Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR Hver erAngLee? TILBREYTING FRÁ TÆVAN KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Ang Lee er fæddur í Tævan og þótti líkleg- ur til að verða fyrsti Asíubúinn er hlyti útnefningu til Óskarsverðlaun- anna sem besti leikstjórinn. Það gerð- ist ekki, mörgum til mikillar furðu, þrátt fyrir að nýjasta myndin hans, „Sense and Sensibility“, hlyti álls sjö tilnefningar. Hún var kjörin bestá myndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum. Myndin er byggð á sögu eftir einn ástsælasta rithöfund Breta frá síðustu öld, Jane Austen, og ást- sælasta leikkona Breta, Emma Thompson, skrifaði handritið auk þess sem hún fer með eitt aðalhlut- verkið. Myndin mun vafalaust láta að sér kveða við afhendingu Óskarsins; hún sver sig í ætt við myndir James Ivory og Ismail Merchant og það eru stykki sem ameríska kvikmyndaakademían hefur sérstaka velþóknun á. „ÞAÐ lifir enginn á listrænum mynd- um“; Ang Lee. Lee hefur aðeins gert þrjár myndir um dagana. Við höfum séð báðar fyrri myndir hans hér á landi, þökk sé auknum áhuga kvikmynda- Bhbh húsanna á að sýna list- rænar myndir frá öllum heimshom- um. Há- skólabíó eftir Arnald sýndi þá Indrióason frábæru gamanmynd brúðkaupsbasls- ins, Brúðkaupsveisluna eða „A Wedding Banquet", sem var tævönsk/bandarísk útgáfa Fjögurra brúðkaupa og jarð- arfarar nema miklu skemmti- legri. Og Stjömubíó sýndi Maður kona matur drykkur „Eat Dring Man Woman“ frá 1994, en Friðrik Þór Friðriks- son sá hvað í Lee bjó og tryggði sér sýningarréttinn á henni hér á landi. Myndunum vegnaði ágætlega í miðasöl- unni, „A Wedding Banquet“ mun betur, en í Bandaríkjun- um nutu þær feikilegra vin- sælda og em tvær vinsælustu Asíumyndir þar sem hafa ver- ið sýndar. Og sigurganga Lee heldur áfram með „Sense and Sensibility". Hann fluttist til Bandaríkj- anna árið 1977 að læra kvik- myndagerð og býr í New York. Hann er rúmlega fer- tugur og hafði ekki lesið sögu Jane Austen þegar hann fékk handrit Thompson í hendur í bíó r I ^ÖKUR eru fyrir jL nokkru hafnar á Djöflaeyjunni undir leik- stjórn Friðriks Þórs Frið- rikssonar. Kvikmynda- gerðarmennirnir hafa reist eftirlfkingu af bnagga- hverfi á Seltjamarnesinu og það er heillandi sjón. Braggabyggingarnar, bíl- hræin, pollagötumar, dúfnakofamir, allt er þama endurskapað oní smæstu smáatriði. Braggahverfíð minnir á vestrabæina sem er að finna á svokölluðum bak- lóðum stóm kvikmynda- veranna í Hollywood og notaðir em aftur og aftur i vestrum. Og hverfið minnir á hvílíkur kraftur en ástarmál og giftingar þekkti hann út í ystu æsar og skiptir þá ekki máli hvort sögusviðið er yfirstéttin í De- vonshire eða hversdagshetjur í Taipei. „Austen er höfundur að mínu skapi. Hennar sam- bland af satíra og mannlegri hlýju og ást og fjölskyldulýs- ingum á vel við mig nema sögusviðið er England á 19. öld.“ Það er eini munurinn. Lee ólst upp á tævönskum bíó- myndum sjötta og áttunda áratugarins. „í þá daga var vom bíómyndimar mjög ein- hæfar, melódrama, kung-fú myndir, gamanmyndir, sölu- myndir eingöngu. Kvik- myndaiðnaðurinn var eins og lítið útibú frá Hollywood innan um kínverska menningu." Á þessum tíma framleiddu Tæv- anar 300 bíómyndir á ári, nú em þær um 30 og bandarískar myndir og myndir frá Hong Kong em mun vinsælli en tævanskar myndir í heima- landinu. Tævanska ríkið styrkir kvikmyndagerðina um 130 milljónir króna á ári sem renna til listrænna mynda en vinsælar sölumyndir em fáar ef nokkrar. „Það lifír enginn á listrænum myndum,“ er haft eftir Ang Lee. „Ef kvik- myndagerð á að dafna þarf iðnað, kvikmyndastjömur, hæfa sögumenn. Þú þarft að þekkja markaðinn. Við ráðum ekki yfír neinu af þessu. Þess í stað em myndimar persónu- legri og menningarlegri eins og í hverjum öðmm smáiðn- aði. Tæknin er að hverfa en egó leik'stjóranna blæs út.“ Lee mun næst gera fjöl- skyldudramað „Eye Storm“ í Bandaríkjunum og þar næst samúræjamynd í Tævan. „Sense and Sensibility" verður fmmsýnd 4. apríl í Stjömubíói. SJÖ tilnefningar; Thompson í „Sense and Sensibility“. SUMARMYIMDAMAÐUR; Schwarzenegger í „Erazer“ MNýsjálenski leikstjórínn sem gerði hina bráðsnjöllu mynd Himneskar verur eða „Heavenly Creatures" heitir Peter Jackson og eins og flestir hæfileikamenn í kvik- myndagerð í heiminum er hann farinn að vinna fyrir stórveldin í Hollywood. Fyrsta Hollywoodmyndin hans er „The Frighteners“ og er með Michael J. Fox og Trini Alvarado í aðal- hlutverkum en einn fram- leiðenda hennar er Robert Zemeckis. Hér er um draugamynd að ræða og mun tölvugrafík koma tals- vert við sögu. MLeikstjórí nýjustu mynd- arinnar sem byggir á spennusögu eftir John Gris- ham heitir James Foley. William Goldman gerir handritið en sagan er Gas- klefinn eða „The Chamber". Með aðalhlutverkin fara Chris O’Donnell og Gene Hackman en sagan fjallar um ungan lögfræðing sem reynir að bjarga afa sínum frá því að lenda í rafmagns- stólnum. MAnnar tryllir sem James Foley leikstýrir heitir ein- faldlega „Fear“ og segir af unglingaástum sem hafa skelfilegar afleiðingar. Handritið gerir Christopher Crowe en méð aðalhlutverk- in fara Mark Wahlberg, Reese Witherspoon og William Petersen. Schwarz- enegger í vitnavernd EINHVER besta mynd síðasta árs var Shaw- shankfangelsið eftir leik- stjórann og handritshöfund- inn Frank Darabont. Hann er anhar handritshöfunda nýjustu hasarmyndar Arnold Schwarzeneggers sem heitir „Eraser“ og verður tilbúin í sumarmyndaslaginn. Leik- stjóri er Chuck Russell en hann stýrði síðast Jim Carr- ey í Grímunni. Með önnur hlutverk fara Vanessa Williams, James Caan, James Coburn og Rob- ert Pastorelli. Arnold leikur yfirmann í hernum sem tek- ur þátt í vitnavernd alríkis- lögreglunnar. Hann á að gæta ungrar konu sem ætlar að koma upp um vopnasölu- mál er gæti orðið ríkisstjórn- inni að falli og það reynist Arnie ekki auðvelt verk að halda vitninu sínu á lífi. Síðast þegar Arnie lék í hasarmynd hafði hann James Cameron sér við hlið og hina mögnuðu tölvugraf- ík í Sönnum lygum. En hann er sannur sumarmyndamað- ur og á sjálfsagt eftir að blanda sér í slaginn um vin- sælustu mynd sumarsins. 28.000 HOFÐU SEÐ SÝND á næstunni; úr „Get Shorty“. er i íslenskri kvikmynda- gerð um þessar mundir. Djöflaeyjan er dýrasta mynd sem hér hefur verið gerð og greinilegt er að ekkert er til sparað svo færa megi sögur Einars Kárasonar á filmu með glæsibrag. Frumherjjma í ístenskri kvikmyndagerð allt frá Guðmundi Kamban til Óskars Gíslasonar og Loft Guðmundssonar og Guðlaugs Rósinkranz hef- ur sjálfsagt dreymt urn að kvikmynda á Islandi við aðstæður eins og em þaraa úti á Seltjamarnesi þar sem við höfum fyrir augun- um á okkur raunvemlegan íslenskan kvikmyndaiðnað. mynd eftir SOGU GRISHAMS UPPÁHALDS- SAGA banda- ríska metsöluhöfund- arins John Grishams er fyrsta sagan sem hann skrifaði og heit- ir „A Time to Kill“ eða Dauðasök. Lengi vel neitaði hann að selja kvikmjmdarétt- inn stóru kvikmynda- verunum í Holly- wood, sem buðu milljónir dollara fyrir hann eftir að Gris- ham varð frægur. Hann lét loks undan og nú hefur sagan verið kvikmynduð. Leikstjóri er Joel Schum- acher en með aðalhlutverkin MORÐ í smábæ; aðalleikararnir í Dauðasök. fara Matthew McConaugh- ey, Sandra Bullock og síðast en ekki síst Samuel L. Jack- son. Margir líta á Dauðasök sem bestu sögu Grishams en hún segir af svert- ingja í smábæ sem ákærður er fyrir að hafa myrt hvítan mann er nauðgaði dóttur hans. Jackson fer með hlutverk föð- urins ákærða en Bullock og McCon- aughey koma honum til hjálpar. Jackson og Bullock munu sjálf- sagt verða til að auka vinsældir myndarinn- ar en McConaughey er óskrifað blað, leikari sem Grisham valdi persónulega til að fara með hlutverkið. Höfuð- syndirn- ar sjö ALLS höfðu um 28.000 manns séð spennu- myndina Höfuðsyndirnar sjö í Laugarásbíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu 16.000 manns séð Agnesi og um 1500 Skóla- ferðalagið. Næstu myndir Laugarás- bíós verða Nixon, sem byijar 15. mars að líkindum, „Sudd- en Death“ með van Damme, „Get Shorty“ með John Tra- volta og „The Brothers McMuIlens“. Seinna koma myndir eins og „Bed of Roses“ með Christian Slater, „Up Close and Personal“ með Robert Redford og Michelle Pfeiffer og „Screamers" með Peter Weller.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.