Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga áströlsku kvikmyndina Babe, mynd um svín sem býður örlögunumbirginn og gerist fiárhundur. Myndin er tilnefnd til Oskarsverðlauna í flokki bestu kvikmynda ársins. í aðalhlutverki er svín en í öðrum hlutverkum eru m.a. Collie- hundur, önd, bóndinn á bænum, kona hans og ótal kindur. Grísinn sem vildi verða smalahundur BABE fjallar um lítinn grís sem horfir á þegar mamma hans hlýtur sömu örlög og allir hafa hlotið svo lengi sem elstu svín muna; sett upp á vörubílspall og ekið í burtu. Svo er farið með litla grís- inn hennar mömmu sinnar á markaðinn í sveitinni. Þar sjá forlögin til þess að leiðir bóndans Arthurs Hoggetts og Babe litla liggja saman. Báðir skynja að þessi kynni eiga eftir að verða örlagarík. Heima á bænum taka sum dýrin Babe opnum klaufum en nokkrar skepnur afhjúpa eigið svínslegt eðli með framkomu sinni við litla vingjarnlega grísal- inginn. Babe er hins vegar stað- ráðinn í því að verða ekkert venjulegt svín og forðast í lengstu lög þau örlög sem svínum eru búin. Hann afræður að bijót- ast úr viðjum samfélagsins á bóndabænum, komast í ábyrgð- arstöðu í dýraríkinu og gerast fjársvín. Hann kemur sér því í fóstur hjá Collie-hundinum á bænum, Fly, og lætur háðsglósur kattar- ins og annarra smásálna í um- hverfinu sem vind um eyrun þjóta en heldur uppi röð og reglu í hjörðinni. Babe uppsker svo eins og hann hefur til sáð þegar hann tekur þátt í keppni smalahunda í héraðinu. Þar ræðst framtíð hans og svar fæst við spurning- unni um hvaða framtíð bíði litla sæta gríssins. Babe er kvikmynd, ekki teikni- mynd, þar sem dýr leika aðalhlut- verkin, ásamt tveimur manneskj- um; bóndanum á bænum og kon- unni hans. Velgengni myndarinn- ar hefur verið lygileg, auk til- nefningar til Oskarsverðlauna sem besta kvikmynd ársins 1995 hefur hún sópað að sér áhorfend- um 'og aðdáendum, jafnt í heima- landinu Astralíu, í Bandaríkjun- um og Evrópu. Sá sem stendur á bak við þessa kvikmyndagerð er George Miller, læknir að mennt en kvikmynda- framleiðandi og leikstjóri að ævi- starfi. Fyrsta kvikmyndin sem hann gerði hét Mad Max og skaut Mel Gibson upp á stjörnuheiminn. Saman gerðu þeir alls þrjár myndir um Mad Max og síðan hefur Miller m.a. gert kvikmynd- irnar Witches of Eastwick og Lorenzo’s Oil og komið sér vel fyrir í Hollywood þar hann starf- ar að mestu þótt enn búi hann heima í Ástralíu. Babe hefur verið efst á lista George Millers yfir verkefni sem hann langaði til að ráðast í allt frá því að hann fyrst las sögu Bretans Dick King-Smiths, Fjár- svínið, fyrir 10 árum. Sögunni um smalasvínið Babe kynntist hann um borð í flugél. Þar var hann að hlusta á útvarp og heyrði gagnrýnanda lofa bókina í hást- ert og lesa hlæjandi útdrátt úr sögunni. Eftir að Miller hafði nælt sér í bókina og lesið söguna festi hann kaup á kvikmyndarétti eftir henni. „Eg veit. Þetta er bara saga um dýr á bóndabæ en það BABE lætur kindahjörðina ekki komast upp með neitt múður. FJÁRSVÍNIÐ Babe og hin dýrin á bænum. er eitthvað epískt við hana, eitt- hvað sem kallaði svo á að þessi saga yrði sögð,“ segir Miller. „Dýrin virtust svo lifandi að mér fannst það þjóna sögunni best að nota lifandi dýr. Það kom aldr- ei til greina að gera teiknimynd." Þess vegna beið Miller þess þolinmóður að framfarir í tölvu- tækni og kvikmyndabrellum gerðu kleift að ráðast í gerð myndarinnar þannig að útkoman yrði trúverðug. Sá dagur kom árið 1993 þegar hann hófst handa við tökur á myndinni. Miller segist hins vegar aldrei hafa ætlað sér sjálfur að leik- stýra myndinni; segist ekki hafa treyst sér í það að láta 500 skepn- ur taka sig á taugum á degi hverjum. Þar kom Chris Noonan til sögunnar. Babe er fyrsta breiðtjalds- myndin sem Chris Noonan leik- stýrir en afurðir hans eru íslensk- um sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnar því hann leikstýrði framhaldsþáttunum. áströlsku um flótta japanskra stríðsfanga úr Cowra-fangabúðunum. Þá ÞESSIR þrír eiga hvað mestan heiður af gerð Babe. Frá hægri: George Miller framleiðandi, sem skrifaði handrit ásamt leik- stjóranum Chris Noonan, sem situr í miðju. Lengst til vinstri er yfirþjálfari dýranna, Karl Lewis Miller. þætti framleiddi George Miller. Þótt Noonan sé að stíga sín fyrstu skref í breiðtjaldsmynda- gerð er hann þrautreyndur kvik- myndagerðarmaður og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir heimild- armyndir. Auk fimm hundruð leikara kall- aði gerð myndarinnar á 500 dýr, flest þeirra kindur, en einnig ketti, hunda, hesta, kýr og end- ur. Þetta stóð, ásamt 200 tækni- mönnum, sló sér svo niður í 300 manna smábæ í auðnum Ástralíu og fór að kvikmynda söguna. Karl Miller heitir Bandaríkja- maður sem fékk það verkefni að halda utan um dýrahjörðina og þjálfa aðalleikarana í hlutverkin. Auk gríssins mæðir þar mest á fjárhundinum og fósturmóður- inni Fly, svo og Rex, öndinni Ferdinand, ánum Maa og Old Ewe, og kettinum sem alltaf leggur illt til mála og elur stöð- ugt á ótta Babe um að hann endi kannski ævi sína á jólaborð- inu inni á bóndabænum. Að frátöldum hundum, kúm og hestum voru dýrin tekin við fæðingu og sérstaklega alin upp til þátttöku í myndinni. Þar sem svínaræktendur nú- tímans leggja ofuráherslu á öran vöxt dýranna reyndist það hæg- ara sagt en gert að ráða í aðal- hlutverkið. Aðeins var hægt að notast við 16-18 vikna gamlan grís. Þess vegna tók ný stjarna við á þriggja vikna fresti meðan á kvikmyndagerðinni stóð og alls stóðu 48 grísir fyrir framan myndavélarnar og léku Babe. Grísirnir voru þjálfaðir upp í sex grísa hópum frá tveggja vikna aldri. Fyrstu tvær vikur þjálfunartímans fóru í að mynda náin tengsl milli þeirra og þjálfar- anna með stöðugri snertingu og atlotum, auk þess sem þjálfar- arnir gáfu grísunum úr pela. „Við urðum mamma þeirra, pabbi, systir og bróðir,“ segir Karl Miller. Á þriðju viku var farið að gefa grísunum fasta fæðu og kenna þeim að ef þau hlýddu skipunum heyrðist ákveð- ið hljóð og þau fengju gott að borða. Ef þau óhlýðnuðust uppskáru þau hins vegar bara þögn. Þriggja vikna grunnþjálfun af þessu tagi var fylgt eftir með Ijögurra vikna framhaldsnám- skeiði þar sem grísir hlutu þjálfun í þeim ákveðnu brellum sem leik- listin átti eftir að krefjast af þeim. Aðrar dýrategundir voru þjálf- aðar með svipuðum hætti og hver tegund fékk sitt auðkennis- hljóð sem þjálfararnir framköll- uðu þegar einhvers var krafist. Svín brugðust við smelli, sauðfé og endur við mismunandi flaut- um og hundar við rödd húsbónda síns. Það gefur því augaleið að það var ringulreið ríkjandi meðan á upptökum stóð því jafnskjótt og leikstjórinn gaf merki upphó- fust smellir, köll og hróp, sem urðu því háværari því betur sem dýrin létu að stjórn. Það hvort sagan um Babe gengi upp valt á því að hægt yrði að kenna grísnum að þjálfa sauðahjörð. Sérstakur sauðfjár- þjálfari var fluttur inn frá Nýja Sjálandi til að taka að sér þetta verkefni og sú samdi ballett fyrir sauðahjörð og grís sem hún kenndi skjólstæðingum sínum. Til þess að enginn sæi mun á grísunum 48 sem komu fram í hlutverki Babe var ákveðið að Babe fengi ýmis auðkenni sem drægju að honum athygli. Fyrst ber þar að telja örlitla hárkollu sem sett var á enni stjörnunnar auk þess sem augnhár gríssins voru lituð svört. Náttúrulegur ljós litur augnháranna kom í veg fyrir að fegprð augna gríssins fengi að njota sín og liturinn ásamt hárkollunni gáfu Babe persónueinkenni sem grísir búa annars venjulega ekki yfir. Með svipuðum hætti var unnið með önnur dýr sem við sögu komu. T.d. fékk öndin Ferdinand bauga undir augun í gjöf frá förðunar- meisturum. Ásamt þessu var staðið þannig að lýsingu og kvik- myndatöku að dýrin kæmu alls ekki fyrir sjónir eins og í venju- legri dýralífsmynd heldur sem persónur og leikendur í drama- tískri kvikmynd. Fólkið sem leikur í kvikmynd- inni, bóndinn á bænum, sem bandaríski leikarinn James Cromwell leikur, kona hans Esme, sem ástralska gamanleik- konan Magda Szubanski leikur, og ýmsir aukaleikarar, sem alls eru um 500 talsins og koma helst við sögu í hópatriðum, fara með um 20% þess texta sem fluttur er í myndinni. 80% samtalanna fara hins vegar fram milli tveggja dýra. Þótt dýrin geti framið ótrú- legar kúnstir eftir boði þjálfara sinna geta þau ekki talað. Þá eru notaðar vélrænar eftirlíkingar, sannkölluð tækniundur, fram- leiddar af færustu brellumeistur- um og þannig að engu er líkara en dýrin mæli af munni fram því eftirlíkingarnar eru svo vel úr garði gerðar að uppi á hvíta tjald- inu getur enginn þekkt muninn á þeim og lifandi fyrirmyndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.