Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐIJR ásamt tertukonum sínum í Gerðubergi. Morgunblaðið/Ásdís SJÓNÞINGSFÓLK: Hannes Sigurðsson, Svala Sigurleifsdótt- ir og Aðalsteinn Ingólfsson. Ragnheiður í forgrunni. SJÓNÞING um verk Ragnheiðar Jónsdóttur og hana sjálfa verður í Gerðubergi á sunnudaginn. Stjórnandi er Hannes Sigurðsson listfræðingur, spyrlar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Svala Sigurleifsdóttir myndlist- armaður. Sama dag verður opn- uð yfírlitssýning á verkum Ragn- heiðar í Gerðubergi. Þar verða sýnd verk allt frá fyrstu grafík- einkasýningu hennar í Norræna húsinu^ 1976 og fram til ársins 1993. í dag kl. 16 verður einnig opnuð sýning á nýrri verkum Ragnheiðar á Sjónarhóli, sýning- arsal á Hverfísgötu 12. A Sjónþinginu gefst tækifæri til að kynnast list Ragnheiðar og heyra hana rekja listferilinn, en einnig verður lögð áhersla á einkalíf hennar. Að mati Hannesar Sigurðssonar vill fólk fá að vita eitthvað um listamann- inn sjálfan, hvaðan' hann kemur, bakgrunn hans, en aðalá- hersla er þó lögð á listina. Ragnheiður segist alltaf hefa sett fjölskylduna númer eitt, myndlistina númer tvö. Eiginmaður- inn, Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir, og fimm synir hafa hvatt hana fremur en latt, verið þátttakendur í listsköpuninni með því að láta sig varða það sem hún hefur verið að gera. Einn sonanna segir að hún hafi alltaf verið að vinna. „Þetta hefur ekki verið hljóðalaust hjónaband,“ bætir Ragnheiður við. „Hafsteinn söng í kórum, stofnaði Hljómeyki ásamt öðrum og syngur þar enn.“ Hún viðurkennir að viss togstreita hafi verið milli myndlistarinnar og söngsins, en kvartar alls ekki. Fyrsti femínistinn Tertukonur og ragnarök Sjónþing í Gerðubergi á sunnudagínn um Ragnheiði Jónsdóttur og sýningar í tengsl- um við það munu beina sjónum manna að þessari sérstæðu listakonu sem hefur skoð- anir á mörgu en hefur listina í fyrirrúmi. Jóhann Hjálmarsson fékk nasasjón af því sem helst stendur til að ræða á þinginu. Ragnheiður á Parísarárum sín- um 1970. ur á sér kræla. Ragnheiður hlust- aði oft á þær í útvarpi á þessum tíma og var stundum sammála þeim, en þótti þær tala niður til heimavinnandi húsmæðra. Ragnheiður las líka ýmsa höf- unda eins og til dæmis Deu Tri- er Mörch. Hún fór í framhaldi að velta fyrir sér stöðu sinni. Svala skýtur inn í að Ragnheiður sé ekki beint að fjalla um karl- veldið heldur hvernig það spegl- ist í henni. Hannes talar um vísanir í goðafræði hjá Ragnheiði. Hún segir um sýninguna 1987 að hún vitni um ferðir til útlanda og dimma framtíðarsýn. „Ég óttað- ist alheimsstríð. Þegar ég var að hugsa um Persaflóastríðið, þá komu kólfarnir, þessi skeyti.“ Ragnarök Frá Persaflóa til Völuspár er ekki löng leið, enda fór svo að Ragnheiður varð gegntekin af þessu forna kvæði um ragnarök, eyðingu heimsins: „Völuspá höfðaði alltaf sterkt til mín,“ segir Ragnheiður. Hún hefur yfir línur úr kvæðinu, reyndar titla myndanna eins og „Sól tér sorna, sígr fold í mar; Vindöld, vargöld, áður veröld steypisk." Ragnheiður segist ætla að vinna áfram með Völuspá og hún hefur gaman af að-myndskreyta ljóð, samanber ljóð Halldórs Laxness sem komu út í bók á áttræðisaf- mæli skáldsins. Þær skreytingar eru unnnar upp úr ljósmyndum. Ragnheiður er spurð að því hvernig henni líði eftir þann óhugnað sem stríð og vargöld heimsins innblésu henni og henni fannst að heimurinn væri að far- ast. Hún brosir og segist vera „óðum að hressast". Glímt við plötuna Hannes Sigurðsson segir að Ragnheiður hafi verið fyrsti fem- ínistinn í myndlistinni hér og brautryðjandi sem slík. Hún hafi þó verið femínisti utan frá, full- trúi kvenlegrar myndlistar sem ekki sé árásargjörn. Kannski hafí hún ekki verið eini femínist- inn, en myndlist hennar sé fé- lagslega sinnuð og jafnvel póli- tísk, eins og til dæmis myndir frá kvennafrídeginum 1975 og Kjarvalsstaðadeilunni sýni. Svala Sigurleifsdóttir segir að Ragnheiður hafi ekki verið ein um að fjalla um kvennatímabilið, en hún geri það best. Hún nefn- ir Hildi Hákonardóttur, Rósku og sjálfa sig: „Við vorum allar að pæla í þessu, en ekki este- tískt.“ Afstraktmyndir sem byggja á landslagi Svala Sigurleifsdóttir segist vilja leggja mesta áherslu á kjóla- og kökumyndir Ragnheið- ar. Henni þyki afstraktlist ekki skemmtileg nema hún sé „teóre- tísk“. Henni þyki þó afstrakt- myndir Ragnheiðar grundvallast af landslagi („óléttu landslagi með hliðsjón af móður jörð“) og Hannes telur að ekki sé hægt að tala um afstraktlist eins og áður tíðkaðist. Menn hafí viljað hreinsa myndflötinn af fásögn. Afstraktlist Ragnheiðar sé oft frásagnarkennd. Svala segir að það sé sérkenni- legt fyrir Ragnheiði að hún byrj- aði í afstraktlist og fáist við af- strakt núna. Sjálf segir Ragn- heiður að áður fyrr hafi ekki neinn málari verið maður með mönnum nema vera í afstrakt. Hannes segir að áður hafí Ragn- heiður fengist við hreinan form- alisma í afstraktlist sinni, nú sé ákveðið þema hjá henni. Aðal- steinn Ingólfsson finnur í mynd- um hennar innra og ytra lands- lag, hún sé alltaf að þreifa fyrir sér. Rauði þráðurinn er samfélagið Hvað um kjólana og kökurn- ar, tertukerlingarnar? Ragnheiður vitnar til orða Thors Vilhjálmssonar um „Del- ÓNEFND, 1976 uxe and delightful“, tertukon- urnar: „Fyrst þykir manni mynd- in fyndin þangað til maður sér hvað hún er sorgleg, og svo sér maður aftur hvað hún er fynd- in.“ „Tragíkómík" er orð sem Hannes og Svala telja hæfa. Rauður, þráður í list Ragnheið- ar eru félagslegar, samfélagsleg- ar tilvísanir að mati Hannesar. Aðalsteinn Ingólfsson segir Ragnheiði hafa tekið að sér að vera samviska heimsins, hún hafi þjóðfélagslega ábyrgðartil- finningu og skoðanir á öllu mögulegu: „Ragnheiður er mikið sér á parti fyrir það hvað hún hefur margar skoðanir fram að færa án þess að list hennar verði predikunarlist." Ragnheiður segist hafa verið mjög einangruð og ekki haft tíma til að fara út og suður. Störf hennar að félagsmálum myndlistarmanna hafí valdið því að hún þurfti að fara út fyrir landsteinana og kynntist þá mörgu. Kjólamyndirnar urðu til upp úr 1973 og þá létu rauðsokk- Það eru þó ekki bara hin illu öfl heimsins sem hijáð hafa Ragnheiði Jónsdóttur. Hún vinn- ur með stórhættuleg efni í grafík sinni. Eiturefnin eru sérstaklega aðgangshörð við gerð ætimynda og svo fór að Ragnheiður tók sér hlé frá grafíkinni eftir sýningu sína 1987. Aðalsteinn Ingólfsson segir um Ragnheiði að hún skynji eðli grafíkur betur en flestir kollegar hennar. „í grafíkinni er hún ekki bara að fjölfalda myndir, að fást við plötuna og miðilinn er henni jafn mikils virði. Hún hugsar meira um grafíkina sem sköpun- armöguleika, glímir við plötuna eins og málari glímir við strig- ann.“ Um bókamyndirnar, skemmti- legan þátt í list Ragnheiðar, seg- ir Aðalsteinn að þær búi yfir jafn miklu og bestu skáldsögur: „Bækurnar verða eins og lifandi hjá henni, bækur með fræjum, það vaxa grös inni í bókunum, tala má um „mátt“ bókarinnar í þessu sambandi." Sjónþingið hefst á morgun kl. 16 og stendur til 18.30 með hálf- tíma hléi. Sven Hav- steen - Mik- kelsen í and dyri Norr- æna hússins SÝNING á svartkrítarmyndum eftir danska listamanninn Sven Havste- en-Mikkelsen hefur verið opnuð í anddyri Norræna hússins. Á sýningunni eru m.a. krítar- teikningar; sem Sven Havsteen- Mikkelsen gerði 1965, þegar hann ferðaðist um ísland ásamt danska rithöfundinum Martin A. Hansen. Afrakstur ferðarinnar var ferðasag- an Rejse paa Island, sem Sven Havsteen-Mikkelsen myndskreytti. Norræna húsið hefur tvisvar áður hýst sýningar á verkum listamanns- ins; árið 1980 var haldin sýning á grafíkverkum, og 1983 var haldin yfirlitssýning á verkum þessa fjöl- hæfa listamanns. Sven Havsteen-Mikkelsen fædd- ist 1912 í Argentínu, þar sem faðir hans, sem var af íslenskum ættum, starfaði sem verkfræðingur. Eftir skilnað foreldra sinna flutti hann með móður sinni til Danmerkur. Móðir hans giftist síðan Ejnar Mik- kelsen, hinum þekkta heimskauta- konnuði og ættleiddi hann dreng- inn. Öll athygli Sven Havsteen-Mikk- elsens beindist að löndunum við Norður-Atlantshaf og varð norskt, færeyskt og íslenskt landslag eftir- lætisviðfangsefni hans í listmálun. Skotland varð einnig hluti hins list- ræna heims hans, er hann kvæntist konu sinni, Pamelu, sem var ættuð frá Skotlandi. Verkin á sýningunni eru öll til sölu. ------...♦------ Samsýningu norrænna barna að ljúka SÝNINGUNNI 920 millibör, sem er samsýning á verkum íslenskra, færeyskra og grænlenskra lista- manna og staðið hefur yfír í sýning- arsölum Norræna hússins frá 17. febrúar, lýkur nú á sunnudag. Anna Eyjólfsdóttir, Hafdís Helgadóttir og Hlín Baldursdóttir höfðu veg ög vanda að undirbún- ingi sýningarinnar og fengu til liðs við sig listamennina Anne Birthe Hove og Kristian Olsen Aaju frá Grænlandi og Hans Pauli Olsen, Marius Olsen og Torbjörn Olsen frá Færeyjum og eiga þau öll verk á sýningunni. ------4 4 4----- Listamenn frá New York EFTIRFARANDI listamenn frá New York sýna litskyggnur og fjalla um verk sín í Nýlistasafninu í kvöld kl. 20.30; James Carl, Kevin Kelly, Gian Calaci, Michael Crawford, -Paul Andrade, Jill Reynolds og Ryan Menlow, Linda Cummings, Bruce Conkle, Nic Maffei og Daniel Spits- er. Fyrirlesturinn er á ensku og eru allir velkomnir. ------» ♦ ♦----- Kór Kvenna- skólans í Njarð- víkurkirkju KÓR Kvennaskólans í Reykjavík og nemendur úr söngdeildum Tón- listarskólans á Akranesi og Tónlist- arskólans í Keflavík halda söngtón- leika í Njarðvíkurkirkju í dag, laug- ardaginn 9. mars kl. 15. Stjórnendur eru Árni Sighvats- son og Sigurður Bragason. Píanó- leikarar eru Ragnheiður Skúladótt- ir, Tim Knappett og Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.