Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 1
Lægsta verð ó bílaleigubílum hvert sem fferðinni er heitið Hringdu i okkur og fóáu oendan sumarbeeklingimt s: 588 39 35 Sánugaröur við rætur Alpaf jalla Vinsæll á gráum og köldum vetrardögum og blautum sum- ardögum. SUNNUDAGUR10. MARZ 1996 BLAÐ C Ævintýri og Akra- polis ails staöar Mengun, mann- fjöldi og fornar minjar eru ein- kunnarorð Aþenu hinnar grísku. t- Fort Myers á Flórida er svo lítið um þjófnaði að bílum er varla læst Villt dýrog pálma- tré í náttúruparadís Morgunblaðið/María Hrönn S ANDURINN á Fort Myers Beach er drifhvítur og örfínn. ÚRVAL-UTSÝN býður nú upp á nýjan sumarleyf- isstað á Flórida í Bandaríkjunum, á suðvestur- hluta skagans þar sem heitir Fort Myers en borg- in hefur viðurnefnið Borg pálmanna. Þar er mik- il náttúruparadís enda hafa íbúar svæðisins lagt áherslu á að varðveita náttúruna, villt fugla- og dýralíf jafnt sem gróður. Þá þykir einkenna mann- lífið að þangað leitar fólk úr efri stéttum þjóðfé- lagsins og svo lítið er um þjófnaði að fólk læsir varla bifreiðum sínum þegar það bregður sér í búð. Úrval-Útsýn býður fjóra gististaði, sem allir eru vel staðsettir á Fort Myers Beach, lítilli eyju úti fyrir Fort Myers. Eyjan hlaut sjálfstæð borgar- réttindi í janúar sl. en borgarbúar vildu sjálfir hafa ákvörðunarvald um allt sem varðaði um- hverfi eyjunnar og uppbyggingu ferðaþjónustu. Að sögn Goða Sveinssonar, sölu- og markaðs- stjóra Ú-Ú eru undirtektir góðar, enda verð ferð- anna mjög hagstætt. Hótelin sem boðið sé upp á séu sérstaklega valin með tilliti til gæða en þó reynt að mæta mismunandi þörfum ferðamanna. Á hótelunum Sahta Maria og Pointe Estero eru t.d. uppþvottavél, þvottavél og þurrkarar í hverri íbúð auk annarra þæginda s.s. sjónvarps í hverju herbergi. Verð miðað við tvo fullorðna í 15 daga á Santa Maria kostar með sköttum rúmar 80.000 kr. á mann en til samanburðar kostar 2ja vikna ferð til Portúgals á vegum Úrvals-Útsýnar, miðað við jafnmarga tæpar 86 þúsund. Þá segir Goði að auðvelt sé að dvelja á Fort Mayers án bíls því almenningssamgöngur séu ágætar. Fort Myers er vinsæl borg meðal Banda- ríkjamanna sjálfra en íbúar norðurríkjahna eyða leyfum sínum þar gjarnan meðan veður er kalt í þeirra heimahögum. Áhugafólk um golf hefur einnig tekið Fort Myers mjög vel, að sögn Peters J. B. Salmon, yfirmanns golfdeilar Úrvals-Útsýnar, en nú þegar hafa yfir 100 golfarar bókað ferð þangað á kom- andi hausti. Mjög margir golfvellir eru á Fort Myers og nágrenni, bæði almenningsvellir og einkavellir. Peter segir að golfvellirnir á þessu svæði hafi fallegt umhverfi fram yfir marga aðra velli. „Þegar við vorum að leita að nýjum sumar- leyfisstað á Flórída ókum við suður með strönd- inni," segir Peter, „og eftir því sem sunnar dró varð umhverfið æ fallegra." B SÆIKERAFERÐ ? SÉRSTÖK leikhús- og sælkera- ferð til London hefur verið skipu- lögð af Samvinnuferðum-Landsýn 19.-24. mars næstkomandi. Gist verður á Clifton Ford hótelinu og liggur svo leiðin í mörg af þekkt- ustu leikhúsum og veitingastöðum borgarinnar. Meðal leikhúsa má nefna National Theatre, The Roy- al Shakespare, Savoy og Oliver Theatre. Þá verður meðal annars snætt á veitingastöðunum Planet Hollywood, Sartaj-Balti House og Blue Elephant. ANTIK ?FJÓRTÁNDA alþjóðlega antik- kaupstefnan verður haldin í Birm- ingham í Bretlandi 4.-9. apríl næstkomandi. Þar verða til sýnis dýrindis antikmunir og málverk, aðallega frá því fyrir árið 1914. Verð antikmunanna mun vera á bilinu 25.000-500.000 pund. Það er óhætt að fullyrða að bæði sérfræðingar og safnarar munu hafa gaman af því að rölta um þessa gullnámu gamalla muna hvort sem þeir hafa kaup í huga eða eru einfaldlega að njóta þess að skoða þá. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.