Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Capello fer til Parma LORENZO Sanz, forseti Real Madrid, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði í viðtali fyr- ir helgi að Fabio Cappello, þjálfari AC Miian, væri búinn að skrifa undir samning við Parma. Giorgio Pedraneschi, forseti Parma, kannaðist þá ekkert við þetta — bar frétt- ina tii baka. Um helgina kom aftur á móti i \jós að Sanz hafði rétt fyrir sér. ítalska blaðið Corriere dello Sport sagði frá því að Capello hafi skrifað undir samning við Parma fyrir sex vikum — hann þjálfar liðið næsta keppnistímabil. Árstekjur hans verða um 112 mUlj. kr. Blaðið sagði einnig frá því að Parma hefðihug á að styrkja lið sitt verulega og eru sókn- arleikmennimir Pierluigi Casiraghi, Lazíó og Gianluca Vialli hjá Juventus efstir á óskaiista liðsins. Ráðist á Ravanelli TVEIR menn réðust á ítalska landsliðsmanninn Fabrizio Ravanelli á bensínstöð á Iaug- ardaginn, þannig að hann meiddist á hægri hendi i sjálfsvðrn. „Þeir komu hlaup- andi að mér hrópandi: „Þú fjandans leikmaður Juvent- us.““ Ravanelli sagði að árás- armennimir, sem væm lík- lega stuðningsmenn Tórínó, hefðu fundist í Avellino. Þessi gráhærði leikmaður, sem er einn af vinsælustu leikmönn- um Ítalíu, hefur áður lent í vandræðum utan vallar. Fyrir tveimur árum réðust stuðn- ingsmenn Tórínó að honum og árið áður varð hann fyrir aðkasti starfsmanna hjá Fiat- bifreiðaverksmiðjunni. Ra- vaneili lék með umbúðir um hönd í leik Juventus gegn Lazíó. Inter stöðvaði sigur- göngu AC Milan EFTIR að hafa leikið nítján leiki í röð án taps urðu leikmenn AC Milan að játa sig sigraða á San Siro-leikvellinum í Mflanó, þar sem nágrannarnir úr Inter skoruðu eina mark leiksins. Marco Branca skoraði markið eftir aðeins fimm mín. og við það sat — þetta var fimmti sig- urleikur Inter í röð. |ikið er um meiðsl í herbúðum AC Milan, sem hefur sex stiga forskot á Fiorentína. Liðið lék án Dejan Savicevics, Zvonimir Bo- bans og Demetrio Albertinis. Hetja Inter var Branca, sem skoraði sitt fjórtánda mark í 23 leikjum, þegar hann braust fram hjá vamarmönnum AC Milan og sendi knöttinn með föstu skoti fram hjá Sebastiano Rossi. Besta tækifæri AC Milan fékk George Weah, en markvörðurinn Gianluca Pagliuca sá við honum. Þetta var fyrsti tapleikur AC Milan síðan liðið tapaði fyrir Bari 1. októ- ber. Fiorentína, sem er í öðru sæti, varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn botnliðinu Bari. Svíinn Kenneth Andersson skoraði mark Bari, en það var síðan Francesco Baiano sem jafn- aði fyrir Fiorentína úr vítaspymu fimm mín. fyrir leikslok og lék liðið sinn fimmtánda leik án taps. Coach Lippi, þjálfari Juventus, sem deilt var á fyrir varnarleik eftir tapleik gegn Real Madrid í Evrópu- keppninni í sl. viku, blés í sóknarl- úðra gegn Lazzio — þegar gestimir voru komnir yfír, 0:2, eftir átján mín. með mörkum frá Giuseppe Fa- valli og Pierlugi Casiraghi. Eftir það skoruðu leikmenn Juventus fjögur mörk og fögnuðu sigri, 4:2. Lippi tók vamarleikmanninn Moreno Torricelli útaf eftir aðeins 23. mín. og bætti sóknarleikmanni inná. I seinni hálf- leik tók hann miðvörðinn Pietro Vi- erchowod af velli og setti í hans stað marksækinn miðvaliarspilara, Attilio Lombardo. Weah í erfiðleikum Reuter LÍBERÍUMAÐURINN George Weah hjá AC Milan, knattspyrnu- maður árslns í heiminum, átti í erfiðleikum með að brjótast í gegnum vðrn Inter Mllano á San Slro-lelkvellinum. Hér er hann í baráttu við Gianluca Festa. Enrico Chiesa skoraði þrennu fyrir Sampdoria, sem vann Padova, 3:1. Þessi ungi miðherji hefur skorað fjórtán mörk í átján leikjum og er líklegt að hann verði valinn í lands- liðshóp Ítalíu fyrir EM í Englandi í sumar. Giovanni Cervone, markvörður Roma, sem þótti standa sig illa í UEFA-leik gegn Slavia Prag í sl. viku, sýndi mjög góðan leik gegn Cagliari og bjargaði Roma frá tapi þegar hann varði snilldarlega frá Belgíumannin- um Luis Oliveira. Hann náði þó ekki að veija vítaspymu frá Oliveira á sextándu mín. leiksins, eftir að Abel Balbo hafði skorað fyrir heimamenn úr vítaspyrnu á níundu mín. Bayem fékk skell í Freiburg Reuter JULIO Cesar og Karlheinz Riedler fagna Michael Zorc, eftlr að hann skoraði slgurmarkið gegn St. Paull. leistarar Borussia Dortmund tylltu sér í efsta sæti þýsku deildarinnar um helgina er þeir sigr- uðu St. Pauli á heimavelli, 1:0, með marki_ frá Michael Zorc í síðari hálf- leik. Á sama tíma töpuðu aðalkeppi- nautar þeirra í Bayem Múnchen 3:1 gegn Freiburg og em nú einu stigi á eftir meistumm síðasta árs og hafa auk þess leikið einum leik fleira. Bayem Múnchen var eina þýska liðið er sigraði í viðureign sinni í Evrópukeppninni í síðustu viku. Leik- menn virtust ekki vera komnir niður á jörðina er þeir mættu Freiburg, en með sigri hefði liðið náð tveggja stiga forystu í deildinni. Júrgen Klinsmann kom Bæjumm yfir með marki úr vítapyrnu á 15. mín. Bæjarar réðu gangi leiksins í byijun, en síðan létu leikmenn Freiburg andstæðinga sína ekki komast lengra. Þeir snem tafl- inu sér í vil með tveimur mörkum frá Hollendingnum Harry Deeheiver, sem átti stórleik, og einu frá Jens Todt. Svisslendingurinn Alain Sutter sem Bayem seldi í haust til Freiburg sýndi Rehhagel, þjálfara Múnchen, snilli sína í Ieiknum og var arkitekt- inn á bak við bæði mörk Hollendings- ins. „Ástæðan fyrir tapi okkar í dag er ekki sú að leikmenn mínir séu þreyttir eftir Evrópuleikinn í vikunni heldur gerðum við of mikið af mis- tökum til að verðskulda sigur,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari I3ayem, brúnaþungur í leikslok. Þetta var þriðji tapleikur Múnchenliðsins á úti- velli gegn Freiburg á þremur ámm. Skallamark miðvallarleikmannsins Michael Zorcs á 63. mínútu nægði Dortmund til fyrsta sigurs liðsins frá því deildarkeppnin hófst að nýju eft- ir vetrarleyfi. Markið var Zorc mjög mikilvægt því hann hefur upp á síð- kastið átt í erfíðleikum með að halda sæti sínu í byijunarliði meistaranna og var meðal annars varamaður gegn Ajax í Evrópuleiknum í vikunni sem leið. Nú bendir allt til þess að einvígið um meistaranafnbótina í Þýskalandi verði á milli Dortmund og Bayem en þessi tvö lið hafa yfirburðastöðu gagnvart næstu félögum. Stefan Effenberg lék stórt hlut- verk hjá Gladbach, sem skaust upp í þriðja sætið með sigri, 3:2, á Hansa Rostock. Fyrirliðinn skoraði fyrsta markið á 17. mín. með góðu skoti og lagði upp annað markið fyrir Jörg- en Pettersson. FOLK ■ KARLHEINZ Riedle, miðheiji Dortmund, skrifaði um helgina undir nýjan samning við liðið, sem gildir til 1998. Lið á Ítalíu og Glasgow Rangers vildu fá hann til sín. ■ FREDI Bobic, sóknarleikmaður Stuttgart, verður frá keppni í sex vikur. Liðþófí rifnaði og var hann skorinn upp. ■ ÞRIR leikmenn fengu að sjá rauða spjaldið í leik Bayer Uerd- ingen og Köln. Allt voru það út- lendingar - Daninn Jan Heintze hjá Uerdingen, Austurríkismað- urinn Anton Polster og Pablo Thiam frá Guineu hjá Köln. ■ ULF Kirsten hjá Leverkusen var óheppinn að skora ekki nokkur mörk í markalaus jafntefli gegn Stuttgart. Hann hefur ekki skorað í 1. deildarkeppninni í 500 mín. ■ MIKLAR líkur eru á að „íslend- ingaslagur" verði í 16 liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Rúnar Kristinsson og fé- lagar hans hjá Örgryte þurfa að leggja Gummilse að velli til að kom- ast í sextán liða úrslitin og þá leikur Örgryte við Elfsborg. Með liðinu leika landsliðsmaðurinn Kristján Jónsson og unglingalandsliðsmað- urinn Sigurður Friðriksson. Bebeto frá La Coruna? BÆÐI Barcelona og VaJencia eru tilbúin að kaupa brasiiíska Iands- liðsmanninn Bebeto frá La Coruna. Frá þessu var sagt i spænska útvarpinu fyrir helgi. Bebero hefur enn einu sinni orðið til vand- ræða I\já La Coruna — hann er kominn upp á kant við þjálfara liðs- ins, John Toslmck. Það kann ekki góðri lukku að stýra og setti Toshack hann út úr liðinu fyrir leik í Evrópukeppni bikarhafa á fimmtudaginn — gegn Real Zaragoza. Barcelona hefur ekki getað teflt fram miklum markaskorara síðan Brasilíumaðurinn Romario fór frá iiðinu og Valencia á í erfiðleikum eftir að miðherji iiðsins, Jose Galvez, meiddist illa um sl. heigi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.