Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 13 ÞÁ ER föstumánuðurinn liðinn og Eid el fitr-hátíð- in, sem hefst þegar hon- um lýkur og stendur í viku. Sá tími er með alljólalegu sniði, flest börn verða að fá nýja flík og þeir sem hafa sæmileg efni gefa krökkunum einhveijar smá gjaf- ir, oftast peninga, og svo eru fjöl- skylduboðin þvílík að íslensk jóla- boð blikna hjá þeim. Margir fara úr borginni þessa hátíðisdaga og eru á vinsælum áningastöðum hér innanlands. Það ljómandi góða kerfi, sem er við lýði; Egypt- ar og útlendingar sem hafa dval- arleyfi fá ferðir innanlands, gist- ingu á hótelum og allt þess hátt- ar á þrisvar sinnum lægra verði en útlendingar sem koma hingað í stuttar ferðir. Þetta gerir venju- legu fólki kleift að ferðast um sitt eigið land án þess að fara á hausinn. Ég hef engar tölur um hve margir fóru en mér fannst ég íjarska lítinn mun sjá á mann- mergðinni, sem er alltaf og alls staðar, enda sér auðvitað ekki högg á vatni í 18 milljón manna borg þótt 2-4 milljónir bregði sér bæjarleið. Fyrstu daga hátíðarinnar voru flestar verslanir, bankar og skrif- stofur lokaðar, og hjá mér og öðrum skólabörnum var líka frí, svo er að komást vanagangur á lífið aftur og verður svo næstu fimm vikur. Þá er aðalhátíð músl- ima, Eid el adha, hún hefst fjöru- tíu dögum eftir að ramatan lýk- ur, virðist því að þessu sinni vera í grennd við páskana okkar. Hún er til að minnast þess að guð fyrirskipaði Abraham að fórna sér syni sínum, en dró það til baka á síðustu stundu, eins og Dagbók frá Kaíró Fjölskyldu- boð á Eid og íslensk- arabísk orðabók Egyptar hafa fundið upp kerfí sem gerir venjulegu fólki kleift að ferðast um landið sitt án þess að fara á hausinn, skrifar Jó- hanna Kristjóns- dóttir, og fínnst mikið til um. alkunna er, svo lambi var fórnað í staðinn. Á þessari hátíð eta því allir brasað lambakjöt eins og nærri má geta. Fyrsta dag Eid el fitr núna var þó kyrrara hér í grenndinni en alla jafna. Ég hugsaði með mér að allir hlytu að hafa farið til Luxor Burgada og slíkra hress- ingar- eða merkisstaða. Litlar stelpur sprönguðu þó um í litfögr- um kjólum, með slaufur í hárinu og strákar í nýjum skyrtum eða nýjum íþróttaskóm. Konurnar, sem selja nýtt brauð á morgnana og ganga með fjall- háa stafla af því á grind á höfð- inu á sér, sáust ekki. Karlar sem skunda með hjólakerrur fullar af ávöxtum og hrópá fekí-í-í-a-a-a, ekki heldur fyrr en á þriðja degi. Menn, sem hjóla um með ga- skúta og stoppa á nokkra metra fresti og lemja með sleif í kútana til að gefa nærveru sína til kynna, voru líka í fríi. Meira að segja litli maðurinn sem gengur um með einhvers konar hverfistein á bakinu og segir okkur með háum hljóðum að hann brýni best hnífana okk- ar, er hvergi sjáanlegur. Þetta var góðvirðisdagur og ég sat lungann úr honum úti á svölum og dundaði við að gera arabísk- íslenska orðabók. Framan af vetri var eingöngu notað latneskt letur en nú er ég að færa „orðabókina“ yfir á arab- ískt letur, það tekur mig langan tíma að skrifa hvert orð, svo eru ekki frágengin nema um 300 af 50.000 þúsund orðum, sem ég hef heyjað að mér, en ég er hin ánægðasta með þetta framtak og sé ekki betur en það verði til þess að ég geti lært að þekkja orðin í sjón á arabísku, en á það hefur skort hjá mér. Hárskeri á harða- hlaupum Trento. Reuter. ÍTALSKUR hárskeri sem dæmdur hefur verið til að greiða háa sekt vegna skatt- svika hyggst mótmæla dómn- um með því að hlaupa yfir landið til höfuðborgarinnar, Róm. Marco Patton, sem starfar í Trento, var fyrr á þessu ári dæmdur til að greiða um 85 milljónir króna í sekt vegna mistaka sem skattrann- sóknarmenn uppgötvuðu í bókhaldi hans. Þeir sem fóru yfir bókahald samþykktu þá fullyrðingu hans að hann hefði ekki ætlað sér að svíkja undan skatti. Þeir sögðu hins vegar að lög væru lög og Patton yrði að sætta sig við niður- stöðuna. Patton, sem er fertugur, kveðst hafa íhugað hvernig hann gæti vakið tilhlýðilega athygli á þessu óréttlæti og komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að hlaupa til Rómar og mótmæla þar. Hlaupið hefst nú á þriðjudag í borginni Trent á Norður-ítal- íu og ráðgerir Patton að ná til borgarinnar eilífu á tíu dögum eftir að hafa lagt að baki 630 kílómetra. GLE Jc •RLISTANÁMSK EIÐ ð >nas Bragi glerlistamaður heldur námske i steindu gleri, glerbræðslu og slípun. Nánarl upplýsingar í símurn 562 1924 og 554 6001. Hjartans þakkir sendi ég œttingjum og vinum, sem glöddu mig á 90 ára afmœli mínu, með heimsóknum, kveðjum og gjöfum. Guðlaug Gísladóttir, Langholtsvegi 40. wmmaamammammmmmmmmmaaaammm ATHUGIÐ! Vegna hugsanlegrar hækkunnar stjórnvalda á vörugjaldi eldunartækja í 25%, bendum við þeim, sem eru að hugleiða kaup, að gera þau strax. Idavélar # 50 og 60 sm breiðar. # Grill og grillteinn. # Með og án blásturs fnar með helluborði # Venjulegt helluborð. # Keramik helluborð. # Með og án blásturs. # Grill/grillteinn. 39.900,- # Venjulegar hellur. # Með rofum. # 2 hraðsuðuhellur. # Keramik helluborð. # Með rofum. # Aðvörunarljós. 14.900,- 36.900, Umboðsmenn um allt land. Opið alla virka daga kl. 9-18, laugardag kl. 10-16. SUÐURLANDSBRAUT 16,108 RVIK, SIMI 588-0500 9601

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.