Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 B: SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 A¥VINmiAUGÍV'S/NGAR Sölustarf Stórt og traust fyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann, -konu, í framtíðarstarf. Við leitum að metnaðarfullum starfskrafti sem þarf að hafa fallega og góða framkomu, vera þjón- ustulipur, hugmyndaríkur og geta unnið vel með öðrum. Um er að ræða heils dags starf í verslun þar sem er góður starfsandi. Umsóknir, sem farið verður með sem trúnað- armál og verður öllum svarað, leggist inn á afgreiðslu Mbl. merktar „Gott starf -15580“. REYKJALUNDUR Reykjalundur - Iðjuþjálfun Óskum eftir að ráða iðjuþjálfa til sumarafleys- inga. Einnig kemur til greina að ráða iðju- þjálfanema sem eru í síðari hluta náms. Nánari upplýsingar veitir Lilja Ingvarsdóttir, yfiriðjuþjálfi í í síma 566 6200. Húsgagnagerð í 88 ár GKS hannar, framleiðir og selur samstceðar heildarlausnir af húsgögnum fyrir fyrirtœki, stofnanir, skóla og heimili. Hjá fyrirtœkinu og tengdum fyrirtœkjum starfa u.þ.b. 80 starfsmenn. SÖLUSTJÓRI SÖLUSTJÓRI mun hafa umsjón með sölu- og markaðssetningu. Sinna samskiptum við viðskiptavini, efla þau tengsl og afla nýrra. Hann mun jafnframt vinna að tilboðsgerð auk þess að sinna almennum sölustörfum. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með menntun og reynslu á sviði sölu- og markaðsmála. Þekking og reynsla af “lay- out”vinnu og húsgagnaframleiðslu er kostur. LEITAÐ ER AÐ framsæknum og drífandi aðila sem tilbúinn er að takast á við spennandi og krefjandi verkefni. Áhersla er lögð á ríka þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 15. mars n.k. Ráðning verður sem fyrst. Vinsamlega athugið að nánari upplýsingar eru eingöngu veittar hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kI.10-13. ST . Starfsráðningar ehf I Mörkinni 3-108 Reykjavík , Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 RA GuÍný Harðardóttir Lítil prentsmiðja óskar að ráða prentara sem gæti einnig unnið við umbrot á Machintosh. Um eignaraðild getur verið að ræða, ellegar samstarf eða samruna við aðra prentsmiðju. Svör sendist afgr. Mbl. merkt: „P -58" fyrir 14. mars. Sölumaður óskast Stórt verslunar- og þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann til að annast sölu á landsbyggðinni. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „B - 4202“, fyrir 15. mars. Strætisvagnar Reykjavíkur Sumarafleysingar Strætisvagnar Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki á sviði fólksflutninga. Fýrirtækið vill ráða 55 vagn- stjóra til afleysinga tímabilið 1. júní til 25. ágúst nk. Leitað er eftir fólki sem hefur vilja til að vinna með fyrirtæki sem leggur megináherslu á að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Ákjósanlegir eiginleikar eru lipurð í mannlegum samskiptum, snyrti- mennska, stundvísi og áreiðanleiki. Viðkomandi skal hafa meirapróf ökuréttinda (rútupróf) og nokkra tungumálakunnáttu. Nýliðar sitja námskeið. Vaktavinna. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá farþegaþjónustu í skiþtistöð á Hlemmi. Þeim skal skilað þangað eða í stjórnstöð SVR, Hverfisgötu 115, fyrir 18. mars 1996. Athugið að staðfesta þarf eldri umsóknir. TðLVUNARFRÆOINGAR KERFISFRÆDINGAR RAFMAGNSVERKFRÆDINGAR Hjá stóru þjónustufyrirtæki á tæknisviði þar sem reynir mikið á áreiðanleika. upplýsingakerfa óskast starfsmenn í eftirtalin störf. 1. Tvö störf í þjónustudeild. Starfssvið er rekstur tölvukerfa og notendaþjónusta í stóru tölvukerfi, þar sem notaðar eru Windows vinnustöðvar, Nowell netþjónar, UNIX míðtölvur og gagnaþjónar og fjölbreyttur netbúnaður. 2. Eitt starf í tæknideild. Starfssvið felst í UNIX kerfisstjórn, uppsetningu og viðhaldi á stórum UNIX _ -kerfum ásamt gagnagrunnskerfum. í boði er spennandi og áhugaverð störf með góðum framtíðarmöguleikum og fagmenntun í starfi. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar viðkomadi störfum fyrir 19. mars nk. RÁÐGARÐUR hf SljÓRNUNAR OG REKSIRARRÁDGjÖF FURUGEHÐt 5 108 REYKJAVÍK SlMI 533-1800 rtetfang: radgard@itn.is Sölumaður - fasteignasala Við erum á bullandi siglingu og leitum keppn- ismanns sem spænir inn eignum, selur svakalega kvölds og morgna og dreymir hverja stórsöluna á fætur annarri á nóttunni. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., f hvelli, merktar: „Blóð, sviti og tár - 100“. O) VÉLVIRKI - RAFVIRKI FYRIRTÆKIÐ er gamalgróið inn- flutnings- og þjónustufyrirtæki á sviði iðnaðarvéla. STARFIÐ felst í uppsetningu véla í hinum ýmsu iðnfyrirtækjum hérlendis auk viðgerðarþjónustu. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi ofangreinda eða sambærilega menntun. Reynsla af samskonar störfum er kostur. Enskukunnátta nauðsynleg. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 15. mars n.k. Ráðning verður fljótlega. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kI.10-13. Starfsráðningar ehf Mörkinni 3-108 Reykjavík Simi: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Gudný Hariardóttir Ertu góður sölumaður ? FYRIRTÆKIÐ er eitt af leiðandi fyrirtækjum hérlendis á sviði innflutnings og verslunarreksturs. STARFIÐ FELST í móttöku viðskiptavina ráðgjöf um vöruval, frágangi sölu, uppstillingu og framsetningu vöru í verslun auk annars tilfallandi. í BOÐI ER áhugavert og spennandi starf í glæsilegu umhverfi þar sem góður vinnuandi ríkir. Um heilsdagsstarf er að ræða. Starfið er laust til umsóknar nú þegar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá ki.10-16, viðtalstímar frá kl.10-13. ST RA Starfsráðningar ehf Mörkinni 3-108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Gudný. Hariardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.