Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 29 ! I ! 5 : i I s 1 ð I HILMAR ÞÓR REYNISSON + Hilmar Þór Reynisson fæddist í Reykjavík 13. maí 1978. Hann lést af slysförum 7. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 16. janúar. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi hugsun flaug um huga minn þegar ég fékk þær hörmulegu fréttir að Hilmar Þór, sonur minn, væri dáinn. Það hafði orðið bílslys á Miklubraut og tvö önnur ungmenni voru ómeidd en skelfingu lostin. Hvernig gat þetta verið, ég nýkomin heim af leiksýn- ingu, nýbúin að hitta yngri son minn og var að horfa á sjónvarpið þegar dyrasíminn hringir og lög- reglan segir okkur þessar voðalegu fréttir. Á aðeins örskömmum tíma snerist líf okkar upp í martröð og ómælda sorg sem fylgir okkur alla tíð. Á aðeins fjórum árum höfum við misst 6 nána ættingja og þau voru þung og erfið sporin inn í Borgarspítalann þessa ömurlegu nótt. Ungur maður í blóma lífsins sem átti allt lífið framundan, rétt að byrja að kynnast því hvernig það er að standa á eigin fótum, er hrif- inn burt og kemur ekki aftur. Minn- ingarnar streyma fram í hugann sem gott er að rifja upp þegar sorg- in sverfur að. Eg man að þegar hann var lítill hafði hann gaman af því að segja mér sögur sem hann hafði skáldað og svo hló hann að öllu á eftir. Hann var ekki gamall þegar hann bjargaði lífi mínu, svona á að giska 2ja ára. Við bjuggum þá í lltilli tveggja herbergja íbúð og heitavatnskraninn á baðkerinu bil- aði, ég komin ofan í vatnið en gat ekki skrúfað fyrir, en þegar ég kalla á hann klæðir sá stutti sig í stígvél og gúmmívettlinga, skrúfar fyrir vatnið, togaði í tappann á baðkerinu og bjargar mér þannig úr sjóðheitu vatninu, en Guð má vita hvernig farið hefði ef hann hefði ekki verið þarna hjá mér. Þessum atburði gleymi ég aldrei né þeirri umhyggju sem hann bar fyrir mér. Hann mátti aldrei neitt aumt sjá eða að aðrir væru hafðir fyrir rangri sök, þá var hann fljótur að leysa úr því. Vinum sínum var hann tryggur og lagði sig allan fram við að láta þeim líða sem best. Heimili okkar stóð vinum Hilm- ars opið og þar var oft glatt á hjalla við allskonar sprell. Hann hafði gaman af að segja brandara og fá fólk til að hlæja. Áhugamálin voru mörg og oft var gaman að fylgjast með því hvernig hann vann úr sín- um hlutum. Ekki skil ég hvernig hann hafði tíma til þess að gera allt sem hann gerði, líf hans var svo litríkt og skemmtilegt. Hann hafði gaman af pólitík, var sjálf- stæðismaður í húð og hár og oft urðu heitar umræður við eldhús- borðið um pólitík. Ferðalög og allt sem tengdist þeim áttu stóran sess í lífi hans. Hann fór tvær ferðir utan með föður sínum, Reyni, og ég veit að það var honum mikils virði. Reynir, faðir Hilmars, lagði sig allan fram við að vera syni sín- um góð fyrirmynd og alla tíð var náið og gott samband á milli þeirra. Vigdísi, föðurömmu sinni, var hann mjög góður og alltaf var náið sam- band á milli hennar og hans. Eflaust fáum við ættingjar Hilm- ars Þórs einhvern tímann svör við einhveiju af því sem leitar á hug- ann. Áfengi og tóbak voru bann- vara hjá honum og aldrei lét hann hafa sig út í neitt sem hann taldi ekki rétt, svo heilsteypt var líf hans. Marteinn, fósturfaðir hans, var hon- um góður og gerðu þeir margt skemmtilegt saman ásamt Jóni litla, bróður hans. Flugið heillaði hann og var hann búinn að fara í einn tíma og það leyndi sér ekki hversu ánægður hann var. Unga stúlkan í lífi hans var Elín, þau voru miklir vinir og framtíðin blasti við þeim þegar hann lést. 17 ár eru ekki langur tími en á þessum stutta tíma tókst honum að gera næstum því allt sem hann langaði til og nú er komið að kveðju- stund. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem hjálpuðu til á slysstað og starfsfólki á slysadeild Borgarspít- alans fyrir alla hjálpina og um- hyggjuna sem þau sýndu okkur. Elsku vinur, nú ert þú fallegasti engillinn á himnum og ef Guð er til þá trúi ég því að með tímanum lækni hann sárin. Þú sem varst svo fallegur, góður og yndislegur, ég þakka þér af alhug fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum og ég veit að við eigum eftir að hittast seinna. Guð varðveiti sál þína og lýsi þér um ókomin ár. Ég bið góð- an Guð að vaka yfir Reyni, föður Hilmars, og ömmu hans, Vigdísi, og hugga þau í þeirra miklu sorg. Öðrum ástvinum óska ég guðs blessunar. Takk fyrir allt og allt. Friður sé með þér. Hvíl í friði, Guðbjörg Halla Björnsdóttir. Hann Hilmar Þór er dáinn. Þetta var mér sagt þegar ég vaknaði sunnudaginn 7. janúar. Hann hafði lent í slysi um nóttina, þetta var voðaleg stund og ég skildi ekki neitt, allir voru svo sorgmæddir, hvernig gat þetta gerst og af hveiju hann. Þetta voru mínar fyrstu hugs- anir og ég var hræddur og leiður, hann sem átti allt lífið framundan og allt var svo gaman hjá honum. Ég á margar góðar minningar um Hilmar og hann leyfði mér svo oft að fara með sér og taka þátt í því sem hann var að gera. Við fórum oft í bíó, spiluðum körfubolta, horfðum á sjónvarp, fórum í bíltúra saman og ýmislegt fleira sem ég ætla ekki að tala um hér. í sumar sem leið bauð hann mér að koma til Ólafsvíkur og vera hjá sér eina helgi, hann var að vinna þar í Bylgj- unni og það var mjög gaman. Elsku Hilmar, ég þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum og alla þá hjálp sem þú veittir mér í skólanum. Ég vona að algóður Guð vaki yfir þér og að þér líði vel hjá Guði. Ég bið Guð að varðveita pabba Hilmars, Reyni, sem var honum svo kær, ömmu hans, Vigdísi, og pabba minn og elsku mömmu mína sem var þér svo kær, elsku stóri bróðir. Takk fyrir allt og allt. Þinn bróðir, Jón Björn. HJORTUR JÓHANNSSON + Hjörtur Jóhannsson fæddist í Drápuhlíð í Helgafellssveit 6. desember 1901. Hann lést á Hrafnistu 3. mars síðastliðinn. Árið 1905 flyst Hjörtur að Hof- stöðum í sömu sveit. Þar ólst hann upp fram að fermingu en faðir hans Iést er hann var tíu ára gamall. Árið 1924 kvæntist Hjörtur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðmundínu Guðmundsdóttur, f. 28. maí 1899. Hjörtur og Guðmundína eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Einar Haf- steinn, f. 2. maí 1925, d. 28. jan- úar 1995, eftirlifandi eiginkona hans er Guðbjörg Guðjónsdótt- ir. 2) Unnur, f. 28. janúar 1928, gift Jóhanni Kr. Guðmundssyni. 3) Oddur Rúnar, f. 8. maí 1931, giftur Soffíu Ágústsdóttur, og 4) Sigrún, f. 31. maí 1942. Árið 1929 fluttist Hjörtur með fjölskyldu sína að Vatns- holti í Grímsnesi og stundaði þar búskap. Jafnframt búskapn- um stundaði hann sjómennsku. Árið 1934 flyst hann til Reykja- víkur og starfaði um skeið við vegavinnu og sjómennsku en hóf árið 1940 starf við vörubif- reiðaakstur sem hann stundaði í rúm 20 ár. Eftir það vann hann við bensínafgreiðslu hjá ESSO í nokkur ár en síðustu starfsárin á Skattstofu Reykja- víkur. Útför Hjartar verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 11. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar langri ævi og samvistum lýkur er manni gjarnt að líta um öxl og kalla fram minningabrot. Mínar fyrstu minningar af afa voru ferðalög á gömlum Moskowits, hvítum og grænum, eins og þeir voru flestir á þeim árum. Afi hafði unun af því að skoða landið og unni náttúru þess. Hann hafði einn- ig dálæti á veiðiskap og þetta áhugamál fór vel saman við áhuga hans á náttúruskoðun. Einnig varð hestamennskan honum lífsköllun sem hann undi sér við langtímum saman enda dýravinur. Stór rauður Volvo vörubíll sem vinsælt var að fá að sitja í er einnig ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Þetta voru bernskuminningarnar. Alltaf v.ar afi til í að hafa sér lítinn geml- ing við hlið er hann stundaði vöru- bílaakstur. Þegar árin liðu og tími var kominn til að fara í mennta- skóla fékk ég leigt í kjallaranum hjá afa og ömmu í Stórholtinu, þaðan á ég margar góðar endur- minningar. Það var mesta furða hvað afi þoldi óróleika mennta- skólaáranna eins og hann gat verið hijúfur í skapi ef hann vildi það við hafa. Kannski hefur hann haft lúmskt gaman af strákskapnum í aðra röndina. Afi var einstaklega traustur og ábyggilegur maður, strangheiðar- legur og raungóður ef á reyndi. Hann var ekki allra og oft sveið undan tilsvörum hans ef einhver varð fyrir því að lenda öfugu meg- in við hann. En svona er stundum lífíð og menn mótast auðveldlega af erfiðri lífsbaráttu frá barnæsku, ein leiðin til að veijast er að brynja sig. En bak við brynjuna sló mjúkt og hlýtt hjarta og oft var stutt í stríðnina og brosið ef sá gállinn var á honum. Afi var stór maður vexti og líkamlega sterkur eftir áralöng átök við vinnu og lífið. Það var því erfitt að sjá hann smám saman hverfa fyrir augunum á manni síðustu árin er heilsan fór að gefa sig. Fyrir viku sá ég hann síðast. Veikindin höfðu leikið þenn- an stóra og sterka mann illa en þykkur hárlubbinn, dökkbrúnn að vanda, var á sínum stað. Ekki vissi ég hvort hann varð var við komu mína í þetta síðasta sinn. Mánudaginn 11. mars verður til moldar borinn stórbrotinn maður sem lauk langri ævi sinni eftir erf- ið veikindi. Eg vil fyrir hönd fjöl- skyldu minnar þakka samfylgdina og votta ömmu minni og öðrum nánustu aðstandendum djúpa sam- úð mína. Blessuð sé minning afa. Ágúst Oddsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega linuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MARGRÉT HÖSKULDSDÓTTIR + Margrét Hösk- uldsdóttir var fædd á Bæjarstöð- um í Stöðvarfirði 11. september 1906. Hún varð bráðkvödd 3. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Höskuldur Sigurðsson og Þór- dís Stefánsdóttir, en þau bjuggu lengst af á Höskuldsstöð- um á Djúpavogi. Margrét var elst sex systkina, en þau voru auk hennar: Guðný, f. 4.9.1897, d. 23.4.1909, Marta, f. 21.10. 1910, býr í Reykjavík, Stefán Ragnar Björgvin, f. 28.7. 1913, býr á Hornafirði, Arnleif Steinunn, f. 5.3. 1915, d. 7.12. 1986 og Ari, f. 29.6. 1919, d. 29.1. 1944. Margrét giftist Albert Berg- sveinssyni, f. 16.9. 1892, d. 22.5. 1983, frá Urðarteigi í Berufirði og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Högni, f. 4.9. 1928, ókvænt- ur og bóndi á Krossi á Berufjarðar- strönd. 2) Hjördís Sigríður, f. 13.11. 1931, ráðskona, maki Hallgrímur Jónasson, þau búa á Hólmum í Mývatns- sveit. 3) Agnar Bergsveinn, f. 8.10. 1935, d. 12.10. 1937. 4) Jens, sjómaður, maki Sigurlaug Helgadóttir, þau búa á Stöðvarfirði. 5) Ari, sjómaður, maki Þórdís Trampe, þau búa á Ólafsfirði. Margrét ólst upp á Djúpa- vogi, en fluttist með manni sín- um að Krossi á Berufjarðar- strönd og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Hún sá um heimilið fyrir Högna son sinn alveg fram á sjðasta dag. Útför hennar var gerð frá Beruneskirkju 10. febrúar. Elsku amma mín. Aldrei datt mér í hug að um ára- mótin þegar þú komst til Sigurlaug- ar og Jens yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig. Ég var einmitt nýbúin að spyija mömmu hvort ekki yrði haldið upp á 90 ára afmælið þitt eins og 80 ára. Ég man vel eftir því þótt ég væri þá bara að verða sex ára. Ég man líka eftir því þeg- ar ég og Árdís vorum stundum sam- an á Krossi og vorum þá að hjálpa Högna að gefa lömbunum og þegar þú varst alltaf að gera eitthvað, að bera fram mat eða elda mat. Þú varst oft að segja mér sögur af því þegar þú varst ung og ég hlustaði á og mér fannst það mjög skemmti- legt. Ég og Árdís vorum um daginn að ganga upp eftir þarna á Krossi og vorum að tala um það hvað þú hefðir alltaf verið dugleg og hvað það var gaman að vera á Krossi hjá þér. Þú varst alltaf að pijóna, hekla, sauma eða baka. Einnig varstu alltaf að fara með vísur og ljóð og slóst öllu alltaf upp í grín. Þegar komu gestir til þín sem var mjög oft áttirðu alltaf kökur og brauð handa þeim. Þú gafst mér engilinn sem heldur á kertunum þegar ég var átta eða níu ára og sagðir að þegar ég fermdist ætti ég að segja: „Þetta gaf hún lang- amma mín heitin mér.“ En þess þurfti nú ekki því þú birtist þar galvösk og hress að vanda fyrir tæpum tveimur árum. Nei, amma mín, þú leist ekki út fyrir að vera deginum eldri en 75 ára og alltaf með grínið á vörunum. En um kvöldið þegar síminn hringdi fékk ég sting í magann og mamma og pabbi þutu til Breiðdals- víkur. Þegar pabbi svo hringdi og sagði mér að þú værir dáin langaði mig að gráta hátt og mikið en minntist þess þá að þú hefðir ekki viljað það. Ég vissi að þú varst • gömul og ég vissi að þú fékkst oft verki fyrir hjartað, en ég vissi ekki að þú myndir deyja svona snöggt. Eftir á að hyggja var það kannski það seni þú hefðir sjálf kosið því að þú, þessi sjálfstæða kona með hækjur og í hjólastól, vildir ekki vera byrði á neinum og ekki þiggja hjálp frá neinum og kveiðst því að leggjast inn á spítala. En ég er viss um að þér líður mjög vel núna og bið ég Guð að geyma þig vel. Ég vona að þú hafir fundið langafa og litla strákinn þinn og að þú eigir eftir að taka á móti mér þegar ég kem til þín, elsku langamma mín. Þín, Hjördís. + Þökkum sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför INGVARS SVAVARSSONAR, Miðvangi 104, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til krabbameinsdeildar og gjörgæslu Landspítalans. Þórir Ingvarsson, Guðbjörg Tómasdóttir, Svavar Jóhannesson, systur og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖNNU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Heiðargerði 96, Reykjavík. Jón Frímann Eiriksson, Steinunn Ásta Björnsdóttir, Ester Eiríksdóttir, Örn Ingvarsson, Anna María Jónsdóttir, Anna Margrét Arnardóttir, Kristmundur Þórisson, Eiríkur Frímann Arnarson, Kristín Bjarnadóttir, Erna Arnardóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.