsd. halda tónleika í Njarðvíkurkirkju kl. 15.30. Lúðrasveit Tónlistarsk. Sel- tjarnamess í Seltjarnárneskirkju kl. 17. Sunnudagur 10. mars Síðari hluti einleikaraprófs Ásu Bri- em píanóleikara verður í íslensku óperunni kl. 14.30. Tónleikar Skóla- hljómsveitar Mosfellsbæjar í íþrótta- húsinu að Varmá kl. 18. Trio Nordica í Bústaðakirkju kl. 20.30. Þriðjudagur 12. mars Sverrir Guðjónsson á tónleikum í Borgarleikhúsinu kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Tröllakirkja fim. 14. mars, lau. Þrek og tár lau. 9. mars, fös. Kardemommub. lau. 9. mars, sun. Leigjandinn fim. 14. mars, lau. Borgarleikhúsið Hið ljósa man fmms. lau. 9. mars, fim. Islenska mafían fös. 15. mars. BarPar fös. 15. mars, lau. Konur skelfa sun. 10. ntars, mið. Við borgum ekki, við borgum ekki sun. 10. mars, lau. Lína langsokkur sun. 10. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör fös. 8. mars, lau., fös., lau. Kaffilcikhúsið Sápa þtjú og hálft lau. 9. mars. Kennslustundin lau. 9. mars. Grískt kvöld sun. 10. mars, fim., fös. Engillinn og hóran frums. mið. 13. mars Mögulcikhúsið Ekki svona! lau. 9. mars. Ævintýrabókin sun. 10. mars, lau. KVIKMYNDIR MÍR Tvær heimildarkvikmyndir sun. 10. mars kl. 16. Norræna húsið Dönsk ævintýram. sun. kl. 14. LISTAKLUBBUR Lcikhúskjallarinn Kristján Kristjánsson - KK ásamt Jóhanni Ásmundssyni og Guðmundi Péturssyni mán. kvöld. kl. 20.30. Birtir til í Stúdenta- leikhúsinu STÚDENTALEIKHÚ SIÐ frumsýnir á sunnudag kl. 20.30 verkið Sjá, það birtir til! í leik- stjórn Björns Inga Hilmarsson- ar í Möguleikhúsinu við Hlemm. Það er hefð að Stúdentaleik- húsið, leikhús Háskóla íslands, efni til leikþáttasamkeppni að hausti og sýni svo árangurinn síðari hluta vetrar. í leikþáttasamkeppni Stúd- entaleikhússins síðastliðið haust báru tvö verk sigur úr býtum; Hausverkur skaparans eftir Gauta Sigþórsson og Elektra eftir Stefán Vilbergs- son. Ákveðið var að bræða þessi tvö verk saman í eina sýningu. Ails taka 12 leikarar þátt í sýn- ingunni og álíka margir starfa við undirbúning verksins. Leikstjóri er Björn Ingi Hilm- arsson, en hann hefur aðallega starfað sem leikari og hefur upp á síðkastið meðal annars leikið í verkunum Lofthræddi örninn hann Örvar í Þjóðleikhúsinu, Framtíðardraugar í Borgarleik- húsinu og Rocky Horror í Loftkastalanum. Uppselt er norðið á frumsýn- inguna, en önnur sýning er miðvikudaginn 13. mars kl. 20.30 og þriðja sýning verður föstudaginn 15. mars kl. 20.30. Morgunblaðið/Sverrir KK í Listaklúbbnum KRISTJÁN Kristjánsson, KK, hefur nú fengið til liðs við sig Guðmund Pétursson gítarleik- ara og Jóhann Ásmundsson bassaleikara. Munu þeir spila blús og ballöður af fingrum fram í Listaklúbbi Leikhúskjall- arans á mánudagskvöld kl. 20.30. KK gaf út geisladisk fyrir jólin. Rétt um það bil sem kynn- ingar á lögunum áttu að hefjast lenti hann í bílslysi. Allt tón- leikahald í tengslum við útgáf- una féll því niður. Aðgangseyrir er 500 kr., 300 kr. fyrir félaga í Listaklúbbnum og Námunni. Skvaldur í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti LEIKLISTARFÉLAGIÐ Aristófan- es í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti frumsýnir gamanleikritið Skvaldur í kvöld kl. 20. Leikritið Skvaldur eða „Noises of f“ eins og það heitir á frummálinu er eftir Micheal Frayn og í þýðingu Árna Ibsen. „Leikstjórinn Valur Freyr Ein- arsson og leikhópurinn hafa unnið myrkranna á milli frá því um ára- mótin til að gera þessa sýningu sem veglegasta. Milli 40 og 50 ung- menni hafa verið önnum kafin og t.a.m. komið tveggja hæða húsi fyrir í hátíðarsal skólans. í stuttu máli fjallar Skvaldur um leikhóp sem er að setja upp leik- verkið Allslaus en ekki gengur allt samkvæmt áætlun. Leikhópurinn er að kljást við eigin vandamál og ósjaldan fara leikendur með vand- ræðin inn á svið og þá getur allt gerst,“ segir í kynningu. Fyrirlestur og kvik- myndí Norræna húsinu DANSKI hugmyndafræðingur- inn Carsten Thau heldur fyrir- lestur í Norræna húsinu á sunnudag kl. 16, sem ber yfir- skriftina „Kroppen og det ana- tomiske teater - en analyse af Peter Greenaways film Not Mozart“. Hann mun í fyrirlestri sínum kynna ákveðin viðfangs- efni Greenaways og auk hans greina stuttmynd hans, Not Mozart, sem verður sýnd. Hún er talin hafa tæknilega sérstöðu og vera mjög spennandi. í fram- haldi af fyrirlestri Carstens Thau um Peter Greenaway verður sýnd sakamálamyndin „Tegnerens Kontrakt“. Carsten Thau hefur nýlega, ásamt listfræðingnum Anders Troelsen, gefið_út bókina „Film- en som verdensteater — om- kring Peter Greenaway“ sem til þessa er ein umfangsmesta umfjöllun á verkum Greenawa- ys. Carsten Thau er fæddur 1947. Hann er prófessor í bygg- ingarlistasögu og fagurfræði við Arkitektaskólann í Árósum. Að fyrirlestrinum loknum mun hann sýna sakamálamynd eftir Greenaway, „Tegnerens Kontrakt“, sem gerist á ensku óðalsetri í lok 18. aldar. Mósaik, 1994. Halla Haralds- dóttir sýnir á Kaffi Mílanó HALLA Haraldsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Kaffi- húsinu Mílanó, Faxafeni 11. Halla hefur komið víða við á löngum myndlistarferli og verk eftir hana eru víða á opinberum stöðum bæði hér á landi og erlend- is. Halla hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum, innan- lands og utan. Hún hefur hlotið ýmsar viður- kenningar fyrir list sína gegn um árin, meðal annars var hún valin úr hópi glerlistarmanna til að gera steint gler í kappellu í Mainz í Þýskalandi árið 1993, en sama ár var hún tilnefndur Listamaður Keflavíkur. Verk sín vinnur Halla á ýmsan hátt. í Kaffi Mílanó er þannig meðal annars að finna verk unnin með olíu og akríl á striga, með mósaik o.fl. Sýningin stendur til 19. apríl. Frátekið borð í Borgarleikhúsinu LEIKÞATTURINN Frátekið borð, ör- lagaflétta í einum þætti eftir Jónínu Leósdóttur verður frumsýndur í Höf- undasmiðju Leikfé- lags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu í dag kl. 16. Leikþátturinn tek- ur um 45 mínútur í flutningi og fjallar um tvær konur af landsbyggðinni sem setjast við sama borð Jónína Leósdóttir á veitingastað í Reykjavík. Konurnar þekkjast ekki en í ljós kemur að það er engin tilviljun að einmitt þær tvær sitja við þetta borð. Örlögin hafa leitt þær saman - með dyggri aðstoð verald- legra afla. Leikarar eru Brynd- ís Petra Bragadóttir, Saga Jónsdóttir og Soffía Jakobsdóttir. Fagleg aðstoð, Ásdís Skúladóttir. Tónleikar á Seltjarnarnesi LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla Sel- tjarnarness heldur sína árlegu tónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudaginn 10. mars sem hefjastkl. 17. Lúðrasveitin hefur á að skipa eldri og yngri deild, og eru tón- leikarnir eldri deildarinnar, en þau yngri munu einnig koma þar fram og spila. Á efnisskránni sem er tvískipt þ.e. klassískt fyrir hlé og létt sveifla eftir hlé, verður m.a. Básúnukonsert eftir Rimsky- Korsakov, The Typewriter eftir Leroy Anderson og eftir hlé verða leikin lög úr kvikmyndinni „Amer- ican Graffity", og síðan leikur lúð- rasveitin American Jazzsuit eftir Allen Vizzutti. Kynnir á tónleikunum verður Páll Guðmundsson, fyrrverandi skólasljóri Mýrarhúsaskóla. Verð fyrir fullorðna á tónleikana er 600 kr og 300 fyrir skólafólk. YNDVARPA Opið fim. og fös. frá Lau. frá kl. 12 til 16. RIR L.JÓSMYNDIR Margar gerðir 15% kynningarafsláttur. istþjónustan Hverfisgötu 105, 2. hæð, sími 561 2866.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.