Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR/£r orgone-orkan tengd lífinu sem sjálfstcebu, efnisóhábufyrirbcerif Wilhelm Reich og tilfinningasýkin Til eru vísindamenn, sem venju- lega er sagt um, að þeir hafi verið á undan sinni samtíð, komið fram með kenningar sínar á vitlaus- um tíma, eða bara farið í taugarnar á postulum vísind- anna. Hvað sem öðru líður, var kenningum þeirra endanlega hafnað. Einn af þeim var Wilhelm Reich. Dr. Wilhelm Reich var fæddur í keisaraveldinu Austurríki árið 1879. Hann fór í háskólann í Vín árið 1918 eftir stríð- ið og lauk þar læknisfræði á fjórum ái-um. Síðan vann hann að doktors- námi í taugasálfræði. Hann fékk aðgang að Sálgreiningarsamtökum Vínarborgar á meðan hann var enn við nám, þar sem Sigmund Freud var í forsvari. Hann naut mikils álits á sviði sálgreiningar og var í sex ár aðalaðstoðarmaður Freuds við sáifræðiskóla hans í Vínarborg. Á árunum 1924-30 var hann forstöðu- maður kennslusviðs sálgreiningar- kenninga við þá stofnun. Reich var þekktur fyrir að vera hörkuduglegur við vinnu á þessum árum, en einnig fyrir vísindalega nákvæmni og styrk. Áuk þess að rannsaka félagslegar orsakir taugaáfalia, stofnaði hann og rak geðlæknisforvarnarráðgjöf á ýmsum stöðum í Vínarborg á árun- urn 1928-30 og í Berlín 1930-33. Á árunum 1934-1939 kenndi hann og rannsakaði orgone-lífeðlis- fræði, sem var uppgötvun hans sjálfs, _við sáifræðideild Óslóarhá- skóla. í ágúst 1939 færði Reich sig, senniiega vegna yfirvofandi stríðs- hættu, með vísindastofnun sína til Forest Hili í New York og flutti þar með alfarinn til Bandaríkjanna. Reich gekk vel í Bandaríkjunum, þar sem að hann þróaði kenningar sínar um orgone-orkuna áfram. Arið 1942 stofnaði Reich Orgone-stofnunina, sem var til húsa á 35 hektara land- svæði í Rangley í Mainfylki. Heimil- ið fyrir nýju vísindin; orgonomíuna, var auðvitað nefnt Orgonon. Árið 1949 stofnuðu vinir hans og nem- endur Wilhelm Reich-stofnunina til að vernda uppgötvun hans, sem var grunnorka alheimsins; hin massa- lausa orgoneorka. Að þessu sögðu, sem lýsir vel hinu þrotlausa brautryðjendastarfi Reichs, verður lesandanum enn óskiljanlegar, hvers vegria hann var skyndilega ofsóttur af yfirvöldum, ákærður, dæmdur og dó síðan af hjartaáfalli í fangelsinu. Ef til vill má geta sér þess til, að uppgötvun hans á tilfinningasýki mannkynsins, sem hann kallaði svo, hafi haft þar nokkur áhrif. En það er enn ráð- gáta, hvers vegna ráðist var svo harkalega gegn uppgötvunum hans og þær settar undir bann, sem enn er í gildi eftir fjörutíu ár. Reieh taldi sig hafa fundið, að sálfræðileg tilfinningaorka væri byggð á líffræðilegri orgone-orku. Nafnið kemur frá organ eða líffæri. Orkuna taldi hann vera undirstöðu lífsins sjálfs. Með margra ára rann- sóknum tókst honum að sanna til- vist þessarar okru í lifandi verum. Hann bjó til tæki árið 1940, sem gat haft áhrfi á þessa orku; orgone- orkusafnarann. Hann sýndi enn- fremur fram á tilvist alheims orgone- orku, bæði sjónrænt, með hita og með rafsegulsviði. Hann hannaði sviðsmæli í því skyni, en notaði einn- ig geislavirkni-mælitæki. Allt þetta var birt í bókum og vísindaritum. Gæði, yfirsýn og áhrifamöguleikar þessara rannsókna voru þó svo sann- arlega byltingarkenndar fyrir menn- inguna. Mjög margir þekktir vísindamenn tímabils hans í Bandaríkjunum studdu kenningar hans, þar á meðal Einstein í bréfi frá 1941. í þijá ára- tugi vann Reich þetta merkilega starf. Þegar Kóreustríðið hófst um 1950 vann hann við sína frægu Or- anur-tilraun, þar sem hann skoðaði möguleika á and-kjarnorku áhrifum, sem orgone-orkan gæti haft á kjarn- orkuna-. í framhaldi af því taldi hann sig hafa uppgötvað svokölluð DOR- ský á himni, sem innihéldu neikvæða orgonorku og bæru ábyrgð á ýmsum veikindum manna og eyðingu yfir- borðs jarðar. Hann fann upp tæki til að eyða þessum skýjum, svokallað skýjaeyðara og gat um leið bæði framkallað riginu og stoppað hana af. En árið 1954 var Reich skyndilega ákærður af FDA, fæðu- og lyfjaeftir- liti Bandaríkjanna, fyrir að gefa út bækur um orgone-orku, þar sem hún væri ekki til! Hann var ennfremur ákærður fyrir að segjast geta lækn- að alls konar kvilla og því ætti að eftir Einor Þorstein SKÝJA-EYÐARI Wilhelms Reich. vernda almenning fyrir honum. í réttarhöldunum komu ekki fram nein sönnun gegn honum. En hann tapaði málinu samt vegna þess, að hann neitaði að mæta oftar en einu sinni fyrir rétti. Þar kom hinn stolti vísindamaður til skjalanna, sem átt- aði sig ekki á valdi FDA-stofnunar- innar, sem ræður í dag yfir 60% af allri framleiðslu Bandaríkjamanna. Bækur hans voru þar með bannaðar í Bandaríkjunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að fjalla um málið á ný. Hið sérkennilega í málinu var að ákærandi FDA var Peter Mills, sem áður hafði verið lögmaður Reichs og sem slíkur haft aðgang að ýmsum leynilegum pappírum stofnunar Reichs. Hann var líka sá, sem skrif- aði undir sem vitni, þegar Reich tókst að láta mótor ganga fyrir org- onorku! Eins og áður segir lést Reich í fangelsi í Pennsilvaníu árið 1957, átta mánuðum eftir að hann var handtekinn fyrir að vilja ekki hlýða dómsniðurstöðunni, sem var að gera upptækar allar bækur og skjöl hans, eða að leggja niður 30 ára vísinda- starf, sem benti á nýja hugsun. All- ar bækur hans og skjöl voru brennd á báli af bandarískum yfirvöldum! Þetta tilfelli sögunnar er með ólík- indum: Vísindakenning er afmáð úr sögu vísindanna af stofnun, sem á að hafa eftirlit með gæðum fæðu og lyfja í einu þjóðríki. En þó að tímarnir þá hafi vissulega verið tengdir pólitískum nornaveiðum í því þjóðríki þá skýrir það ekki bóka- brennslu og dauða fárveiks manns inni á opinberri stofnun. ÖIl líkindi benda því til þess að Reich hafi gert merkilegri uppgötvun en nokkurn . órar fyrir í dag. Og því verður spurn- ingin: Hvort á að ráða ferðinni í menningunni, frjáls vísindi eða hags- munir? ÞfÓDLÍFSÞANKAR /Hvar eru mörkin? ÐRNS/Hvab er kfótkvebjuhátíbf Snerting og snertiþörf EINU sinni sagði læknir mér frá gamalli konu sem lögð var inn á spítala. Hún var bæði feit og ófríð og fjarskalega döpur. Hún þjáðist af miklum verkjum víðs vegar um líkamann, m.a. í herðum. Þessi kona átti enga nána ættingja og bjó ein. Eftir að gamla konan hafði kvartað sárlega yfir axlar- verkjunum var ákveðið að hún skyldi fara í sjúkranudd. Eftir fyrsta nudd- tímann trúði gamla konan hjúkrunarfræðingi sem fylgdi henni á milli fyrir því að þetta væri í fyrsta skipti í mörg ár sem einhver hefði snert hana. Gamla konan hélt svo áfram í sjúkranuddinu og það var bætt við hana heitum böðum sem hjúkrunarfólk setti hana í. Það brá svo við að sú gamla tók að hressast og var jafnframt mun glaðari. Læknirinn sem sagði mér söguna taldi einsýnt að snertingin sem hún fékk hefði bætt andlega og líkam- lega heilsu hennar verulega. n eftir 6uðrúnu Guðlaugsdóttur ÞAÐ ERU fleiri en heilsulaus gamalmenni sem hafa þörf fyrir snertingu. Öll höfum við þörf fyrir að vera snert. Það er alkunna að börn sem ekki eru snert þrífast ekki sem skyldi. Á tímum seinni heim- styrjaldar gerði Hitler áætlun um að útvaldar þýskar konur skyldu eign- ast börn með út- völdum þýskum mönnum og skyldu börnin svo alin upp á sérstökum heimilum og verða að úrvals fólki. Það fór svo að börnin sem ólust þannig upp þrifust illa og urðu ekki þau úrvalsbörn sem að var stefnt. Meðal annars var því um kennt að þau voru mjög sjaldan tek- in upp og þeim ekki hampað eins og öðrum börnum, fóstrurnar höfðu einfaldlega ekki tíma til þess. Börn sem ekki er hampað og sinnt sem skyldi verða dauf og döpur. Fyrir kemur að eitthvað virðist fara meira en lítið úrskeiðis í þessum efnum. Mér var sagt frá frægri enskri kvikmynd um mann sem ekki þoldi að vera snertur. Hann leið hreinustu píslir þegar hann fór í strætisvagn eða í neðanjarðarlest- irnar í London. Fyrir kemur að fólk er haldið slíkri snertifælni að það getur ekki hugsað sér að heilsa öðr- um með handabandi. Það er raunar alkunna að fólk hefur mjög mis- mikla snertiþörf. Stundum er það notað sem refsing að snerta ekki fólk. Ef maður virðir fyrir sér sambýlisfólk sem er reitt hvort út í annað, þá sést að það gerir sér far um að snertast ekki. Það er ekki fyrr en sættir eru á næsta leiti sem það snertist óhikað. Reitt fólk og ókunnugt fólk vill ekki snertast. Á hinn bóginn er stundum hægt að sjá á snertingu fólks hve náinn vinskapurinn eða ástarsambandið er, í nánum tenglsum snertir fólk hvort annað mikið. f tilhugalífi nær snerti- þörf fólks líklega hámarki. Snerting getur í einstökum tilvik- um nánast gert kraftaverk. Einkum getur snerting verið áhrifarík þegar fólk þjáist af ótta eða sorg. Við finn- um til tilhneigingar til þess að faðma þá sem eiga um sárt að binda. Þá falla allar hömlur og við snertum hinn sorgmædda hiklaust. Ofur- spennt fólk slakar líka stundum á þegar það er snert. Sem dæmi má nefna fólk sem þjáist af „mikro- fónskrekk" . Því hættir til spennast upp og til þess að fá það til að slaka á er besta ráðið að snerta viðkom- andi, t.d. klappa honum á axlirnar. Á tímum umræðna um kynferðislega áreitni er þó líklega tryggast að gera það afar varlega. Umræðan um kynferðislega áreitni býður þeirri hættu heim að fólk þori ekki lengur að snerta aðra af ótta við að það verði talin áreitni. Með tilvísun til snertiþarfarinnar, sem allt venjulegt fólk hefur í ríkum mæli og þarf að fá fullnægt, þá er þessi þróun ekki heppileg. Ef fólk er svo ógæfusamt að eiga ekki mjög náin skyldmenni eða ástvini til að knúsa þá verður það að velja á milli þess að snerta ekki annað fólk eða taka þá áhættu að vera kannski álit- ið „kynferðisáreitnisfólk". Eini ör- uggi kosturinn sem þetta fólk á er að fá sér heimilisdýr til að klappa. Þegar þessi mál eru skoðuð er rétt að hafa hugfast hve snertiþörf fólks er mismunandi mikil. Það sem einum finnst þægileg og eðlileg snerting frnnst öðrum óþolandi áreitni. Snert- ing er þess vegna stundum mistúlk- uð og jafnvel oftúlkuð meðan hún enn er á „gráa svæðinu". Það væri óvitlaust að skoða sjálfan sig að þessu leyti, hve óhikað maður snert- ir aðra og hvernig manni hugnast snerting annarra og síðast en ekki síst: Hvar og hvernig dregur maður mörkin milli eðlilegrar snertingar og áreitni. Skipulögð óregla undÍY sambatakti Villtur dans“ er yfirskrift frétta og fréttamynda sem berast af árlegum kjötkveðjuhátíðarhöld- um Brasilíumanna. Hátíðirnar eru þekktar um heim allan og sópa að hópum ferða- manna sem vilja ólmir fylgjast með villtu atferli heimamanna. Þekktasta hátíðin er haldin í Rio de Janeiro og er borgin undirlögð gleði, söng og dansi allan sólarhringinn í þá fimm daga sem hún stendur yfir. Stærsta hátíðin er hinsvegar hald- in í Salvador, höfuðborg héraðsins Bahia þar sem áætlað er að um ein og hálf milljón manna dansi samtímis á götum borgarinnar. Eflaust eru margir forvitnir um þessa undarlegu hefð þar sem venjulegri hegðun er ýtt til hliðar og allt annað gert leyfilegt. Hvað- an kemur hún og af hveiju er hún svona áberandi í Suður-Ámeríku? Kjötkveðjuhátíð er haldin að kaþólskum sið fimm dögum fyrir upphaf lönguföstu sem hefst sjö vikum fyrir páska. Nafn hátíðar- innar gefur í skyn að neysla kjöts sé bönnuð en á föstu er misjafnt hvaða matar má neyta. Hátíðar- höld við upphaf lönguföstu eru al- geng víða um heim. Þau eru uppr- unnin frá vorhátíðum Grikkja og Rómveija þar sem vorkomu og fijósemi jarðar var fagnað á væg- ast sagt óhóflegan hátt. Svallsam- komur þar sem ofát, ofdrykkja, kynlíf og mannvíg voru óspart stunduð, voru leið Grikkja og Róm- veija til að fagna komu vorsins. Þegar kaþólsk kirkja tók við völd- um í Evrópu var lagt blátt bann við hátíðum sem þessum. Þrátt fyrir bannið hélt hefðin áfram og í flestum samfélögum voru haldnar hátíðir við upphaf lönguföstu. Ein þeirra hátíða sem blómstraði þrátt fyrir bann kirkjunnar var Entrudo hátíðin í Portúgal. Óhófsemi var ekki lengur meginatriði heldur óregla. Félagslegum hlutverkum fólks var ruglað og þátttakendur fengu útrás án þess að verða sér til skammar. Menn klæddust sem konur og konur sem menn. Þjónar fengu yfirráð yfir húsbændum sín- um og vel gift hjón döðruðu við ókunnuga. Hópar venjulegra borg- ara hlupu um strætin kastandi hveiti, eggjum og rotnuðum ávöxt- um í hver annan. Þegar Portúgalar hófu síðan siglingar yfir Atlants- hafið, námu þeir land í Brasilíu og innleiddu hefðir sínar, þar á meðal Entrudo-hátíðina. Entrudo bland- aðist dansi og skemmtunum frum- byggja og innfluttra Afríkubúa og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.