Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 3
2 D SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 D 3 i I Alþjóðlega bílasýningin í Genf stendur alla vikuna en þar eru yfir þúsund bílar, fylgihlutir og búnaður fró yfir 300 fram- leiðendum í 36 löndum. Komust færri sýnendur að en vildu en sýningarrýmið er allt nærri 70 þúsund fermetrar. Þarna koma úrlega fram ýmsar nýjar gerðir svo sem greint hefur verið fró í Morgunblað- inu, andlitslyftingar og margvíslegar hug myndir sem settar eru fram til að vekja athygli og nó síðan kannski inn ó færi- bönd fjöldaframleiðslunnar síðar. Meðal þjónustu sem veitt er ú kynningardögum óður en sýningin er opnuð er þessi „lif- andi“ símstöð sem býður mönnum að hringja úr GSM síma sínum. ■ HONDA Legend er nú kominn í þriðju kynslóðinni, voldugur og virðulegur bíll eins og áður. SINTRA er nýr fjölnotabíll frá Opel og er smíðaður hjá GM. GM er fyrirtæki á heimsmælikvarða OPEL Corsa er nú framleiddur í fimm löndum og verið að undirbúa framleiðslu í fleiri löndum. Bíllinn var seldur á sl. ár í 800 þús. eintök- um í 75 löndum, frá íslandi til Grikklands, Mexíkó til Argentínu og Japan til Ástralíu. Þetta sagði Louis R. Hughes, einn af forstjórum GM, á blaðamannafundi í Genf og nefndi hann það sem dæmi um vel heppnaða framleiðslu sem væri vel tekið á hinum ólíku markaðssvæð- um. GM sem er einn risanna í bíla- framleiðslu heimsins, rekur 33 verksmiðjur og hefur 100 þúsund manns í vinnu og er þar aðeins talin sú deild sem fellur undir stjórn Hughes, alþjóðadeildin, en hlutur hennar er um fjórðungur af heildar- framleiðslu í fyrra. Af þeim fóru 2.990.000 á aðra markaði en í Bandaríkjunum. Sala utan Banda- ríkjanna hefur aukist úr 1,5 millj. bfla árið 1975, 2 millj. árið 1985 og er nú eins og fyrr segir rétt tæpar 3 milljónir bíla. Gerir Hughes ráð fyrir að um helmingur af heildarfram- leiðslu GM verði seldur utan Bandaríkjanna árið 2005. Einnig gerir hann ráð fyrir að mest aukning á bílasölu verði í Asíu á næsta áratug, um 5 milljónir bfla, og að þar muni seljast fleiri bílar en í Evrópu eða Ameríku í dag eða um 18 milljónir bíla. Miklar fjárfestingar framundan Miklar fjárfestingar standa fyrir dyrum hjá GM, um 20 milljarðar (ÍSK) í verksmiðju í Póllandi og yfir 300 milljarðar í Opel í Þýska- landi til aldamóta og um 100 millj- arðar í Austurríki, og Belgíu og víðar í Evrópu. Louis R. Hughes segir það stefnu GM að vera fyrirtæki á heimsmæli- kvarða og þess vegna vetji það miklum fjármunum á næstu árum til að koma upp framleiðslu í Asíu- löndum og ná þar markaðshlutdeild. Er m.a. horft til Kína í þessu sam- bandi en þar er gert ráð fyrir um 2,5 milljóna bíla sölu áríð 2003. Þrátt fyrir þessa nýju sókn til Asíu segir Hughes fyrirtækið ætla að standa áfram styrkum fótum í Evrópu. ■ MEÐAL nýjunga frá GM er litla umhverfistæknivélin sem notuð er í MAXX frumgerðun- um sem sýndar voru í Genf í fyrra. Rúmtakið er 973 rúm- sentimetrar, hún er 50 hestöfl, þriggja strokka og hún vegur aðeins 85 kg. Með þessari vél er ætlan GM að Ieggja sitt af mörkum í þeirri stefnu að draga úr eldsneytiseyðslu um fjórðung fyrir árið 2005. Nýlt f lagg- skip í Hondu- flotanum HONDA sýndi nýja gerð af lúxusbílnum Legend sem nú kemur í þriðju útgáfu sinni í áratug. Kemur hann á markað í júní næst- komandi. Legend byggir að 40 hundraðshlut- um á eldri útgáfu og eru það atriði eins og framdrifið, sama hjólahaf og sex strokka vél en annað er nýtt, svo sem betri fjörun og betri vinnsla vélar. Vélin í Legend er 3,5 lítra, sex strokka og 205 hestöfl og hefur gangur hennar ver- ið bættur frá eldri vél og hún gerð þýðgeng- ari. Legend er búinn tölvustýrðri sjálfskipt- ingu sem tekur mið af hröðun, hleðslu, hraða og fleiru og heldur réttum gír miðað við sem mesta nýtingu aflsins. Líkt og aðrir bílar í þessum verð- og stærðarflokki er Legend búinn líknarbelgjum, hemlalæsivöm, saml- ingu og útvarpi með 8 hátölumm. Legend vegur 1.670 kg, er 4,98 m langur, 1,81 m breiður og 1,43 m hár. Hjólhafíð er 2,91 metri. ■ SUZUKI Baleno Iangbakur með aldrifi var afhjúpaður í Genf en hann verður fáanlegur hérlendis með haustinu. Baleno-langbakur meé aldrifi SUZUKI kynnti nýjan Baleno lang- bak með aldrifi en hann er vænt- anlegur til íslands með haustinu um leið og hann fer á markað í öðrum Evrópulöndum. Baleno langbakur verður fáanlegur með 1,6 og 1,8 1 vélum, handskiptingu eða sjálfskipt- ingu. Úlfar Hinriksson hjá Suzuki- bílum, sem staddur var á bílasýning- unni í Genf sagði verðið ekki vera komið á hreint en ljóst er að þessi bíll keppir við aðra aldrifsbíla, t.d. Toyota Corollu og Mitsubishi Lancer frá Japan. Með þessari gerð eru Suzuki verksmiðjurnar að mæta kröfum þeirra í Evrópu sem vilja vel búinn fjölskyldubíl í fullri stærð. Baleno langbakurinn er ívið stærri en Toyota Corolla og Mitsubishi Lancer en að mörgu leyti sambæri- legur. Hann er 4,34 m langur, 1,69 m breiður og 1,46 m hár og er hjól- hafið 2,48 m. Bíllinn verður fáanleg- ur með 1,6 og 1,8 lítra vélum og handskiptingu en sjálfskipting er einnig fáanleg. Meðal búnaðar má nefna sam- læsingar, rafstillanlega spegla, raf- drifnar rúður, snúningshraðamæli og litað gler. Þá má nefna að í far- angursrýminu er sérstakt bretti með mörgum litlum hólfum sem þægilegt er að geyma í smáhluti. Þar er með- al annars lítil fata og sagði Úlfar Hinriksson að hún væri upplögð fyr- ir beituna þegar veiðimaðurinn fer í sinn veiðitúr. Verðið er ekki á hreinu fyrr en síðar á árinu. ■ STARLET er snotur bíll - ekki stór- lega breyttur - en knár og ágætlega rúmgóður. PASEO t.v. er nýr af nál- inni en verður ekki í boði hérlendis. Nýr Starlet og Paseo frá Toyota STARLET, fimmta kynslóðin af þessum vinsæla smábíl frá Toyota, var kynntur í Genf en alls hafa verið framleiddar nærri þijár millj- ónir Starlet bíla. Hann er búinn 1,3 lítra 75 hestafla vél og er framdrifínn fimm manna bfll. Óráðið er á þessari stundu hvort og þá hvenær Starlet kemur á íslenskan markað. Bogi Pálsson framkvæmdastjóri Toyota um- boðsins sagðist á sýnngarbásnum í Genf hafa verið ákveðinn í að taka hann ekki em eftir að hafa skoðað bílinn nánar og honum lit- ist vel á hann myndi hann endur- skoða þá ákvörðun. Það myndi þó ráðast af því hvort samningar næðust við Japani um verð til ís- lands. Starlet er fáanlegur þriggja eða fímm hurða en sömu mál eru á báðum gerðum. Lengd 3,74 m, breidd 1,63 m, hæð 1,4 og hjólhaf- ið er 2,3 metrar. Bíllinn vegur 830-960 kg, er fáanlegur með 5 gíra handskiptingu eða þriggja gíra sjálfskiptingu. Hámarkshrað- inn er 170 km og hröðun úr kyrr- stöðu í 100 km tekur 11,2 sekúnd- ur. I bæjarakstri eyðir þessi nýja vél 8,6 1 og 5,6 1 á þjóðvegi. Sakamoto, aðalhönnuður Star- let, sagði að við hönnun á fimmtu kynslóðinni hefði verið jafn mikið horft til baka eins og fram á við til þess að gleyma ekki þeim atrið- um sem gert hafa Starlet svo vin- sælan en jafnframt hugað vand- lega að nýjungum og öryggisatrið- um sem væru nú sífellt meira spurt um í bílum af öllum stærðum. Star- let hefur nokkuð voldugan fram- enda og virkar því stærri en hann í rauninni er en rúður eru stórar og innanrými ágætt bæði í fram- og aftursætum. Farangursrýmj tekur 214 lítra. 50 þúsund fyrlr Evrópu Framleiddir verða um 180 þús- und bílar á ári þegar fullum af- köstum verður náð og fara af þeim um 50 þúsund á markað í Evrópu sem er nærri tvöfalt meira en seld- ist af síðustu gerð. Gera forráða- menn Toyota ráð fyrir að Evrópa verði áfram stærsti útflutnings- markaðurinn en þar hefur um 85% af útfluttum Toyota bílum selst. Er Starlet þar í þriðja sæti á eftir Corolla og Carina. Þá kynnti Toyota einnig Paseo sem er fimm manna bíll af milli- stærð með 1,5 lítra, 16 ventla og 90 hestafla vél. Paseo er laglegur og sportlegur bíll bæði innan og utan. Hann verður ekki fáanlegur hérlendis. Sportbíll f ró Hyundai HYUNDAI kynnti nýjan sportbíl, Coupe, sem er lag- lega hannaður, fjögurra manna bíll og áhugaverður. Hann er rökrétt framhald af hugmyndabílunum eða frumgerðunum HCD 1 og 2, er búinn tveggja lítra, 138 hestafla og 16 ventla vél. Á blaðamannafundi í Genf staðhæfðu forráðamenn Hyundai að hér væri kominn bíll sem keppt gæti við ýmsa aðra sportbíla svo sem Opel Calibra, Ford Probe, Fiat Coupe og Eclipse, hann væri rýmri að innan en sumir þeirra enda með lengra hjólhaf. Bíllinn er 4,34 m langur, 1,73 m á breidd og er hjólhafið 2,47 m. Auk tveggja lítra vélarinnar verða einnig í boði 1,6 og 1,8 lítra vélar. Öflugasta vélin er aðeins 8,6 sek- úndur að koma handskipta bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða og er hámarkshraðinn 201 km. Eyðslan í bæjarakstri er 11,4 lítrar og 7,3 á þjóðvegi. Hyundai-verksmiðjurnar hyggjast sækja af meiri krafti á Evrópumarkað og sagði Hyo Whi Baik að- SPORTBILL frá Hyundai var frumsýnd- ur í Frank- furt. Forráða- menn Hyundai segja það stefnu fyrir- tækisins að sækja mun meir á al- þjóðamarkað á næstu miss- erum. stoðarforstjóri Hyundai að ráðgert væri að koma upp þróunar- og rannsóknadeild í Frankfurt og auka sam- vinnu við evrópska tæknimenn og sagði hann það líka hugmynd fyrirtækisins að ná enn meiri samvinnu við stærstu bílaframleiðendur í heiminum en vildi ekki tiltaka nánar hvaða framleiðanda. Á síðasta ári fram- leiddu Hyundai 1,2 milljónir bíla og er stefnt að 1,4 milljón bíla framleiðslu í ár. Af þeim fara 800 þúsund á heimamarkað og 600 þúsund til útflutnings. Á heimamarkaði er hlutdeild Hyundai 48% en á síðasta ári var opnað nokkuð fyrir innflutning bíla frá Vestur- löndum til Suður Kóreu með lægri tollum og var 79% aukning í innflutningi þeirra. í dag eru verksmiðjur Hyundai í sex löndum og er ráðgert að setja upp verksmiðjur í Tyrklandi og Indlandi á næstu misserum. Brimborg með Ford í eitt ár BRIMBORG hefur haft umboð fyr- ir Ford í eitt ár og hefur söluaukm ingin á þessum tíma verið mikil. í tilefni af tímamótunum bauð Brim- borg svæðisstjórum Ford, Martin Gorniak og Phil Sergeant, til lands- ins. í fréttatilkynningu frá Ford segir að fyrirtækið sé hæstánægt með sölu á Ford bílum nýliðinn janúarmánuð. Þann mánuð hafi Ford verið í fimmta sæti yfir mest seldu bflategundina á íslandi og söluaukningin í þessum mánuði milli áranna 1995 og 1996 verið hvorki meira né minna en 1.400%. Þetta sé til marks um þann mikla árangur sem Brimborg hafi strax náð sem söluaðili Ford bíla. Sergeant sagði m.a. þegar tíma- mótanna var minnst að með heims- væðingarferli Ford (Ford Globalis- ation Process) væri meiri athygli beint að viðskiptavinum fyrirtækis- ins hvarvetna í heiminum. „Við reynum að uppfylla þarfir við- skiptavina okkar, __ sérstaklega í löndum eins og íslandi,“ sagði Gorniak. Sergeant bætti því við að bíla- verksmiðjunum væri heiður að því að starfa með Brimborg og þær gerðu sér miklar vonir um bjarta framtíð Ford bíla á íslandi. Brimborg hafði selt 20 Ford Explorer jeppa 23. febrúar sl. en á sama tímabili 1994 höfðu selst 6 jeppar og 4 jeppar 1995. ■ EGILL Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, Phil Serge- ant, svæðisstjóri Ford, Sigtryggur Helgason, forsljóri Brimborg- ar, Jóhann J. Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Martin Gorniak, svæðisstjóri Ford og Ríkharður Úlfarsson sölustjóri. Nýr smájeppi Land Rover of stór © BOSCH Uarahlutjp STJÓRNENDUR Land Rover virð ast hafa misreiknað sig illilega þeg- ar nýr smájeppi var hannaður. Jepp- inn þykir of stór. CB40, sem svo kallast bíllinn, var ætlað að keppa við Toyota RAV4 og verða kostur fyrir fleiri bílkaupendur. Hingað til hafa kaup á Land Rover helst verið á færi þeirra efnameiri. Frumgerð CB40, sem nýlega var frumkynnt, er næstum jafnstór og Land Rover Discovery. Yfirmenn BMW, sem á meirihluta í Rover, óttast að nýi bíllinn komi niður á sölu á nýjum Discovery sem kemur á markað 1997. Nú hefur Wolfgang Reitzle, yfir- maður hjá Rover, látið þau boð út ganga til þróunardeildar Rover að hönnun hins nýja Discovery verði endurskoðuð með það að markmiði að bíllinn verði sem ólíkastur CB40. Margir telja að of seint sé að breyta hönnun CB40 þar sem aðeins eitt ár er þar til framleiðslan hefst. CB40 kemur fyrr á markað en end- urgerður Discovery. Líklegt þykir að breyttur Discovery verði dýrari bíll með meiri búnaði og róttækara útliti en fyrirrennarinn. g NÝR smájeppi Land Rover þykir of stór. fllfelgur - stýri - gírhnúðar- sæti imPGTUS Urðarstíg 9 sími 551 1902 í bílínn eru góðir! Ljósasamlokup og púðuþurpkur GWS 9-125 Slípirokkur 900w BOSCH BOSCH umboðið aðkeyrsla frá Háaleltisbraut BRÆÐURNIR Lágmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807 Söluaðllar: Málningarþjónustan, Akranesl (Handverktæri). GH verkstæðiö Borgarnesi (Bílavara- hlutir og fl). Póllinn, fsafirði (Handverkfæri). KEA, Akureyri (Handverkfæri og fl). Pórshamar, Akureyrl (Bflavarahlutir og tl). KÞ Húsavík (Handverkfæri og bllavarahlutir). Víklngur, Egilsstöðum (Handverkfæri. bilavarahlutir og fhlutir).Vélsmlð)a Hornafjarðar, Hornafirði (Handverkfæri, bílavarahlutir og fl). Bygglngavörur Steinars Árnasonar hf., Selfossi (Handverkfæri). ^Hónnun: Gunnar Steinþórsson / BOSCH / 02. 96-002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.