Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ EM I STOKKHOLMI Fannst stangarstökk frekar púkalegt í byrjun Vala er fædd í Reykjavík, dótt- ir séra Flosa Magnússonar, prófasts á Bíldudal, og Ragnhildar Jónsdóttur, guðfræðinema í Lundi í Svíþjóð. Hún á eina systur, Láru, sem er tíu ára. Vala flutti til Bíldu- dals og bjó þar í sex ár áður en hún flutti til Svíþjóðar. Það var á Bíldudal sem hún byrjaði að æfa frjálsíþróttir, við mjög frumstæð- ar aðstæður, eða „að sprikla á sumrin," eins og Vala kallar það. Nú hefur hún hins vegar eins góða aðstöðu og kostur er í Malmö í Svíþjóð þar sem Pólverjinn Stan- islav Sczyrba hefur þjálfað hana alveg frá því hún tók sér stöng fyrst í hönd fyrir rúmum tveimur árum. „Það er mikill munur á aðstöð- unni heima á Bíldudal og hér í Svíþjóð, en aðstæðurnar sem ég æfi við í Malmö eru eins góðar og hugsast getur. Það er eiginlega tómt mál að reyna að bera aðstöð- una í Malmö saman við Bíldudal," segir Vala en á samt greinilega skemmtilegar minningar frá því hún æfði á Bíldudal. Hún er fjöl- hæf og hefur verið í sjöþraut en er greinilega á báðum áttum hvort hún á að leggja hana á hilluna og snúa sér alfarið að stangar- stökkinu. Stangarstökkið púkalegt „Ég hugsa að ég leggi meiri áherslu á stangarstökkið, en ég ætla ekki að hætta í þrautinni, það er gaman að keppa í henni. Ég byrjaði í stangarstökki vegna þess að Stanislav fannst sniðugt fyrir mig að byrja í henni. Hann vissi að einhverjar stelpur voru að æfa í Þýskalandi og taldi rétt að ég prófaði stöngina vegna þess að hún væri ný keppnisgrein hjá konum. Það var engin kona á Norðurlöndunum sem æfði stang- arstökk þannig að mér fannst þetta frekar púkalegt í byrjun. Ég held alveg örugglega að ég sé fyrst kvenna á Norðurlöndun- um til að æfa stangarstökk." Vala er aðeins 18 ára eins og áður segir og yngst þeirra sem eru bestar í stangarstökki í heim- inum. „Auðvitað er.kostur að vera yngst, ég ætti að eiga meira inni og á eftir að bæta tæknina tals- vert. Það er auðvitað gaman að taka þátt í stönginni vegna þess hversu nýlega var byrjað að keppa í henni. Framfarirnar eru því örar og það er ekki mjög langt í að við förum að stökkva yfir fimm metrana. Ég er í þriðja sæti á heimslistanum núna og stefnan hlýtur auðvitað að gera betur," segir Vala sem kann vel við sig í Svíþjóð. Tilboð frá Svíum Svíar vilja raunar eiga dálítið í henni og dagblöðin sögðu eftir að Vala tryggði sér Evrópumeist- aratitilinn, að hún gæti vel verið sænsk. Ekki stendur heldur á til- boðunum til hennar því Svíar vilja endilega að hún gerist sænskur ríkisborgari. „Það stendur ekki til. Það eru aðallega blaðamenn hér sem eru að velta sér upp úr þessari hugmynd, ég er ekkert að hugsa um þetta þótt ég kunni vel við mig hér í Svíþjóð. Eg reikna með að við búum hér næstu árin og komum síðan heim," seg- ir Vala sem er að ljúka mennta- skólanámi. Þegar því lýkur í vor er hún að hugsa um að hvíla sig á námi í eitt ár og einbeita sér að stangarstökkinu. Áhugi á læknisfræði „Ég ætla ekki að læra guð- fræði," segir Vala aðspurð. „Ætli það sé ekki nóg að vera með tvo presta í fjölskyldunni. En ég hef áhuga á að fara í læknisfræði, eða að gerast flugmaður. Ég kann svo vel við mig hátt uppi," segir Vala og hlær. En hún stefnir hærra, bæði sem íþróttamaður á næstu árum og ef til vill í eigin- legri merkingu orðsins, sem flug- maður síðar meir. Vala hefði ekki neitt á móti því að fara tíl Atlanta í sumar og keppa á Ólympíuleikunum, en þar er einn hængur á; það er ekki keppt í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikum. „Það hefði verið alveg frábært að fara á Olympíu- leikana og mér finnst það hálf- gerð synd að stangarstökk- skuli ekki vera sýningargrein. Það þýð- ir ekkert að fárast yfir því. Ég verð ekki nema 22ja ára þegar leikarnir verða haldnir í Sidney árið 2000 þannig' að það er nægur tími fyrir mig." Vala segir erfitt að lýsa tilfinn- ingunni sem fylgdi því að verða Evrópumeistari — það hafi verið ólýsanleg tilfínning að vera á efsta þrepi verðlaunapallsins og heyra íslenska þjóðsönginn. Raunar tel- ur Vala að hún hafi ekki áttað sig á að hún væri orðin Evrópu- meistari fyrr en eftir morgunverð daginn eftir. „Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni þegar ís- lenski þjóðsöngurinn var leikinn — hún var alveg dásamleg." Hugsaði um næsta stökk Það bar að með sérstökum hætti að Vala varð Evrópumeist- ari. Fjórar stúlkur voru enn með í keppninni auk Völu þegar ráin var sett í 4,10 metra og Vala vipp- aði sér yfir í fyrstu tilraun en hin- ar felldu ein af annarri, fyrst í fyrstu umferð, síðan þeirri næstu og þá var Evrópumethafinn, Dani- ela Bartova frá Tékklandi, úr leik þar sem hún hafði sleppt næstu hæð á undan. Síðan felldu allar í þriðju tilraun og á meðan sat Vala og einbeitti sér að næstu hæð. „Eg sat bara og hugsaði um næsi.a stökk hjá mér og fylgdist með hinum stökkva. Ég gerði mér alls ekki grein fyrir því að þegar Bartova felldi var ég örugg um að komast á pall, og svo þegar ég sá að ég var ein eftir trúði ég því ekki og ég skildi þetta eigin- íega ekki alveg, það var ekki fyrr en morguninn eftir sem ég fattaði þetta. Ég var samt hálfrugluð fyrst þegar ég vaknaði en eftir morgunmatinn var þetta orðið skýrt fyrir mér. Það var mikið að gera eftir keppnina, viðtöl við fjöl- miðla, lyfjapróf og fleira þannig að mér gafst ekki tími til að hugsa um þetta. Ég þurfti að klípa mig í handlegginn öðru hverju til að vita hvort mig væri ekki bara að dreyma. Þetta er ekki draumur heldur mjög notalegur veruleiki," sagði Evrópumeistarinn. Þreytt í mettilraun Það er ljóst að Vala mun lengi Það var tíunda mars áríð 1994 sem Vala Flosadóttir tók sér stöng í hönd í íyrsta sinn. Tveimur árum síðar er hin 18 ára stangarstökkvari orðin Evrópumeistari. Ekki slæmur árangur á svo stuttum tíma og hjá svo ungri stúlku, en Vala varð 18 ára 16. febrúar sl. „Það er mikill munur á aðstöðunni heima á Bíldudal og hér í Svíþjóð, en aðstæðurnar sem ég æfí við í Malmö eru eins góðar og hugsast getur," sagði Vala í viðtali við Skúla Unnar Sveinsson í Globen-höllinni í Stokkhólmi. muna eftir föstudeginum 8. mars því þá varð hún Evrópumeistari og náði trúlega einni glæsilegustu stökkröð sem hún mun nokkru sinn ná. Hún hóf keppni þegar sláin var komin í 3,60 metra og þurfti aðeins eina tilraun við hverja. hæð, og var alltaf vel yfir, nema þegar hún vippaði sér yfir 4,16 metra. Þá kom hún aðeins við rána, en hún féll þó ekki og vantaði nokkuð uppá það. „Þetta var sérlega glæsileg sería, en ég var samt ákveðin í að láta örygg- ið vera í fyrirrúmi og sleppa engri hæð. Þegar kom að mettilrauninni var ég því farin að finna til þreytu. Fyrsta stökkið var samt nokkuð gott en í hinum tveimur var ég of þreytt. Annars gekk keppnin ótrúlega vel, enda fékk ég frábæran stuðn- ing frá áhorfendum og það munar miklu. Ég var nokkuð spennt í byrjun en síðan losnaði vel um hana þannig að ég var afslöppuð," sagði „íslendingurinn frá Lundi" eins og þulurinn sagði þegar hann las upp nöfn keppenda í stangar- stökkinu. Framundan hjá Evrópu- meistaranum unga eru æfingar og aftur æfingar því keppnistíma- bilið er í raun búið hjá henni, í bili. Hún fer í æfingabúðir til Pól- lands um páskana. Morgunblaðið/Golli VALA Flosadóttlr er hér með gullpeninginn sem hún fékk fyrir frækinn slgur í stangar- stökki á Evrópumeistaramótinu innanhúss í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.