Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STAÐA RIKIS- BANKANNA Björgvin Vilmundarson, for- maður bankastjórnar Lands- banka íslands, lýsti þeirri ákveðnu skoðun á ársfundi Landsbankans í fyrradag, að sameina ætti ríkis- viðskiptabankana, Landsbanka og Búnaðarbanka, í einn öflugan banka. Bankastjórinn sagði í ræðu sinni, að aðhalds- og hagræðingar- aðgerðir hefðu skilað sýnilegum árangri í bankanum á undanförn- um árum með fækkun starfs- manna og lækkun annars rekstrar- kostnaðar. Hins vegar væri það skoðun bankastjórnarinnar, að ekki yrði mikið lengra gengið í niðurskurði kostnaðar án þess að það færi að bitna á þjónustu við viðskiptamenn og samkeppnis- stöðu bankanna. Síðan sagði Björgvin Vilmund- arson: „Ríkisviðskiptabankarnir hafa í gegnum árin byggzt upp sem þjónustufyrirtæki með það fyrir augum að veita atvinnufyrir- tækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum sem víðtækasta bankaþjónustu og sem víðast um landið. Það fyrirkomulag að reka mörg útibú dreift um landið er kostnaðarsamt og það sparifé, sem þar er veitt viðtaka og ávaxtað, verður því dýrt útlánafé. Vextir af því þurfa, auk ávöxtunar til eig- enda sinna, að skila bönkunum vaxtamun til að mæta rekstrar- kostnaði. Landsmenn og þá ekki sízt fólk á landsbyggðinni hljóta að spyrja sig, hvort það sé æskileg þróun að það dragi verulega úr bankaþjónustu á landsbyggðinni. Ég tel, að gæta verði að þessu við endurskipulagningu á bankakerf- inu.“ í framhaldi af þessum ummæl- um spurði formaður bankastjórnar Landsbankans hvernig hægt væri að ná jiessum markmiðum og sagði: „Ég er þeirrar skoðunar, að það sé unnt og þá með því að sam- eina ríkisviðskiptabankana, Bún- aðarbanka íslands og Landsbanka íslands, í einn öflugan banka. Með því næst fram sú hagræðing í bankakerfinu, sem ítrekað hefur verið rætt um og nauðsyníegt er að verði að raunveruleika, samn- hliða því að tii verði stór og öflug- ur banki, sem getur sinnt þörfum einstaklinga og íslenzks atvinnu- lífs hvar sem er á landinu." Þetta er í fyrsta sinn, sem svo ákveðnum sjónarmiðum er lýst af hálfu bankastjórnar Landsbank- ans um þróun og framtíðarupp- byggingu bankakerfisins hér. At- hyglisvert er, að bankastjórinn tel- ur, að með sameiningu þessara tveggja banka megi ná fram einum milljarði króna í sparnaði. Hins vegar er ekki óeðlilegt að spurt sé, hvort sameining þessara tveggja banka í einn, þannig að hér verði einungis starfandi tveir viðskiptabankar auk sparisjóð- anna, leiði til þess að samkeppni 1 OO ÉG Á JL 4íjO*margar góðar minningar um þá sem ég hef átt samtöl við í gegnum tíðina en sum þessara samtala hafa verið birt í ritröðinni M-samtöl. Og þó er margt óbirt. Ég minnist ekki sízt sjómanna sem höfðu marga fjöruna sopið og voru stolt stéttar sinnar; einnig alþýðuskálda sem voru full- trúar • ódrepandi menningar sem nútíminn hefur reynt undir drep að ganga af dauðri. Það má vel vera að einhvem tíma gefist tækifæri til að minna aftur á þetta alþýðufólk sem var svo vel að sér í lífsbarátt- unni, átti svo langa og giftudijúga samleið með náttúruöflunum og var svo nálægt þeirri guðdómlegu kviku sem við köllum ævinlega til vitnis um líf mannsins ájörðinni ogþroska hans að það var á við margar guð- fræðideildir að hlusta á reynslu þess og sögu. Alþýðuskáldin voru ekki síður uppspretta þess fagnaðar sem minnir okkur á göngurnar miklu um öræfi íslenzkra harm- kvæla án þess nokkum tíma láta deigan síga eða varpa fyrir róða þeim verðmætum sem eru einkenni okkar og áskomn. Ég minnist Hjálmars frá Hofi og Andrésar Valbergs og þá ekki síður Péturs Jakobssonar sem var einhvers kon- ar skáld og tók það hlutverk sitt svo alvarlega að hann taldi sér skylt að gagnrýna ástarkvæði Tómasar Guðmundssonar og veita honum það aðhald sem íslenzkur misskiln- ingur hefur ævinlega veitt sínum beztu skáldum. Ég hafði fordóma gagnvart Pétri Jakobssyni þangað- til ég kynntist honum persónulega og átti við hann samtal sem birtist í Morgunblaðinu á sínum tíma. Hann var óborganlegt fyrirbrigði ef svo mætti segja og ég hafði sér- staka ánægju af að kynnast honum og koma honum til skila á síðum Morgunblaðs- ins. Margir voru þessir menn frábærlega vel gerðir til sálarinnar og kunnu að meta verðmæti þótt þeim gæti orð- ið á í messunni einsog dæmið um Pétur Jakobsson sýnir svo ótvírætt. En þeir áttu arfleifð sem dugði þeim vel og þeir kunnu að rækta öðrum fremur, það var arfleifð ís- lenzkrar braglistar; það var arfleifð stökunnar sem reis af rímnahefð- inni einsog fyrirheit þeirrar andlegu ræktunar sem hefur dugað okkur bezt. Við getum minnzt á þá síðar við gott tækifæri, þessa menn sem margir héldu að væru í hlutverki geirfuglsins en voru þó miklu frem- ur hlekkur í samhengi þess íslenzka veruleika sem er ævintýri líkastur. í tengslum við þessa fulltrúa langgróinnar íslenzkrar menningar og dálítið á skjön við þá voru svo aðrir ræktaðri fagurkerar sem kunnu tökin á viðfangsefni sínu með þeim hætti að aðdáun hlýtur að vekja. Ég átti á sínum tíma einn- ig samtal við einn þeirra, Guðmund Sigurðsson revíuhöfund, sem var eftirminnilegur áhrifavaldur í ís- lenzku skemmtanalífi og mikils metinn á þeim vígstöðvum. Ég tal- aði oft við hann og hann stappaði í mig stálinu í baráttunni við heims- kommúnismann! Samt héldu flestir hann væri í aðra röndina eitthvað á vegum þessa sama kommúnisma en það var misskilningur. Það var eiginlega einn þáttur þeirrar skemmtunar sem Guðmundur Sig- urðsson og félagar stóðu fyrir í þjóðfélaginu á erfíðum tímum stal- ínismans og kjarnorkukuldans. Ég mundi eftir Guðmundi frá því ég var drengur á Hávallagötu 49 en HELGI spjall verði nánast engin á bankamark- aðnum hér og að viðskiptavinir eigi of fárra kosta völ. Slíkar áhyggjur hafa komið fram á und- anförnum árum m.a. vegna sam- einingar fjögurra viðskiptabanka í Islandsbanka, sem leiddi til þess að eftir stóðu þrír viðskiptabankar í stað sjö áður. Svar Björgvins Vilmundarsonar er, að slíkur banki væri ekki stór í fjölþjóðlegu um- hverfi og menn verði að taka af- stöðu til þess, hvort þeir vilji, að hér sé til öflugur innlendur banki, sem geti tekizt á við gjörbreyttar aðstæður. Að auki má benda áþrennt, sem á að draga úr áhyggjum af því, að sameining þessara tveggja banka leiddi til of lítillar sam- keppni. í fyrsta lagi er Ijóst, að sparisjóðirnar eru að stórefiast og má í því sambandi benda á nánast ótrúlega innlánsaukningu í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis á síðasta ári. í öðru lagi fer ekki á milli mála, að breiddin á fjár- magnsmarkaðnum hefur aukizt verulega á undanförnum árum. Þeir sem þurfa á þjónustu banka að halda geta nú bæði leitað út á innlendan fjármagnsmarkað og auk þess leitað eftir viðskiptum við erlenda banka. í þriðja lagi er ekki óhugsandi, að hér rísi nýr einkabanki, sem rekinn yrði í öðru formi en núverandi viðskiptabank- ar. Á undanförnum mánuðum hafa verið settar fram hugmyndir um sto'fnun heildsölubanka, sem sinnti einungis stærri viðskiptavinum og gæti starfað með minni vaxtamun en þeir bankar, sem nú eru starf- ræktir. í fjórða lagi má nefna hug- myndir um að breyta fjárfesting- arlánasjóðum i einn fjárfestingar- banka. Eitt leiðir af öðru og sam- eining ríkisviðskiptabanka getur auðveldlega hraðað slíkri þróun. Þau sjónarmið, sem bankastjórn Landsbankans hefur nú sett fram um framtíð ríkisviðskiptabank- anna hljóta að verða ríkur þáttur í þeim umræðum, sem augljóslega fara fram á næstu mánuðum um breytingu bankanna í hlutafélög og einkavæðingu þeirra í fram- haldi af því. hann bjó á Hávallagötu 44 en ég tel það hús fyrstu kommúnuna á íslandi og þekkti vel til þess í stríð- inu þegar við sóttum þangað epla- kökur til frú Miller að selja setulið- inu í bröggunum. Guðmundur var að sjálfsögðu eitthvað á vegum Steins Steinars eins og allir þeir sem áttu eitthvað undir sér á þeim árum. En við kynntumst síðar og þá skrif- aði ég samtal við Guðmund Sigurðs- son sem birtist í Morgunblaðinu en hefur ekki komizt á æðra plan í bókmenntasögunni þótt ekki hafi það verið honum að kenna heldur því að mér tókst ekki betur upp en raun ber vitni að koma honum til skila. Það er ekki auðhlaupið að því að lýsa mönnum eins og Guðmundi Sigurðssyni með þeim hætti að telja megi bókarhæft. Og það tókst mér ekki. En ég hlýt að hafa fengið einn fyrir viðleitni hvaðsem öðru líður. Og nú minnist ég Guðmundar með hlýju og sérstakri virðingu. Og þá ekki síður þakklæti fyrir góð kynni og eftirminnileg. Og sem ég hugsa til hans á þessum síðustu og verstu tímum er ekki úr vegi að benda á hve eftirminnilegt skáld hann var, eða öllu heldur hve snjall gaman- vísnahöfundur hann var og sígildur — og kalla ég til vitnis um það lít- ið ljóð sem hann orti á sínum tíma, en fjallar í raun og veru um okkar tíma — og er svohljóðandi: Hverflyndi í Vesturbænum átti ég forðum fyrstu sporin við fógru sólarlögin og rauðmagann á vorin, en tryggð vor, hún er afstæð og verður flest að falli. Fagrar heyrði ég raddimar úr Langholts- prestakalli. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. marz ISTÓRUM DRÁTTUM MÁ segja, að umræður um þjóðfé- lagsmál á Vesturlöndum á þess- um síðasta áratug aldarinnar hafi snúizt um það, hvernig hægt væri að vinda ofan af velferðarkerfinu, sem byggt hefur verið upp í flestum þess- ara ríkja á seinni helmingi aldarinnar. Það er dálítið mismunandi eftir ríkjum, hvenær umræðurnar hafa byijað en stjórnmála- átök í þessum ríkjum hafa að langmestu leyti beinzt að velferðarkerfinu og sam- drætti þess. Á undanförnum mánuðum hafa átök um velferðarkerfið verið mest áberandi í Frakklandi, þar sem ný ríkisstjórn hægri manna hefur ráðizt til atlögu við ofvöxt þess, sem leiddi til víðtækra mótmæla og verkfalla í landinu fyrir nokkrum mánuð- um. Þýzka ríkisstjórnin stendur efnislega frammi fyrir sama vanda, þótt burðir Þjóð- verja séu meiri til að standa undir ótrúlega umfangsmiklu velferðarkerfi, sem þeir hafa byggt upp frá stríðslokum. Það hefur verið meginverkefni í sænskum stjórnmál- um undanfarin ár að draga saman seglin á þessu sviði. Hér á íslandi hafa þessar umræður fyrst og fremst snúið að heilbrigðisgeiranum. Stjórnvöld hafa staðið frammi fyrir og standa frammi fyrir þeim veruleika, að ekki eru lengur til peningar í almannasjóð- um til að standa undir heilbrigðiskerfinu eins og það hefur verið byggt upp og gífur- legum kostnaðarauka í því frá ári til árs. Þess vegna hafa aðgerðir ríkisstjórna und- anfarin ár beinzt að því að láta þá, sem þjónustunnar njóta, borga meira af þessum kostnaði jafnframt því að veija þá, sem minnst mega sín fyrir þessum útgjalda- auka. Þótt átökin hér hafí snúizt að mestu um heilbrigðisgéirann hefur einnig verið tekið til hendi á tryggingasviðinu og þá fyrst og fremst á þann veg að tekjutengja greiðslur almannatrygginga þannig að greiðslur úr tryggingakerfinu hafa verið skertar til þeirra, sem hafa hærri tekjur. Það sem við hinum almenna borgara blasir er eftirfarandi: hann þarf að borga meira en áður fyrir heilbrigðisþjónustu og hann fær minna út úr tryggingakerfinu. Til viðbótar hefur svo komið nýr þáttur sem er sá, að trygging fyrir áhyggjulausu ævikvöldi, sem fólk hefur talið felast í líf- eyrissjóðakerfinu, er ekki eins mikil og menn áttu von á. Skýringin á síðastnefnda atriðinu er ekki sú, að lífeyrissjóðir hafí blekkt félagsmenn sína. Þá má hins vegar gagnrýna fyrir að hafa ekki miklu fyrr tekið upp virkari upplýsingamiðlun til sjóðsfélaga um réttindi þeirra. Almennar umræður í samfélaginu hafa hins vegar verið með þeim hætti, að fólk hefur gert sér meiri vonir um lífeyrisgreiðslur úr sjóð- unum, en raun hefur á orðið. Almennur niðurskurður velferðarkerfis- ins og takmarkaðri greiðslur úr lífeyris- sjóðum en væntingar voru um valda því, að hinn almenni borgari þarf að hugsa meira um að tryggja sjálfur eigin hag, þegar komið er á eftirlaunaaldur. Þetta eru ný viðhorf en það þarf ekki að líta svo á, að þessi þróun sé neikvæð. Á hinn bóg- inn er ljóst, að það kostar peninga að tryggja eigin hag síðar á ævinni og að- staða fólks til þess getur verið misjöfn. Þeir sem búa við lægstar tekjur hafa ekki mikið aflögu til að kaupa tryggingu fyrir góðri afkomu í ellinni. Markaðurinn hefur hins vegar í vaxandi mæli svarað þeim nýju kröfum, sem kom- ið hafa fram á sama tíma og velferðarkerf- ið er að dragast saman. Við hlið hinna almennu lífeyrissjóða hafa byggzt upp svonefndir séreignasjóðir, sem eru lífeyris- sjóðir í öðru formi, þ.e. iðgjaldagreiðslur eru lagðar inn á sérreikninga hvers fé- laga. Þessir sjóðir hafa þanizt út á undan- förnum árum. Og nú á síðustu mánuðum hafa erlend tryggingafélög hazlað sér völl hér á landi og bjóða upp á enn einn kost, sem eru svonefndar söfnunartryggingar. Starfsemi erlendu tryggingafélaganna er ávöxtur af aðild okkar að EES, en með þeim samning- um skuldbundum við okkur til þess að leyfa slíka starfsemi hér á landi. íslenzku trygg- ingafélögin standa því frammi fyrir nýrri samkeppni en erlendu tryggingafélögin fara bersýnilega varlega í að hefja sam- keppni við þau á hefðbundnum trygginga- sviðum en bjóða í þess stað nýja tegund þjónustu, sem hefur verið lítt þekkt hér fram til þessa. Það skiptir verulegu máli að vekja fólk til vitundar um þessar breytingar. Ákvarð- anir, sem ungt fólk tekur nú ráða úrslitum um afkomu þess eftir 30-40 ár en fólk á miðjum aldri, sem byggir eftirlaun sín ein- ungis á hefðbundnum lífeyrissjóðum, getur einnig gert ráðstafanir til þess að styrkja stöðu sína, þegar fram líða stundir. FORSVARSMENN almennu lífeyris- sjóðanna eru við- kvæmir fyrir um- ræðum af þessu tagi og telja að sér og þeim stofnunum, sem þeir veita for- stöðu, vegið. Þeir hafa rétt fyrir sér að nokkru leyti vegna þess, að kannski hefur ekki öll sagan verið sögð. Fyrir nokkru voru nefnd hér í Reykjavík- urbréfi tvö dæmi um lífeyrisgreiðslur til tveggja einstaklinga, sem höfðu verið fé- lagsmenn annars vegar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna frá stofnun hans og hins vegar í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Lífeyrisgreiðslur til þeirra voru á bilinu 60-80 þúsund krónur á mánuði. Morgunblaðið hefur fengið þá ábend- ingu frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, að auðvitað skipti máli af hvaða launum ið- gjöld eru greidd. Sem dæmi má nefna, að ef iðgjöld eru greidd til Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna í 40 ár af 100 þúsund króna Iaunum nema lífeyrisgreiðslur á mánuði, ef taka lífeyris hefst við 67 ára aidur, rétt tæpum 60 þúsund krónum en 72 þús- und krónum, ef taka lífeyris hefst þegar sjóðfélagi er sjötugur. Ef hins vegar greitt er af 200 þúsund króna mánaðarlaunum er mánaðarlegur lífeyrir 144 þúsund krón- ur við sjötíu ára aldur og ef greitt er af 300 þusund krónum er mánaðarlegur líf- eyrir við sjötíu ára aldur 216 þúsund krón- ur. Þetta er auðvitað nauðsynlegt að komi fram vegna þess, að líklegt má telja, að framan af hafí fólk borgað iðgjöld af grunnlaunum eða einhveijum lágmarks- launum en það hefur áreiðanlega breytzt hin seinni ár þannig að nú er meira um það að greitt sé af öllum launum. Þessar tölur sýna, að félagsmenn í al- mennu lífeyrissjóðunum geta tryggt sér góðan lífeyri á elliárum með því að borga iðgjöld af heildarlaunum í sjóðina en þess eru áreiðanlega ekki mörg dæmi um þá, sem nú eru komnir á eftirlaun og fá líf- eyri greiddan úr almennum lífeyrissjóði, þótt dæmi séu um slíkt. Þeir sem eru hins vegar að hefja sinn starfsferil eiga augljós- lega þann kost að safna slíkum lífeyrisrétt- indum í almennum lífeyrissjóði á fjögurra áratuga tímabili og geta þá gert saman- burð á þeim kosti og öðrum, sem fyrir hendi eru. Vafalaust kemur það hins vegar á óvart, hvað makalífeyrir er takmarkaður. í Lífeyrissjóði verzlunarmanna er makalíf- eyrir greiddur til maka látins sjóðfélaga í minnst 24 mánuði en lengur ef eitt af þremur skilyrðum er uppfyllt. í fyrsta lagi að maki sé fæddur fyrir 1945 en þó lækk- ar lífeyrir, ef maki er fæddur eftir 1925. í öðru lagi, ef yngsta barn sjóðfélaga er 22 ára eða yngra og í þriðja lagi, ef maki er öryrki. Auðvitað er ljóst, að iðgjald er greitt af launum eins sjóðfélaga en ekki tveggja og þess vegna má segja, að það sé rökrétt, að lífeyrisgreiðslur til maka falli niður að ákveðnu tímabili liðnu. En ekki er ósennilegt, að það hafi verið nokk- uð almennur skilningur fólks a.m.k. fram á síðustu ár eða þar til lífeyrissjóðirnir Staða al- mennu líf- eyrissjóð- anna rhSBHHBSÍH Morgunblaðið/RAX VIÐ SUÐURSTRÖNDINA urðu virkari í upplýsingamiðlun til félags- manna sinna, að réttindi maka væru víð- tækari. Þetta þýðir hins vegar, að ef maki er ekki útivinnandi og hefur af þeim sökum ekki aflað sér sjálfstæðra lífeyrisréttinda, þarf fólk að gera aðrar ráðstafanir til þess að tryggja afkomu maka að sjóðfélaga látnum. I tilviki yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaðnum í dag er meginreglan áreiðanlega sú, að báðir aðilar vinna úti og afla sér báðir lífeyrisréttinda en það á ekki endilega við um þá, sem eru á miðjum aldri, og hjá því fólki, sem nú er á eftir- launaaldri, eru áreiðanlega fleiri makar, sem hafa ekki áunnið sér sjálfstæð réttindi. Hér kemur munurinn á almennu lífeyris- sjóðunum og séreignasjóðunum greinilega fram. Séreignasjóðirnir eru eins og áður sagði þannig upp byggðir, að iðgjalda- greiðslur í þá eru lagðar inn á sérstakan reikning á nafni sjóðfélaga. Sú inneign, sem þar verður til með iðgjaldagreiðslum og vaxta- og verðbótatekjum, er séreign þessa sjóðfélaga, sem hann getur tekið út á 10 árum eftir 60 ára aldur. Þessi séreign ,erfist hins vegar við lát sjóðfélaga, hvort sem er til eftirlifandi maka eða barna. Á þessu er auðvitað grundvallarmunur. Á móti kemur hins vegar, að þegar sjóðfélag- inn hefur tekið alla inneign sína út á hann engin frekari réttindi í sjóðnum. Félags- maður í almennum lífeyrissjóði getur hins vegar gengið út frá því sem vísu, að hann fær lífeyrisgreiðslur til dauðadags, jafnvel þótt þeir fjármunir, sem hann hefur greitt inn í sjóðinn, séu löngu búnir. Þetta geta sjóðirnir gert vegna þess, að réttindi sjóð- félaga erfast ekki eins og í séreignasjóðun- um. Það eru því ýmsir kostir í almennu lífeyr- issjóðunum, sem ekki fylgja séreignasjóð- unum, en hinum síðarnefndu fylgja einnig kostir, sem ekki er að finna í almennu sjóðunum. Hver og einn hlýtur að meta; hvað honum og hans fjölskyldu hentar. I sumum tilvikum kunna hagsmunir að vera þeir að vera einungis þátttakendur í al- mennum sjóði en í öðrum að eignast rétt- indi í báðum tegundum lífeyrissjóða. Það er til marks um þróunina í þessum efnum, að á árunum 1992-1994 jókst hrein inn- eign í séreignasjóðunum um 105% en í öllum lífeyrissjóðum landsmanna að meðal- tali um 15% á milli áranna 1992 og 1993. Söfnunar- ti'yggingar NÚ HEFUR ÞRIÐJI möguleikinn komið til sögunnar, sem eru hinar svo- nefndu söfnunar- tryggingar, sem lengi hafa þekkzt erlend- is en eru minna þekktar hér. Kjarni þeirra er sá, að einstaklingur gerir samning við tryggingafélag, sem getur staðið áratug- um saman um að greiða ákveðna fjárhæð til félagsins í hveijum mánuði, sem það sér um að ávaxta og tekur að sjálfsögðu ákveðna þóknun fyrir. Líftrygging að ákveðinni fjárhæð-er hluti þessa samn- ings. Við lok samningstímans greiðist hið uppsafnaða fé ásamt vöxtum út. Auk líf- tryggingar, sem fylgir slíkum samningi, bjóða félögin upp á ýmsar tegundir trygg- inga vegna sjúkdóma. Séreignasjóðirnir, sem hér starfa, bjóða nú einnig upp á líftryggingar, sjúkdóma- tryggingar og ýmsar aðrar áþekkar trygg- ingar. Þijú erlend tryggingafélög eru virk á markaðnum hér og bjóða söfnunartrygg- ingar, þ.e. þýzka tryggingafyrirtækið All- ianz, sem hefur opnað hér skrifstofu, og brezku tryggingafyrirtækin Sun Life og Friends Provident. Allt eru þetta þekkt, virt og traust tryggingafélög. Eitt íslenzkt tryggingafélag býður einnig söfnunar- tryggingar af svipaðri tegund og erlendu tryggingafélögin en það er Samlíf, sem er í eigu Sjóvá-AImennra og Tryggingamið- stöðvarinnar. Það sem hér er að gerast er í stuttu máli það, að samhliða því, að almanna- tryggingakerfið er að draga saman seglin og heilbrigðiskerfið að hækka þjónustu- gjöld með ýmsum hætti er hinn fijálsi markaður að koma til skjalanna og bjóða fólki upp á þjónustu og tiyggingar í stað þeirrar skerðingar, sem er að verða hjá velferðarkerfinu. I þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa tvennt í huga: hér er um mjög flókin mál að ræða og þarfir einstaklinga mis- munandi. Þeir þurfa því leiðbeiningar sér- fróðra manna til þess að átta sig á því hvað hentar hagsmunum þeirra bezt. Þar koma tryggingafélögin að einhveiju leyti sjálf til sögunnar en einnig ný stétt trygg- ingamiðlara, sem hefur verið nánast óþekkt hér en er nú að verða til. Jafn- framt er augljóst, að sterkt eftirlit þarf að vera með þessari starfsemi vegna þess, að hér eru miklir hagsmunir í húfi. Hins vegar er ljóst, að frá þjóðfélags- legu sjónarmiði er mikilvægt að fólk geri snemma á lífsleiðinni ráðstafanir til að tryggja afkomu sína á efri árum. Eftir því, sem hinum öldruðu fiölgar verður þýðingarmeira, að hver einstaklingur standi sjálfur undir afkomu sinni á efri árum með þeim ráðstöfunum, sem hann gerir á starfsævi sinni í því skyni. Þá verða heldur engar ásakanir hafðar uppi um það, að hinir eldri ætlist til þess að þeir, sem búa við fullt starfsþrek, sjái fyrir þeim. Og einmitt af þessum sökum er ástæða til að hið opinbera ýti undir það með skattalegum ráðstöfunum að sem flestir geti með þeim aðgerðum, sem henta hags- munum þeirra, tiyggt sér viðunandi af- komu að starfsævinni lokinni. Það er alveg ljóst, að sú þróun, sem orðið hefur á undan- förnum árum, að bætur almannatrygginga hafa verið skertar og þjónustugjöld í heil- brigðisgeiranum hafa verið hækkuð, held- ur áfram. Hinn kosturinn er sá að stór- hækka skattaálögur á landsmenn. Nú þeg- ar hefur verið gengið of langt í þeim efn- um og kjósendur munu ekki samþykkja að lengra verði gengið. Þess vegna eiga stjórnmálamennirnir engra kosta völ: þeir verða að halda áfram að draga úr greiðsl- um til þeirra, sem þurfa hvort sem er ekki á þeim að halda en um leið hvílir á þeim sú skylda að tryggja betur stöðu hinna sem minna mega sín. Það er þess vegna mál ríkisstjórnar og Alþingis að skapa eðlileg og jákvæð skil- yrði fyrir því, að sú þróun í átt til aukinn- ar fjölbreytni í lífeyrismálum, sem aúgljós- lega er hafin, geti gengið hindrunarlaust fyrir sig. Það er hagsmunamál fyrir þjóðfé- lagið allt en ekki sízt yngstu kynslóðirnar, sem hafa nú margfalt betri og fleiri tæki- færi til að tryggja hag sinn og barna sinna en áður var kostur á. samhliðaþví, að almannatrygg- ingakerf ið er að draga saman segl- in og heilbrigðis- kerfið að hækka þjónustugjöld með ýmsum hætti er hinn frjálsi markaður að koma til skjal- anna og bjóða fólki upp á þjón- ustu og trygging- ar í stað þeirrar skerðingar, sem er að verða hjá velferðarkerf- inu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.