Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Pönkarar NOFX Ham- MLOGSÝRA gerir það ekki endasleppt; ekki er nóg með að fyrirtækið gefi út mergjað íslenskt pönk, heldur hyggst það flytja inn hol- lenska pönksveit, Bobwire, sem leikur á fernum tónleikum hér í þarnæstu viku. BANDARÍSKIR pönkarar láta ekki að sér hæða; hafa reyndar ekki verið eins hressir í áraraðir. Þar á meðal er sveitin NOFX, sem gerir í því að ganga fram af fólki eins og pönk- ara er siður. Jerry Garcia féll frá í ágúst á síðasta ári og var mörgum harmdauði. Þeir NOFX félagar tóku fráfalli hans öllu léttar, enda hatast þeir við hippa af lífi og sál. Þannig er á nýjustu breiðskífu sveitar- innar lag sem ekki verður betur séð en sé ort til þess eins að fagna fráfalli Garc- ias, en textinn við lagið er skrifaður á hippamussu í umslaginu til að undi- strika innihaldið. NOFX er á mála hjá pönkútgáfunni Epitath, en sveitin hefur verið að í tólf ár. Hún sendir líka MTV sjónvarpinu, stórútgáfum og útvarpsstöðvum langt nef á plötunni, segist vilja fá frið til að vera hún sjálf, en á milli þess sem ljótu karlarnir fá á baukinn gera þeir félag- ar Ei Hefe, Erik Sandin, Fat Mike og Eric Melvin, mis- kunnarlaust grín að öllu og öllum, þar á meðal ' sjálfum sér og pönkinu. Fyrstu tónleikamir verða 21. mars, tvennir tónleikar verða 22. mars, og lokatónleikar verða 23. mars. FINNARI UPPSVEIFLU ÞAÐ ER sérkennilegt að þegar rokkið er annars vegar virðast hjörtu íslendinga og Finna slá í takt, en skandin- avísk sólíaluppsuða frá frændþjóðunum fær aftur á móti lítinn hljómgrann. Hingað hafa finnskar sveitir komið og vakið hrifningu og aðdáun, þar helstar kannski 22 Pistepirkko, Radiopuhelimet og sérvitringurinn snjalli Keukhot. I vikunni er svo von á einni finnskri rokk- sveit til, pönksveitinni Brussel kaupallinen, sem státar meðal annars af íslenskum liðsmanni, Ara Eldon. Pönksveit Brussel kaupallinen. Ari Eldon er lengst til hægri. Ari Eldon lagði gjörva hönd á margt rokkyns hér á árum áður, var meðal annars í Sogblettum, Bless og Rut + áður en hann hélt til Finn- lands í kjölfar þess að hafa ferðast um landið í tónleikaferð með Dr. Gunna. í Finnlandi hefur Ari leikið með ýmsum sveitum, en liðsmenn Brussel kaupallinen m. eftir Árna Matthiasson báðu hann að slást hópinn fyrir rúmu ári. Ari Eldon segir þann mun helstan á lífí rokkunnenda í Finnlandi og hér að þar sé hægt að hafa nóg fyrir stafni nenni menn að spila á annað borð; „það eru svo margar borgir sem hægt er að spila í og margir rokkklúbbar sem lifa góðu lífi“, segir hann og bætir við að sér sýnist helsta vanda- mál íslenskra rokk- sveita vera að eng- inn sæki tónleika lengur. Eftir að Ari gekk til liðs við sveitina hefur hún sent frá sér smáskífu á veg- um Bad Vugum, en Ari, sem tók þátt í að semja þorra laganna á þeirri skífu, segir að nú séu þeir félagar að vinna af krafti að breið- skífu sem koma á út í sum- Ari segist enga skýringu hafa á því hvers vegna rokk- inu svipi svo saman í þessum löndum tveim. „Ég var spurður að því fyrir skemmstu af finnsku blaði hvað ylli þessu, en gat ekki svarað því. Það er kannski eitthvað í vatninu,“ segir hann og kímir. Brussel kaupall- inen heldur tvenna tónleika hér á landi; í Norðurkjallara MH 15. mars og í Tveimur vinum 16. mars. Til upphitun- ar verða Silver- drome, Dr. Gunni, sem ekki hefur leik- ið á tónleikum lengi, lengi, Sakt- móðigur, _ „besta hljómsveit íslands", segir Ari glaðbeitt- ur, og Botnleðja. Ari segir óhætt áð lofa kröftugum tónleikum, því hljómsveitin sé al- mögnuð á tónleik- um. „Brussel kaupallinen er með bestu rokk- sveitum Finn- lands,“ segir Ari ákveðinn, „og við erum í mikilli upp- sveiflu núna.“ KRISTJÁN Kristjánsson er á ferð um landið um þessar mundir með fjölskip- aða hljómsveit sína. Á þriðjudag, 12. mars, Ieikur Kristján með hljóm- sveit í sal fjölbrautaskólans á Sel- fossi, fimmtudag leikur hann í Félagsbíói í Keflavík, á föstu- dag verður hann í Bíóhöllinni á Akranesi og á mánudag eftir rúma viku, 18. mars, lýkur ferðinni í Borgarleikhúsinu. Kristján leikur á gítar og syng- ur, Ellen systir hans syngur einnig, Eyþór Gunnarsson leik- ur á hljómborð, Jóhann Ás- mundsson á bassa, Guð- mundur Pétursson á gít- ar og Ingólfur Stefáns- son á trommur. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. í dulargervi Liðsmenn Golden Smog. MARGT af því sem helst er á seyði vestan hafs berst seint og illa til Islands og er ekki nema á fárra vit- orði. Þó er þar margt gott í gangi, eins og sannaðist þegar hljómsveitin Morph- ine sló í gegn óforvarandis á sínum tíma og ef til vill á Golden Smog eftir að ná árangri hér; til þess hefur hún alla burði. Golden Smog er hljóm- sveit ýmissa helstu frammámanna í banda- rísku þjóðlegu rokki, þar á meðal liðsmanna Jayhawks og Soul Asylum. Illjóm- UR ýmsiim áttllm ÞEGAR þjóðleg popptónlist naut hvað mestrar hylli í Evrópu fyrir nokkrum árum bar mikið á ungversku söng- konunni Mártu Sebestyen. Hún þótti hafa einstaklega fagra rödd og plötur hennar seldust vel. Márta Sebestyen söng þá ungverska þjóðlaga- tónlist að mestu eða tónlist sem samin var í þjóðlegum anda. Helst tók hún upp með hljómsveitinni Muzsikás, aukinheldur sem hún hljóð- ritaði með Deep Forest- flokknum franska, bresku hljómsveitinni Towering In- ferno og Peter Gabriel. Þessi söngiðja hennar hefur skipað henni í flokk fremstu söng- kvenna heims, en fyrir skemmstu sendi hún frá sér fyrstu sólóskífuna með lög- um úr ýmsum áttum. Á plötunni nýju, sem heit- ir Kismet, er tónlistin skotin ýmum áhrifum; vestrænu poppi, írskri þjóðlagatónlist, indverskri tónlist, grískri og búlgarskri og Márta syngur á ýmsum tungumálum aust- urevrópskum, ensku, grísku og móðurmálinu. Fyrir vikið ættu sem flestir að geta notið tónlistarinnar, en rödd- in ein er nóg til að heilla hvern sem er. Þjóðlagapopp Sebestyen. Márta I dular- gervi sveitin varð til sem einskon- ar frístundagaman þeirra félaga fyrir fjórum árum og sendi þá frá sér tólf tommu. Seint á síðasta ár tóku þeir félagar svo upj þráðinn, settust að í skóg um Minnesota og sömdi lög og hljóðrituðu á breið skífu á tveimur vikum. Nið urstaðan fékk nafnið Dowr By the Mainstream og kon út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur hafa tek ið sveitinni vel; segja haní minna á þá fornfrægu svei The Byrds í árdaga og þa< að koma fram undir dul nefnum, vegna krafna lög manna útgáfufyrirtækjí félaganna, hafi greinileg; gert þeim gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.