Morgunblaðið - 10.03.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 10.03.1996, Síða 1
104 SÍÐUR B/C/D/E 59. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS HAMINGJU SAMUR Á HÖRÐUV ÖLLUM Morgunblaðið/Ásdís Var eitrað fyrir Stalín? New York. Reuter. RÚSSNESKA leikskáldið Edvard Radz- ínskí heldur því fram í nýrri bók, að Jósef Stalín einræðisherra Sovétríkjanna hafi verið myrtur af mönnum sem vildu koma í veg fyrir að áform hans um að losa sig við marga nánustu samverkamenn sina og láta flytja Gyðinga nauðuga til Síberíu næðu fram að ganga. Hin opinbera skýring á dauða Stalíns 5. mars 1953, er hann var 73 ára, er sú, að kvöldið fyrir andlátið hafi hann sagt lífvörðum sínum að taka á sig náðir en ekki farið að sofa sjálfur. Að morgni hafi lífverðirnir fundið hann meðvitundarlausan og tilraunir til að lífga hann við hafi ekki borið árangur. Radzínskí segir lýsinguna ranga og byggir tilgátu sína um dauða Stalíns á framburði eins lífvarðanna þriggja, Peters Vasílíevitsj Logzgatsjevs. Aðeins einn líf- varðanna heyrði Stalín segja: „Ég er að fara í háttinn, ég þarf ekki á ykkur að halda. Þið megið fara að sofa líka.“ Sá var ívan Khrústalev, náinn samverkamað- ur Lavrentí Bería, yfirmanns leyniþjón- ustunnar, sem óttaðist um líf sitt, þegar hér var komið sögu. Radzínskí heldur því fram, að Stalín hafi verið að þvi kominn að láta handtaka Bería og aðra háttsetta samverkamenn sína. Síðan hafi hann ráðgert mikla hreins- un í Kommúnistaflokknum og fyrirskiþað nauðungarflutninga á Gyðingum til Síberíu. Með þeim ætlaði hann að storka Vesturveldunum og bjóst við íhlutun af þeirra hálfu sem myndi leiða til styijaldar. Taldi hann sig öruggan um að vinna hana þar sem Sovétmenn réðu þá yfir færan- legri vetnissprengju, en þar með myndi rætast draumur hans um heimsyfirráð Sovétríkjanna, að sögn Radzínzkí. Nauð- ungarflutningarnir áttu að hefjast daginn sem Stalín dó. „Verðirnir áttu að gæta Stalíns meðan hann svaf. í eina skiptið sem þeir gerðu það ekki dó hann. Logzgatsjev kom að honum liggjandi á gólfinu í eigin þvag- polli og meðvitundarlausum. í uppnámi af hræðslu vissu verðirnir ekki hvernig þeir áttu að bregðast við og hringdu í Bería og aðra nánustu aðstoðarmenn Stalíns og báðu þá að koma hið snarasta. Það leið þó góður tími áður en þeir birtust. Þegar Bería loks kom sagði hann: Ekki skelfa menn, angrið okkur ekki. Og ónáðið ekki félaga Stalín. Hann sefur greinilega." Læknar birtust loks þegar Stalín hafði „sofið". í 13 klukkutíma en það var um seinan. Radzínskí segir, að Bería hafi síðar gortað af því við V.M. Molotov, utanríkis- ráðherra og hægri hönd Stalíns, að hafa banað leiðtoganum. „Bería átti tveggja kosta völ, að deyja sjálfur eða ryðja Stalín úr vegi. Honum tókst það síðarnefnda.“ Bería varð undir í valdabaráttu eftir dauða Stalíns og var tekinn af lífi. Sömuleiðis dó Khrústalev lífvörður stuttu seinna. írakar slaka á og leyfa vopnaeftirlit New York, Ankara. Reuter. ÍRAKAR slökuðu loks til eftir hádegi í gær eftir sólarhrings umsátursástand við stjórn- arbyggingu í höfuðborginni Bagdad og hleyptu eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna (SÞ) inn í hana. Rökstuddur grunur leikur á að þar séu geyrnd skjöl, búnaður og efni tengt tilraunum íraka til smíði gjöreyðing- arvopna. Öryggisráð SÞ krafðist þess í fyrrinótt, að stjórnvöld í írak sæu til þess að eftirlits- mennirnir gætu sinnt starfi sínu óhindrað. Ráðið áformaði að hittast á sérstökum auka- fundi í gær til þess að ræða næstu skref í málinu. Eftirlitsmennirnir hugðust ráðast til inn- göngu í húsið í fyrradag en var meinaður aðgangur. Brugðu þeir á það ráð að standa vörð við húsið til að koma í veg fyrir að gögn yrðu flutt á brott. Finnast skjöl og búnað- ur tengd tilraunum með gj örey ðingarvopn? Skiptust þeir á að standa vörð um það í fyrrinótt. Hins vegar var stöðugur straum- ur íraskra embættismanna inn í húsið og því útilokað fyrir eftirlitsmennina að fylgj- ast með livað gerðist innandyra, hvort gögn- um, sem þeir hugðust kanna, yrði eitt með einhveijum hætti. Öryggisráðið krafðist þess að írakar stæðu við fyrirheit um að fara að samþykkt- um SÞ og hleyptu eftirlitsmönnunum inn í bygginguna. I gær sat lengi vel allt við það sama en um hádegisbilið að íslenskum tíma rættust spár vestrænna stjómarerindreka um að a.m.k. hluti eftirlitsmannanna fengi að fara inn í bygginguna og kanna innviði. Sögðust stjórnarerindrekarnir efast um, að írakar streittust öllu lengur við og tækju þar með áhættu á því, að viðræður, sem fyrirhugað er að hefjist á morgun, mánu- dag, færu út um þúfur. Þá hittast fulltrúar SÞ og stjórnvalda í Baghdad til að skipuleggja hugsanlega olíu- sölu íraka en öryggisráðið ákvað nýverið að leyfa þeim að selja olíu fyrir jafnvirði tveggja milljarða dollara, 130 milljarða króna, og nota andvirðið til matvæla- og lyfjakaupa. Irakar féllust á endanum á að hleypa eftirlitsmönnunum inn í bygginguna, én þó með þvi skilyrði að einungis lítill hluti þeirra yrði samtímis innandyra. Fyrir hina ríku eða fátæku VIDSMPITJflVINNULÍr Á SUNNUDEGI FJOLBREYTT starf a smmm „ INKANNA B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.