Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MIIMIMIIMGAR ASTA SIGURÐAR- DÓTTIR PROVANCE + Ásta Sigurðar- dóttir Provance fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 13. janúar 1914. Hún lést á heimili sínu í Bandaríkjunum 18. febrúar síðastlið- inn. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Lóu Belindu og Susan. Ásta var einstakur persónuleiki og góðum hæfileikum gædd sem hún kunni vel með að fara. Hún stefndi ávallt að því að miðla því sem auðnaðist til þeirra sem minna máttu sín í lífinu. Störf hennar voru mikil og góð. Þau hjónin slitu sambúð þegar dætur þeirra voru enn ungar að aldri. Ásta lét aldrei bugast og kom báðum dætrum sínum til mennta. Hún eignaðist yndislegt heimili þar sem ríkti ávallt kærleikur, friður og gleði. Ásta var sólskinsbarn og gleði- giafi, bros hennar var svo gef- andi. Hún var ein af þeim sem brosti í gegnum tárin. Til að stytta mál mitt ætla ég ekki að rifja upp samverustundir okkar systra heima á Fróni. Mig langar fyrir hönd Ástu að þakka frændfólki hennar og þá sérstaklega ást- úðlegri vinkonu henn- ar sem reyndist henni sem sólargeisli bæði heima og heiman. Elsku Lóa mín, við systur þökkum þér af alhug þína tryggð. Guð blessi ykkur öll. Ástkæra systir okkar, þá kveðjum við syst- urnar þig ásamt mök- um okkar og þökkum þér ógleymanlegar samverustundir hér heima. Bros þitt mun búa með okkur alla tíð. Við felum þig algóð- Ég krýp við fótspor frelsarans, [ fátækt minni og trú. Ég sé hann binda blómakrans, þann blómakrans átt þú. Guð elskar blessuð börnin sín, sem birtu tendra á jörð. Hann leitar einnig inn til þín í fylgd með englahjörð. Nú horfin ertu hetja stór, í himnankisdýrð. Þér yfir syngur englakór, í örmum þeirra býrð. Hrefna Sigurðardóttir. MARGRET KRIST- JÁNSDÓTTIR + Margrét Kristjánsdóttir fæddist á Vöðlum í Önund- arfirði 3.febrúar 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 20. febrúar siðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Bústaða- kirkju 1. mars. Mig langar að minnast stuttlega Margrétar Kristjánsdóttur, tengdamóður bróður míns, en hún er látin eftir langvarandi veikindi. Ég minnist Margrétar sem at- orkumikillar, hlýlegrar og gestris- innar konu. Heimili hennar í Skip- holtinu var um árabil gististaður ^jjiinn og systkina minna þegar við áttum leið til Reykjavíkur. Þegar ég hóf síðan nám í Háskóla ís- lands fékk ég leigt herbergi hjá Margréti. Ekki var leigan nú há en gestrisnin framúrskarandi. Margir vina minna höfðu áhyggjur af þessu, hvort mér myndi líka vel svona inni á heim- ili eldri konu. En Margrét hafði þann einstaka hæfileika að vera alltaf til staðar en samt aldrei af- skiptasöm. Hvort sem ég var að vaka fram eftir við að lesa undir próf eða kom seint heim eftir ball kippti hún sér aldrei upp við neitt. Viðkvæði hennar var alltaf: „Þú hefur bara þína hentisemi.“ Stuttu síðar flutti Margrét ásamt dóttur sinni Jóhönnu og fjöl- skyldu hennar upp í Grafarvog. Hún hætti störfum hjá Opal og fór á eftirlaun. Eftir það hrakaði heilsu hennar mjög hratt, svo hratt að ég þekkti hana ekki fyrir sömu manneskju milli heimsókna minna til Jógu og Bjarna. Því fínnst mér að ég hafi aldrei fengið almenni- lega tækifæri til að kveðja hana og þakka henni fyrir hlýhuginn sem hún veitti mér þetta fyrsta ár mitt í Reykjavík. Ég vil hér með þakka henni innilega fyrir og kveðja hana með hlýhug um leið og ég votta ættingjum hennar mína dýpstu samúð. Guðrún Jónsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar - greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er iögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. íslendingar fjar- lægðust toppinn skák Skákmiöstöúin Faxafcni 12 REYKJAVÍKURSKÁK- MÓTIÐ 2.-10. MARS Siðasta umferðin hefst í dag kl. 13. Aðgangur ókeypis fyrir áhorfendur. ÞAÐ blés ekki sérlega byr- lega fyrir íslensku þátttakendun- um á Reykjavíkurskákmótinu í föstudagskvöldið. Jóhann Hjartar- son og Margeir Pétursson töpuðu fyrir Norðmönnunum Agdestein og Gausel, en þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétars- son gerðu jafntefli í sínum skákum við þá Tisdali, Noregi og Van der Sterren, Hollandi. Með jafnteflinu við Hannes hélt Tisdall forystunni og þeir Agde- stein og Predrag Nikolic eru nú í öðru til þriðja sætinu. Þeir Hannes og Helgi Áss deila nú fjórða sæt- inu með tveimur öðrum skák- mönnum, svo ekki er ennþá öll von úti. Helstu úrslit 7. umferðar: Hannes - Tisdall 'A-'A Hector - Nikolic 0-1 Agdestein - Jóhann 1-0 V.d. Sterren - Helgi Áss '/2-'/2 Gulko - Curt Hansen '/2— '/2 Rosentalis - Bronstein 'A-'A Margeir - Gausel 0-1 Conquest - Helgi Ól. '/«- '/2 Djurhuus - Borge 0-1 Raetsky - Lyrberg 1-0 Þröstur - de Kleuver 1-0 Andri Áss - Áskell 0-1 Bragi H. - Jón Garðar 0-1 V.d.Werf-E. Berg 1-0 Jón Viktor - Olsen '/2-'/2 Staðan eftir 7. umferð: 1. Jonathan Tisdall, Noregi 6 v. 2.-3. Simen Agdestein, Noregi og Pre- drag Nikolic, Bosníu 5'A v. 4.-7. Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ass Grétarsson, Einar Gausel og Nikolaj Borge 5 v. 8.-20. Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafs scm,- Þröstur Þórhallsson, Magnús Örn Úlfarsson, Jón Garðar Viðarsson, Curt Hansen, Danmörku, Eduardas Rosental- is, Litháen, Stuart Conquest, Englandi, Alexander Raetsky og Davíð Bronstein, báðir Rússlandi, Jonny Hector, Svíþjóð, Van der Sterren, Hollandi og Boris Gulko, Bandaríkjunum 4 'A v. 21.-26. Rune Djurhuus, Noregi, Mar- geir Pétursson, Patrick Lyrberg, Svíþjóð, Van der Werf, Hollandi, Askell Órn Kára- sor. og Arinbjörn Gunnarsson 4 v. 27.-39. Benedikt Jónasson, Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Halldórsson, Berg- steinn Einarsson, Sævar Bjarnason, Páll Agnar Þórarinsson og Erlingur Þor- steinsson, Emanuel Berg, Svíþjóð, Esther de Kleuver, Hollandi, Heini Öisen, Fær- eyjum, John C. Yoos, Bandaríkjunum, Lutz Pinkus, Þýskalandi, Per Andreasen, Danmörku 3 'A v. Röðun í næstsíðustu umferð: Á laugardagskvöldið áttu m.a. eftirtaldir að tefla saman: Nikolic og Tisdall, Gausel og Agdestein, Hannes Hlífar og Borge, Helgi Áss og Hector, Jóhann og Gulko, Curt Hansen og Raetsky, Jón Garðar og Rosentalis, Bronstein og Conquest, Magnús Örn og Van der Sterren, Helgi Ól. og Þröstur, Van der Werf og Margeir. Tvær fléttur frá mótinu Við skulum líta á tvær laglegar vinningsfléttur frá Reykjavíkur- skákmótinu, sem báðar leiða til þess að hvítur vinnur tvo menn fyrir hrók: Svart: Þröstur Þórhallsson Hvítt: Jóhann Hjartarson 25. Hxd5! - Rxcl Leiðir til vonlausrar stöðu, en hugmyndin með fléttunni sést eft- ir 25. - Hxd5 26. Rxh6+! - gxh6 (Eða 26. - Kf8 27. Dh7) 27. Bxd5 - Rxcl 28. Dg6+ - Kh8 29. Bc3+ og mátar. 26. Hxd8+ - Hxd8 27. Rxe7+ - Dxe7 28. Dxcl og það tók hvít 20 leiki að innbyrða vinninginn. Svart: Andri Áss Grétarsson ■ b c d • i g h Hvítt: Davíð Bronstein Svartur var að enda við að leika mjög óheppilegum leik, 18. - Rc5- e4?? og gamla kempan sá sér leik á borði og skildi drottninguna eft- ir í uppnámi: 19. Rxf5! - Rxd2 (eftir 19. - Dxf5 20. Bd3 tapar svartur manni) 20. Hxg7+ - Dxg7 21. Rxg7 - Kxg7 22. Kxd2 og hvítur vann fljótt á liðsmuninum. Margeir Pétursson Vilhjálmur Árnason Siðferðis- eða lagahugsun? í TILEFNI af athugasemd Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu föstudaginn 8. marz, .Siðferðis- eða laga- regla?“, langar mig til að taka fram eftirfarandi. Ég tek fylli- lega undir þau orð hans að regl- an um að hver maður skuli telj- ast vera saklaus þar til sekt hans er sönnuð sé bæði mikilvæg lagja- regla og þungvæg siðaregla. Ég er líka sammála lögmanninum um það að þessi regla eigi við í máli biskupsins. Leiðir okkar skilja hins vegar þegar kemur að því að beita þessari reglu. Jón Steinar virðist draga af henni tvær ályktanir um biskupsmálið. Annars vegar að reglan feli það í sér að biskup eigi alls ekki að segja af sér fyrr en sekt hans er sönnuð. Þessu er ég ósam- mála. Þótt Ólafur Skúlason eigi að sjálfsögðu að teljast saklaus unz sekt hans er sönnuð, þá duga þau rök honum ekki ein og sér í þessu máli. Biskupsemb- ættið hefur þýðingarmikla sér- stöðuog til þess eru gerðar mikl- ar siðferðiskröfur. Það má ekki leika vafi á heilindum og trúnaði þess manns sem gegnir slíku embætti. Af þessum ástæðum sem varða eðli málsins og emb- ættisins nægir ekki að hugsa málið lögfræðilega. Rök mín fyr- ir því að hann segi af sér vísa í það hann skorti orðið trúnað til að gegna þessu mikilvæga emb- ætti. Hin ályktunin sem lögmaður- inn dregur af þessari reglu og segir vera hinn siðferðilega þátt hennar er að fólk megi ekki láta ósannaðar sögusagnir móta af- stöðu sína. Undir þetta tek ég líka, þó með mikilvægum fyrir- vara. Það er ein lykilregla gagn- rýninnar hugsunar að láta ekki sannfærast án þess að hafa traust rök fyrir afstöðu sinni. Fólk kemst samt ekki hjá því að taka afstöðu í máli þar sem fram hafa komið röksemdir, þótt ekki sé um sannanir að ræða. Þetta á einkum við í siðferðismálum og stjórnmálum. Talsmenn biskups keppast nú við að halda því fram að málið snúist um að hreinsa hann af tilefnislausum aðdróttunum og hóta lögsókn gegn röngum sak- argiftum. En málið er ekki þann- ig vaxið. Um er að ræða rök- studdan grun um alvarlega bresti í fari biskups og það er sá grun- ur sem og viðbrögð hans og kirkjunnar við honum sem orsak- að hafa áðurnefndan trúnaðar- brest. (Það er til dæmis mikil- vægt í þessu sambandi að konan sem dró mál sitt til baka vegna þess að hún vildi ekki standa í fjölmiðladeilum hefur ekki dregið sögu sína til baka.) Þetta tel ég að sé nægileg ástæða til þess að ráðleggja biskupi að víkja, a.m.k. á meðan málið er kannað frekar, þótt það sé ekki nægileg ástæða til þess að láta sannfær- ast um sekt hans. Höfundur er dósent í heimspcki. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.