Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR STEINA ÞÓRA ÞORBJÖRNSDÓTTIR + Steina Þóra Þorbjörnsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 30. nóvember 1931. Hún lést á Landspítalanum 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Charl- otta Steinþórsdótt- ir, f. 1908, d. 1990, og Þorbjörn Þórð- arson, f. 1907, d. 1976, málarameist- ari í Reykjavík. Charlotta var dótt- ir Steinþórs Magn- ússonar vitavarðar í Elliðaey á Breiðafirði og konu hans Diljár Magnússonar Eyjólfs- sonar frá Lykkju á Kjalarnesi. Þorbjörn var sonur Höllu Bjarnadóttur (af Fremri- Hálsaætt) og Þórðar Guð- mundssonar sjómanns af borgfirskum ættum. Systkini Steinu Þóru eru: Halla Þor- björnsdóttir læknir í Reykja- vík og Hilmar Þorbjömsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Steina Þóra giftist 20. júní 1953 eftirlifandi manni sínum Benny Hrafni Magnússyni vél- stjóra f. 2. okt. 1925 í Soborg á Sjálandi. Þau eign- uðust þijú börn. Þau eru: 1) Björn, rafmagnsverk- fræðingur, f. 17. okt. 1954, hans kona er Sólveig Björk Jónsdóttir og eiga þau soninn Heimi Þór. 2) Mar- ía, kennari, f. 15. maí 1957, hennar maður er Jón Val- ur Frostason kennari, þeirra börn eru Eyrún, Diljá og Tjörvi. 3) Þóra, líffræðingur, f. 25. nóv. 1963, hennar maður er Skúli Þór Magnússon, mat- vælafræðingur, þeirra börn Guðrún Rósa og Steinþór. Steina Þóra var gagnfræð- ingur frá Ingimarsskóla og tók landspróf. Ásamt hús- mæðrastörfum vann hún við verslunarstörf. Útför Steinu Þóra fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 11. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Móðir okkar, + AVONA JENSEN, Furugerði 1, lést 6. mars. Börn hinnar látnu. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS JÓNSSONAR fyrrv. framkvœmdastjóra, Reynimel 94. Magnea Haraldsdóttir, Jón Baldvinsson, Elfn Möller, Baldvin Baldvinsson, Ása Hildur Baldvinsdóttir, Vagn Boysen, Sigrún Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum þeim, sem heiöruðu minningu og sýndu okkur samúð, vin- áttu og hlýhug við fráfall bróður okkar, EGGERTS ÓLAFSSONAR, Laugavegi 9, Varmahlíð. Valgerður Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigfús Helgason, Sigurbjörg Helgadóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Hamraborg, Mosfellsbæ. Vffill Oddsson, Katrfn Gústafsdóttir, Ketill Oddsson, Hlfn Árnadóttir, Þengiil Oddsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Ólafur H. Oddsson, Kristfn Sigfúsdóttir, Guðrfður Steinunn Oddsdóttir, Þorsteinn Broddason, Jóhannes V. Oddsson, Þóra Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fáein orð að leiðarlokum elsku- legrar frænku minnar Steinu Þóru sem kvatt hefur þennan heim eftir erfíð veikindi. Margs er að minn- ast, hugurinn reikar til æskuár- anna er við komum saman á jólum og tyllidögum á hið stórglæsilega heimili Charlottu frænku og Þor- bjarnar á Spítalastíg 8 og á Þórs- götu 1 í Reykjavík. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að hitta frændsystkin sín og aðra ættinga. í þá daga var farið í leiki og spilað á spil og fullorðna fólkið tók þátt í því með okkur. Og voru frænkur okkar Ágústa og Ingibjörg óþreyt- andi við að leika við okkur. Þær voru okkur afar kærar alla tíð. Ég kynntist vel bemskuheimili frænku minnar hennar Steinu Þóru, er ég var þar í fæði hjá þeim Charlottu og Þorbimi eins og það var kallað, þegar ég var við nám og vinnu í Reykjavík. Mér var tek- ið eins og ég væri ein af þeim. Síðan þá hef ég átt þau að góðum vinum. Oft varð vík milli vina, en alltaf eins og það væra bara fáein- ir dagar þegar við hittumst. Þá miðluðum við hvert öðra upplýs- ingum um hagi hvert annars. Ég mun alltaf minnast Steinu frænku minnar sem gleðigjafa, það var alltaf sólskin í kringum hana, þó veðrahamur væri úti. Þannig er hún frænka mín í mínum huga. Maður varð alltaf að betri manni eftir að hafa hitt hana. Að leiðar- lokum þakka ég frænku minni fyr- ir samfylgdina gegnum árin. Á þessari hinstu kveðjustund sendi ég og fjölskylda mín honum vini mínum Benny Hrafni, börnum hans, barnabömum og öðram ætt- ingum samúðarkveðjur. Klara Kristjánsdóttir. Okkur langar til að skrifa örfá kveðjuorð um elskulega tengda- móður okkar, hana Steinu Þóra, sem er látin eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Það era góðar minningar sem fara um huga okkar þegar minnst er Ömmu-Steinu, eins og barna- bömin sögðu ætíð. Steina var góð tengdamóðir og mikil amma. Hún naut þess að fá fjölskylduna í heimsókn og stjan- aði þá við alla og það geislaði af henni. Sérstakt yndi hafði hún af barnabörnunum sínum sex og var óspör á að taka af þeim myndir og vildi með því varðveita þær samverastundir sem hún átti með þeim. Alltaf var tengdamamma til- búin að hjálpa okkur með bömin ef á þurfti að halda, enda fannst ömmubörnunum gott að koma í heimsókn. Að fá að gista hjá ömmu og afa yfir nótt var sérstök hátíðar- stund sem beðið var eftir. Steina skilur eftir sig birtu og yl sem við og barnabörnin munum geyma. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig nú, elsku Steina, og vonum að þér líði vel á nýjum stað og hjá góðu fólki. Elsku Benný, Bjöm, María, Þóra, barnaböm og aðrir ættingjar. Guð styrki ykkur í ykk- ar sorg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Tengdabörn. Elsku Steina. Þegar þtjátíu ára góð vinátta skal þökkuð verða flest orð fátækleg. Þú varst einstök kona; full af hlýju, gleði og æðra- leysi. Það var aldrei hægt að merkja neina uppgjöf hjá þér, þótt þú stæðir frammi fyrir þessum ill- víga sjúkdómi, sem þú varðst að lokum að beygja þig fyrir. Nokkrum dögum áður en þú kvaddir þetta líf tjáðirðu mér að þú ættir þá ósk að fá að lifa það að sjá barnabarnið þitt fermast í vor. Þér varð ekki að ósk þinni, elsku Steina. Allt sem þú tókst þér fyrir hend- ur fórst þér vel, hvort heldur var matargerð, útsaumur, pijón eða annað. Við stelpurnar í sauma- klúbbnum hlökkuðum alltaf til að koma til þín, því þú hafðir alltaf eitthvað nýtt og frumlegt til að gæða okkur á. Þess vegna á ég marga rétti í uppskriftabókinni minni, sem merktir era þér. Elsku Benný. Við Magnús biðj- um góðan Guð að vera með þér, bömunum ykkar og bamabörnum á þessari erfiðu stundu, þegar elskuleg eiginkona, móðir og amma er kvödd hinstu kveðju. Hanna Hofsdal. + Guðrún Helga- dóttir var fædd í Reykjavík 24. júní 1910. Hún andaðist á Hjúkrunarheimil- inu Eir þann 2. mars síðastliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Málfríðar Agústu Runólfs- dóttur, f. 27. 8. 1884, d. 27. 8.1984, og Helga Sigurðs- sonar, f. 23. 7. 1878, d. 15. 7. 1959. Systkini Guðrúnar eru Elín, f. árið 1907, látin, Eðvarð, f. 1912, látinn, Sigríður, f. 1917, látin. Eftirlifandi eru Þorvaldur, f. 1920, og Fríða, f. 1923. Guðrún giftist 8. apríl 1950 Benjamin Sigvaldasyni fræði- manni, f. 3. september 1895, hann lést árið 1971. Hann var sonur Sigurlaugar Jósepsdótt- ur og Sigvalda Sigurgeirsson- ar. Dóttir Guðrúnar og Benjamíns er Hjördís, f. 24. ágúst 1951, eiginmaður henn- ar er Svanur Gestsson versl- unarmaður, börn þeirra eru 4. Þau eru Thelma, gift Birni Antoni Jóhannssyni og eiga þau tvær stúlkur; Guðrún Elsku amma okkar er látin, söknuður okkar er mikill en yndis- legar minningar ylja okkar hjörtu. Þegar við lítum til baka og rifjum upp minningar um ömmu er okkur efst í huga hve dugleg og góð kona hún var. Snemma var það vinsælt hjá okkur systranum að gista hjá ömmu á Flókó, alltaf tók hún jafnvel á móti okkur og naut þess að dekra við okkur eins og henni var einni lagið. Þannig naut hún sín líka best. Alltaf var elsku besta amma til- búin að gera hvað sem var fyrir okkur og þá nær alltaf óumbeðin. Við systurnar eigum ótal margar fallegar og minningar um ömmu, minningar sem munu lifa í huga okkar og hjarta um ókomna tíð. Amma var tíður gestur hjá okk- Benný, trúlofuð Vilhjálmi Sigurðs- syni; Gestur Valur, í sambúð með Steinunni Björk Jónatansdóttur; og Elvar Már. Áður átti Guðrún þá Eð- varð Hjaltason og Karl Valgarðsson. Eðvarð er giftur Báru Jónatans- dóttur. Börn þeirra eru Guðrún Agústa, gift Rafni Guðbjörnssyni, og eiga þau tvo drengi; Heimir Hafsteinn í sambúð með Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttur og eiga þau einn dreng. Karl var giftur Hrefnu Lúðvíksdóttur og áttu þau tvö börn saman, Irisi og Lúðvík Örn. Þá var Karl í sam- búð með Kristrúnu Gunn- laugsdóttur og eignuðust þau tvö börn saman, Belindu og Þorfinn. Guðrún vann í Sjálfstæðis- húsinu í mörg á sínum yngri árum. Þá vann hún einnig á Flókadeildinni í nær tvo ára- tugi. Utför Guðrúnar hefur farið fram í kyrrþey. ur í Mosfellsbænum og seinustu árin bjó hún þar hjá foreldram okkar. Amma hafði dvalið í mjög skamman tíma á hjúkranarheimil- inu Eir þegar kallið kom og átti þar yndislega daga sem hefðu mátt vera fleiri, við eram þakklát- ar starfsfólki á Eir fyrir góða umönnun. Amma var glæsileg kona, þótt komin væri vel á níræðisaldurinn og alltaf vel til höfð og yfir henni mikil reisn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Thelma og Guðrún Benný. Elsku langamma, nú ert þú far- in til guðs. Ég sakna þín svo voða mikið. Ég mun ávallt minnast þín. Ég þakka þér fyrir yndislegar stundir sem við áttum saman, það var alltaf gott að heimsækja þig, þú gafst þér alltaf góðan tíma til að tala við mig og leyfðir mér að róta í skúffunum þínum og skoða gamalt dót. Ég þakka þér fyrir að hugsa svona vel um Aron og ég veit að hann saknar þín einnig. Ég ætla að vera dugleg að sýna litlu systur myndir af þér og segja henni frá því hversu góð þú varst. Elsku besta langamma, hafðu það sem allra best. Þín, Svandís Sif. Þegar við settumst niður til að rifja upp minningar um hana ömmu á Flókó, kom margt upp í hugann. Hversu ljúf og góð hún var við okkur öll bamabörnin, ef einhver meiddi sig var hún fljót að koma og hugga mann, ef ein- hver var veikur var hún fljót að hughreysta mann og ef einhver týndi einhveiju var hún fljót að byija að leita og hætti ekki fyrr en það var fundið. Þetta lýsir ömmu best hvað hún var alltaf góð við alla. Ófáar nætumar gistum við bræðurnir niður á Flókó þegar við vorum yngri, alltaf var amma tilbú- in að nudda á okkur lappirnar eft- ir erfiða leikdaga úti á götunni. Ófá kvöldin breiddi hún yfir okkur og fór með bænimar með okkur. Amma, líði þér sem allra best. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín, Hve oft þau hughreystu orðin þín. Studdir við bakið. Stóðst með mér alla leið. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá er þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða - og ég eipa þér svo ótal margt í mínu lífi. Opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té og meira til. Hóf þitt og dugur. Heill var þinn hugur Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni. (Stefán Hilmarsson) Gestur Valur og Elvar Már. GUÐRUN HELGADÓTTIR 4 c c ( i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.