Morgunblaðið - 12.03.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 12.03.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR12. MARZ1996 B 7 ÍÞRÓTTIR Wright til Chelsea? ORÐRÓMUR þess efnis að enski framherjinn Ian Wright hjá Arsenal hafi ósk- að eftir að fá að yfirgefa herbúðh- liðsins hefur fengið byr undir báða vængi. I)ag- blaðið News ofthe World hefur um helgina eftir kapp- anum um helgina að nokkrar uppákomu vetrarins hafi gert það að verkum að hann viyi fara frá Arsenal. Ef af verður þykir ekki ósennilegt að hann gangi til liðs við nágrannaliðið Chelsea. „ Að tato ákvörðun um að yfir- gefa annað eins stórlið eins og Arsenal er ekki tekin í neinum flýti. Eg hef velt fyr- ir mér hvað mér er fyrir bestu og útgangspunkturinn er sá að ég hef ekki verið ánægður um tíma lyá Ars- enal.“ Wright er markahæstur leikmanna Arsenal það sem af er vetrar með nítján mörk. Hann kom til liðs við félagið árið 1991 frá Crystal Palace fyrir 2,5 miRjónir punda. Lee Sharpe fíkill? ENSKA knattspymusam- bandið hefur sent Manchest- er United beiðni um að at- liugun fari fram á hvað sé hæft í getgátum dagblaða um að Lee Sharpe sé eitur- lyfjaneytandi. I frétt í ensku dagblaði um helgina er því haldið fram að Sharpe noti eiturlyf og hafi boðið ungl- ingum að taka þátt í neyslu með sér. Einnig er þvi haldið fram í sömu frétt að Nicky Summerbee leikmaður Manchester City og enska 21 árs landsliðsins sé einnig á sömu glapstigum í lífinu. „Við rannsökum alian orð- róm sem þennan,“ sagði Steve Double talsmaður sam- bandsins. „Þess vegna höfum við sent fyrirspurnir til fé- laganna og beðið þau um að rannsaka málin lyá sér.“ Enska knattspyrnusam- bandið hefur í vetur valið leikmenn af handahóf i tíl þess að mæta í lyfjapróf og hafa tveir leikmenn verið gripnir glóðvolgir við eitur- lyfjanotkun, Roger Stanis- laus og Leyton Orient. Voru þeir báðir umsvifalaust dæmdir í leikbann. . ' Wlmaii' úrslltakepp Ath: Ef þriöja leik þarf þá fer hann fram í Strandgötu. (Auglyst síöar). FH-ingar athugið: Stuðningsbolir seldir við innganginn á kr: 150 (tombóluverð) - Verum í FH litunum. SPARISJOÐUR •!• HAFNARFJARÐAR Br Þróttur varði titilinn SÍÐUSTU leikirnir í 1. deild karla voru leiknir um helgina. Þróttur N. sótti ÍS heim í íþróttahús Haga- skólans og liðið gerði sér lítið fyrir og skellti heimaliðinu, 3:2. Það þurfti hvorki meira né minna en 120 mínútur til að fá fram úrslit í leiknum og var hann því einn af lengstu leikjum mótsins í vetur, en úrslitahrinan endaði 15:12. Reykjavíkur Þróttarar höfðu síðan sigur á nöfnum sínum úr Norðfirði í þremur hrinum gegn engri á laug- ardaginn og Reykjavíkurliðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Þróttur R. vann 18 leiki en tapaði einungis tveimur á tímabilinu. Lið KA lauk keppninni í 1. deild- inni með því að tapa tvívegis um helgina, fyrst gegn HK í fimm hrinu leik og síðan gegn Stjörn- unni í Asgarði á laugardaginn. KA reið ekki feitum hesti frá deildar- keppninni í vetur. Liðið vann ein- ungis einn leik en tapaði 19. Urslitakeppnin hefst í vikunni og í undanúrslitum leika deildar- meistarar Þróttar R. gegn ÍS en Stjarnan og HK í hinum undanúr- slitaleiknum. Þau lið sem vinna tvo leiki komast í sjálfan úrslita- leikinn. Stúdínur mættu liði Þróttar N. tvívegis um helgina en lið HK var búið að tryggja sér deildarmeist- aratitilinn fyrr í vikunni. Stúdínur tryggðu sér annað sætið í deildar- keppninni með því að leggja Þrótt- arstúlkur 3:0 í fyrri leiknum en á laugardaginn vann Þróttur afger- andi 3:0. í undanúrslitum leika HK og Víkingur og hins vegar Stúdínur og Þróttur Neskaupstað. Morgunblaðið/Bjarni GUÐMUNDUR Guðmunds- son, þjálfarl Fram, var ánægdur með lelk slnna manna gegn HK. hreyfanlegan sóknarleik, þar sem hornamennirnir Jón Andri Finns- son, sem skoraði níu mörk, og Jón Þórir Jónsson, þijú mörk, voru mjög ógnandi og þá hrelltu skytt- urnar Magnús Amar Arngrímsson, sex mörk, og Sigurður Guðjónsson, þijú mörk, varnarleikmenn HK. Það verður að segja eins og er, að leikur HK-liðsins gladdi ekki augað. Sigurður Sveinsson heldur liðinu á floti, skoraði ellefu af nítj- án mörkum þess. Liðið væri hvorki fugl né fiskur án hans. Það er þó eitt skemmtilegt við HK-liðið; hvað það kemur leikmönnum þess alltaf jafn mikið á óvart, þegar dæmt er á þá fyrir endurtekin brot. Andlit þeirra verða eitt spyrningarmerki: - Hvað, við gerðum ekkert! ■ Úrslit / B14 ■ Staðan / B14 Of snemmt að fagna - segirGuðmundurGuðmundsson, þjálf- ari Fram, sem er komið með vænlega stöðu í úrslitakeppni 2. deildar FRAMARAR unnu afar góðan sigur á leikmönnum HK í úr- slitakeppni 2. deildar, 25:19, og hafa náð fjögurra stiga for- skoti á Sigurð Sveinsson og félaga hjá HK. Sigur Fram var aldrei í hættu og hafa Framar- ar tekið stefnuna á 1. deild. að er mjög gott að vera kom- inn með fjögurra stiga for- skot á HK. Sigurinn var sætur en það er of snemmt SigmundurÓ. að fara að fagna. Steinarsson Það eru átta leikir skrifar eftir og það má ekk- ert slaka á, þá getur illa farið,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Fram. „Við verðum að halda einbeitingu og ég mun leggja höfuðáhersluna á að mínir menn nái því. Strákarnir fara ekki að fagna um helgina - þeir brenndu sig illa á því í fyrra í úrslitakeppninni, að byija að fagna of snemma. Það dugar ekki í íþróttum að fara að fagna of snemma, menn verða að klára verkefnið og ef það heppnast vel, er sjálfsagt að fagna,“ sagði Guð- mundur, sem var mjög ánægður með varnarleik liðsins í fyrri hálf- leik, Fram var yfir 7:5 í leikhléi. „í seinni hálfleik datt varnarleikur- inn niður hjá okkur. Þegar á heild- ina er litið er ég mjög ánægður með sóknarleikinn. Við erum að leika mjög íjölbreyttan sóknarleik og allir leikmennimir eru virkir í honum. Hreyfingin er mjög góð hjá liðinu og ég er ánægður með það.“ Þess má geta að Framarar byij- uðu úrslitakeppnina í fyrra með fjögur stig til góða, unnu sinn fyrsta leik, síðan ekki söguna meir - fengu eitt stig úr níu leikjum sem eftir voru. Létt var yfir leik Framliðsins gegn HK og sýndi Þór Björnsson, markvörður og fyrirliði Fram, góð- an leik - varði hvað eftir annað mjög vel í fyrri hálfleik, þannig að Sigurður Sveinsson og læri- sveinar sköruðu ekki nema fimm mörk hjá honum. Framliðið lék Morgunblaðið/Bjami „VIÐ elgum ekkert svar vlð þessu ..." getur Slgurdur Svelns- son, þjálfarl og leikmaður HK, verið að segja, er hann játar sig sigraðan í leiknum gegn Fram. HANDKNATTLEIKUR BLAK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.