Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 35 BRÉF TIL BLAÐSINS Að lyfta kommúnista á stall Frá Árna Bergmann: GÍSLI Sigurðsson ritstjóri birtir 2. mars í Lesbók Morgunblaðsins grein þar sem hann lætur í ljósi ágæta aðdáun á freskum Diegos Rivera og annarra mexíkanskra listamanna, sem hafa mikil afrek unnið á sviði frásagnarmyndverka. Undir lokin fer hann að hugsa í viðtengingarhætti og telur ólíklegt að nokkur maður hefði hér á Is- landi falið listamanni á borð við Rivera að vinna „söguleg eða frá- sagnarleg myndlistarverk“ - og kennir þar um óhollum straumum frá París. Svo bætir Gísli við nokk- uð sérkennilegri vangaveltu og segir: „Að einu leyti hefði honum (hinum íslenska freskumeistara) verið borgið. Diego Rivera var sanntrúaður kommúnisti. Réttir menn hefðu sett hann á réttan stall.“ Að sönnu byggir Gísli á traustri hefð þegar hann leggur þessa | skrýtnu lykkju á sína leið um list- i irnar. Það var ein eftirlætiskenn- ing Jónasar frá Hriflu að íslenskt menningarlíf væri mestan part samsæri um að geðjast kommún- istum. Þetta er líklega eini partur- inn af hugsjónaheimi Jónasar sem lifír góðu lifi enn í dag, og er svo fyrir að þakka aðdáunarverðri ræktarsemi sem fram brýst á víxl í Tímanum og Morgunblaðinu í áranna rás. En hvað um það - hví ekki að taka Gísla á orðinu? Hvað hefði gerst ef íslendingar hefðu eignast mikilhæfan listamann sem festa vildi stórtíðindi íslenskrar sögu í miklar frásagnarmyndir - og hefði um leið viljað koma sínum marx- íska skilningi á stéttabaráttu inn í verkin eins og Rivera? (sem var vissulega kommúnisti, en sem bet- ur fer meiri vinur Trotskís en Stal- íns). Mér sýnist að svörin gætu orðið þijú: Það þarf mikið til að „lyfta á stall“ slíkum listamanni. Kannski hefði það þó dggað að Ragnar í Smára tæki það að sér, sá maður sem síst var háður smásálarskap þeirra sem úr einhveijum ráðum höfðu að spila. Ef enginn Ragnar hefði verið til staðar þá er um tvennt að velja. Okkar Diego Rivera hefði verið vísað frá öllum meiriháttar verk- efnum í refsingarskyni fyrir ranga pólitík sem spillti bæði list hans sem og hugarfari öllu í landinu. En ef sá sami íslenski Rivera hefði fyrst orðið frægur erlendis (hvort sem væri í París eða öðrum stórum plássum) - þá hefðu menn samein- ast um að fyrirgefa honum allar pólitískar syndir, horfa fram hjá þeim. Kannski hefði borgarstjóm- armeirihlutinn í Reykjavík (sem nær alltaf er skipaður Sjálfstæðis- mönnum) flýtt sér að reisa ráðhús til að láta manninn fá veggi við hæfi stórtækrar listar. Ef menn efast um að þessi lík- indareikningur sé réttur, ættu þeir að hugsa til þeirrar viðtöku og túlkunar sem hápólitísk og risavaxin verk Errós, mörg hver ættuð beint úr franskri ystu- vinstrivillu, hafa fengið á „réttum stöðum“ hér á íslandi, það er að segja hjá þeim sem með völd og fé fara. ÁRNI BERGMANN, Álfheimum 48, Reykjavík. Fyrir- mynd? i Frá Önnu Maríu Vilhjálmsdóttur: UNDANFARIÐ hefur umræða þjóðfélagsins snúist um hið svokall- aða biskupsmál. Fjölmiðlar hafa ver- ið gagnrýndir fyrir sinn þátt í þess- ari umfjöllun. Að mínu mati er umfjöllun fjöl- miðla af hinu góða og tel ég hana veita þeim mönnum sem gegna mikil- vægum stöðum í þjóðfélaginu aðhald. Biskup íslands er það embætti sem á að njóta þeirrar virðingar sem þjóð- in getur litið upp til. Fyrirmynd okkar! Ég tel það nauðsynlegt að við eig- um okkar fyrirmyndir líkt og foreldr- ar eru fyrirmyndir bama sinna. Það er erfitt að trúa því að þær konur sem komu fram með mál sitt gegn hr. Ólafi Skúlasyni biskup fari með eintóman þvætting. Hins vegar er þáttur Stígamóta í máli þessu ekki þeim til góðs því að mér finnst Stigamót eiga fyrst og fremst að vera miðstöð þeirra sem þurfa andlegan stuðning en ekki að það sé talað máli þeirra opinberlega. Imynd Stígamóta skiptir miklu máli, því að þar fer fram stórkost- legt starf sem að hluta til er sjálf- boðavinna. Fólk ætti að kynna sér hvað fer fram á þeim vettvangi og fá meiri skilning á orðinu „kynferðisleg áreitni" hvoit sem það á við börn eða fullorðið fólk. Mál biskups er aðeins lítið dæmi um hvað í raun hefur þrifist í þjóðfé- laginu til margra ára. Þurftum við ekki að „lagfæra“ siðferðiskennd okkar og taka á þess- um hlutum eins og siðmenntað fólk. Við lifum nú á 20. öldinni. ANNA MARÍA VILHJ ÁLM SDÓTTIR, Hjallabraut 7, Hafnarfirði. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Veitingastaður Einn rótgrónasti skyndibitastaöur landsins er til sölu. Hér er á ferðinni frábært tækifæri til þess að eignast vel rekið og arðbært fyrirtæki. Allar nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu. Hóll — fyrirtækjasala, Skipholti 50b, sími 551 9400. Suðurgata 78, Hfj. Opið hús í dag kl. 13-15 Mjög rúmgóð og björt 87 fm íbúð á efri hæð í þessu litla fjölbýli. 2 herbergi, stór stofa, þvottah. og búr inn af eldhúsi. Vel staðsett við sundlaugina. Gott útsýni yfir höfnina. Gott verð 6,5 millj. Áhv. hagst. lán 3,0 millj. Bjalla merkt Þuríður. Lækjarberg 27, Hfj. Opið hús í dag kl. 14-17 Þetta fallega fullbúna einbýli verður til sýnis í dag milli kl. 14 og 17. Húsið er 292 fm á tveimur hæðum m. innb. bílskúr. Möguleg 70 fm aukaíb. á jarðhæð. Hjört- ur og Matthildur sýna. Ás fasteignasala, Fjarðargötu 17, Hfj., sími 565-2790. Drápuhlíð - íbúð Til sölu hugguleg, 115 fm hæð ásamt 30 fm bílskúr. Suðursvaiir. Áhvílandi 5,5 millj. húsnæðistofnun. Þægilegar afborganir. Verð 9,5 míllj. Upplýsingar í síma 551 2542. Til sölu Til sölu er félagsheimili Ölfusinga, Austurmörk 23, Hverageröi. Húseignin er ca 270 fm f ágætu ástandi. Allar upplýsingar um eignina veitir sveitarstjóri Ölfushrepps í síma 483-3800. Smiðjuvegur 72 - til sölu eða leigu Til leigu/sölu þetta nýja sérstaklega vel staðsetta, full- kláraða verksmiðju-/iðnaðarhúsnæði. Um er að ræða alls um 1.800 fm, sem skiptist í fjórar einingar, hver eining frá 200-600 fm. Húsnæðið nýtist hvort sem er sem ein heild eða skipt niður í minni einingar. Fullbúið mötuneyti og góð starfsmannaaðstaða. í öllum eining- um er 5 metra lofthæð og stórar innkeyrsludyr. Dýpt eininga frá 18-25 metrar. Aðstaða utanhúss er mjög góð, rúmgóð malbikuð bílastæði. Húsnæðið er vel sýni- legt frá stórum umferðaræðum. Frekari upplýsingar veita sölumenn okkar. jT SUÐURLANDSBRAUT 52 v/FAXAFEN HUSAKAUP 568 2800 FASTEIGNAMIÐLUN 568 2800 HVERAGERÐI * VERSLUNARHÚS * SKRIFST0FUR * ÍBÚÐIR * Vorum að fá í sölu þetta glæsilega hús sem mun rísa á einum besta stað við aðalgötu Hveragerðis. Um er að ræða rúml. 200 fm neðri hæð fyrir versl- un/skrifstofu og rúml. 200 fm efri hæð sem má inn- rétta sem skrifstofur eða tvær rúmlega 100 fm íb. m. sérinngangi. Einnig má nýta saman efri og neðri hæð og hafa innangengt milli hæða. Mögulegt er að selja húsnæðið allt eða í minni eining- um. Miklir möguleikar í þessum ört vaxandi verslunar- og þjónustukjarna rétt við höfuðborgina. Allar nánari upplýsingar veitir Helgi M. Hermannsson í síma 533 4300 hjá Fasteignasölunni Húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.