Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 9

Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 B 9 EM I STOKKHOLMI Morgunblaðið/Golli JÓN ARNAR Magnússon er hér (t.h.) með Eistlendingnum Erik Nool, fyrir miðju, sem varð sigurvegari í sjöþrautinni i Stokkhólmi, og Tékkanum Tomas Dvorak, sem fékk silfur. Martröð Jón Amars Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Stokkhólmi Það hlýtur að vera nokkuð þægileg tilfinning fyrir Jón Arnar Magnús- son að lenda í þriðja sæti á Evrópumeist- aramótinu þrátt fyrir að missa rúmlega 200 stig í 60 metra grindahlaup- inu, sem er ein besta greinin hans. Þetta var algjör martröð fyrir Jón Arnar, sem sýndi síðan mikið keppnisskap með því að Ijúka keppninni í grindinni þrátt fyrir að detta nærri því um aðra grindina. Hann hljóp eins og hann ætti lífið að ieysa í mark og þessi ákveðni hans á örlagaríku augnabliki varð til þess að hann náði þriðja sætinu. 6.069 stig er mjög góður árangur. Hefði grindahlaup- ið verið eðlilegt má bæta við rúmum 200 stigum og þá hefði Norðurlandametið fallið auk þess sem Jón Arnar hefði orð- ið annar Evrópumeistari íslendinga í mótinu, því Vala Flosadóttir sigraði í stangarstökkinu. Keppnin í sjöþraut hófst snemma á laugardagsmorguninn með 60 metra hlaupi. Jón Arnar var í þriðja riðli og hljóp ágætlega, kom í mark á 6,89 sek- úndum. Tékkinn Tomas Dvorak var einn- ig í 3. riðli og hljóp á 6,96 sekúndum en Erik Nool frá Eistlandi hljóp á 6,90 í fyrsta riðli. Fyrir hlaupið fékk Jón Frábær árangur á EM í Stokkhólmi ÍSLENSKA frjálsíþróttafólkið sem keppti á Evrópumeistaramótinu inn- anhúss í Svíþjóð um helgina stóð sig einstaklega vel. Fjórir keppendur kepptu fyrir íslands hönd og verð- launapeningarnir urðu tveir og Is- landsmetin urðu einnig tvö. Vala Flosadóttir varð Evrópumeistari í stangarstökki — og vakti geysilega athygli, Jón Arnar Magnússon hlaut brons í sjöþraut og Geirlaug B. Geir- laugsdóttir setti íslandsmet í 60 metra hlaupi. Arnar 922 stig, en þegar hann setti Is- landsmetið á sænska meistaramótinu í febrúar, 6.110 stig, hljóp hann á 6,85 og fékk 936 stig. Þokkaleg byijun hjá Jóni Arnari. Næsta grein var langstökk og þar stökk Jón Annar 6,93 í fyrstu tilraun og í næstu sveif hann 7,70 metra, en á sænska mótinu í febrúar stökk hann 7,36 og fékk 900 stig fyrir það en á laugardaginn fékk hann 985 stig og var í fyrsta sæti með 1.907 stig á móti 1.836 stigum í febrúar. Nool stökk 7,63 og var alls með 1.885 stig, Dvorak fór hins vegar aðeins 7,55 metra og var með 1.844 stig í þriðja sæti. Jón bætti enn árangur sinn frá því í febrúar í kúluvarpinu, varpaði kúlunni 15,92 metra og fékk 846 stig en á meist- armótinu hlaut hann 833 stig fyrir 15,70 metra kast. Dvorak skaust upp í annað sætið með því að varpa 15,52 metra og var nú kominn með 2.666 stig en Nool varpaði aðeins 13,82 metra og var með 2.602 stig í þriðja sæti. Þriðji besti í heiminum Síðasta greinin á laugardaginn var hástökk og þar stökk Jón Arnar 2,02 metra, alveg eins og á sænska mótinu og hlaut 822 stig eins og þá. Dvorak fór yfir 1,96 metra og var í öðru sæti með 3.433 stig en Nool fór yfir 2,02 eins og Jón Amar og var í þriðja sæti með 3.424 stig. Jón Arnar hafði forystu með 3.575 stig, 142 stigum á undan Tékkan- um og 84 stigum meira en þegar hann setti metið á sænska meist- aramótinu. Árangur Jóns Arnars fyrri dag keppninnar er þriðji besti árangur sem náðst hefur í heimin- um á fyrri degi sjöþrautar. Datt um aðra grind Ein besta grein Jóns Arnars, 60 metra grindahlaupið, varð honum að falli að þessu sinni. Hann byij- aði illa en virtist vera að ná hinum þegar hann datt um aðra grindina, hoppaði jafnfætis yfir þá þriðju og lauk síðan hlaupinu á 8,91 sekúndu en á sænska mótinu hljóp hann á 7,99 sekúndum. Dvorak hljóp á 7,95 sekúnd- um og skaust í fyrsta sæti með 4.430 stig en Jón Arnar hlaut ekki nema 766 stig og var nú kominn með 4.341 stig. Nool var í þriðja sæti með 4;332 stig eftir að hafa hlaupið á 8,30. Á sænska meistaramótinu fékk Jón Arnar 984 stig og því tapaði hann einum 200 stigum í greininni. Klifraði upp v stöngina Eftir áfallið var ljóst að Jón Arnar næði ekki að sigra, en stefnan var sett á pallinn og í stangarstökkinu vippaði hann sér yfir 4,95 en felldi 5,05 þríveg- is. Jón Arnar byrjaði á að fara yfir 4,25 í fyrstu tilraun, sleppti 4,35 og fór síðan hátt yfir 4,45, felldi 4,75 á niðurleið í fyrstu tilraun en fór vel yfir í þeirri næstu. Fyrsta tilraun við 4,85 misheppn- aðist. Stöngin stoppaði í lóðrétti stöðu. og Jón Arnar brá á leik og klifraði upp eftir stönginni áður en hann lét sig falla á dýnuna. Áhorfendur kunnu vel að meta þetta uppátæki hjá Jóni Arnari. Hann flaug síðan yfir í annarri tilraun, í fyrstu tilraun yfir 4,95. Jón Arnar fékk 895 stig fyrir stöngina og var nú kom- inn með 5.236 stig í þriðja sæti. Á sænska meistaramótinu stökk hann 4,72 metra og fékk 825 stig fyrir. Nool byij- aði í stangarstökkskeppninni þegar ráin var komin upp í 5,05 og hann stökk 5,35 metra og fékk 1.020 stig fyrir og hafði 5.352 stig í fyrsta sæti. Dvorak fór hins vegar aðeins yfir 4,75 og var í öðru sæti með 5.264 stig. Næstur á eft- ir Jóni Arnari fyrir síðustu grein var Pólveijinn Sebastian Chmara, hafði 5.136 stig. Síðasta greinin var 1.000 metra hlaup og nú reiknuðu menn út hversu langt á eftir Pólveijanum Jón Arnar mætti vera til að halda þriðja sætinu. Markmiðið var að halda í við þann pólska og það tókst. Jón Arnar hljóp á 2.43,63 mínút- um sem er fínn tími og þriðja sætið var tryggt. Það var Eistinn Erki Nool sem sigraði í sjöþrautinni, hlaut 6.188 stig, Tékkinn Tomas Dvorak varð annar með 6.114 stig og skutust þeir báðir upp fyrir Jón Arnar á Evrópulistanum. Pólveijinn Chmara varð fjórði með 6.016 stig. Þar með var þátttöku íslendinga í Evrópu- meistaramótinu lokið og hvílíkur árangur. Ætlaði ekki í gryfjuna aftur ÞEGAR Jón Amar var að reyna við 4,85 metra í stang- arstökki klifraði hann einu sinni upp stöngina, sem stóð lóðrétt. Keppinautar hans hlógu mikið að þessu atriði og ekki tók betra við þegar Jón Arnar reyndi við 5,05 m, þá lenti hann tvívegis nyög nærri brún dýnunnar. „Strákamir fóru að minna mig á þegar ég féll í gryfjuna f Gautaborg. Eg liét því að fara ekki sömu leið og þvi var ekkert annað að gera en halda í stöngina og bíða þar til hún færi að falla.“ fslandsmet hjá Geirlaugu GEIRLAUG B. Geirlaugs- dóttir setti íslandsmet í 60 metra hlaupi á laugardaginn á Evrópumeistaramótinu í Stokkhólmi, hljóp á 7,54 sek- úndum í fjórða riðli, en það dugði ekki til að komast I milliriðla. Geirlaug átti sjálf fyri’a metið, 7,55 sekúndur og setti það nýverið. Eins og stundum vildi brenna við í hlaupunum á mótinu brugð- ust ræsarnir í hlaupi Geir- laugar og þurftu stúlkumar að Iwija þrívegis. „Eg er ánægð með að hafa bætt metið, það var markmiðið,“ sagði Geirlaug. Hún sagði ennfremur að það hefði að sjálfsögðu haft áhrif á sig liversu illa gekk að koma hlaupinu af stað. „Með það til hliðsjónar er ég rajög ánægð með árangur minn.“ Sunna Gestsdóttir keppti einnig í 60 metra hlaupi, en hún náði ekki að bæta árang- ur sinn, hljóp á 7,79 sekúnd- um en ábest 7,67 sekúndur. Eins og stór fjölskylda ÞRAUTARMENN virðast aU- ir vera miklir félagar og þeir reyna að leiðbeina hver öðr- um og aðstoða eftir þörfum. „Þegar allur þrautarhópur- inn hittist þá er þetta eins og stór fjölskylda,“ sagði Jón Arnar. „Þó svo að menn séu að sjálfsögðu að keppa, eru allir mjög almennilegir og reyna að hjálpa hver öðrum. Það er enginn rf gur á milli manna eins og maður sér svo oft í öðrum greinum. Ég segi til dæmis oft við Nool, þegar hann er að byrja í stangar- stökkskeppninni og ég er úr leik þar, að ég taki bara þrjá metra af lionum í kúlunni í staðinn.“ Sýndi mikinn styrk Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arn- ars, var að vonum ánægður með bronsið. „Ég er alveg sáttur við árang- urinn. Þetta er það besta sem hann hefur gert á stórmóti. Ég er sérstak- lega ánægður með að hann skuli hafa lokið grindahlaupinu eins og hann gerði. Vonbrigðin hjá honum komu ekki fyrr en eftir á, alveg eins og það á að vera. Það er venjulega dauðadóm- ur fyrir grindahlaupara að hlekkjast svona á í upphafi hlaups en það sýnir styrk stráksins að hann nær þriðja sæti þrátt fyrir þetta áfall,“ sagði Gísli eftir þrautakeppnina. „Við sögðum eftir fyrri daginn að það væri langur dagur framundan, en þá grunaði okkur ekki að hann yrði svona langur. Það var allt eðlilegt fyrri daginn, ekkert sem kom á óvart hjá honum, hann hefur verið að gera svip- að á æfingum og ég vissi hvað hann gæti. Síðan koma þessi ósköp í morg- unsárið, en nú hlýtur að styttast í að við komumst í gegnum stórmót án stórslysa. Jón Arnar er alveg við mörk þess sem hann getur i nær öllum greinum en það vantar meiri stöðugleika, þá er þetta komið. Hann þarf að fá ein- hveija fasta tölu í hástökkinu og stangarstökkinu því það munar rosa- lega miklu í stigum í hvert sinn sem^ ráin er hækkuð. Það hafa orðið mikl- ar breytingar hjá Jóni síðustu tvö árin. Það er mjög mikilj munur á að vera varla þekktur á íslandi og til þess að vera þekktur í öllum heimin- um, því Jón er búinn að skapa sér nafn í þrautinni. Það getur tekið á ef svona hlutir gerast of hratt,“ sagði Gísli. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.