Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 25 ATVIN NUAUGÍ YSINGAR Rennismið og vélvirkja vantar til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 587 0840 fyrir hádegi og á kvöldin í síma 554 0164. Sjúkraþjálfari - sölustarf Hjálpartækjabankinn óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa við ráðgjöf og sölu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf, sem krefst sjálfstæðrar hugsunar og áreiðanleika. Umsóknir sendist til Hjálpatækjabankans, Hátúni 12, fyrir 20. mars nk. Neyðarlínan 112 IMú er komið að því að ráða aftur í störf hjá Neyðarlfnunni hf. Markmið með Neyðarlínunni erað samræma neyðarsímsvörun fyrir lögreglu, slökkvilið, sjúkraflutning og björgunarsveitir. Aðilar sem standa að Neyðarlínunni hf. eru Slysavarnafélag íslands, Póstur og sími, Reykjavíkurborg fyrir Slökkvilið Reykjavíkur, Securitas, Vari og Sívaki. Neyðarlínan hf. óskar eftir neyðarvörðum til starfa í stjórnstöð fyrirtækisins. Neyðarverð- ir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Hreint sakavottorð. • Vélritunarkunnáttu. • Góða heilsu. • Viðbragðsflýti. • Tungumálakunnáttu. • Tölvukunnáttu. • Stúdentspróf eða aðra haldgóða menntun. • Þekkingu á fslenskum staðháttum. • Aldur 25-45 ára. • Geta unnið vaktavinnu. • Áreiðanleika. • Samviskusemi. • Jákvætt og gott viðmót. Æskilegur bakgrunnur er reynsla og þekking af störfum m.a. frá lögreglu, slökkviliði, hjúkr- unarstörfum, björgunarstörfum og öryggis- varðastarf. Gerð er krafa um að viðkomandi gangist undir stöðumat eða hæfnispróf, leggi fram læknisvottorð og hafi áhuga og metnað til að starfa að öryggismálum. Að lokinni ráðningu verður starfsfólk þjálfað af viðþragðsaðilum, kynnt starfsumhverfið og starfið sjálft. Einnig fer fram starfsþjálfun á þeim tækjum og búnaði sem notaður verð- ur í neyðarvaktstöðinni. Allar umsóknir merktar „Neyðarlínan 112“ ásamt mynd, skulu sendar Ráðningarþjón- ustu Hagvangs hf. Skeifunni 19, 108 Reykjavík, á sérstökum umsóknareyðublöð- um sem þar liggja frammi. Með allar umsókn- ir verður farið sem trúnaðarmál og þeim öll- um svarað. Athugið! Þeir sem eiga eldri umsóknir vin- samlega hafi samband við Ráðningarþjónstu Hagvangs hf. Starfsfólk Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. mun fúslega veita allar nánari upplýsingar og ber að beina öllum fyrirspurnum til þeirra. Umsóknarfrestur er til 29. mars nk. Sjúkrahús Akraness Læknaritari óskast! Sjúkrahús Akraness óskar eftir löggiltum læknaritara til afleysinga í ca. eitt ár. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir Rósa Mýrdal, yfirlæknaritari, í síma 431 2311. Norðurlandaráð óskar að ráða framkvæmdastjóra forsætisnefndar Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda, svo og stofnana sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Norðurlandaráð rekur skrifstofu forsætis- nefndarinnar með 20 norrænum starfsmönn- um og gegnir því hlutverki að samræma samstarf þjóðþinga og þjóna stofnunum Norðurlandaráðs (forsætisnefndinni, Norð- urlandanefndinni, grannsvæðanefndinni, Evrópunefndinni og eftirlitsnefndinni). Skrif- stofan er nú í Stokkhólmi en verður flutt til Kaupmannahafnarsumarið 1996. Skrifstofan hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar þar sem öll samskipti fara fram á dönsku, norsku eða sænsku. Starf yfirmanns skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs er laust til umsóknar og verður ráðið í stöðuna eins fljótt og auðið er. Hlutverk skrifstofu forsætisnefndar er afar fjölbreytt en meginverkefni hennar er að stuðla að samvinnu þjóðþinga Norðurlanda og virku hlutverki landanna í sameinaðri Evr- ópu og að aðstoða ráðið á annan hátt hvað snertir tengsl þess við erlenda aðila, svo og annast samskiptin við samstarfsstofnun rík- isstjórnanna, Norrænu ráðherranefndina. Framkvæmdastjóri forsætisnefndarinnar verður að hafa mikla reynslu af stjórnunar- störfum hjá opinberum- eða einkaaðilum, reynslu af eða innsýn í störf á vettvangi stjórnmála, staðgóða þekkingu á störfum hinna norrænu þjóðþinga og þekkingu á norrænni samvinnu og atvinnulífi á Norður- löndum. Starfsumhverfi Norðurlandaráðs er flókið, verkefnin fjölbreytt og mannabreyting- ar örar. Því er lögð áhersla á mikla glögg- skyggni, heilsteypta skapgerð, samstarfs- hæfileika og réttsýni auk reynslu af samn- ingamálum. Umsækjandi verður að hafa til að bera góða málakunnáttu og hæfileika til að tjá sig skýrt og greinilega í töluðu og rituðu máli. Starfinu fylgja mikil ferðalög, einkum innan Norður- landa. Laun og ráðningarkjör eru samkvæmt sér- stökum norrænum reglum. Ráðið er í stöðuna til fjögurra ára. Ríkisstarfs- menn eiga rétt til leyfis í þann tíma sem ráðning varir. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hans Andersson, rekstrarstjóri Norðurlandaráðs í Stokkhólmi, s. +46 8 453 47 000 og Elín Flygenring, forstöðumaður íslandsdeildar Norðurlandaráðs, s. 563 0771. Umsóknir skulu sendar til: Nordiska rádets presidium, Nordiska rádets presidiesekret- ariat, box 19506, S-104 32 Stockholm, Sver- ige, og skulu þær hafa borist skrifstofunni í síðasta lagi 1. apríl 1996. Fasteignasali Óskum eftir löggiltum fasteignasala í sam- starf. Réttindi skilyrði, reynsla æskileg. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl. fyrir 18. mars, merktum: „Konur - 15579". Lagerstarfsmaður óskast til starfa sem fyrst hjá traustu fram- leiðslufyrirtæki í Reykjavík. Umsækjandi þarf að vera röskur og reglusamur. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Lager - 02“. Bílstjóri Breska sendiráðið óskar eftir að ráða bíl- stjóra sem einnig sinnirýmsum öðrum störf- um, í fullt starf. Umsóknir skrifaðar á ensku, með upplýsing- um um aldur, menntun og starfsreynslu þurfa að berast eigi síðar en 15. mars til Breska sendiráðsins, Laufásvegi 49,101 Reykjavík. Skrifstofustarf Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða starfsmann til að annast bókhald og útskrift reikninga. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl., fyrir 15. mars nk., merktar: „F - 11699“. Iðjuþjálfi Iðjuþjálfa vantar frá og með júní 1996 í hjálp- artækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins. Nánari upplýsingar veitir Björk Þálsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður, í síma 557 4250. SMIAMÚNUSm 1/2 SlðRF Laus eru til umsóknar þrjú 1/2 dags störf við síma- þjónustu hjá öflugum iðnfyrirtækjum. Störfin felast í símsvörun á aðalskiptiborði fyrirtækis ásamt léttum skrifstofustörfum. Hæfniskröfur • Enska og eitt Noröurlandamál. • Stúdentspróf eða sambærileg menntun. • Þjónustulipurð og góð framkoma. • Reynsla af skrifstofustörfum ásamt tölvukunnáttu æskileg. Vinnutími frá kl. 8:15-12:30 (1 starf) eða 12:30/13:00-17:00 (2 störf). Æskilegur aldur 30-50 ára. Reyklausir vinnustaðir. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar; „Símaþjónusta“ fyrir 16. mars n.k. RÁÐGARÐURhf ST)ÓRNUNAR(X^REKSTRARRÁÐGJQF FURUGERBt 5 108 REYKJAVlK SlMt 533-1800 netfana: raögardettn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.