Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 B 5 FIMLEIKAR Övíst hvort Rúnar kemst á Ólympíu- leikana EKKI er víst að Rúnar Alexand- ersson megi keppa á næstu Olympíuleikum — í Atlanta í sum- ar, því þar sem hann var ríkis- fangslaus þegar síðustu úrtöku- mót fyrir leikana fóru fram, gat hann ekki tekið þátt. Það er því undir Ólympíunefndinni hvort hann fái leyfi til þátttöku en hann hefur sýnt og sannað á undanförnum mótum hvers hann er megnugur og hefði árangur hans í einstökum greinum á þess- um mótum, dugað honum upp á verðlaunapallinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson RÚNAR Alexanderson, Gerplu, var sigursæll á íslandsmótinu í flmleikum um helgina. Hér er hann á bogahesti, sem er hans besta áhald og líkur á að það skili honum upp á verðlaunapall á IMorðurlandamótinu, sem fram fer á Islandi í lok mars. Besti árangur Rúnars RÚNAR Alexandersson úr Gerplu náði góð- um árangri á Islandsmótinu um helgina en hann hefur bætt sig mikið síðan hann kom til Islands en sem kunnugt er er hann rúss- neskur að uppruna. I keppni á einstökum áhöldum eru ekki reiknuð stig samtals en eftir stigin á sunnudeginum fékk hann 55,10 stig sem er besti árangur Rúnars frá upp- hafi því hann hefur verið í kringum 51 stig áður. „Eg er ánægður með þetta en hinir eru líka að verðabetri,11 sagði Rúnar en hann er á leið til Ósló um næstu helgi til að taka þátt í sterku alþjóðlegu móti. Nína og Rúnar með flest gull HÁPUNKTUR vertíðar fimleikafólks var f Laugardalshöll um helg- ina þegar íslandsmótið fór þar f ram og stóð keppnin yfir í þrjá daga þannig að sjá mátti þreytuleg andlit er leið að kvöldi sunnu- dags. En það var meira íhúfi en íslandsmeistaratitill því mótið var einnig úrtökumót fyrir Evrópumeistaramót unglinga og karla en hjá kvenfólkinu var barist um sæti í landsliðinu fyrir Norður- landamótið i lok mars. Rúnar Alexandersson úr Gerplu og Nína Björk Magnúsdóttir úr Björk voru sigursælust en unnu þó ekki allar sínar greinar. Fimleikamenn voru mjög ánægð- ir með mótið og segja miklar framfarir í fimleikum á íslandi, ekki bara að stigin Stefán séu nú mun fleiri Stefánsson heldur er stöðug- skrifar leikinn meiri og fleiri spreyti sig við meiri erfiðleikaæfingar. Það spili ÍÞRÚmR FOLK ■ ÞRÍR elstu keppendur á íslands- mótinu í fimleikum fengu blóm fyrir að þrautseigjuna og halda sínu striki í fremstu röð. Það voru Þórey Edda Elísdóttir úr Björk og Gerplu- drengirnir Jóhannes Níels Sig- urðsson og Guðjón Guðmundsson. ■ JÓHANNA Sigmundsdóttir úr Ármanni, sem líkleg var til að verða meðal þeirra stigahæstu á fímleika- mótinu, gekk ekki heil til skógar því gömul bakmeiðsli tóku sig upp. ■ FIMLEIKASTÚLKUR úr Kefla- vík eru að koma til og unnu fyrsta verðlaunapening Keflvíkinga þegar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir náði í brons í keppni á slá. ■ FIMM fímleikastúlkur hafa náð lágmörkum fyrir Evrópumeistara- mótið. Þær eru Jóhanna Sigmunds- dóttir úr Ármanni í yngi-i flokki, Nína Björg Magnúsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir og Þórey Edda Elís- dóttir úr Björk ásamt Sólveigu Jónsdóttur úr Gerplu, en tvær síð- astnefndu náðu lágmörkunum á mótinu um helgina. mikið inní að erlendir þjálfarar hafa komið inn með meiri þekkingu og reynslu í keppni og þegar Rúnar frá Gerplu fluttist hingað jókst áhuginn til muna. Þetta er allt að skila sér í ungu og efnilegu fim- leikafólki. Til dæmis hlaut Lilja Erlendsdóttir úr Gerplu brons í stökk en hún er aðeins 11 ára og á framtíðina fyrir sér. Frá Gerplu komu einnig ungir og efnilegir strákar, Ómar Örn Ólafsson fékk silfur á tvíslá og Dýri Kristjánsson brons fyrir gólfæfingar. Liðakeppnin hófst á föstudegin- um. Hjá stúlkunum var fyrirfram talið að fimleikafélagið Björk úr Hafnarfirði myndi hreppa gullið og baráttan um silfrið stæði á milli Ármenninga og Gerplustúlkna. Það gekk eftir, Björk sigraði með yfir- burðum og í öðru sæti höfnuðu sig- urvegararnir frá í fyrra, Gerpla. í piltaflokki náði Gerpla, með Rúnar í fararbroddi, að hirða titilinn af Ármenningum. Rúnar var stiga- hæstur með 54.050 stig en Guðjón Guðmundsson, Ármanni, fékk 50.350 þannig að munurinn var ekki mikill á efstu mönnum. Guðjón hefur bætt sig undanfarið og á nóg eftir en yngri strákarnir eru ekki langt að baki. A laugardeginum fór fram seinni hluti keppni í fjölþraut en þar þurfa keppendur að spreyta sig á öllum áhöldum og er árangur úr öllum áhöldum lagður saman. Baráttan í stúlknaflokki stóð á milli Elvu Rut- ar Jónsdóttur og Nínu Bjargar en góður árangur þeirra síðarnefndu fyrri daginn dugði henni til að hreppa gullið. Hún hlaut 71.337 stig en Elva Rut 71.199 þannig að ekki mátti miklu muna. Rúnar var öruggur sigurvegari í piltaflokki með 107.450 stig og Guðjón Guðmundsson úr Ármanni fékk silfur með 99.650 stig en hann sigraði Rúnar í stökki og gaf ekki frá sér þann titil. í þriðja sæti skaust Ómar Örn úr Gerplu upp fyrir Jóhannes Níels Sigurðsson frá Ármanni en aðeins munaði 0,1 stigi á þeim. Keppni á einstökum áhöldum fór fram á sunnudeginum. Eins og við var að búast var Rúnar í aðalhlut- verki þar en náði samt ekki fullu húsi því hann meiddist lítillega í stökkinu og Guðjón úr Ármanni hafði betur. Eftir stökkið var keppt á tvíslá og svifrá þannig að meiðsl- in háðu Rúnari ekki þar. Ármenn- ingarnir Guðjón og Jóhannes Níels hirtu tvo silfurpeninga hvor en Ómar Örn fékk einn fyrir keppni í tvíslá. Nína Björg hélt áfram sigur- göngu sinni með sigri í stökki, á slá og í gólfæfingum en hún hafn- aði í öðru sætinu á tvíslá. Þar var Elva Rut örugg en hún fékk silfur á tvíslánni. Keppnin aldrei eins hörð og núna NÍNA Björg Magnúsdóttir var kampakát að loknum þriðja keppnisdegi enda hafði hún þá sigrað í liðakeppni með félögum sínum í hinu sig- ursæla liði Björk, unnið fjöl- þrautina og unnið gnll í þrem- ur af fjórum áhöldum. „Mér gekk vel á föstudaginn en ekki eins vel á laugardeginum enda munaði mjög litlu á mér og EIvu Rut,“ sagði Nína Björg eftir mótið. „Það hefur alltaf munað litlu á okkur og keppnin alltaf verið hörð en aldrei eins hörð og núna.“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sópuðu til sín gulli NÍNA Björg Magnúsdóttir, Björk, og Rúnar Alexanderson, Gerplu, sópuðu til sín verðlaunum á íslandsmótinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.