Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR12. MARZ1996 B 7 IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR Of snemmt að fagna - segirGuðmundurGuðmundsson, þjálf- ari Fram, sem er komið með vænlega stöðu í úrslitakeppni 2. deildar FRAMARAR unnu afar góðan sigur á leikmönnum HK í úr- slitakeppni 2. deildar, 25:19, og hafa náð fjögurra stiga for- skoti á Sigurð Sveinsson og félaga hjá HK. Sigur Fram var aldrei í hættu og hafa Framar- ar tekið stef nuna á 1. deild. Það er mjög gott að vera kom- inn með fjögurra stiga for- skot á HK. Sigurinn var sætur en BH það er of snemmt Sigmunduró. að fara að fagna. Steinarsson það eru átta leikir sknfar eftir og það má ekk- ert slaka á, þá getur illa farið," sagði Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Fram. „Við verðum að halda einbeitingu og ég mun leggja höfuðáhersluna á að mínir menn nái því. Strákarnir fara ekki að fagna um helgina - þeir brenndu sig illa á því í fyrra í úrslitakeppninni, að byrja að fagna of snemma. Það dugar ekki í íþróttum að fara að fagna of snemma, menn verða að klára verkefnið og ef það heppnast vel, er sjálfsagt að fagna," sagði Guð- mundur, sem var mjög ánægður með varnarleik liðsins í fyrri hálf- leik, Fram var yfir 7:5 í leikhléi. „I seinni hálfleik datt varnarleikur- inn niður hjá okkur. Þegar á heild- ina er litið er ég mjög ánægður með sóknarleikinn. Við erum að leika mjög fjölbreyttan sóknarleik og allir leikmennirnir eru virkir í honum. Hreyfingin er mjög góð hjá liðinu og ég er ánægður með það." Þess má geta að Framarar byrj- uðu úrslitakeppnina í fyrra með fjögur stig til góða, unnu sinn fyrsta leik, síðan ekki söguna meir - fengu eitt stig úr níu leikjum sem eftir voru. Létt var yfir leik Framliðsins gegn HK og sýndi Þór Björnsson, markvörður og fyrirliði Fram, góð- an leik - varði hvað eftir annað mjög vel í fyrri hálfleik, þannig að Sigurður Sveinsson og læri- sveinar sköruðu ekki nema fimm mörk hjá honum. Framliðið lék BLAK Þróttur varði titilinn SIÐUSTU leikirnir í 1. deild karla voru leiknir um helgina. Þróttur N. sótti ÍS heim í íþróttahús Haga- skólans og liðið gerði sér lítið fyrir og skellti heimaliðinu, 3:2. Það þurfti hvorki meira né minna en 120 mínútur til að fá fram úrslit í leiknum og var hann því einn af lengstu leikjum mótsins í vetur, en úrslitahrinan endaði 15:12. Reykjavíkur Þróttarar höfðu síðan sigur á nöfnum sínum úr Norðfirði í þremur hrinum gegn engri á laug- ardaginn og Reykjavíkurliðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Þróttur R. vann 18 leiki en tapaði einungis tveimur á tímabilinu. Lið KA iauk keppninni í 1. deild- inni með því að tapa tvívegis um helgina, fyrst gegn HK í fímm hrinu leik og síðan gegn Stjörn- unni í Ásgarði á laugardaginn. KA reið ekki feitum hesti frá deildar- keppninni í vetur. Liðið vann ein- ungis einn leik en tapaði 19. Urslitakeppnin hefst í vikunni og í undanúrslitum leika deildar- meistarar Þróttar R. gegn ÍS en Stjarnan og HK í hinum undanúr- slitaleiknum. Þau lið sem vinna tvo leiki komast í sjálfan úrslita- leikinn. Stúdínur mættu liði Þróttar N. tvívegis um helgina en lið HK var búið að tryggja sér deildarmeist- aratitilinn fyrr í vikunni. Stúdínur tryggðu sér annað sætið í deildar- keppninni með því að leggja Þrótt- arstúlkur 3:0 í fyrri leiknum en á laugardaginn vann Þróttur afger- andi 3:0. í undanúrslitum leika HK og Víkingur og hins vegar Stúdínur og Þróttur Neskaupstað. Morgunblaðið/Bjarni „VIÐ eigum ekkert svar vlð þessu ..." getur Slgurður Sveins- son, þjálfarl og lelkmaður HK, verið að segja, er hann játar sig slgraðan í leiknum gegn Fram. Morgunblaðið/Bjami GUÐMUNDUR Guðmunds- son, þjálfarl Fram, var ánægður með leik slnna manna gegn HK. hreyfanlegan sóknarleik, þar sem hornamennirnir Jón Andri Finns- son, sem skoraði níu mörk, og Jón Þórir Jónsson, þrjú mörk, voru mjðg ógnandi og þá hrelltu skytt- urnar Magnús Arnar Arngrímsson, sex mörk, og Sigurður Guðjónsson, þrjú mörk, varnarleikmenn HK. Það verður að segja eins og er, að leikur HK-liðsins gladdi ekki augað. Sigurður Sveinsson heldur liðinu á floti, skoraði ellefu af nítj- án mörkum þess. Liðið væri hvorki fugl né fiskur án hans. Það er þó eitt skemmtilegt við HK-liðið; hvað það kemur leikmönnum þess alltaf jafn mikið á óvart, þegar dæmt er á þá fyrir endurtekin brot. Andlit þeirra verða eitt spyrningarmerki: - Hvað, við gerðum ekkert! Urslit / B14 Staðan / B14 Wright til Chelsea? ORÐRÓMURþessefnisað - enski framherjinn Ian Wright hjá Arsenal hafi ósk- að eftir að fá að yfirgefa herbúðir liðsins hefur fengið byr undir báða vængi. Dag- blaðið News ofthe World hefur um helgina eftir kapp- an u in um helgina að nokkrar uppákomu vetrarins hafi gert það að verkum að hann vilji fara frá Arsenal. Ef af verður þykir ekki ósennílegt að hann gangi til liðs við nágranitaliðiO Chelsea.,, A<) taka ákvörðun um að yfir- gefa annað eins stórlið eins og Arsenal er ekki teki n í neinum flýti. Ég hef veH fyr- ir mér hvað mér er fyrir bestu og útgangspunkturinn er sá að ég hef ekki verið ánægður um tinta hjá Ars- enal." Wright er markahæstur leikmanna Arsenal það sem af er vetrar með nítián ntörk. Hann kom tíl liðs við félagið árið 1991 frá Crystal Palace fyrir 2,5 mihjónir punda. : Lee Sharpe fíkill? ENSKA knattspyrnusam- bandið hefur sent Manchest- er United betðni um að at- hugun fari fram á hvað sé hæft í getgátum dagblaða um að Lee Sharpe sé eitur- lyfjaneytandi. í frétt í ensku dagblaði um helgina er þvi haldið fram að Sharpe notí eiturl yf og hafí boðið ungl- ingum að taka þátt í neyslu með sér. Einnig er þvi haldið fram í sömu frétt að Nicky Summerbee leikmaður Manchester Chy og enska 21 árs landsliðsins sé einnig á sömu glapstigum í lifinu. „ Við rannsðkum allan orð- róm sem þennan," sagði Steve Ðouble talsmaður sam- bandsins. „Þess vegna höfum við sent fyrirspurnir til fé- laganna og beðið þau um að rannsaka utálin hjá sér." Enska knattspyrnusam- bandið hefur í vetur valið leiknte ttn af handahóf i tíl þess að mæta í lyfjapróf og hafa tvetr leikmenn verið gripnir glóð volgir við eitur- lyfjanotkun, Roger Stanis- laus og Leyton Orient. Voru þeir báðir unisvif alaust dæmdir í Ieikbann. Miss^n-cieilcliii S lióa* ií rfsil i tíil*:oi>i>iii í kvöld briðjudao 12. mars kl. 20.00 Forsala aðgöngumið er frá kl. 17.00. Ath: Ef þríðja leik þarf þá fer liann fram í Stranrigötu. (Auglýst síðar). FH-íngar athugið: Stuðningsbolir seldir við innganginn á kr: 150 (tombóluverö) - Verum ÍFH lituiwni. pumn m\ && sparisjóður Whafnarfjarð yrktaraðiíi FH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.