Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 10. MARZ 1996 31 I I I I ! ! ! I I I I I I ( í ( ( < ( ( i j i i MIMIMINGAR KARL F. THORARENSEN + Karl Ferdinand Thoraren- sen fæddist á Gjögri í Ár- neshreppi hinn 8. október 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands hinn 28. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Eskifjarðarkirkju 9. mars. Karl Thorarensen bar ellina vel um langt skeið. Hann var þrek- menni mikið. Hann var mikill bók- lesari, stálminnugur og viðræðugóð- ur. Hann var eljumaður í öllu verki, útsjónarsamur og þjóðhagasmiður, snyrtimenni að því skapi, áfengi bragðaði hann aldrei. Karl var mik- ill söngmaður, lærði hann á orgel strax þegar hann kom til Reykjavík- ur. Föðursystir Karls var Karólína Söbeck ljósmóðir. Bjó í Reykjarfirði á Ströndum. Maður hennar var Frið- rik Söbeck, lærður beykir. Karólína tók á móti tvíburum á Gjögri. Karl var annar þeirra og Karólína tók hann til fósturs. Reykj- arfjarðarheimilið var ljölmennt, börnin öll uppkomin, tveir synir og fjórar dætur heima. Þetta var mynd- arheimili og Karl eina barnið. Beyk- irinn hafði litla drenginn hjá sér, þegar hann var að smíða. Karl minntist alltaf jólanna í Reykjar- firði. Allir voru spariklæddir kl. 6 á aðfangadagskvöld og húsfreyjan las lesturinn. Hátíðlegast var þegar 30 kertaljós voru kveikt á mannhæðar- háu heimasmíðuðu jólatré. Allt fólk- ið gekk í kring og söng jólasálma. Þannig lærði Karl alla hátíðasái- mana sjálfkrafa. Karl varð fyrir þeirri sorg sex ára gamall, að fóstri hans dó. „Við vorum svo samrýnd- ir,“ sagði Karl. Karl var sjö og átta ára gamall látinn sitja yfir kvíaám í Reykjar- firði. Hann var í afburða góðum skóla hjá Jóni Daníelssyni í Kjós veturinn á milli. Aftur fór Karl til náms í Kjós veturinn eftir. Varð hann þá fyrir þeirri sorg að missa fóstru sína 16.2. 1918. Næsta vor breyttist allt, fóstur- systkini hans fluttust til Reykjavík- ur en Karl fór til foreldra sinna. Vorið eftir var hann ráðinn að Ból- stað í Selárdal: „Þá byijaði píslar- gangan," sagði Karl. Um haustið kom hann gangandi alla leið frá Bólstað að Gjögri. Karl hljóp íeinum spretti að Bassastöðum, gisti í Hvammi við innilegar viðtökur, gisti næst í Asparvík, gisti svo í Birgis- vík. Þaðan var honum fylgt yfir Veiðileysuófæru til Veiðileysu og sama dag gekk hann alla leið að Reykjarfirði og gisti þar. Gekk næsta dag heim að Gjögri og kom hvergi við á leiðinni. Það voru lang- ar dagleiðir í hrjóstrugu umhverfi, sem þessi tæplega tíu ára gamli drengur lagði að baki. Leiðin er 70-80 km ailt í allt. Það er til marks um jákvætt hugarfar Karls, að oft gat hann þess þegar minnst var á þessa svaðilför, að hann hefði verið þeim mun léttari í spori, sem hann hafði minna meðferðis. Næsta vor var Karl aftur ráðinn að Ból- stað. Karl átti tvö hálfsystkini frá sambúð föður hans löngu fyrr með Vilhelmínu Gísladóttur, þau Jakob Thor skáld og Jakobínu Jakobsdótt- ur kaupmannsfrú á Hólmavík. Vil- helmína var Karli ávallt afar góð. Eftir eins árs erfiða vist á Bólstað, réð Jakobína bróður sinn Karl að Stað í Steingrímsfirði til Sæmundar Brynjólfssonar bónda þar. Þau hjón- in voru honum eins góð og sínum börnum. Síra Jón Brandsson fermdi Karl í sólskini í Staðarkirkju í hvíta- sunnudag. Karl stundaði húsasmíði um skeið á Akureyri. Nokkrum árum síðar lauk Karl iðnnámi í ketil- og plötu- smíði árið 1939 hjá vélsmiðjunni Hamri. Fyrsta verkefni Karls að loknu námi var að smíða peninga- skáp fyrir KEA á Akureyri. Karl var þá trúlofaður svipmikilli og efnilegri stúlku, Regínu Emils- dóttur frá Reyðarfirði. Síra Friðrik Rafnar gaf þau saman hinn 24. ágúst árið 1939. Systkinin Hilmar og Guðbjörg fæddust í Reykjavík. Árið 1942 fæuttist ijölskyldan til Djúpuvíkur. Karl var þar verkstjóri við vélaniðursetningu og vélagæslu um íjögurra ára skeið. Þau byggðu einbýlishús á Gjögri og á meðan þau voru fyrir vestan fæddust tvö yngri börnin, Guðrún og Emil. Fjallahringurinn er tignarlegur og hafið spegilskyggnt í fögru veðri. Á Djúpuvík og Gjögri, á æskuslóð- um Karls, voru þau í 20 ár. Var heimilið frægt fyrir myndarskap og reisn. Karl stundaði sjóinn af kappi með búskapnum, hann sá líka um hrognamóttöku fyrir Kaupfélagið. Arið 1962 fluttu þau á Eskifjörð og þar áttu þau athafnaríkan ævi- feril og bjuggu enn sem fyrr við mikla rausn. Reynsla Karls og hæfni var ómetanleg, þegar kom að upp- setningu síldarverksmiðju á staðn- um. Einnig skipulagði Karl þar við- amikinn rekstur vélsmiðju. Þau hjónin fluttu frá Eskifirði til Selfoss árið 1981. Bjuggu þar í góðri íbúð, á fallegu heimili og stýrðu enn rausnargarði, sem allir kannast við er til þekkja. Eftir að þau fluttu suður eyddu þau sumrum í húsi sínu á Gjögri. Þegar maðurinn minn hafði aukaþjónustu í Árnesi, jarðsetti hann föður Karls. Karl var vinur hans síðan. Þegar við fluttum á Selfoss, tóku þau hjón okkur sem vinum, buðu okkur heim og báðu mig að hringja ef þau gætu gert okkur greiða. Verður slíkt hugarþel aldrei full- þakkað. Nú er skarð fyrir skildi. Einn rausnargarður hinnar íslensku gestrisni hefur varanlega skipt um svip. Hraustmenni er fallið frá. Alla daga, sem Karl lá hér á sjúkrahús- inu, var eiginkona hans hjá honum, langar stundir, þótt hún gengi ekki heil til skógar. Stundum þegar bráði af Karli, sagði hann. „Þú ert hérna, Gína mín, það er gott.“ Börnin og barnabörnin komu til skiptis og kvöddu hann. Þau hjón eiga marga efnilega afkomendur. Karl var þakklátur öllum sem gerðu honum gott, þótt hann væri alla tíð mjög sjálfstæður. Um fóst- urforeldra sína sagði hann, að þeirra umhyggja hefði bjargað lífi sínu. Karl var umhyggjusamur faðir og mikill heimilisfaðir. Drengurinn litli sem eitt sinn fór einn á göngu langan, erfiðan veg er nú horfinn úr hverfleikans heimi. Alla ævi studdist hann við bæna- versin, sem hann lærði í æsku. Þau fylgdu honum inn á sjúkrahúsið. Megi hann eiga gleðilega eilifð. Samúðarkveðjur til allra aðstand- enda frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals. + Við þökkum af alhug öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför HILMARS ÞÓRS REYIMISSOIMAR, Hlíðarhjalla 71, Kópavogi, sem lést af slysförum sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Reynir Bárðarson, Guðbjörg Björnsdóttir, Marteinn Jónsson, Jón Björn Marteinsson og aðrir aðstandendur. RÉTTARSEL 14 - OPIÐ HUS ndaö raðhús til sölu á bæru veröi. í húsinu j m.a. 2 stofur, 3 efnherbergi, baöherb. snyrting. Vandaðar iréttingar. Arinn. Laust ax. Skipti á minni eign jguleg. Til sýnis nnudag kl. 15-16. nánar á netinu: http://www.itn.is/vagn/ VAGN JONSSON FASTEIGNASALA sími 561 4433 ffi. Nú er tækifæri að taka ákvörðun til framtíðar! í þessu glæsilega húsi er enn til leigu 2. hæðin, samtals 576 fm. Húsið er með sérinngangi, möguleika á lyftu og skiptanlegt niður í smærri einingar. Aðilum sem áhuga hafa á að leigja umrætt húsnæði er bent á að hafa samband við Símatími í dag, sunnud. kl. 12-14 Sendið okkur fyrirspurnir á netfangið okkar eignamidhm@itn.is og við sendum upplýsingar td baka. EIGNIR ÓSKAST. IHi 2ja-3ja óskast. Góð 2ja-3ja herbergja íbúð með góðu aðgengi fyrir fatlaða óskast strax, helst miðsvæðis. Traustar og góðar greiðslur í boði. Uppl. veitir Björn Þorri. á skrif- st. íbúðarhæð óskast. Höfum kaup- anda að góðri vandaðri sérhæð í Reykjavík (innan Elliðaáa). Æskileg stærð væru um 150 fm. Bílskúr. Traustur kaupandi. Einbýli á Seltjarnarnesi óskast - traustur kaupandi. Ákveðinn kaupandi óskar nú þegar eftir 150- 250 fm. einb. á Seltj.n. Góðar greiðslur í boði. Uppl. veitir Sverrir Kristinsson. íbúð við Dalbraut óskast. Höfum kaupanda að 2ja herb. íbúð í húsi fyrir aldraða viö Dalbraut. 1,1 Lagerpláss í Múlahverfi eða nágr. óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 500-600 fm lagerplássi með góðri lofthæð í Múlahverfi eða nágr. 1,1 Jarðhæð óskast (gengið beint inn) - félagasamtök. Traust félagasamtök hafa beðið okkur að út- vega 1000 fm gott rými á jarðhæð með góðu aðgengi. Uppl. veitir Sverrir Kristinsson. 1,1 EINBÝLI I I t j III líi ííl ll' flííf " JXíii J ^ ir t: i Vesturgata - Kvosin - NÝTT. Vorum aö fá í sölu þetta timburhús sem er kj., hæð og ris. Húsið er nánast allt smföað upp frá grunni og afh. í núverandi ástandi, tæplega tilb. undir trév. Járnklæðningu vantar. Möguleiki á aukaíb. i kj. Áhv. 4,8 m. Skipti möguleg. V. 8,5 m. 6150 Smárarimi - einb./tvíb. - EIGNAMIIJIlNfN % - Abyrg þjónusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Hjá Sunnuhlíð. Falleg 61 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð á Kópavogsbraut 1B. Suðaustur- sv. Fráb. aðstaöa og þjónusta. V. 6,2 m. 6117 Glæsileg 71 fm íb. á 3. hæð í Fannborg 8. Fráb. útsýni. Sólskáli. Yfirbyggt bílastæði o.fl. 6121 Falleg 81 fm 3ja herb. íb. á jarðh. á Kópavogsbraut 1A. Sérgarður. Fráb. aðstaða og þjónusta. V. 8,0 m. 4957 Glæsileg 75 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð í Fannborg 8. Fráb. útsýni. Sólskáli. Yfirbyggt bílastæði. Sjónvarpsdyrasimi o.fl. V. 7,950 m. 4452 HÆÐIR KS Auðarstræti - NÝTT. Falleg 4ra herb. 102 fm sérhæð (1. hæð). Parket á stofum og holi. V. 8,5 m. 4996 4RA-6 HERB. 'TM Hraunbær. Mjög falleg og björt um i 103 fm íb. á 3. hæð. Parket. Góðar innr. Suðursv, Áhv. ca. 3,5 m. byggsj. o.fl. V. 7,5 m.4872 Grettisgata - 133 fm - NÝTT. Mjög rúmgóð og björt um 133 fm íb. á efstu hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stórar stofur með suð- ursv. Forstofuherb. með snyrtingu. Aukah. í risi með aðgangi að snyrtingu. Laus fljótl. V. 8,4 m. 6148 Veghús. Glæsil. 187 fm „penthouseíb.” á tveimur hæðum með rúmg. innb. bílskúr. Vand- aðar innr. og gólfefni. Sólstofa og stórar suöur- sv. Áhv. 8,0 m. húsbr. Skipti á góðri 2ja eða 3ja herb. íb. koma vel.til greina. V. 10,5 m. 6027 Laugarnesvegur - NÝTT. Mjög stór um 125 fm 5 herb. íb. á 4. hæð (efstu) í góöu fjölbýlishúsi. Aðeins ein íbúð á hæðinni. Suðursv. Áhv. ca. 5,7 m. V. 7,9 m. 3478 Laufásvegur - NYTT. Mjög falleg og björt um 110 fm 4ra herb. íb. á góöum stað í Þingholtunum. íb. var mikið endurn. fyrir 7 árum m.a. öll gólfefni og eldhúsinnr. V. 8,7 m. 6063 Barónsstígur - NYTT. Falleg og björt um 78 fm íb. á 2. hæð í traustu steinhúsi. Parket og góðar innr. Mögul. á skiptum á stærri eign.V.6,5 m. 6151 Háaleitisbraut - NÝTT. Vorum að fá í sölu bjarta og fallega 88 fm 3ja herb. íb. í kj. Parket og flísar á gólfum. Ib. og sameign eru mjög snyrtileg. V. 6,8 m. 6152 Frakkastígur - NÝTT. Snyrtileg 2JA HERB. Austurströnd - NYTT. Einstak- lega björt og falleg um 63 fm íb. á 7. hæð í lyftuh. Stæði í bílag. Fráb. útsýni til norðurs, austurs og víðar. Öll gólfefni nýl. V. 6,5 m. 6144 Einarsnes - útb. 700 þús. - NYTT. Rúmg. um 62 fm risíb. í timburhúsi. Hús og íbúð þarfnast standsetningar að hluta. Áhv. ca 2,8 m húsbr. Lyklar á skrifst. V. 3,5 m. 6147 Nýbýlavegur - falleg - NÝTT. Mjög falleg um 40 fm íb. á 1. hæð í vönduðu steinh. Parket og suöursv. V. 4,1 m. 6149 Furugrund. Rúmg. og björt um 60 fm íb. á 2. hæð í húsi staðsettu neðst í Fossvogs- dal. Suöursv. Lyklar á skrifst. V. 5,1 m. 6007 Hagamelur 52 - OPIÐ HÚS - NÝTT. Góð 2ja herb. 70 fm lítið niöurgrafin íb. á eftirsóttum stað. íbúð- in verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 13-15. V. 5,5 m. 6153 Fálkagata - NÝTT. Falleg 48 fm risíbúð í góðu húsi. Nýtt þak og klæöning, gler og gluggar. Stórar suðursv. Laus strax. Ahv. ca. 2,2 m. V. 4,6 m. 6115 Verslunarpláss - fjárfesting. Vorum að fá í sölu litla verslunarmiöstöö í Breiö- holti sem er hæð og kj. um 888 fm. í húsinu eru nokkur verslunar- og þjónusturými sem eru í út- leigu. Stór malbikuð lóð. Góðar leigutekjur. Uppl. gefur Stefán Hrafn. Gott verð. 5284 :: NYTT. í smíðum mjög fallegt tvílyft húseign með 2 samþ. íb., 5-6 herb. 156 fm ib. ásamt 30 fm bílsk. og 2ja herb. 67 fm íb. á jaröh. með sér inng. íb. afh. tilb. að utan en fokh. að innan. V. 8,9 m. og 4,2 m. 6110 Fiskakvísl - NÝTT. Fallegt 225 fm raðh. sem er 2 hæðir og milliloft ásamt tvöf. 42 fm bílskúr. Húsiö skiptist m.a. í 5 svefnh. og góðar stofur. Gott útsýni. V. 14,8 m. 6131 og nokkuð rúmg. um 60 fm íb. á 1. hæð. Auka- herb. I kj. íbúöin er laus. V. 4,5 m. 4907 Þinghólsbraut - NYTT. Vorum að fá í sölu skemmtilega 86 fm 3ja-4ra herb. íb. á jarðh. í 4-býli. Sér inng. Góð lóð. Áhv. 3,5 m. byggsj. V. 6,1 m. 6145 Fyrir eldri borgara - Gimli. Falleg 3ja-4ra herb. 111,4 fm íb. á 3. hæö í glæsil. húsi ásamt stæði í bílag. Stórar suðursv. Vandaðar innr. og glæsil. sameign. V. 12,5 m. 4936 Glæsibær - verslunarpláss. Glæsil. 127 fm verslunarpláss á eftirsóttum staö í verslunarmiöstöðinni Glæsibæ. Góö lán geta fylgt. V. 10,4 m. 5295 Smiðjuvegur 4 - NÝTT. Vorum að fá í sölu mjög gott um 286 fm atvinnuhús- næði á götuhæð í EV-húsinu. Plássið er með verslunarfronti og innkeyrsludyrum. Hentar mjög vel undir heildverslun eða létta iðnaöar- eða verkstæðisstarfsemi. Áhv. ca. 8,7 m. til 15 ára. Uppl. gefur Stefán Hrafn. V. 11,0 m. 5294

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.