Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ HAIVIDKNATTLEIKUR „Stálmúsin" lengi að hitna SIGURÐUR Sveinsson, hornamaðurinn knái hjá FH, sem oft hefur gengið undir nafninu „stáhnúsin", gerði tvö síðustu mörkin í leiknum gegn Haukum á sunnudags- kvöld og voru það einu mörk- in hans í ieiknum. Hann gerði einnig t vö síðustu mör kiu gegn Haukum í deildar- keppninni á dögunum. „Eg er bara svona lengi að hitna. Guðmundur þjálf- ari veit það og því hefur hann mig inn á frá fyrstu mínútu. Það er lika mikil- vægt að gera siðustu mör k i n því þau eru oftast sýnd í sjón- varpinu," sagði Sigurður og glotti. ¦PMHMpm Þannig vörðu þeir Bjarni Frostason, Haukum 14/1 (þar af 5 til mótherja): (7(1) langskot, 2(1) af línu, 2(1) eftir gegnumbrot, 2(1) úr horni og 1 vítakast). Jónas Stefánsson, FH 6/1 (þar af 1 til mótherja): (2(1) langskot, 2 af línu, 1 eftir gegnubrot og 1 eftir hraðaupp- hlaup). Magnús Arnason, FH 5/1: (4 lang- skot og 1 vítakast.). FOLX ¦ PALL Ólafsson, fyrrum lands- liðsmaður í handknattleik og leik- maður Hauka, var á bekknum sem liðsstjóri Hauka í leiknum gegn FH á sunnudagskvöld. „Við fengum Pál til að vera okkur til halds og trausts, enda maður með reynslu," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálf- ari. Páll hefur reyndar verið viðloð- andi liðið í vetur þar sem hann er í meistaraflokksráði félagsins. ¦ JÓNAS Stefánsson, markvörð- ur FH, átti afmæli á sunnudaginn og fékk því góða afmælisgjöf - sig- ur á erkifjendunum Haukum. Fé- lagar hans í FH sungu afmælis- sönginn fyrir hann í búningsklefa FH-inga eftir leikinn. ¦ MATTHÍAS Á. Mathiesen, fyrrum ráðherra og stjórnarformað- ur Sparisjóðs Hafnarfjarðar, var á leiknum í Hafnarfirði og var ánægður með úrslitin. „Ég held allt- af með liðinu sem sigrar þegar FH og Haukar mætast! Sérðu ekki að bæði liðin leika með auglýsingu frá Sparisjóðnum," sagði hann og brosti. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson SIGURJÓN Sigurðsson var fyrrum félögum sínum í Haukum erflður — FH-ingar fögnuðu sigri við Strandgötu. FH með tak á Haukum FH-INGAR sýndu það gegn Haukum ííþróttahúsinu við Strandgötu að þeir eru ekki á því að láta forýstuhlutverkið af hendi í bænum. Þeir hafa hingað til verið „stóri bróðir- inn" íhandboltanum og það eru þeir vissulega enn eftir tveggja marka sigur, 27:25, á sunnudagskvöld. Liðin leika annan leik sinn í Kaplakrika í kvöld og þá geta FH-ingar tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar, en sigri Haukarfá þeir oddaleik. Leikurinn var jafn og æsispenn- andi allan tímann og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndun- um. FH byrjaði bet- ur og komst í 1:5 en Haukar voru fljótir að jafna í 5:5. Eftir það var jafnt á flestum töium og staðan í hálfleik 12:13 fyrir FH. Haukar komu mjög vel stemmdir í síðari hálfleik og skoruðu úr fyrstu átta sóknum sínum og breyttu stöð- unni í 22:19 og útlitið bjart. Þá urðu kaflaskipti þvi FH gerði sex mörk á móti einu næstu mínúturnar og staðan þá 23:25 fyrir FH og 4 mínútur eftir. Haukar voru ekki á því að færa grönnum sínum sigurinn á silfur- fati og börðust eins og ljón. Gústaf minnkaði muninn í eitt mark, 24:25. Sigurður Sveinssón komst loks á blað í leiknum með því að gera 26. mark FH er tæpar þrjár mínútur voru eftir. Aron kvittaði fyrir Hauka, 25:26. í næstu sókn varði Bjarni Frostason skot frá Gunnari Beinteinssyni af línu. Haukar áttu því möguleika á að jafna því þegar 1,10 mín. voru eft- ir fékk Sigurjón Sigurðsson tveggja mínútna brottvísun. Einum fleiri áttu Haukar að leika skyn- samlega og bíða eftir opnu mark- tækifæri, en þess í stað lét Halldór Ingólfsson dæma á sig ruðning ValurB. Jónatansson skrifar Urslitakeppnin í handknattleik Fyrsti leikur liðanna í 8-liða úrslitum íslandsmótsins, leikinn í Hafnarfirði sunnudaginn 10. mars 1996. SOKNARNYTING Haukar Mörk Sóknír % FH Mörk Sóknir % 12 26 46 13 24 54 25 50 50 F.h 13 26 50 S.h 14 24 58 Alls 27 50 54 8 Langskot 10 1 Gegnumbrot 3 5 Hraðaupphlaup 3 1 Horn o 8 2„ Lina 4 Vfti 7 Tvö töp gegn Svíum í Eyjum Islenska kvennalandsliðið í hand- Sigfús G. Guðmundsson skrifar frá Eyjum knattleik tapaði um helgina 5 tvígang fyrir sænska landsliðinu í undankeppni Evr- ópumótsins. Báðir leikirnir fóru fram í Vestmannaeyjum. í fyrri leiknum hlaut íslenska liðið slæma útreið og tap- aði með 11 marka mun, 12:23. Is- lensku stúlkunum tókst aðeins að rétta úr kútnum í síðari leiknum en það dugði ekki til sigurs, lokatöl- ur 22:16 þeim sænsku í vil. Því er ljóst að íslenska liðið er neðst í sín- um riðli að loknum fjórum leikjum með ekkert stig og á aðeins eftir að leika tvo leiki gegn Hollending- um. Fyrri leikurinn var mjög ójafn ef undan eru skildar fyrstu mínútur leiksins. En síðan sigldu sænsku stúlkurnar fram úr og unnu stórsig- ur. Aðalveikleiki íslenska liðsins í leiknum var sóknarleikurinn, hann var mjög hikandi og sænsku stúlk- urnar fengu boltann oft á mjög auðveldan hátt sem þær nýttu sér síðan til þess að fara í hraðaupp- hlaup sem undantekningarh'tið end- aði með marki. Sænska liðið var mjög heilsteypt og með breiðan og góðan leikmannahóp. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins í síðari leiknum. Mun meiri barátta var í hópnum. Varnarleikur- inn var yfirhöfuð ágætur og mun betri en daginn áður þó ýmislegt hafi þó verið að. Það kom þó ekki í veg fyrir að sænska liðið innbyrti sex marka sigur. Halla María Helgadóttir var besti leikmaður ís- lenska liðsins í báðum Ieikjunum. „Munurinn á íslenska liðinu frá fyrri leiknum til hins síðari var eins og hvítt og svart. Það má segja að úrslitin í fyrri leiknum hafi verið hálfgert slys. En úrslitin í síðari leiknum tel ég vera í samræmi við getumun liðanna," sagði Kristján Halldórsson, landsliðsþjálfari ís- lands. „Eg er ánægður með varnar- leikinn í síðari leiknum og sóknar- leikurinn var betri en þær sænsku eru fljótar að refsa með hraðaupp- hlaupum." „Undirbúningurinn fyrir síðari leikinn var mun betri en fyrir þann fyrri. Hugarfarið var rétt enda verð- ur það að vera svo ætlum við að standa í betri þjóðum," sagði Andrea Atladóttir að loknum síðari leiknum. „Þær eru mun hávaxnari og við skutum stundum beint í lúk- urnar á þeim, en vörnin var góð hjá okkur. Við fengum hins vegar of mörg hraðaupphlaup á okkur, það voru þau sem riðu baggamun- inn að mínu mati," bætti hún við. „Við fengum sama og engan undirbúning fyrir fyrri leikinn að- eins klukkutíma og ég hefði_ kosið að hann hefði verið lengri. Ég var ánægður með Jeikinn í gær en átti von á meiri mótspyrnu í leikjun- um," sagði Peter Hedin, þjálfari sænska landsliðsins. „Það sem helst háir íslenska liðinu er samvinnu- leysi, til dæmis fékk vinstrihandar- skyttan Andrea Atladóttir alltof litla aðstoð og varð að vinna allt upp á eigin spýtur. Þessu er öfugt farið hjá okkur, þar er samvinnan aðalatriðið." þegar 47 sekúndur voru eftir. FH-ingar gáfu þeim rauðklæddu ekki annað tækifæri og Sigurður Sveinsson innsiglaði sigurinn með því að skora úr vítakasti, sem hann fiskaði sjálfur, á lokasekúndum leiksins. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og bauð upp á spennu eins og hún gerist best. FH-ingar voru skynsamari í leik sínum á lokakafl- anum og það réð úrslitum. Haukar voru klaufar að jafna ekki í lokin og fá þannig framlengingu. Þeir geta sjálfum sér um kennt og geta lært af mistökum sínum fyrir átök- in í Kaplakrika í kvöld. Guðjón Árnason, Hans og Hálf- dán, sem gerði fjögur mörk og fiskaði jafnmörg víti, voru bestu leikmenn FH. Sigurjón lék ágæt- lega í síðari hálfleik og innslag Sig- urðar Sveinssonar í lokin var ómet- anlegt fyrri FH. Gústaf Bjarnason var bestur Hauka, skoraði átta mörk úr níu tilraunum — mistókst einu sin'ni í vítakasti. Aron lék einn- ig vel og Bjarni stóð fyrir sínu í markinu þó svo að það hafi ekki dugað að þessu sinni. Harður slagur „Þetta var harður slagur tveggja áþekkra liða og sigurinn gat endað hvorum megin sem var," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH. „Við sýndum mikinn „karakter" að ná að snúa leiknum okkur í hag er við vorum þremur mörkum undir í síðari hálfleik. Nú þurfum við bara að klára þetta í Krikanum [í kvöld], en við verðum að leggja okkur verulega fram því Haukarnir gefa okkur ekkert." Vantaði þolinmæði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, sagði að of mikil fljótfærni hafi verið í sóknarleiknum í lokin. „Við höfðum ekki þolinmæði til að bíða eftir opnum færurri og því fór sem fór. Þetta var jafn leikur og þrátt fyrir tapið er enginn tími til að hengja haus því stutt er í næstu viðureign. Við ætlum að sigra í Krikanum og bjóða FH-inga síðan velkomna á Strandgötuna aftur á fimmtudagskvöld." i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.