Morgunblaðið - 12.03.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 12.03.1996, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR íslendingar níu sinnum á verölaunapall á EM í frjálsum 1946: Gunnar Huseby Gull í kúluvarpi utanhúss 1950: Gunnar Huseby Gull í kúluvarpi utanhúss 1950: Torfi Bryngeirsson Gull í langstökki utanhúss 1950: Örn Clausen Silfur í tugþraut Stokkhólmur irv 1958: Vilhjálmur Einarsson lí Brons í þrístökki utanhúss IiKano I R U S S IAVM D 1996: Vala Flosadóttir Gull í stangarstökki innanhúss\ 1996: Jón Arnar Magnússon Brons í sjöþraut innanhúss tÁNO"' ■ GUNNAR ANDRÉSSON hand- knattleiksmaður með UMFA hand- leggsbrotnaði sem kunnugt er á dögunum og var í fyrstu talið að brotið væri ekki mjög slæmt. Hann fór í aðgerð sl. fimmtudag og þá kom í Ijós að brotið var mjög slæmt og báðar pípur í vinstri handleggnum voru í sundur. Til þess að setja brot- ið saman þurfti að setja átta skrúfur í gegnum beinið. í samtali við Morg- unblaðið sagði Gunnar að minnsta kosti þrír mánuðir myndu líða áður en hann gæti snert á handbolta á ný. ■ INGVAR Ormarsson körfu- knattleiksmaður úr KR lék ekkert með félögum sínum í tveimur fyrstu viðureignunum gegn Keflavik. Ástæðan er leikbann sem hann var í. Ingvar hefur nú afplánað leik- bannið og verður í leikmannahópi KR í þriðja og síðasta leiknum í Keflavík í kvöld. ■ í ÞRWJA heimaleik Breiðabliks- stúlkna í röð í 1. deild kvenna í körfu- knattleik gerðist það að annar dóm- ari leiksins lét ekki sjá sig. Að þessu sinni áttust við Blikastúlkur og KR og tafðist leikurinn nokkuð vegna þessarar uppákomu. Eftir nokkrar FOLK símhringingar kom loks dómari. ■ BIRKIR Kristinsson landsliðs- markvörður og Ágúst Gylfason og félagar þeirra hjá Brann sigruðu á móti á Kýpur á dögunum. Brann sigraði bæði Rosenborg og Hels- Ingborg. Birkir, sem er nú í fríi á íslandi, var í markinu alla leikina. Hann átti reyndar ekki að vera í markinu í síðasta leiknum gegn Helsingborg, en markmaðurinn sem byijaði leikinn var rekinn út af fyrir brot eftir aðeins átta mínút- ur og því fór Birkir í markið. Norska deildarkeppnin hefst eftir mánuð. ■ GRIT Breuer hlaupari frá Þýskalandi kom sá og sigraði I 400 m hlaupi á EM í fijálsíþróttum um helgina á besta tíma ársins 50,81 sek. Þetta var fyrsta stórmótið sem Breuer tekur þátt í síðan keppnis- banni yfir henni var aflétt á sl. ári. Hún var úrskurðuð í keppnisbann í kjölfar lyfjamisnotkunar 1992, rétt eins og önnur fótfrá þýsk hlaupa- kona, Katarine Krabbe. ■ CHRIS Osgood, markvörður Detroit Red Wing í NHL-deildinni í íshokkí skoraði fyrir lið sitt í 4:2 sigri gegn Hartford fyrir helgi. Hann er þriðji markvörðurinn sem gerir mark í NHL-deildinni og þijú lið hafa náð 100 stigum í færri leikj- um en Detroit. ■ RON Ilextail, markvörður Philadelphia, skoraði tvisvar, gegn Washington í úrslitakeppninni 1989 og á móti Boston í riðlakeppninni 1987. ■ BILLY Smith, markvörður New York Islanders, fékk skráð mark gegn Colorado Rockies 1980. Hann skaut ekki að marki mótheijanna en var síðasti leikmaður Islanders til að snerta pökkinn áður en leik- maður Colorado, sem ætlaði að senda á samheija, sendi pökkinn þess í stað yfir endiiangan völlinn og í eigið mark. ARANGUR Arangur Völu Flosadóttur í stangarstökki á Evrópu- meistaramótinu í fijálsíþróttum í Stokkhólmi er aðdáunarverður og það sama má segja um árangur Jóns Amars Magnússonar í sjö- þrautinni. Gull- og bronsverðlaun hjá fámennri þjóð á stórmóti sem Evrópmumeistaramóti verður að teijast frábært, en Vala var yngsti Evrópumeistarinn sem krýndur var í Stokkhólmi um heigina. íslendingar hafa Íöngum ætlast til mikils af íþróttamönnum sínura og sumir hafa tal- ið að væntingarnar séu oft óraunhæfar. Menn hafa ekki tekið tillit til þess hversu fámenn við erum og ætlast til þess að íþróttafólk okkar standi sig jafn vel og keppendur frá milljónaþjóð- um. Rætt hefur verið um að óþarfi sé að hafa afreksfólk okkar á styrk hjá ÍSÍ þvi þegar komi að stóru mótunum bregðist alltaf eitthvað og menn nái ekki þeim árangri sem vonast er eftir og þeir hafi náð á smærri mótum, og jafnvel innanfé- lagsmótum hér á landi. Það er mikill munur á því að ná góðum árangri á innanfélagsmóti á Islandi annars vegar og hins vegar á stór- móti erlendis. Vala brást ekki þegar á hólminn var komið í Stokkhólmi, og ekki Jón Arnar heldur og 60 metra hlaupararnir, Geirlaug B. Geir- laugsdóttir og Sunna Gestsdóttir, stóðu sig vel. Vala og Jón Amar eru bæði lýsandi dæmi um íþrótta- menn sem leggja mikið á sig og hafa nú uppskorið eftir því og eiga vonandi eftir að ná enn lengra. Vala er lítillát og ekki fyrir að gefa yfiriýsingar áður en hún keppir, viil heldur láta verkin tala. Hún hefur ekki þegið styrk frá ÍSÍ nema síðustu misserin og á fostu- daginn þakkaði hún fyrir stuðning- inn á eftirminnilegan hátt. Jón Arnar er í fremstu röð tug- þrautarmanna í heiminum þrátt fyrir að æfa við aðstæður sem flestir íþróttamenn myndu ekki líta við. En hann kvartar ekki, heldur fer í einn íþróttagallann í viðbót og æfir í rokinu og rigningunni í Vala og Jón Arnar brugðust ekki þegar á hólminn var komið fjörunni á Sauðárkróki og hann segir að þetta séu bestu aðsæður sem hugsast getur til að æfa við. Það er svo sannarlega full ástæða til að taka ofan fyrir þess- um glæsilegu íþróttamönnum. Þau gerðu það sem marga hefur dreymt um og stefnt að í mörg ár, og þau létu drauminn rætast. Þau brugðust ekki þegar á hólminn var komið og allir íslenskir íþrótta- menn geta lært heilmikið af VÖIu og Jóni Arnari, þau eru fyrirmynd- ir eins og þær gerast bestar. ísiendingum hættir nokkuð til að miklast yfir árangri fþróttafólks okkar á æfingamótum og ætlast síðan til góðs árangurs þegar í alvöruna er komíð. Það var ánægjuleg tiibreyting að verða vitni að því í Stokkhóimi að ís- lenskir keppendur stóðust þær væntingar sem til þeirra voru gerð- ar, og rúmlega það. Vala og Jón Arnar brugðust ekki um helgina og kannski hið langþráða ftjáis- íþróttavor sé loksins komið! Skúli Unnar Sveinsson Stefnirfimleikadrottningin NÍNA BIÖRG MAGNÚSDÓTTIR á frekari sigra? Ufíd byrjar eft- ir fimleikana IMÍNA Björg Magnúsdóttir, sextán ára fimleikadrottning úr hinu sigursæla liði Bjarkar úr Hafnarfirði, kom, sá og sigraði á ís- landsmótinu ífimleikum um helgina. Hún vann fimm af sex gullverðlaunapeningum, sem íboði voru. Brautin hefurhins vegar verið þyrnum stráð. Árið 1992 sigraði hún í fjölþraut- inni, sem er samanlagður árangur í öllum áhöldum, en árið eftir fótbrotnaði hún daginn fyrir íslandsmótið. Árið 1994 varð hún meistari en snemma árs 1995 sleit hún liðbönd ívinstri fæti með tilheyrandi hvíld frá keppni en var nokkurn veginn búin að ná sér þegar íslandsmótið fór fram. Dramatíkin náði síðan hámarki á íslandsmótinu þá, því á fyrsta degi á fyrsta áhaldi hlífði hún vinstri fætinum of mikið svo að álagið á þeim hægri varð fyrir vikið mun meira og hún sleit þá liðbönd þeim megin. Það hafa því skipst á skin og skúrir en þann litla tíma sem hún er ekki ífimleikum, stundar hún nám við íþróttabraut í Flensborgarskóla í Hafnarf irði. Til að ná þessum gullpeningum þarf að leggja mikið á sig, æfingar eru margar og strangar en það þarf líka að liuga að skólanum og j)ví er ekki mikili Eftjr tími fyrir annað. En Stefán allt er þegar þrennt Stefánsson er og hvert stefnir Nína Björg? „Eins og þetta hefur verið hjá mér má segja að lífið byiji eftir fim- leikana." Hvernig gengur að samræma skóla og fimleika? „Það er erfitt því það má segja að fimleikarnir séu númer eitt, tvö og þijú en síðan kemur skólinn. En þetta gengur og ég hef náð ágætis einkunum enda held ég að þetta styðji hvort annað svolítið því maður skipuleggur sig betur og lærir þegar tími gefst. Ef ég hefði meiri tíma er hætt við að lærdómnum yrði sleg- ið á frest.“ Hefur þú verið í öðrum íþróttum'! „Nei, en það er kannski núna sem mig langar til að prófa eitthvað annað, til dæmis þolfimi, en mig hefur líka alltaf langað í sam- kvæmisdansa." Fer mikill tími í æfingar? „Við æfum sex sinnum í viku og Morgunblaðið/Sverrir NÍNA Björg Magnúsdóttir í skólanum — á íþróttabraut Flensborgarskóla. þá fjóra til fimm tíma í hvert sinn.“ Svo að þú átt einn frídag, hvað gerir þú þá? „Þá læri ég til að vinna upp það sem hef ekki náð að gera í vikunni." Hvað hefur þú veríð lengi í fim- leikunum? „Alveg frá því ég var sex ára þannig að það eru að verða ellefu ár.“ Hefur fimleikaíþróttin tekið breytingum á þessum tíma? „Aðstaða er miklu betri. Við í Björk eigum til dæmis öll áhöld en höfum hins vegar ekki neitt hús- næði undir þau. Svo erum við með tvo þjálfara frá Rússlandi, Vladimir og Irinu Antonov, og þau eru alveg frábær." Eru þau ströng? „Hann er fyrrverandi landsliðs- þjálfari Rússa og það spilar inní en það er mjög erfitt að lýsa þeim og ég veit ekki hvemig hægt er að koma orðum að því. Þau pressa mikið á mann en eru einhvern veg- inn alltaf góð eftir á.“ Er barátta á milli ykkar stelpn- anna? „Það er hörð barátta og hefur aldrei verið svona hörð sem nú.“ Er þá eftir allt saman gaman í fimleikunum? „Já, en ég er orðin svolítið þreytt. Ég hef náð öllu sem ég hef stefnt að og langar að gera eitthvað ann- að. Eg hef til dæmis fórnað öllu í skólanum og orðið að sleppa öllum ferðalögum og skemmtunum svo að ég væri alveg til í að fara aðeins út í þolfimina og minnka fimleikana. En það er mjög skemmtilegt í fim- leikunum þegar upp er staðið. Að vísu segir ég eftir erfiðar æfingar að nú væri ég alveg til í að hætta en svo kemur vel heppnuð æfing og þá er allt frábært.11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.