Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN G UÐJÓNSDÓTTIR + Katrín Guðjóns- dóttir var fædd í Reylqavík 27. mars 1985, en ólst upp á Patreksfirði. Hún lést í Reykja- vík 2. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Frið- rika Guðmunds- dóttir, f. 31. mars 1905, og Guðjón Ólafsson frá Krók á Patreksfirði, f. 22. september 1906, en hann lést er togar- inn Vörður fórst árið 1950. Bróðir Katrínar er Heimir Guðjónsson, f. 13. júní 1937. Hann giftist Eddu Scheving 1961. Þau skildu. Þeirra börn eru Harpa, f. 28. júlí 1965, og Brynja, f. 17. september 1968. Sambýliskona Heimis er Inga Sturludóttir. Katrín giftist Erlingi Gísla- ,syni 1956. Þau skildu. Þeirra synir eru Guðjón, f. 15. desem- ber 1955, og Friðrik, f. 4. mars 1962. Guðjón giftist Berthu Ragnarsdóttur 1979. Þeirra synir eru Hannes Þór, f. 3. desember 1975, Knútur Þór, f. 17. október 1985, og Friðrik Þór, f. 24. janúar 1987. Katrín hóf ballettnám hjá Sif Þórz og Kaj Smith árið 1946, síðan í dansskóla Félags íslenskra listdansara 1948 og var á námskeiði lyá Ellý Þor- láksson ballettkennara. Hún fór í Listdansskóla Þjóðleik- hússins eftir útskrift úr Kvennaskólanum 1952, en starfaði jafnframt sem ritari á skrifstofu Loftleiða. Hún sótti ballettnámskeið hjá Elísabeth Hodgson 1963 og lauk RAD Elementary kennaraprófi sama ár. Hún sótti námskeið hjá Birgi Bartholin í Kaup- mannahöfn 1967 með styrk frá menntamálaráðuneytinu og 1970 fór hún á námskeið fyrir ballettkennara hjá Alexander Bennett á vegum FÍLD með styrk frá UNESCO. Hún var dansari í ballett- flokki Þjóðleik- hússins frá opnun þess og fram til 1960 og var að- stoðarkennari hjá Veit Bethkes í Þjóðleikhúsinu 1961. Hún stofnaði eigin ballettskóla 1963 og rak hann til ársins 1969. Hún samdi dansa fyrir eigin skóla og einnig fyrir nemendasýn- ingar Danskennarasambands Islands, en hún var einn af stofnendum Danskennarasam- bandsins 1963. Katrín skrifaði greinar um sögu og þróun bal- lettsins í barnablaðið Æskuna og hafði á síðustu árum verið með bók í smíðum um það efni. Hún lærði á gítar, m.a. hjá Önnu Hansen og síðar hjá Ey- þóri Þorlákssyni. Katrín samdi eigið kerfi til gítarkennslu og gaf út kennslubók 1962, sem bar hennar nafn, en auk þess kenndi hún á gítar í heimahúsi um árabil. Hún var einnig með nýstárlega gítarkennslu og út- setningar vinsælla dægurlaga í sunnudagsblaði Þjóðviljans 1973-74. Eftir að Katrín hætti ballett- kennslu vann hún við ýmis skrifstofustörf, m.a. hjá teikni- stofu SÍS og hjá Félagi ís- lenska prentiðnaðarins. Hún var í fyrstu sljórn Félags áhugafólks um flogaveiki, LAUF-samtakanna, og virkur félagi allt til dauðadags. Útför Katrínar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 11. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar margt hvílir á hjarta er stundum eins og orðin dugi ekki og mannleg tunga vefjist um tönn. Konan sem við kveðjum var heldur ekki orðmörg. Hún var svo orðvör að mér er næst að halda að hún hafi sjaldan ef þá nokkum tíma tekið ljót orð upp á tunguna. Orða- gjálfur nútímans og klisjukenndar fullyrðingar áttu ekkert erindi til hennar. Og það var ævintýri líkast að fylgjast með henni þræða létt- fætt föstudagsörtröð stórmarkað- ar. Hún var í sínum heimi og ferð- aðist á sínum hraða sama hvað á gekk allt um kring. Mér er tamt að líta á mannlífið sem jurtagarð Guðs. Og mér frnnst Guð góður og natinn hirðir. Til að mynda var hann svo elskulegur að leyfa mér að kynnast einni af feg- urstu og sjaldgæfustu jurtinni sinni - mannverunni Katrínu Guðjóns- dóttur. Þessi yndislega mannvera opnaði mér heimili sitt eins og ekkert væri sjálfsagðara þegar ég þurfti þess svo brýnt. Ég leit og mun alltaf líta á heimilið sem henn- ar helga hof. Forvitnum eyrum útskýrði hún veru mína á sinn fág- aða hátt, að ég væri hjá sér í fóstri. Og við mig sagði hún: „Ég eignað- ist ekki dóttur - viltu ekki vera fósturdóttir mín?“ Mér vafðist tunga um tönn því mér fannst ég ekki þess verðug en ég hef reynt að leggja mig fram og mun halda því áfram. Slík boð fær maður ekki oft. Hún var svo sannarlega með mig í fóstri og ég leyfi mér að halda að hún hafi notið þess því hún vildi svo mikið gefa mannlíf- inu. Fyrsta kvöldið setti hún ilm- andi slökunarolíu í baðvatnið mitt, færði mér hlýjan slopp og gaf mér hunangsvatn að drekka fyrir svefninn. Hún breiddi út faðminn sinn hlýja og reyndi allt sem hún gat til að fita mig en sætti sig við að hóstinn minn ljóti vildi ekki hverfa fyrr en að kvöldi jóladags, þegar ég hafði dreypt á koníaki með syni hennar. Hún hafði meira að segja dálítið gaman af þegar við stríddum henni, að nú væri hún alveg forfallin þegar henni tókst að klára örlítið staup af líkjör á ríflega þrem klukkustundum og læsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í nýju litlu fjölbýli. Stutt í skóla, leilcskóla, tivistarsvæði, nýjan golfvöll og verslunarmiðstöð. lúðirnar eru fullbúnar með vönduðum innréttingum, flísalögðum böðum og arket á gólfum. Sérþottahús í hverri íbúð. Verð frá 7-8,3 millj. [ringið eftir nánari upplýsingum og litprentuðum bæklingi með teikningum. Söluaðili: SUÐURLANDSBRAUT 52 v/FAXAFEN HUSAKAUP 568 2800 FASTEIGNAMIÐLUN 568 2800 Byggingaraðili: Húsvirki hf. falast eftir nokkrum dropum í við- bót! Hún hló silfurtærum ungmeyj- arhlátri og sagði: „Það má nú - það eru jól.“ Og við áttum saman yndisleg jól. Okkur fannst við hafa þekkst alla tíð enda áttum við afar margt sameiginlegt. Við sátum oft lengi á dimmum skammdegiskvöldum og ræddum okkar helgustu mál, hlustuðum á tónlist - oftast gítar- hljóma eða nutum þess að horfa saman á ballett á myndböndum. Við ræddum bókmenntir, gjarnan leikrit og leiksýningar, fórum sam- an á myndlistarsýningar og fyrir- lestra og drukkum heitt súkkulaði á Mokka. Við fórum á gítartónleika og þegar heim kom fékk ég aðra tónleika því þá tók hún fram vin sinn, gítarinn, og seiddi mig inn í svefninn með ljúfum tónum hans. í „grátlaginu" mátti gráta. Ég er henni afar þakklát fyrir að gefa mér innsýn í sín lífsleyndarmál því með því leyfði hún mér þátttöku í svo mörgu. Mér finnst það heiður og ég lærði afar mikið. Fyrir mér er Katrín Guðjóns- dóttir hinn eini sanni listamaður því allt sem hún tók sér fyrir hend- ur varð list. Þetta ofnotaða, klisju- kennda orð „list“ á við hana eina. Guð ætlar mönnum mismunandi hlutskipti og lærdóm. Helming ævi sinnar tókst Katrín á við erfíðan sjúkdóm og sú barátta var ströng. Vágesturinn vitjaði hennar þegar hún var í blóma lífs síns. Guð hafði gefið henni svo ótal margt í vöggu- gjöf að mann setti hljóðan að sjá hana engjast í greipum þessa óvin- ar. Það er stundum sagt að menn berjist við sjúkdóma en slíkt orða- lag á ekki við Katrínu. Hún mætti sínum sjúkdómi og bjó við hann til dauðadags. Það er líka stundum sagt að fegurstu blómin deyi fyrst. Þau eru svo viðkvæm. Þrátt fyrir sjúkdóminn fölnaði lífsblómið Katrín ekki - það dó. Við vorum búnar að skipuleggja svo margt. Á sjálfri upprisuhátíð- inni ætluðum við að heíjast saman handa við verkefni sem hún sjálf hafði lengi undirbúið. Með hækk- andi sól ætluðum við í gönguferðir úti í náttúrunni. Við ætluðum að freista þess að hitta fuglana sem við gáfum að borða á svölunum. Við ætluðum þá sjálfar að nýta svalirnar og fá okkur kaffisopa, helst í sólskini. Við sem eftir sitjum söknum en vitum jafnframt að hennar tími var kominn. Hennar hefur verið þörf annars staðar. Okkar er að ylja okkur við endurminningarnar allar fallegu þótt eftirsjáin sé mikil. Ég bið Guð að styrkja synina hennar tvo sem hún elskaði svo mikið á sinn hljóða og hlýja hátt og móður hennar sem var henni svo margt í senn. Vertu kært kvödd, elsku vina, með hjartans þakklæti fyrir allt sem aldrei verður né yrði í orð sett. Guð gæti þín. Inga Steinunn. Katrín Guðjónsdóttir kennari minn og vinkona er horfin úr þess- um heimi, alltof snemma. Katrín og fjölskylda hennar voru náin mér og fjölskyldu minni alla mína æsku, því móðir min og Katrín voru mikl- ar vinkonur. Katrín var gift Erlingi Gíslasyni og eignuðust þau synina Guðjón og Friðrik, fallega og skemmtilega stráka, jafnan kallaðir Nonni og Frikki. Eftir að þau hjón- in skildu bjó Katrín með Friðriku móður sinni og sonunum tveimur. Einhver skemmtilegustu barnaaf- mæli sem ég man eftir voru hjá þeim Nonna og Frikka, það var svo mikið hugsað um krakkana. Katrín var óvenju hæfíleikarík manneskja. Hún var ballettdansari, balletkenn- ari, lék á gítar, kenndi á gítar og samdi gítarkennslubók. Katrín var líka óvenju falleg kona. í æskuminn- ingu minni var hún eins og engill. Hún var svo fínleg, brosmild og þokkafull og það var svo mikil birta í kringum hana. Ég var svolítið montin af því að þekkja konu sem líktist svo mjög leikkonunni Audrey Hepburn. Ég var nemandi hennar í Ballett- skóla Katrínar Guðjónsdóttur í fímm vetur. Hún var yndislegur og gefandi kennari, einstaklega skap- góð og þolinmóð. Þegar ég var um tvítugt kenndi Katrín mér á gítar um tíma. Eitthvað varð nú gítarná- mið í styttra lagi, meðal annars vegna þess að ung dóttir mín sett- ist gjarnan ofan á gítarinn þegar ég var að æfa mig. Dadí, eins og hún var oft kölluð, hló nú bara að því. Ég var í vist hjá Katrínu sumar- part þegar ég var 10 ára og pass- aði þá Frikka. Varla var hægt að hugsa sér elskulegri og betri vinnu- veitanda. Það var alltaf gott að koma i heimsókn til Katrínar og Fríðu. Þegar ég var unglingur var mér jafnan tekið þar sem fullorðinni manneskju. Þá sýndi Katrín mér oft bækur og blöð með myndum af ballerínum. Ég man að hún var sérstaklega hrifín af Ulanovu. Við Katrín hittumst síðast daginn áður en hún lést og áttum langt og skemmtilegt samtal. Hún var eins og ung stúlka, hló og gerði að gamni sínu. Við ákváðum að fara fljótlega saman að heimsækja Fríðu móður hennar. Við föðmuðumst og kysstumst að skilnaði. í stað þess að hitta hana fljótlega verðum við öll að kveðja hana nú. Elsku Fríða mín. Það er sárt að þurfa að kveðja barnið sitt. Elsku strákar mínir, Nonni og Frikki, ég bið Guð að gefa ykkur styrk. Við Kjartan og Unnur Björt sendum íjölskyldu Katrínar innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Katrínar Guðjónsdóttur. Rós Ingadóttir. Eiginmaður minn, t BETÚEL VALDIMARSSON, Sogavegi 102, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. mars kl. 15.00. Sigri'ður Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÓSKAR MARTEINSSON bifvélavirki, áðurtil heimilis á Réttarholtsvegi 87, sem lést 3. mars sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 12. mars kl. 15. Sigríður G. Sveinsdóttir, Guðmundur S. Jónsson, Guðrún Sveinsdóttir, Marfas Sveinsson, Gyða Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.