Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 21 ATVINNUA UGL YSINGA R Flateyrarhreppur Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða fólk með aðra uppeldismenntun til starfa á leikskólann. Til greina kemur að ráða aðila sem ekki upp- fyllir ofanskráð skilyrði, en hefur reynslu í starfi með börnum. Upplýsingar um starfið veita leikskólakenn- ari í síma 456 7775 og sveitarstjóri í síma 456 7665. Umsóknarfrestur er til 18. mars nk. Stærðfræðikennarar Verzlunarskóli íslands vill ráða í tvær stöður stærðfræðikennara fyrir næsta skólaár. Leitað er að kennara með háskólamenntun í stærðfræði. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 568 8400. Verzlunarskóli Islands. 22. landsmót UMFÍ Starf framkvæmdastjóra í Borgarnesi Landsmótsnefnd UMSB vill ráða fram- kvæmdastjóra fyrir 22. landsmót UMFÍ, sem haldið verður í Borgarnesi fyrstu helgina í júlí 1997. Starfstími erfrá haustmánuðum 1996 í eitt ár. Hlutverk hans er að undirbúa og framkvæma 22. landsmót UMFÍ í samráði við landsmóts- nefnd. í því felst m.a. fjármál, daglegur rekst- ur skrifstofu og annað sem undirbúningur landsmóts krefst. Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til ung- mennafélagshreyfingarinnar og hafi starfað innan hennar. Umsóknarfrestur til 24. mars 1996. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu berast til: Landsmótsnefndar UMSB, pósthólf 187, 310 Borgarnesi. K. Richter hf. Sölumaður K. Richer hf. er umboðs- og heildverslun sem selur ýmis smáverkfæri fyrir múrara, málara og trésmiði. Einnig þéttiefni, bús- áhöld og margt fleira. K. Richter hf. heildverslun óskar eftir að ráða sölumann. í boði er skemmtilegt og krefjandi starf sem felst í sölu, þjónustu og heimsóknum til við- skiptavina. Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum sölumanni sem getur starfað sjálfstætt, er skipulagður, lipur í samskiptum og hefur trausta og góða framkomu. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann í síma 581 3666. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Sölumaður 141“ fyrir 16. mars nk. Atvinna óskast 41 árs gamall rafvirki, með löggildingu og 1. stig í vélskóla, óskar eftir framtíðarstarfi. Margt kemur til greina. Víðtæk reynsla. Svör leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „R - 15600“. S K S T O F A Fiskistofa - veiðieftirlit Fiskistofa óskar eftir að ráða starfsfólk í tíma- bundin verkefni við veiðieftirlit um borð í ís- lenskum fiskiskipum, sem eru við veiðar á Flæmingjagrunni. Ráðið verður í einstök verkefni og geta þau varað allt frá 30 dögum upp í nokkra mán- uði. Verkefnin eru nú þegar hafin og gert er ráð fyrir að þau standi yfir fram á haust. Skipstjórnarmenntun og reynsla æskileg og/eða menntun og reynsla við fiskvinnslu ásamt enskukunnáttu. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Fiskistofu, Ingólfsstræti 1, 150 Reykjavík, fyrir 18. mars nk. Lögfræðingur Öflug hagsmunasamtök í borginni óska að ráða lögfræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið: Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt að verkefnum sem sett eru fyrir af stjórnendum og stjórnarmönnum samtakanna. Þessi verkefni snúa fyrst og fremst að fé- laga- og vinnurétti. Þá þarf viðkomandi að svara fyrirspurnum bæði, bréflega og í síma frá samtökum, félögum og einstaklingum. Hluti starfsins felst í að útbúa umsagnir gagnvart Alþingi og öðru slíku. Reynsla af félagsstörfum er æskileg. Launakjör eru samningsatriði. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar til 16. mars nk. Qjðnt íónsson RAÐGIQF & RADNJNGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVBGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 BESSA S TAÐA HREPP UR Atvinna! Bessastaðahreppur óskar eftir að ráða starfskraft í 70% starf við öldrunar- og heimaþjónustu. Viðkomandi er ætlað að sinna heimaþjón- ustu sem rekin er á vegum sveitarfélagsins, auk þess að taka þátt í að móta félagsstarf og þjónustu fyrir eldri borgara. Við leitum að jákvæðum, hressum og hug- myndaríkum starfskrafti sem á auðvelt með að taka ákvarðanir og vinna sjálfstætt. Æskilegast væri að viðkomandi hefði mennt- un sem sjúkraliði og/eða reynslu af umönnun aldraðra. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 565 3130 á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Vinsamlegast sendið umsóknir til Félags- málastjóra Bessastaðahrepps, Bjarnastöð- um, 225 Bess., fyrir 21. mars 1996. Félagsmálastjórinn í Bessastaðahreppi. Húsbyggjendur - húseigendur Tveir húsasmíðameistarar geta bætt við sig verkefnum. Nýsmíði, breytingar, viðgerðir, tímavinna eða tilboð. Upplýsingar í símum 566 6471, 557 5659 og 566 6423. Flugvirkjar íslandsflug hf. óskar eftir að ráða flugvirkja tii starfa í viðhaldsstöð sinni á Reykjavíkur- flugvelli sem fyrst. Áhugasamir leggi inn umsóknir á skrifstofu íslandsflugs hf., merktar tæknideild. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Upplýsingar ekki gefnar í síma. ISLANDSFLUG tæknideild, Reykjavíkurflugvelli. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Allan daginn: Funaborg v/Funafold. Upplýsingar gefur Sigríður Jónsdóttir, leik- skólastjóri í síma 587 9160. Seljaborg v/Tungusel. Upplýsingar gefur Guðrún Antonsdóttir, leik- skólastjóri í síma 557 6680. Steinahlíð v/Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefur Droplaug Pétursdóttir, leikskólastjóri í síma 553 3280. Vesturborg v/Hagamel. Upplýsingar gefur Árni Garðarsson, leik- skólastjóri í síma 552 2438. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552 7277. Borgey hf. Hornafirði Borgey er sjávarútvegfyrirtæki þar sem stefnt er að hröðum vexti í landvinnsiu og aukinni tæknivæðingu. Fyrirtækið óskar eftir að ráða verksjóra í kolavinnslu. Hæfniskröfur: 1. Góð menntun og reynsla í verkstjórn. 2. Geta tileinkað sér nýja þekkingu. 3. Starfsreynsla í fiskvinnslu. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, geta unnið sjálfstætt, góður í liðsvinnu, hafa frum- kvæði og vera fylginn sér og tilbúinn til að vinna mikið. Góð enskukunnátta er æskileg. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé tilbúinn til að búa á Hornafiðri. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Borgey 135" fyrir 15. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.