Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 48
<n> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÚSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S)CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK SVR kaupir liðvagn INNKAUPASTOFNUN Reykjavík- urborgar mun að öllum líkindum taka tilboði Brimborgar hf. í svokall- -• 'aoan liðvagn, en það er stór strætis- vagn með liðamót í miðjum vagni. Reykjavíkurborg ákvað að kaupa slíkan vagn í tengslum við breyting- ar á leiðakerfi SVR, sem koma til framkvæmda í sumar. Tilboð bárust frá fimm bifreiða- umboðum og var tilboð Brimborgar lægst, tæplega 21 milljón króna. Áætlun SVR gerir ráð fyrir að þrír liðvagnar verði teknir í notkun þegar byijað verður að aka eftir nýju leiða- kerfi. Ákveðið var að kaupa einn til —í#ynslu og tvo til viðbótar síðar ef hann reynist vel. Liðvagninum er ætlað að safna saman farþegum á fjölmennum leiðum, en hann getur tekið 150-160 manns. -----»■-»-»-- Skuldir að sliga íþróttafélög REYKVÍSK íþróttafélög skulduðu 614 milljónir í lok starfsársins 1993-94, samkvæmt könnun íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) á fjárhagsstöðu hverfafélaga höfuð- borgarinnar. Að sögn Reynis Ragnarssonar for- manns ÍBR áttu félögin útistandandi kröfur og peningalegar eignir að upphæð 264 milljónir og því nam neikvæð peningaleg staða þeirra 350 milljónum. Með öðrum orðum hefðu þau ráðstafað framtíðartekjum sín- um sem því svaraði. Reynir segir að skuldaklafinn standi starfi félaganna fyrir þrifum og það muni líklega taka þau mörg ár að losa þann klafa af sér. ■ Burðast með/44 Sunnan- golan feykir burt vetri Samið um starfslok við elztu starfsmenn Landsbankans Starfslokaaldurinn verði 67 ár í stað 70 VETURINN hefur verið mildur norðanlands og í vikunni fundu Akureyringar vorilm í lofti. Sunnanandvari hefur feykt á brott nánast öllum snjó og geisl- ar sólarinnar voru langt komn- ir með að bræða ísinn á inn- bæjartjörninni. Þar voru stöll- urnar Rósa Daníelsdóttir og Hólmfríður Þórðardóttir í morgungöngu einn daginn með barnahópinn sinn, þau Katrínu, dóttur Rósu, og Orra og Álf- heiði, börn Hólmfríðar, en hún passar líka hann Bjarna sem var með í för. I dag verður hins vegar breytileg átt og slydda eða rigning norðan- og austan- lands og samkvæmt Veðurstofu verður úrkomulítið fram eftir vikunni fyrir norðan og hiti við frostmark. STEFNT er að því að starfslokaald- ur starfsfólks Landsbankans lækki úr 70 árum, eins og nú er algeng- ast, í 67 ár. Fólki verður jafnvei gefinn kostur á að hætta fyrr ef það vill. Að sögn Brynjólfs Helga- sonar aðstoðarbankastjóra er þetta ekki ófrávíkjanleg regla, en reynt er að stuðla að því að fólk hætti fyrir sjötugt með gerð starfsloka- samninga. I ræðu Björgvins Vilmundarson- ar, bankastjóra Landsbankans, á aðalfundi bankans í fyrradag kom fram að undanfarin ár hefði starfs- mönnum bankans fækkað verulega þar sem ekki hefði verið ráðið í störf, sem losnuðu, og um leið hefði meðal- aldur starfsmannanna hækkað. Meðalaldur hækk- að vegna fækkun- ar starfsfólks „Bankastjóm hefur nú ákveðið að gefa elztu starfsmönnum bankans kost á að semja um starfslok á næstu tveimur áram. Jafnframt því verður unnt að ráða ungt og vel menntað fólk til starfa í bankan- um,“ sagði Björgvin. Hægt að setja ákvæði um lægri starfslokaaldur í sérsamninga Brynjólfur Helgason segir að það sé einstaklingsbundið hversu háar starfslokagreiðslur sé samið um við starfsmenn og fari það meðal ann- ars eftir stöðu og starfsaldri. Fleira geti verið inni í starfslokasamning- um, til dæmis greiðsla fyrir nám- skeið, sem tengjast áhugamálum eða störfum viðkomandi og auð- velda honum að hætta störfum. Brynjólfur segir að lægri starfs- lokaaidur sé ekki atriði, sem tekið sé inn í kjarasamninga við banka- menn. Hins vegar sé hægt að setja slíkt ákvæði í sérsamninga við starfsmenn. Að sögn Brynjólfs eru fyrirmynd- ir að fyrirkomulagi af þessu tagi víða erlendis. Fólk í stjórnunarstöð- um sé þar jafnvel skyldugt til að hætta fyrr. Morgunblaðið/Kristján Lán til byggingar eða kaupa á 250 íbúðum veitt úr Byggingarsjóði verkamanna Lánveitingum fækkar um nærri helming STJÓRN Húsnæðisstofnunar ríkis- ins hefur samþykkt að veita fram- kvæmdalán úr Byggingarsjóði verkamanna til byggingar eða kaupa á 250 félagslegum íbúðum í ár. Þetta er nær helmingsfækkun frá tveimur fyrri árum, en á árinu 1994 voru veitt lán til byggingar félagslegra íbúða 505 talsins og 459 í fyrra. Umsóknum um lán hefur hins vegar einnig fækkað mjög mikið á sama tíma. Umsóknir um ián í ár voru 687 talsins, en voru SB7 í fyrra og 1.408 árið 1994. Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, sagði að hann teldi tvær skýringar á þessari fækkun á umsóknum um félagslegar íbúðir. Annars vegar væri þörfin fyrir félagslegt húsnæði mettuð víða í dreifbýli og hins veg- ar hefði neikvæð umræða um fé- lagslega íbúðakerfið haft mikil áhrif og slegið á áhuga sveitarstjórna að sækja um, einkanlega í smæstu sveitarfélögunum. Mörg sveitarfé- lög vildu væntanlega einnig bíða eftir hugsanlegum breytingum á löggjöf um félagslegar íbúðir og hvað þær hefðu í för með sér. 101 til félagslegra eignaríbúða Lánveitingar í ár skiptast þannig að 101 er vegna félagslegra eignar- íbúða, 98 vegna félagslegra leigu- íbúða, 36 vegna félagslegra kaup- leiguíbúða og 15 vegna almennra kaupleiguíbúða. Umsóknirnar voru hins vegar 219 talsins vegna félags- legra eignaríbúða, 269 vegna fé- lagslegra leiguíbúða, 168 vegna félagslegra kaupleiguíbúða og 31 vegna almennra kaupleiguíbúða. Úthlutanir til sveitarfélaga eða aðila á þeirra vegum skiptast þann- ig eftir kjördæmum að af 250 koma 143 í hlut sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu að Hafnarfírði með- töldum. 2 eru á Vesturlandi en þar var sótt um 5, engin kemur í hlut Norðurlands vestra, en þar var sótt ,um 3 íbúðir. Á Norðurlandi eystra var sótt um lán til að koma upp 48 íbúðum, en veitt lán voru 30 talsins. Lán á Austurlandi eru 2 talsins, en sótt var um 6. Sótt var um lán til þriggja íbúða á Suður- landi, en engin lán voru veitt þang- að og sama gildir um Suðurnes og Vestfirði, enda bárust engar um- sóknir frá þessum svæðum. Þetta eru samtals 177 íbúðir. Til viðbótar er úthlutað 73 íbúðum til ýmissa félagslegra sjálfseignar- stofnana og samtaka víða um land- ið, að sögn Sigurðar. Þarna er um að ræða aðila eins og Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag náms- manna, Félagsíbúðir iðnnema, Landssamtökin Þroskahjálp, Hús- sjóð Öryrkjabandalagsins, Blindra- félagið, Félag einstæðra foreldra og Nemendagarða við Bifröst, Borgarfirði. Sigurður sagði að þetta væri rúmur fjórðungur úthlutunarinnar sem færi til þessara aðila. Þetta væri merkileg þróun, sem mikill kraftur hefði verið í á seinni árum. Þannig væru stúdentagarðarnir á Grímsstaðaholti til að mynda fyrst og fremst smíðaðir fyrir fjármagn úr Byggingarsjóði verkamanna og það sama gilti um fleiri fram- kvæmdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.