Morgunblaðið - 12.03.1996, Page 2

Morgunblaðið - 12.03.1996, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Finnar lagðir ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Finn- land, 3:1, í fyrsta leik sínum á æfingamóti I Portúgal í gær. Asthildur Helgadóttir gerði tvð marka íslenska liðs- ins og Helga Ósk Hannes- dóttir það þriðja. íslenska liðið var þannig skipað: Sigfrlður Sophus- dóttir; Vanda Sigurgeirsdótt- ir, Guðrún Sæmundsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Hjördís Símonardóttir, Guð- laug Jónsdóttir, Katrín Jóns- dóttir, Ásthildur Helgadóttír, Helga Ósk Hannesdóttir, Margrét Ólafsdóttír og Krist- björg Ingadóttir. Ingibjörg Ölafsdóttír og Erla Hend- riksdóttir komu inn á sem varamenn. Önnur úrsUt í gær voru þau að Noregur vann Kína 4:1 og Svíþjóð vann Danmörk 2:1. Kári Gunnlaugsson dæmdi leik Noregs og Kína. Birkir ódýr fyrir Brann NORSK blöð segja frá því að Birkir Ki-istinsson, landsliðsmarkvörður ís- lands, hafi ekki kostað Brann mikið. Brann greiddi Fram eina millj. ísl. kr. fyrir Birki, en ef félagið hefði beðið þar til samningur Birkis við Fram rann út, hefði félagið ekk- ert þurft að greiða fyrir hann. „Brann gerði reyf- arakaup“ sagði Aftenpost- en. Blaðið sagði að Brann hefði grætt þijár tíl fjórar mUIj. ísl. kr. vegna þess að samningur Birkis við Fram var að renna út. Grindvík- ingar til Skotlands 1. DEILDARLIÐ Grinda- víkur í knattspyrnu fer í æfíngaferð tíl Skotlands um páskana. Guðmundur Torfason, þjálfari Uðsins, er öllum hnútum kunnur í Skotlandi, þar sem hann var leikmaður með St. Mirren og St. Johnstone. Grindavíkurliðið mun leika þrjá til fjóra leiki í ferð sinni. ítalskir leikmenn í verkfall NICOLA Bosio, talsmaður Sambands knattspyrnu- manna á Italíu, sagði i gær að verkfall leikmanna, sem boðað hefði verið i liðnum mánuði, bæfist nk. sunnu- dag. Leikmennirnir segja að knattspyrnuyfirvöld taki ekki tilUt tíl óska þeirra en þeir vilja að ekki þurfí að greiða fyrir félagaskipti ósamningsbundinna leik- manna og að fjöldi leik- manna frá þjóðum utan Evrópusambandsins verði takmarkaður í hveiju Uði. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís JÓN Kristjánsson og lærisveinar hans í Val þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Gróttu á heimavelli sínum í gærkvöldi. Hér reynir Jón að komast framhjá Davíð Gíslasyni og Júrí Sadovskí. íslandsmeistaramir í basli með Gróttu ÍSLANDSMEISTARAR Vals lentu í nokkru basli með bar- áttuglaða Gróttumenn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum að Hlíðarenda í gær. Valsmenn höfðu fimm marka forskot í leikhléi, en gerðu ekki meira en að rétt merja sigur, 25:22. Leikurinn var afskaplega slakur og mikið um mistök. V alsmenn voru miklu betri í fyrri hálfleik, en Gróttumenn, sem ValurB. eru þekktir fyrir Jónatansson mikla baráttu, náðu skrífar ag stri'ða meisturun- um verulega í síðari hálfleik. Þegar staðan var 19:12 fyrir Val kom upp mikið kæruleysi í leik heimamanna og þeir skoruðu ekki úr tíu sóknum í röð. Grótta saxaði á forskotið og var munurinn kominn niður í þrjú mörk, 22:19, þegar þijár mínútur voru eftir. Þá fór um Valsmenn og þeir tóku leik- hlé - endurskipulögðu leik sinn með þeim árangri að þeir héldu sínum hlut og uppskáru sigur, 25:22. Valsmenn léku ekki eins og þeir geta best, sérstaklega í síðari hálf- leik þegar þeir gerðu aðeins 11 mörk úr 30 sóknum. Ólafur Stef- ánsson var besti leikmaður Vals og Valgarð og Jón gerðu einnig góða hluti. Leikur liðsins var alltof kafia- skiptur, eins og dagur og nótt milli hálfleikja. Ef Valsmenn ætla sér að veija titilinn geta þeir ekki leyft sér að vanmeta andstæðinginn eins og þeir gerðu í síðari hálfleik. Gróttan leikur ekki áferðarfalleg- an handbolta, en hann er engu að síður árangursríkur. Baráttan er til staðar hjá leikmönnum og hún get- ur fleytt liðinu langt. Sigtryggur Albertsson átti stjörnuleik í marki Gróttu, varði alls 22 skot og var yfirburðamaður í liðinu. Grótta hef- ur tekið stig af öllum liðunum í deildinni í vetur nema Val og hver veit nema það gerist á Seltjarnar- nesi annað kvöld? „Við lékum vel í 40 mínútur, en síðan kom upp kæruleysi hjá okkur og við máttum þakka fyrir sigur,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals. „Það er erfitt að vinna svona lið eins og Gróttu stórt. Við þurfum að leggja okkur alia fram í næsta leik á Nesinu ætlum við okkur áfram.“ „Við gerðum of mörg mistök í sókninni. Bárum líka of mikla virð- ingu fyrir Valsmönnum. Það vant- aði meiri ákveðni í þetta hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við sýndum það í seinni hálfleik að það er ákveðinn veikleiki hjá þeim. Síð- ari hálfleikur er okkar hálfleikur. Við gefumst aldrei upp. Við getum unnið Val á heimavelli," sagði Gauti Grétarsson, þjálfari Gróttu. Ólafur til Wuppertal ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í Val, verður hjá þýska Uð- inu Wuppertal næstu tvö keppnistimabil en hann skrifaði undir samning þess efnis um helgina. Wuppertal og Wuppertaler eru í norðurriðU 2. deildar en að sögn Ólafs eru forráðamenn félag- anna ósáttir við að vera um miðja deild og hafa því ákveðið að sameina félögin. Sameiningin tekur gUdi fyrir næsta tímabil og er stefnan sett á 1. deild. Ólafur gerir ráð fyrir að fara til Þýskalands í júlí. Selfyssingar hárs breidd fra sign ÞAÐ þurfti framlengingu til að fá fram úrslit í hinum hrikalega spennuleik KA og Selfoss á Akureyri í gær. Heimamenn jöfnuðu úr vítakasti undir lok leiktímans eftir að Selfyssingar höfðu haft yfir nánast allan leikinn. í framlengingunni skoruðu KA-menn síðan 3 mörk gegn 1 marki gestanna og fögnuðu sigri, 34:32. Þar með var sennilega einn átakamesti sigur liðsins í vetur í höfn. Leikur KA lofaði ekki góðu í byijun. Vörnin götótt, mark- varslan sáralítil og óvenjumikið um mistök í sókninni. Stefán Þór Duranona fann sig Sæmundsson ekki og Selfyssingar skrifar frá voru mun grimrnari, Mureyri enda leiddu þeir með 2-3 mörkum uns tæpar 10 mín. voru eftir af hálfleiknum en þá jafn- aði Erlingur 11:11. Þá hafði Alfreð tekið sæti Duranona í vörninni og Björn leyst Guðmund af hólmi í markinu. Patrekur blómstraði og var búinn að skora 8 mörk úr 9 skotum þegar hann jafnaði 14:14 en Valdimar og Einar Gunnar voru í aðalhlutverki hjá gestunum. Selfyssingar voru áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik og náðu fjögurra marka forskoti eftir að KA-menn höfðu misst tvo menn út af. KA-menn gáfust ekki upp pg breyttu stöðunni úr 20:24 í 26:26 og komust loks yfir með glæsi- marki Duranona sem reif sig upp á lokakaflanum. Stórleikur Valdi- mars og Haligríms í markinu virtist þó ætla að nægja Selfyssingum til sigurs en eftir gríðarlegan hasar á síðustu mínútunni náði Duranona að jafna úr vítakasti, 31:31. í fram- lengingunni dreif Alfreð sína menn áfram, kom þeim yfir og allir börð- ust eins og ljón. Valdimar jafnaði, Björgvin kom KA yfir þegar rúm mínúta var eftir, Guðmundur Arnar varði tvö skot áður en Jóhann inn- siglaði sigurinn. „Auðvitað er maður svekktur. Við misstum af sigrinum. Hins veg- ar er ég mjög stoltur af strákunum og við ætlum ekki að láta þetta endurtaka sig í leiknum á Selfossi. Meistaraheppnin verður ekki enda- laust með KA,“ sagði Vatdimar þjálfari Grímsson sem lék stórkost- lega. Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, sagðist hafa verið farinn að óttast tap og skildi vel að Selfyss- ingar væru svekktir. Hann taldi að báráttan og liðsandinn í lokin hefðu verið vatnsgusan sem dugði til að slökkva neistann í Selfyssingum. Þannig vörðu þeir Guðmundur Hrafnkelsson, Val, 13 (þar af tvö til mótherja): 8(2) lang- skot, 4 af línu og 1 úr horni. S'gtryggur Albertsson, Gróttu, 22 (þar af 4 til mótherja): 10(2) lang- skot, 5 af línu, 1(1) úr horni, 3 eftir gegnumbrot og 3(1) eftir hraðaupp- hlaup. Ingvar H. Ragnarsson, .Stjörnunni, 2 (bæði til mótherja): 2(2) langskot. Axel Stefánsson, Stjörmmni, 9 (þar af 3 til mótherja): 6 langskot, 1(1) úr horni, 1(1) eftir hraðaupphlaup, 1(1) af línu. Einar Bragason, Stjörnunni, eitt langskot. Bergsveinn Bergsvcinsson, Aftur- eldingu, 3 (þar af eitt til mót- heija): 2 úr horni, 1(1) langskot. Sebastían Alexandersson, Aftur- eldingu, 6 (þar af eitt til mót- heija): 3 úr horni, 2 langskot, 1(1) af línu. Guðmundur A. Jónsson, KA, 9 (þar af tvii til móthcija): 6(1) langskot, 3(1) eftir hraöaupphlaup, tvö úr horni, eitt af línu. Björn Björnsson, KA, 6(þar af þijú til mótherja): 5(3) langskot, eitt eft- ir hraðaupphlaup. Hallgrímur Jónasson, Selfossi, 12/1 (þar af fjögur til mótherja); 7(2) langskot, 1(1) eftir gegnumbrot, 1(1) eftir hraðaupphlaup, tvö úr horni, eitt víti. Gísli Felix Bjarnason, Selfossi, 2/1 (þar af eitt til mótheija): 1(1) af linu, eitt víti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.