Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 17 4_ o FÓTSPOR INKANNA AÐ FARA til Perú og láta Machu Piecu fara framhjá sér, er eins og að heimsækja Egyptaland og líta ekki á píramíd- ana. En leiðin til þessarar týndu borgar liggur fyrst til Cuzco, höfuð- borgar hins forna veldis Inkanna sem situr í Andersfjöllunum í 3.400 metra hæð. Inkaríkið varð ekki mjög langh'ft - blómaskeiðið rúmar þrjár aldir. Hins vegar komu Inkarnir miklu í verk og brutu gífurlegt land undir sig. Þegar yfír lauk teygði ríki þeirra sig norður þangað sem í dag er Ekvador, langt suður í Chile og austur í Bólivíu. Inkarnir voru mikl- ir skipuleggjendur. Hópar verka- manna öfluðu matvæla og íylltu forðabúr meðan aðrir byggðu borg- ir og vegi yfir fjöllin, eða hlóðu stalla í hlíðar til að auðvelda ræktun. Þeir voru snillingar í steinhleðslu og um gjörvallt ríkið eru óbrjótanleg minnismerki um afrek þeirra. Hjarta Inkaveldisins sló ætíð í Cuzco. Þar voru hallir æðstráðand- anna og miðstöð trúarinnar. Þegnar Inkanna trúðu fyrst og fremst á sólina, en einnig önnur öfl náttúr- unnar eins og eldingar, vatn og sjálfa jörðina. Ríkið hrundi 8. nóv- ember 1533, þegar spænski landvin- ningamaðurinn Pizarro og menn hans riðu inn í Cuzco. Tekið var til við að kristna landslýðinn og jafn- framt eyða öllum ummerkjum um hina fornu trú. Með tímanum féll Cuzco í gleym- sku og dá; varð rykfallin héraðs- miðstöð full af rústum. En það var í kjölfar enduruppgötvunar hinnar týndu borgar, Machu Picchu, snemma á þessari öld sem augu heimsins tóku aftur að beinast að Cuzco. I dag hefur miklum pen- ingum verið varið í uppbyggingu fornra mannvirkja, sem eru ótal mörg og unun að skoða veggi hinna gömlu halla, hlaðnir svo snilldarlega úr tilhöggnu grjóti að ekki er hægt að renna hnífsblaði á milli. Og í borginni eru ekki bara hallir heldur líka sjálft musteri sólarinnar, og uppi á hæð situr hið tröllaukna helga virki, Sacsayhuaman, þar sem sólstöðuhátíðir voru haldnar. Sá siður hefur verið endurvakinn, við mikla hrifningu heimamanna, perú- ískra vasaþjófa og erlendra ferða- manna, sem flykkjast að til að fylg- jast með helgarlöngu helgihaldinu. En nokkrir ferðalangar notuðu tæk- ifærið, flúðu mannmergðina í Cuzco og sóttu í fámennið í fjöllum; gengu eftir Inkastígnum forna til Machu Piccu. AUSTAN við Cuzco liggur Hinn helgi dalur Inkanna, einnig kenndur við ána Urubamba. Gegnum tíðina hefur þessi gróðursæli dalur verið aðal- matarbúr héraðsins. Hann þrengist eftir því sem norðar dregur og að lokum fellur áin niður á sléttlendið og telst til einnar af uppsprettum Amasón-árinnar. Þar sem dalurinn er orðinn að þröngu og illfæru gljúfri situr borgin Machu Picchu uppi á fjalli. Enginn bílvegur liggur til Machu Picchu, þannig að ferðalangurinn verður að fara með jámbrautarlest eða ganga þessa rúmlega eitthundr- að kílómetra frá Cuzco. Flestir fara með lest ætlaðri ferðamönnum, sem er dýr en skilar þeim á þremur klukkustundum beint að rótum fjallsins. Aðrir kjósa að taka lest heimamanna, sem fer hægar og nemur staðar í þorpum á leiðinni. En fyrir vikið gefst betri tími til að njóta mikilfenglegs útsýnisins. Þessa lest verða þeir að taka sem hyggjast ganga Inkastíginn. í gegn- um aldirnar þekktu og notuðu íbúar svæðisins þennan stíg, en fundur hans er þó eignaður Bandaríkja- manninum Hiram Bingham, árið 1915, fjórum árum eftir að hann færði heiminum fregnir af fundi Machu Picchu. Lestin staðnæmist við „Kíló- meter 88“, í rúmlega 2.200 metra hæð, og væntanlegir göngugarpar stökkva þar af með bakpoka sína. Sumir fara í skipulögðum hópum, með fararstjóra og flokki burðar- manna sem hlaða allt að fimmtíu kílóum á bak sér; mat, tjöldum, stólum og öðrum þægindum sem aukast í hlutfalli við verðið á ferð- inni. Aðrir axla byrðar sínar sjálfir og treysta á skriflegar leiðalýsing- ar. Þó yfir þrjú há fjallaskörð sé að fara og vegalengdin sé 48 kílómetr- ar, er lítil hætta á að villast. Við vorum tvö sem lögðum í hann saman. Greiddum vegtollinn og gengum af stað inn dal sem var heldur á fótinn. Leiðin lá hjá gríðar- miklum stöllum sem reistir voru í tíð Inkanna og eru enn notaðir til ræktunar. Víða á leiðinni gat að líta aðrar rústir frá þeim tíma, þessa sterklegu og fagurlega hlöðnu veggi og miklu strúktúra sem vöktu margfalt fleiri spurningar en sögu- bækur ná að svara. Dalurinn þrengdist eftir því sem leið á, þungir bakpokar sigu í og því ánægjulegt að koma að leirkofa bónda nokkurs sem hafði sett upp skýli fyrir sólargeislunum og seldi ÞOKAST upp brattan dalinn upp að Dauðrar konu skarði, 4.200 metra háu og hæsta hluta leiðarinnar. IÞRIÐJA og síðasta háa skarðinu á Inkastígnum. f fjarska rís fjallið Veróníka, 5.750 metra liátt. KONA hagræðir kartöflupoka á klár sínum á Inkastígnum. Á ÞRIÐJA degi göngunnar var komið að þúsundum trappna sem steyptust niður brattar fjallshlíðar, áleiðis til Machu Picchu. VIÐ innganginn í svokallað skrúðhús aftan við meginmusterið, stendur þessi steinn með 32 hliðum og er gott dæmi um snilli stein- höggvara Inkanna. fjallshlíð, framhjá egglaga rústum, og hvarf upp að öðru 4.000 metra skarði sem beið yfirferðar sama dag. Bóndinn var kvaddur, pokar spenntir á bök og haldið niður í loftið sem þykknaði með hverju skrefi stirðra fótanna. Það var tekið að halla degi þegar við tókumst á við næsta fjall. En öðru skarði dagsins var náð, og í dvínandi dagsbirtunni var gengið niður aflíðandi hlíðar, á uppbyggð- um vegi sem var á tíðum glæsilega hlaðinn og allt að tveggja metra breiður. Tjaldinu var slegið upp við fornt virki, Sayacmarca, sem vakti alvarlegt í bragði yfir göngufólki. Verstu brekkurnar voru nú að baki og á þriðja degi lá stígurinn að miklu leyti utan í fjallshlíðum, upp- hlaðinn og á stundum gegnum margra metra löng göng sem Inkarnir hjuggu gegnum fjallsrana. Utsýnið varð sífellt glæsilegra, dalirnir að opnast og allt um kring snævi þaktir tindar Anders- MACHU Picchu, „Hin tynda borg Inkanna“, sem fannst árið 1911. Til vinstri við píramídann með sólaraltarinu er hinn helgi hluti borgarinnar en „almenningurinn" til hægri. Morgunblaðið/Einar Falur svalandi bjór. Til unaðsauka hafði bóndi hengt stóra mynd af Arnold Schwarzenagger utan á hús sitt; hann spennti þar svitastokkna vöðva utan um vélbyssu eins og fyrirheit um vernd á fjöllum. Talsverð umferð var á stígnum. Bændur með kýr, konur með kart- öfiupoka á hestum - og moskító- flugur sem afsönnuðu þá fullyrð- ingu leiðsögubókarinnar að þær þrifust ekki í þessari hæð og bitu fast því til staðfestingar. í þorpinu Huayllabamba skiifuðum við nöfn okkar í bók, en héldum síðan áfram að næsta tjaldstæði. Vissum að fólk- ið í þorpinu er þekkt fyrir að létta byrðar göngufólks - ekki síst meðan það sefur. Þannig var skorið á tjald tveggja sofandi manna nokkrum dögum áður og gönguskór þeirra teknir. ARLA næsta dag var lagt upp í einn erfiðasta hlutann, upp brattan dal og í 4.200 metra hátt skarð sem kennt er við dauða konu. Þunnt loftið hafði svo um munaði rænt okkur orku daginn áður og það var fyrirsjáanlegt að með bakpokana yrði þessi ganga enn erfiðari. Bóndi úr nágrenninu kom þá til bjargar og bauð fram þjónustu sína og hests. Eftir samningaumleitanir reyrði hann pokana á bak klárnum og teymdi hann á fjallið. Við áttum fullt í fangi með að koma sjálfum okkur upp á eftir þeim, en að lokum, eftir þrjá tíma, var staulast upp í skarðið. Áður en él byrgði sýn mátti sjá að framundan beið annar dalur, þröng- ur og djúpur, og í fjarska klifraði hellulagður stígurinn upp bratta INTIHUANTA eða sólaraltarið, efst á píramidanum í Machu Picchu, var líklega helgastur af öllum stöðum borgarinnar. - Lestarstöð Urubamba-áin rennur yfir til Brasilíu og endar í Amason 2 3 4 5 km i~' i r—. i Km 88, á „Inkastíg" Machu'. Picchu1^ Intipu ij SUÐUR- PERU' Límá ^Cuscq^ / AMÉRÍKA / Aquas •• í* (fi® Calien tes Huinay \ Þriðia : r\„ / gistlnótt*'-**, . ÚO//A 2.699 ( f •\® Fjaltai & * skarð \ , , <S>/ “ •TP Y, \ FRUM-1 jarðgöngé ^998 ^SKÓGUR Cusco 288 ----\ VA Æ></ “ *SayacmarcauL';. * "s’7 v. T 13.728 fy Önnur Fialla- skarb INKA GUR Lares w Santa Teresa gistmott URUBA Calca Huayilabamba rustir akvegur járnbraut Pisac Fyrsta gistinótt TiJ / Lirna fí Cusco 20 km fjallanna. En hvergi var það tignar- • legra en í þriðja og síðasta skarðinu. Þaðan steyptist leiðin niður fjalls- hlíðina. Niður í sífellt meiri og þyrrkingslegri gróður, niður þús- undir vel hlaðinna trappna, sem voru faldar í hlíðunum þar til fyrir um áratug. Þessar tröppur virtust endalausar. En eftir um þúsund metra göngu niður á við, var komið með býsna aum hné niður í sið- menningu; á hlað til bónda sem seldi bjór og gos. Djúpt fyrir neðan hlykkjaðist þröngur Urubamba- dalurinn og eftir honum mátti sjá járnbrautarlestir renna; vitnis- burður um að áfangastaðurinn væri í grennd. Á fjórða degi var gengið af stað í dagrenningu, eftir skógi vöxnum hlíðum í þrjá tíma og komið að lokum upp í lágt fjallaskarð þar sem fornleifafræðingar voru að rannsaka litlar rústir. Við vorum komin til Intipunku, hliðs sólarin- nar, og fyrir neðan okkur Machu Picchu, hin týnda borg Inkanna: Þarna sat hún á fjallshrygg hátt fyrir ofan beljandi ána, umkringd öðrum og hærri fjöllum; borg fagurlega hlaðin úr grjóti og rækt- unarstallar allt um kring. ÞEGAR indíánar úr nágrenn- inu leiddu Hiram Bingham að rústaborginni Machu Picchu árið 1911, taldi hann sig hafa fundið Vilcabamba, síðasta vígi Inkanna. En svo var ekki, því Spán- verjarnir vissu aldrei af Machu Picchu. Margt bendir til að borgin hafi verið byggð og síðan yfirgefin á innan við hundrað ára tímabili; lík- lega á fimmtándu öld. Líkum hefur verið leitt að því að íbúðarhúsin hafi ekki hýst nema um 1.000 manns, en hins vegar hefur verið hægt að rækta fyrir margfalt fleiri á stöll- unum allt í kring. Ein kenningin segir að þarna hafi verið ræktað kókalauf fyrir aðalinn, önnur að þetta hafi verið kvennamusteri, sú þriðja að Macchu Picchu hafi verið virki til að verja ríkið fyrir árásum herskárra Amazón- ættflokka og enn ein kenningin, og sú sem flestir hallast að, segir að þetta hafi verið bústaður aðalsmanns eða jafnvel einhvers Inkans. En hvernig eydd- ist borgin? Kannski gerði plága út af við íbúana, óvinir úr frum- skóginum myrtu þá - eða þeir flutt- ust einfaldlega á brott. Svarið veit enginn. Sléttar grænar flatir skipta borginni í tvo hluta. Svokallaðan „almenning"; íveruhús, böð, smiðjur og smærri hús, og svo í helgan hluta þar sem eru hof, opin musteri, píramídi með sólaraltari, hús klerka og yfirmanna. Hleðslurnar eru yfir- leitt vandaðri og steinarnir betur höggnir í þeim hluta. Þar eru leyndai'dómarnir líka fleiri; þarna eru flest ummerkin um hina fornu trú sem Spánverjar eyðilögðu ann- ars staðar. Tröppulaga píramídi rís yfir byggðinni og efst á honum sólar- aitari, það eina sem varðveist hefur, en talið er að þar hafi prestarnir . lesið árstíðirnar og stýrt helgi- áthöfnum. Fyrir neðan píramídann er meginmusterið, skýli úr þremur veggjum sem opnast út á vítt torg en hengiflug niður í ána á eina hlið. Þar gefur einnig að líta steina sem eru höggnir út á svipaðan hátt og sólaraltarið stóra. Við musterið er bakhýsi, eins konar skrúðhús með hillum fyrir helgigripi og múmíur. Er stór steinn við dyr þess talinn eitt besta dæmið um snilli Inkanna við steinsmíðina, en á honum eru 32 hliðar. Skammt þaðan er annað musteri, Sólhofið, bogamynduð bygging. og einstaklega fallega hlaðin. í henni eru teikn um að fylgst hafi verið með gangi himin- tunglanna. En það eru ekki bara byggingar; eitt það athyglisverðasta voru mis- stórar höggmyndir eða úthöggin björg sem standa á nokkrum stöðum, og virðast vera eftirmyndir fjallahringsins í kring. Þannig létu heimamenn sér ekki nægja að horfa á fjöllin sem risu yfir þeim, heldur útbjuggu litlar eftirmyndir þeirra til að hafa í forgrunni. FLESTIR, sem sækja Machu Picchu heim, láta sér nægja að skoða sig um í nokkra tíma og halda samdægurs til baka. Álit- legri kostur er þó að taka sendibíl niður snarbratta brekkuna er kvölda tekur, gista í nágrannaþorp- inu Aqua Caliantes, og fara síðan aftur upp í rústii'nar og rölta þar um einn dag til. Enda nóg að skoða og hugsa um þennan forna menning- arheim - svo ekki sé minnst á hvað hvíldin er góð eftir fjögurra daga gönguferð eftir Inkastígnum. Það er tekið að skyggja í Hinum helga dal Inkanna er þéttsetin almúgalestin þokast af stað frá Machu Picchu. Ferðamenn halda á bakpokum sínum, læsa þá jafnvel við sig því mikið er um að töskur séu skornar og einhverju af innihaldinu hnuplað. Síðan rennur lestin í gegn- um myrkrið áleiðis til Cuzco, fram-' hjá myrkvuðuip rústum og stöku ljósum þar sem enn búa afkomendur Inkanna, herraþjóðarinnar sem byggði víðfemasta ríki Suður- Ameríku; merldlegt' menningarríki sem nokkrir ribbaldar á hestum náðu að kollvarpa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.